Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGT FRUMKVÆÐI Samtök atvinnulífsins hafa tekiðmikilvægt frumkvæði í því aðkoma í veg fyrir, að kjara- samningar fari úr skorðum í haust. Staðan er sú, að skv. gildandi kjara- samningum skal sérstök forsendu- nefnd fjalla um þróun verðbólgu og efnahagsmála á samningstímanum. Fari viðmiðunarverðbólga yfir 3% og takist ekki samkomulag á milli aðila geta allir kjarasamningar orðið laus- ir frá áramótum. Nú þegar er ljóst, að viðmiðunarverðbólgan verður yfir þessu marki. Það þýðir að verkalýðs- hreyfingin telur sig eiga ákveðnar kröfur á hendur atvinnulífinu. Tillögur Samtaka atvinnulífsins eru þær, að samningsbundnir kaup- taxtar hækki um 12 þúsund krónur á mánuði en í þeim tilvikum þar sem kjör eru samsett af launataxta og persónubundnum viðbótargreiðslum skuli þær lækka á móti. Starfsfólki fyrirtækja sem einung- is hefur notið almennrar launahækk- unar undanfarið ár verður tryggð allt að 2% hækkun launa til viðbótar við almenna launahækkun. Hugmyndir Samtaka atvinnulífs- ins beinast að því að bæta kjör þeirra, sem byggja laun sín á launa- töxtum eða hafa ekki notið launa- skriðs undanfarið ár. Jafnframt er gert ráð fyrir, að forsendunefnd telj- ist hafa lokið störfum sínum og að samningar gildi allavega út árið 2007. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag af þessu tilefni: „Það segir sitt að menn hafi ákveðið að setjast niður og ræða þessa hugmynd.“ Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið sama dag: „Ég hef fylgzt með þessu máli og rætt það bæði við Samtök atvinnu- lífsins og fulltrúa í verkalýðshreyf- ingu, þannig að ég styð eindregið þessar fyrirætlanir.“ Og Geir H. Haarde, sem innan tíð- ar tekur við embætti forsætisráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið sl. laugardag, að nú mundi verkalýðshreyfingin fara yfir þessar tillögur og hann kvaðst vita, að þær yrðu skoðaðar af ábyrgð. Viðbrögð ráðherranna tveggja og forseta ASÍ benda til þess að á bak við tillögur Samtaka atvinnulífsins liggi mikil vinna að tjaldabaki og samráð við ráðherra. Þótt ómögu- legt sé að segja til um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar verða um- mæli forseta ASÍ að teljast jákvæð. Flest bendir því til að nú sé unnið af heilindum að því að tryggja að kjara- samningar verði áfram í gildi. Þetta er að sjálfsögðu alltaf mikil- vægt en alveg sérstaklega nú þegar veður eru válynd á ýmsum vígstöðv- um efnahagslífsins. Þess vegna er ástæða til að fagna þessu framtaki Samtaka atvinnulífs- ins, sem bersýnilega getur orðið lykill að lausn á vanda, sem vinnu- markaðurinn stæði ella frammi fyr- ir. ÁHUGAVERÐ STAÐA Takist Framsóknarflokknum ekkiað ná tökum á sjálfum sér á mið- stjórnarfundi flokksins nk. föstudag og í framhaldi af þeim fundi kemur upp áhugaverð staða fyrir Vinstri græna. Þeir gætu hugsanlega komizt í þá lykilstöðu, sem Framsóknar- flokkurinn hefur haft um skeið í ís- lenzkum stjórnmálum. Það er þó mjög undir þeim sjálfum komið hvort svo verður. Vinstri grænir eru enn lokaðir inni í eigin fortíð. Bjóði flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn upp á samstarf hafa þeir ríka tilhneigingu til að kanna fyrst, hvort þeir geti myndað ríkisstjórn eða meirihluta í sveitar- stjórn til vinstri. Ef slíkt tekst ekki bendir margt til að þeir séu opnari fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn en áður. Ef Vinstri grænir hafa áhuga á að verða afl í íslenzkum stjórnmálum, sem eftir er tekið, þurfa þeir að losa sig við fordóma af þessu tagi. Ef þeir væru ekki til staðar er alveg hugs- anlegt að í borgarstjórn Reykjavíkur hefði orðið til meirihluti Sjálfstæðis- manna og Vinstri grænna. Það hefur áður gerzt í stjórnmál- um, að höfuðandstæðingar taki hönd- um saman ef aðrir kostir eru útilok- aðir. Þótt nánast engir möguleikar séu á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsvísu getur allt gerzt í stjórnmálum eins og stjórn- armyndun Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna í Þýzkalandi sýndi. Ef Vinstri grænir vilja verða alvöru þátttakendur í þessum leik verða þeir að yfirvinna þá innri tilfinningu, að þeir geti ekki kannað möguleika á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn án þess að kanna samstarf til vinstri fyrst. Og meðan þeir loka sjálfa sig inni með þeim hætti eru þeir í raun bandingjar Samfylkingarinnar. Sá flokkur getur farið sínu fram eins og honum hentar í fullri vissu um að Vinstri grænir muni ekki hreyfa sig nema tala við Samfylkingu fyrst. Þetta er vond vígstaða fyrir vaxandi stjórnmálaflokk. Þegar Steingrímur J. Sigfússon situr fyrir framan sjón- varpsvélar og segir að markmið sitt sé svokölluð félagshyggjustjórn er hann að afsala sér sjálfstæði sínu sem formaður Vinstri grænna. Hann er að framselja formannsvald sitt í hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það er ekkert vit í þessari pólitík Vinstri grænna. Þeir einir flokka þurfa ekki að binda sig með þessum hætti. Eins og allir aðrir flokkar eiga þeir að geta haft frjálsar hendur. Stjórnmálabarátta 20. aldarinnar, þegar það var nánast trúaratriði hjá sósíalistum að starfa ekki með Sjálf- stæðisflokknum, er liðin tíð. Fram- sóknarflokkurinn var líka haldinn þeirri pólitísku þráhyggju Hermanns Jónassonar að ekki mætti vinna með Sjálfstæðisflokknum nema allir aðrir möguleikar hefðu verið útilokaðir. Vinstri grænir eru ekki lengur fyrst og fremst flokkur gamalla sósí- alista. Þetta er flokkur nýrrar teg- undar vinstri manna, sem eru fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar. Þá er að finna í öllum flokkum. Þess vegna eiga Vinstri grænir að rífa sig úr eigin fjötrum. Þótt tilkynning HalldórsÁsgrímssonar, forsætis-ráðherra og formannsFramsóknarflokksins, um að hann hygðist segja af sér ráðherradómi og hætta sem for- maður flokksins hafi komið mörg- um á óvart átti hún sér nokkurn aðdraganda. Samkvæmt heimild- um var hann farinn að ræða mögu- leg starfslok sín við nána sam- starfsmenn fyrir um það bil tveimur mánuðum. Um það leyti gáfu skoðanakannanir til kynna slaka útkomu Framsóknarflokks- ins í sveitarstjórnarkosningunum. Það gekk og eftir og tapaði flokk- urinn þónokkru fylgi. Á kosningakvöld, þegar úrslit kosninganna voru ljós, sagði Hall- dór í sjónvarpsumræðum að hann hlyti að taka á sig ábyrgð á úrslit- um Framsóknarflokksins. Gaf hann þar með í skyn að hann væri tilbúinn til þess að víkja. Hann var þó ekki búinn að taka ákvörðun á þessum tímapunkti, en ræddi þennan möguleika við nána sam- starfsmenn. Ekki virðist hafa ver- ið þrýstingur á Halldór að taka þessa ákvörðun, enda vandséð hver hefði styrk til þess að þrýsta á hann, þó vissulega hafi staða hans verið rædd innan flokksins. Hann hafi einfaldlega viljað axla ábyrgð á úrslitunum. Endanlega ákvörðun tók Halldór ekki fyrr en nú um helgina. Samband Halldórs og Guðna Ágústssonar, varaformanns Fram- sóknarflokksins, hefur lengi verið stirt og ekki er víst að Guðni hafi verið fyrsti valkostur Halldórs sem varaformaður. Svo virðist sem Halldór og nánustu samstarfs- menn hans hafi talið rétt að Guðni hætti sem varaformaður á sama tíma og Halldór léti af sínu emb- ætti. Þeir vildu ekki að Guðni kæmist í þá aðstöðu að hann tæki við formennsku í flokknum. Hall- dór lagði sömuleiðis áherslu á að breytingar í forystunni yrðu til þess að efla flokkinn, svo hann kæmi sterkur til leiks í aðdrag- anda þingkosninga. Því er hins vegar vísað á bug í herbúðum Halldórs að Guðni hafi verið beitt- ur þrýstingi til að láta af embætti. Finnur Ingólfsson verði formaður Fljótlega eftir sveitarstjórnar- kosningarnar fékk Guðni þau skilaboð að Halldór væri tilbúinn að víkja og Guðni íhugaði sömu- leiðis sína stöðu. Í þreifingum á milli þeirra tveggja og náinna samstarfsmanna var fallist á að þeir létu báðir af embætti og að Finnur Ingólfsson, þáverandi for- stjóri VÍS og fyrrverandi varafor- maður Framsóknarflokksins, tæki við formannsembættinu. nýja forystusveit ef bæði og Guðni ákvæðu að hæt dór myndi samkvæmt þv ráðherradómi en Guðni ek Í framhaldi af viðræ Finn ræddi Halldór við Haarde, formann Sjá flokksins og utanríkisr eða um miðja síðustu vik kynnti honum um þá á sína að láta af formanns og ráðherradómi. Á fund var ekki útfært nánar breytingarnar yrðu í rík inni, aðrar en þær að Hal út og Geir yrði forsætisr Ekki mun hafa komið fr urstaða um hvort Fram flokkurinn fengi þá einn til viðbótar, en sem kun fækkaði ráðherrum flokk einn þegar Halldór tók sætisráðherraembættinu Oddssyni. Þar sem ekkert var ákv fjölda ráðherra var ekki ræða frekar um hvaða rá flokkurinn ætlaði að stilla er ljóst að flestir virðast h að Finnur Ingólfsson fe herrastól strax, yrði hann ur flokksins. Landstjórn Framsókn ins, sem er skipuð þrettá um, fundaði á fimmtudag og samþykkti tillögu Hall að miðstjórnarfundur yrð nú á föstudag, þar sem ræ m.a. úrslit sveitarstjórnar anna. Á þeim miðstjór áttu forystuskiptin jafnf eiga sér stað. Daginn eftir landstjó ræddi Halldór við ráðherr ins og á laugardaginn ræ Guðni og Halldór sömul formann þingflokks fram manna og aðra þingmenn kynnt samkomulagið um og Halldór færu úr fory inni og að inn kæmi Fin ólfsson. Á þessum fundum ast eftir því að ná samkomulag Guðna og Ha Breytingar leka Strax á fimmtudaginn leka út sögusagnir af brey forystusveitinni og á fö kvöld voru sagðar fréttir ar væringar í ljósvakam Tíðindin breyttu atburðar um helgina fóru að heyr semdaraddir um Finn In Guðni mat það svo á þessum tíma að honum væri nauðugur einn kostur að láta einnig af embætti, úr því ljóst væri að hann fengi ekki stuðning Halldórs til þess að gegna formennsku. Má velta því upp að ef Halldór var á þessum tíma farinn að íhuga Finn Ingólfs- son sem mögulegan arftaka sinn hafi hann ekki talið það líklegt til að styrkja flokkinn að stilla Finni og Guðna saman upp í forystu- sveitinni. Samið var um að breytingar á forystu flokksins myndu eiga sér stað á miðstjórnarfundi eða flokks- þingi í júní, næðist um það sátt meðal helstu forystumanna flokks- ins. Halldór og Guðni hittust svo á fundi þar sem þeir handsöluðu samkomulag um að þeir öxluðu báðir ábyrgð og hættu sem for- maður og varaformaður flokksins. Þeir funduðu einnig með Finni Ingólfssyni. Heimildum ber ekki saman um hvenær Halldór og Guðni funduðu með Finni og hve margir fundirnir voru. Víst er þó að í þeim viðræðum voru, auk Halldórs, Guðna og Finns, tveir menn úr innsta kjarna Framsókn- arflokksins. Í þessum viðræðum við Finn var kannað hvort hann hefði áhuga á að taka að sér for- mennsku í Framsóknarflokknum ef bæði Guðni og Halldór ákvæðu að víkja. Finnur svaraði því til að hann hefði ekki verið á leið í pólitík á nýjaleik, en ef það væri skoðun þessara tveggja forystumanna að hann ætti þangað erindi væri hann tilbúinn að skoða þennan mögu- leika. Hann myndi þó eingöngu snúa aftur til trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn ef breið sam- staða myndaðist um það innan flokksins að hann tæki við for- mannsembættinu, hann vildi ekki koma þangað til þess að standa í pólitískum áflogum, enda hefði hann ekki sóst eftir endurkomu nema fyrir áeggjan. Ekki rætt um ráðherrastóla Í samkomulaginu sem Halldór og Guðni handsöluðu fólst að þeir myndu báðir boða að þeir ætluðu að hætta á miðstjórnarfundi í júní, til þess að tryggja svigrúm fyrir þingflokkinn og landstjórn til að skora á Finn. Hann yrði svo í framboði til formanns á miðstjórn- arfundinum, en þar yrði að kjósa Afsögn forsætisráðherra hafði nokkurn aðdraganda Refskák sem ge Framsóknarmenn fylktu sér á bak við Halldór Ásgrímsson er ha Fréttaskýring | Miklar sviptingar hafa orðið innan Framsóknar- flokksins að undanförnu og bera atburðir síðustu daga þess merki að tor- tryggni og óeining ríki meðal forystumanna flokksins. Arna Schram og Brjánn Jónasson rekja atburðarásina í að- draganda þess að Hall- dór Ásgrímsson til- kynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.