Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 4

Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 4
4 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu 14. eða 21. júní. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Ítalíu 14. eða 21. júní frá kr. 19.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. SAMRÁÐSÞINGIÐ um loftslags- breytingar, sem hefst í Reykjavík í dag, er tilraun til þess að draga að einu borði annars vegar fulltrúa fjölmargra helstu stórfyrirtækja í veröldinni, fyrirtæki á sviði iðn- aðar, orkumála, tækni og fjármála- starfi, og hins vegar úrval þeirra vísindamanna sem fremstir eru í veröldinni varðandi greiningu og rannsóknir á þessu sviði. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, á blaðamannafundi á Bessa- stöðum í gær. Þess má geta að þing- ið sækja tæplega tvö hundruð fulltrúar um hundrað stórfyr- irtækja, háskóla og vísindastofnana víða að úr veröldinni, t.a.m. Banda- ríkjunum, Evrópu, Kína og Ind- landi. Forseti Íslands átti ásamt dr. Jeffrey Sachs, hagfræðingi og for- stöðumanni Jarðarstofnunarinnar við Columbia-háskólann í Banda- ríkjunum, þátt í að stofna til sam- ráðsþingsins sem starfa mun í þrjú ár og eiga tvo fundi á ári hverju. Allir verða þeir fundir í Bandaríkj- unum að þessum fundi hérlendis undanskildum, en í því felst, að mati Ólafs Ragnars, mikil við- urkenning fyrir Ísland. Mikil breyting hefur orðið í umræðu þjóðarleiðtoga Ólafur Ragnar sagðist á sl. árum skynja mikla breytingu í umræðu þjóðarleiðtoga varðandi loftslags- breytingar. Ekki væri langt síðan ýmsir hafi dregið hættuna í efa, en nú væri það samdóma álit helstu áhrifamanna heims að þetta sé brýnasta verkefni sem mannkynið þurfi að fást við. Sagðist hann trúa því að nái vísindasamfélagið og við- skiptasamfélagið saman um annars vegar afstöðu til loftslagsbreyting- anna og hins vegar aðgerðir þá muni áhrifaöfl á vettvangi stjórn- kerfa og alþjóðastofnana fylgja á eftir. Í tengslum við samráðsþingið efnir Háskóli Íslands til málþings nk. miðvikudag þar sem vís- indamenn og sérfræðingar munu fjalla um hreina orkugjafa framtíð- arinnar, m.a. vetni og jarðhita, auk þess sem nýstárlegar hugmyndir ís- lenskra og erlendra vísindamanna um bindingu koltvíoxíðs djúpt í jörðu verða kynntar. Í hádeginu sama dag mun dr. Rajendra K. Pac- hauri, forseti Alþjóðlegs vís- indaráðs um loftslagsbreytingar, flytja fyrirlestur í fyrirlestraröð- inni Nýir straumar sem forsetinn stofnaði til fyrr á þessu ári. Fyr- irlesturinn er haldinn í Öskju, hefst kl. 13.15 og er hann öllum opinn. Ungum leiðtogum boðið til samráðsfundar hérlendis Ólafur Ragnar kynnti á blaða- mannafundinum einnig samráðs- fund ungra leiðtoga á alþjóðavett- vangi úr viðskiptum, þjóðmálum, vísindum og tækni, nú í haust. Til hópsins, sem nefnist Young Global Leaders, var stofnað á vettvangi heimsviðskiptaþingsins World Economic Forum í Davos í Sviss, en einn af hvatamönnum fundarins hérlendis er Björgólfur Thor Björgólfsson. Að sögn Ólafs Ragnars er mark- mið fundarins að taka til umræðu orkumál framtíðarinnar ekki síst örugga orku sem ekki ógni lífríki jarðar í framtíðinni. Alþjóðlegt samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í dag Samráð um aðgerðir og rannsóknir Morgunblaðið/Ómar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti samráðsþingið um lofts- lagsbreytingar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Tæplega 200 fulltrúar taka þátt ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það tímaskekkju í nútíma þekkingar- þjóðfélagi hve hátt hlutfall ríkis- starfsmanna búi í Reykjavík; þar er hlutfallið tæplega 9% en 2% á lands- byggðinni. Þetta kom fram í ávarpi hans á Háskólahátíð á laugardag. Alls brautskráðust 342 kandídatar frá HA að þessu sinni. Á tíu árum hefur nemendum HA fjölgað úr rúmlega 350 í tæplega 1.500 og háskólinn hefur aukið hlut- deild sína af heildarfjölda háskóla- nema úr 5% í rúm 9% á sama tíma. „En það er alkunna að magn er ekki sama og gæði. Við höfum fylgst vel með brautskráðum nemendum og hvernig þeim hefur vegnað,“ sagði Þorsteinn m.a. Hann sagði jafnframt að mikil- vægi háskólamenntunar fyrir upp- byggingu sjálfbærs samfélags sem hefur velferð þegnanna að leiðarljósi komi sífellt skýrar í ljós. „Í kynn- isferð sem ég fór nýlega, í breska há- skóla, kom vel fram áhersla þeirra á hlutverk skólanna í svæðisbundinni þróun þannig að háskólarnir í sam- vinnu við atvinnulífið og hið opin- bera, þ.e. ríki og sveitarfélög, taki þátt í að endurskapa atvinnulíf í sínu nærumhverfi. Hér á landi væri þetta kölluð byggðastefna sem jaðrar við skammaryrði hjá höfuðborgarmið- uðum stjórnmálamönnum. En í framsækinni atvinnustefnu stjórn- valda í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við er uppbygging atvinnulífs í tengslum við háskóla helsta leiðarljós þeirra til framtíð- ar.“ Hann fagnaði nýsamþykktri byggðaáætlun þar sem gert er ráð fyrir frekari eflingu Háskólans á Ak- ureyri og að hann gegni áfram lyk- ilhlutverki í uppbyggingu háskóla- náms í landinu. „Þau rök heyrast gjarnan frá tals- mönnum höfuðborgarsvæðisins að opinber störf skipti ekki máli fyrir atvinnuuppbyggingu. Þessi staðhæf- ing er röng, sem sést m.a. á því hve mikil áhersla hefur verið lögð á að fjölga opinberum störfum í höfuð- borginni,“ sagði rektor. Byggðastefna jaðrar við skammaryrði Rektor Háskólans á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorsteinn Gunnarsson ásamt nokkrum útskriftarnemanna í myndatöku. SEXTÁN ára réttindalaus öku- maður missti stjórn á fólksbif- reið sem hann ók í Ártúns- brekku í Reykjavík um klukkan tvö í fyrrinótt. Lenti bíllinn á ljósastaur og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild ásamt fjór- um farþegum sínum sem allir voru aldrinum fjórtán til fimm- tán ára. Ein farþeganna sem er stúlka, var síðar flutt á gjör- gæsludeild með alvarlega höf- uðáverka og reyndist hún höf- uðkúpubrotin. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalan- um sem fengnar voru í gær- kvöldi var ástand hennar batn- andi og hún komin úr öndunarvél. Flutt á gjörgæsludeild Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is KÆRUNEFND jafnréttismála birti á dögunum úrskurð þar sem Háskóli Íslands er talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í máli þar sem kona, Anna Ingólfsdóttir, sótti um stöðu dósents við tölvunar- fræðiskor skólans. Í úrskurðinum eru þau ákvæði jafnréttislaga rakin sem snúa að málinu. Þar segir m.a. að ef líkur séu leiddar að beinni eða óbeinni mis- munun vegna kynferðis skal at- vinnurekandi sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðuninni. Dóm- nefnd sem gaf umsögn um hæfi taldi báða umsækjendur hæfa en fundir í tölvunarfræðiskor og verkfræðideild mæltu með þeim sem var ráðinn í stöðuna og féllst rektor Háskólans á tillögu þeirra. Ráða skal það kyn sem er í minnihluta Upphaflegur rökstuðningur verk- fræðideildar var á þá leið að efla þyrfti grunnnám innan tölvunar- fræðinnar og því ætti fremur að leggja áherslu á kennslureynslu í skyldugreinum en reynslu af rann- sóknarstörfum. Er rektor innti eftir frekari rökstuðningi kom fram í bréfi frá deildinni að einstakir kenn- arar hefðu mælt með þeim sem ráð- inn var. Kærunefndinni þótti þetta ekki nægilega málefnalegar ástæður til að víkja frá meginreglunni. Jafn- framt var vísað í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands þar sem segir að séu tveir eða fleiri umsækjendur um starf metnir jafnt að starfinu komnir eigi að ráða þann sem er af kyni sem er í minnihluta á umræddu starfs- sviði. Konur eru í minnihluta meðal fastráðinna kennara við verkfræði- deild Háskólans. Í úrskurðinum eru þau rök Há- skólans rakin að með ráðningunni hafi verið leitað eftir manneskju sem myndi efla kennslu í grunnnámi og að umsækjendum hefði mátt vera það ljóst. Kærunefndin taldi ráðn- ingarferlið ekki gefa þessa ósk nægi- lega til kynna. Anna Ingólfsdóttir, sem sótti um starfið, telur niðurstöðuna eðlilega. Hún segir að við ráðninguna hafi ekki verið gætt nægilega að þeim gögnum sem hún lagði fram, en reynsla hennar sem háskólakennari er mest frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku. Hún segir óeðlilegt að ummæli ónefndra kennara við tölv- unarfræðiskorið um hinn umsækj- andann gangi framar þeim meðmæl- um sem hún lagði fram og skrifuð eru af erlendum háskólamönnum. Íhugar stöðu sína Að öðru leyti íhugar Anna stöðu sína. Hún segir að mögulega muni hún láta reyna á málið frammi fyrir umboðsmanni Alþingis. Þar fyrir ut- an er dómstólaleiðin en Anna telur ekki útilokað að krefjast skaðabóta vegna ráðningarinnar. Hún hefur hinsvegar ekki lengur áhuga á starf- inu, enda segir hún að erfitt yrði að vinna í því andrúmslofti sem nú hef- ur skapast. Háskólinn braut jafn- réttislög við ráðningu Kærunefnd jafnréttismála úrskurðar í máli vegna ráðningar dósents í tölvunarfræði við Háskóla Íslands KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, segir ákvörðun sína um ráðninguna byggða á nið- urstöðu verk- fræðideildar. „Deildin lagði mat á rannsókn- arvirkni, árang- ur í rannsóknum, árangur í kennslu, sam- skiptahæfileika, bæði við sam- starfsfólk og nemendur. Það kemur mér á óvart að nefnd- in skuli ekki taka tillit til þessa verklags sem við höfum“, sagði Kristín. Ráðningarferlið ítarlegt Kristín Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.