Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 21
Rúmræði, talningarfræði og leikjafræði er meðal þess sem hægt er að fræðast um í nýju námsefni í stærðfræði, Punktar og tölur. Höfundar námsheftanna eru Áskell Harðarson menntaskólakenn- ari og háskólanemarnir Ey- vindur Ari Pálsson og Stefán Freyr Guðmundsson. Í for- mála segja höfundar m.a.: „Það er mikilvægt að dugleg- ir nemendur hafi nóg verk- efni að glíma við og eigi þess kost að breikka og dýpka þekkingu sína umfram það sem námsskrá gerir ráð fyrir ...“ Námsefnið er einnig talið veita góða undirstöðu fyrir þátttöku í stærðfræðikeppn- um í grunnskólum og fram- haldsskólum og eru heftin hugsuð bæði til kennslu og fyrir nemendur sem vilja læra efnið upp á eigin spýtur.  MENNTUN Punktar og tölur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 21 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ 10.-11. júní Reykjavíkurhöfn - Miðbakki 10.júní kl. 14:00-18:00 H2 hönnun Fram koma: Flís og Bogomil Font Roðlaust og beinlaust Ceol na Mara Sjóm annalagahátíð í Hafnarhúsinuj l tí í f r i A›gangur ókeypis Að mati bandarískra og breskra vís- indamanna eru ýmsar tegundir grænmetis og ávaxta ekki eins hollar heilsunni og áður, að því er m.a. kem- ur fram á vefnum forskning.no. Rannsóknir benda til þess að næring- argildi ýmissa ávaxta og grænmetis hafi minnkað verulega. Í sömu grein kemur hins vegar fram að í Noregi hafi ekkert komið fram sem bendi til þess. Það eru bandarískar rannsóknir við Texasháskóla sem benda til þessa og eru niðurstöðurnar birtar í vís- indatímaritinu Journal of the Americ- an College of Nutrition. Yfirlit yfir næringargildi grænmetis og ávaxta á árunum 1950 og 1999 lá til grundvall- ar. Hollustan var greinilega minni ár- ið 1999, þ.e. minna var af próteini, kalki, fosfór, járni, ríbóflavíni og c- vítamíni í ávöxtunum og grænmetinu en árið 1950. Ríbóflavín var 38% minna árið 1999 en árið 1950. Óæskilegar aðferðir í landbúnaði Lakara næringargildi telja vís- indamennirnir orsakast af landbúnaði sem er mun stærri í sniðum en áður. Garðyrkjubændur þurfi að hugsa um að búskapurinn borgi sig og noti því óæskilegar aðferðir til að örva vöxt grænmetisins og ávaxtanna sem komi niður á gæðunum. Sömu niðurstöður berast úr breskri rannsókn sem gerð var á sama hátt með samanburði á yfirliti um næringargildi grænmetis og ávaxta á árunum 1940 og 2002. Kalk- innihald minnkaði um 46% og magn- esíum um 24%. Morgunblaðið/Arnaldur  HEILSA Minna en áð- ur af hollustu í ávöxtum og grænmeti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.