Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 1
EINN af aðstoðarutanríkisráð- herrum Bandaríkjanna sagði í gær, að sjálfsmorð þriggja fanga í Guantanamo á Kúbu hefði verið „gott auglýsingabragð“ en lög- fræðingar mannréttindasamtaka segja, að örvænting hafi rekið mennina í dauðann. Frammámenn í báðum flokkum á Bandaríkja- þingi gagnrýndu ástandið í Guant- anamo harðlega í gær. Colleen Graffy, einn af aðstoð- arutanríkisráðherrum Bandaríkj- anna, sagði í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að sjálfsmorð fanganna hefði verið „gott auglýs- ingabragð“ og úthugsuð aðferð við að vekja athygli á málstað þeirra, „hinu heilaga stríði“. Mannrétt- indasamtök segja hins vegar, að fangarnir viti ekki annað en þeir verði um alla framtíð í Guant- anamo og því sé örvænting líkleg- asta skýringin. Komið var að föngunum, tveim- ur Sádi-Aröbum og einum Jemena, látnum í klefum sínum á laugar- dagsmorgni og höfðu þeir hengt sig. Hefur atburðurinn aukið gagn- rýni á ástandið í búðunum og Arlen Specter, kunnur repúblikani og formaður dómsmálanefndar öld- ungadeildarinnar, sagði í gær, að rétta yrði sem fyrst yfir föngunum. Sagði hann, að sumir þeirra sætu aðeins inni fyrir „ómerkilegar sögusagnir“. Demókratinn Jack Reed, sem hefur látið hermál til sín taka, tók undir þetta og sagði, að ríkisstjórn- in ætti nú orðið að vita hverjir fanganna væru hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Svo virtist þó ekki vera. „Lögleysunni“ verði hætt Mannréttindasamtökin Am- nesty International skoruðu í gær á Bandaríkjastjórn að binda enda á „lögleysuna“ í Guantanamo og undir það tóku samtök múslíma í Bretlandi. Sagði framkvæmda- stjóri þeirra, að það væri „ótrúleg smekkleysa“ og lýsti raunar mann- fyrirlitningu að kalla dauða fang- anna þriggja „auglýsingabragð“. „Auglýsingabragð“ eða örvænting? Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Búist við | 14 Reuters Í Guantanamo Tveir hermenn færa fanga til klefa síns. Margir fanganna hafa verið í búðunum frá árinu 2002 án þess að vera ákærðir. STOFNAÐ 1913 158. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Aldrei of seint að byrja Hópþjálfun með einkaþjálfara hefur gefið góða raun | Daglegt líf Íþróttir | Svíar í sárum eftir jafntefli  Frakkar líklegir  Blik- ar náðu stigi af FH  Stuðningsmenn velja Þórð í úrvalslið Genk Fasteignir | Nýtt kaffihús í Ólafsvík  Blóm vikunnar Íþróttir og Fasteignir í dag Bannað að horfa á HM Mogadishu. AFP. | Til uppþota kom í Mo- gadishu, höfuðborg Sómalíu, á laug- ardag þegar íslamskir klerkar bönnuðu fólki að horfa á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Sögðu þeir hana siðspill- andi. Tveir menn létu lífið í óeirðunum en til þeirra kom eftir að vopnaðir menn á vegum íslömsku dómstólanna tóku raf- magnið af kvikmyndahúsum þar sem verið var að sýna beint frá heimsmeist- arakeppninni. Talsmaður dómstólanna sagði, að vestrænar kvikmyndir væru siðspillandi og líka heimsmeistarakeppn- in, sem hefði áhrif á hugsunarhátt barna og unglinga. Kvikmyndahúsaeigendur, sem hafa lagt í mikinn kostnað til að geta sýnt frá HM, eru ævareiðir eins og margir borg- arbúar. Einn þeirra, Dahir Abubakar Hassan, sagði rangt að kúga fólk. „Ég hlakkaði til að sjá HM og gleyma um stund því ömurlega og tilbreyting- arsnauða lífi, sem við lifum, en nú er það ekki hægt,“ sagði Hassan. ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik vann frækilegan sigur á Svíum, 32:28, í fyrri viðureign þjóðanna í undankeppni heims- meistaramótsins í handknattleik karla í Stokkhólmi í gær. Þetta var fyrsti sigur íslenska hand- knattleikslandsliðsins á Svíum á sænskri grund. Þótti mörgum löngu vera kominn tími til að Svíagrýlan, sem lengi hefur fitn- að eins púkinn á fjósbitanum af samneyti sínu við íslenska hand- knattleiksmenn, mætti örlögum sínum þegar mikið lægi við. Alfreð Gíslason, landsliðsþjálf- ari, sagði eftir leikinn að varn- arleikur íslenska liðsins hefði komið Svíum í opna skjöldu en leiknar voru þrjár mismunandi útgáfur. „Nú dugir þetta ekki lengur. Við þurfum að finna eitt- hvað nýtt fyrir seinni leikinn,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið. Claudio Bresciani/SCANPIX Sigfús Sigurðsson átti stórleik í vörn íslenska landsliðsins gegn Svíum í Globen í Stokkhólmi. Hér tekur hann Kim Andersson föstum tökum. Er hún gamla grýla dauð? VERÐI ekki nýtt fjármagn veitt til forn- leifarannsókna á Íslandi eru allar líkur á að ekkert eða lítið verði um rannsóknir á fornleifum í Skálholti, Hólum, Þingvöll- um, Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skriðuklaustri á næsta ári. Í ár er síðasta árið sem Kristnihátíðarsjóður veitir fjár- muni til fornleifarannsókna, en hann hef- ur styrkt rannsóknir á fornminjum. „Komi ekki nýtt fjármagn til fornleifa- rannsókna sé ég ekki fram á að það verði haldið áfram að neinu ráði með forn- leifauppgröft í Skálholti. Það sama á væntanlega við um allar rannsóknir sem Kristnihátíðarsjóður hefur styrkt, að vísu hefur rannsóknin á Hólum fengið styrki víðar að,“ segir Mjöll Snæsdóttir forn- leifafræðingur, sem stjórnað hefur rann- sóknum í Skálholti. Kristnihátíðarsjóður ver í ár tæplega 60 milljónum til fornleifarannsókna, en sjóð- urinn hefur á síðustu fimm árum varið 500 milljónum til fornleifarannsókna. Lögum samkvæmt átti sjóðurinn aðeins að starfa í fimm ár. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segist ekki trúa öðru en nýju fjármagni verði varið til þessara mála og sagðist raunar vita að þetta væri til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. | 8 Morgunblaðið/Árni Torfason Unnið hefur verið að rannsóknum á forn- leifum í Skálholti undanfarin ár. Óljóst um framhald forn- leifarannsókna Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.