Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 11
MINNSTAÐUR
Breiðumörk 20 810 Hveragerði adalsalan@adalsalan.is Sími 483 4550 Fax 483 4522
Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá 1982 og áunnið
sér stóran og tryggan viðskiptavinahóp
Fjármögnunarmöguleikar sem vert er að skoða.
Einnig að taka húseign á höfuðborgarsvæðinu upp í sem hluta af greiðslu
Allar nánari upplýsingar gefa Hálfdán (gsm 893 4073)
eða Ebba (gsm 660 1968)
•
•
•
Bakarí og konditori í Þorlákshöfn
Til sölu gamalgróið bakarí og konditori í Þorlákshöfn sem er í fullum
rekstri og er í eigin húsnæði í ört vaxandi bæjarfélagi.
il l l i í it i í l í ll
rekstri og er í eigin húsn ði í ört vaxandi b jarfélagi
RÉTT ofan við Borgarnes í jaðri
byggðarinnar, stendur lágreist fjár-
hús sem lætur lítið yfir sér. Þar
stundar Unnsteinn Þorsteinsson
fjárbúskap ásamt Guðbjörgu Vigg-
ósdóttur. Unnsteinn tók við búskapn-
um eftir að faðir hans Þorsteinn
Bjarnason dó fyrir fáum árum. Auð-
vitað stóðu þau vaktina við sauðburð-
inn í vor og sögðu hann hafa gengið
vel.
„Fjölskyldan hefur átt þetta fjár-
hús hátt í þrjátíu ár,“ segir Unn-
steinn, „þetta var áhugamál pabba, en
bræður mínir sinntu þessu líka; Siggi
með strákana sína þegar þeir voru
litlir og Bjarni með stelpurnar sínar.
Nú erum við með 28 kindur en höfum
verið að fækka aðeins á síðustu ár-
um.“
Unnsteinn þekkir allar kindurnar
með nafni, og segir sumar þeirra ansi
gæfar. Ein kindin þekkti t.d. bílinn
þeirra og kom alltaf hlaupandi að hlið-
inu þegar hún sá bílinn nálgast. Hann
segist ekki vita hversu lengi þau fái að
hafa fjárhúsið áfram, því verið sé að
deiliskipuleggja svæðið undir íbúða-
byggð. „Við erum mjög þakklát yfir
því að hafa fengið að vera hér, bara á
munnlegum samningi og aldrei hefur
verið amast við búskapnum. Frekar
hefur fólk verið jákvætt í okkar garð.“
Fjárhúsið er á lóð sem lengi til-
heyrði Kaupfélagi Borgfirðinga, en
nú hefur Borgarbyggð keypt lóðina
ásamt stærra svæði. Unnsteinn segir
ómetanlegt að hafa átt kost á því að
vera með búskap svona nálægt.
„Tengdaforeldrarnir eru búnir að
bjóða mér að vera með kindur hjá
þeim í Rauðanesi, sem er ágætt, en
það tefur vissulega að þurfa að aka
þangað til að gefa og sinna um skepn-
urnar. Þegar sauðburður endar eru
kindurnar og lömbin keyrð á fjöll svo
ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim
um sumarið.“
Synir þeirra Unnsteins og Guð-
bjargar hafa mikinn áhuga á bú-
skapnum og þekkja margar kindur
með nafni. „Það eru forréttindi að
standa í þessu stússi,“ segir Unn-
steinn, „og strákarnir okkar eru efni í
bændur, þó tæplega taki þeir við á
þessum stað.“
„Þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hér“
Synirnir Þorsteinn Unnar og Jón Steinar eru efnilegur bændur.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Borgarneslömbin Unnsteinn og Guðbjörg að störfum í fjárhúsinu.
Stykkishólmur | Hvað St. Francisk-
ussysturnar hafi hugsað fyrir 70 ár-
um þegar þær stigu land í Stykkis-
hólmi og hófu að reka sjúkrahús er
ekki gott að segja. Eitt er víst að við-
brigðin hafa verið mikil við að koma í
lítið þorp á Íslandi og hefja þar braut-
ryðjendastarf. Það var líka mikil
breyting fyrir Hólmara að fá systurn-
ar til búsetu. Þær fluttu með sér
menningarstrauma sem höfðu sín
áhrif og eins færði sjúkrahúsið íbúum
staðarins öryggi og þjónustu sem
ekki þekktist áður.
Á þessu ári eru 70 ár frá því að St.
Franciskusspítalinn í Stykkishólmi
tók til starfa, en tilskilin leyfi fyrir
rekstri sjúkrahússins fengust árið
1936.
Þessara tímamóta í sögu Stykkis-
hólms er minnst með glæsilegri sögu-
sýningu sem opnuð var með formleg-
um hætti laugardaginn 10. júní.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, kom vestur af þessu tilefni
og opnaði sýninguna. Hann flutti
þakkarávarp til St. Franciskussystra
og þakkaði þeim fórnfúst starf í þágu
landsmanna í 70 ár. Í máli hans kom
fram að starf systranna hefur verið
fjölbreytt og vakið athygli, ekki að-
eins í Stykkishólmi, heldur um allt
land og sem lítill drengur vestur á
fjörðum hafi hann vitað af starfsemi
þeirra sem honum fannst mikið til
um.
Við opnunina voru einnig viðstadd-
ir Ólafur Skúlason, biskup og Jó-
hannes Gijsen, biskup katólskra á Ís-
landi. Ávörp fluttu Guðrún
Gunnarsdóttir, formaður safna- og
menningarnefndar, Róbert Jörgen-
sen, forstöðumaður sjúkrahússins,
Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri og
Sjöfn Haraldsdóttir, listamaður.
Börn í leikskóla og grunnskóla sungu
fyrir gesti og sýndu leiki sem syst-
urnar hafa kennt börnum þessa bæj-
ar í gegnum árin.
Það er safna- og menninganefnd
Stykkishólmsbæjar sem stendur fyr-
ir sýningunni. Hönnun sýningarinnar
var í höndum Steinþórs Sigurðsson-
ar, sem þekkir vel til starfsemi systr-
anna frá sinni barnæsku. Sýningin
sýnir á lifandi hátt fjölbreytt starf
sem systurnar í Hólminum hafa stað-
ið fyrir á þessu tímabili. Þær komu
hingað til að líkna, og kærleikur til
allra manna hefur einkennt þeirra
störf.
Sýningin er haldin í sal Tónlistar-
skólans og er opin daglega til 19.
ágúst. Aðgangur er ókeypis.
Forseti Íslands opnaði sýningu um starf
St. Franciskussystranna í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt systrunum.
Sjúkrahúsið hefur
starfað í sjötíu ár
„ÉG held að það
sé óhætt að segja
að Landnáms-
setrið hafi hitt í
mark,“ segir Sig-
ríður Margrét
Guðmundsdóttir,
hjá Landnáms-
setrinu, en setrið
var opnað í vor í
gömlum húsum
við Brákarsund í
Borgarnesi. Í setrinu eru tvær sýn-
ingar, Egilssýning og Landnáms-
sýning, en auk þess verða þar leik-
sýningar í allt sumar á leikritinu Mr.
Skallagrímsson.
Sigríður Margrét segir að auk
heimamanna komi margir af höfuð-
borgarsvæðinu og víðar að til að
skoða Landnámssetrið. Hún segir að
börn hafi hrifist mjög af sýningunni.
Einleikurinn Mr. Skallagrímsson
hefur fengið mjög góða dóma, en
sýningin er unnin af Benedikt Er-
lingssyni. Sýningar verða á verkinu í
allt sumar, en sýnt er föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
Sigríður Margrét segir að Þor-
gerður Brák, fóstra Egils Skalla-
grímssonar, sé farin að ganga um
gólf í Landnámssetrinu og segja sög-
ur úr uppvexti Egils. Sögur hennar
hafi fengið afar góðar viðtökur hjá
ungu kynslóðinni.
Góð aðsókn
að Land-
námssetrinu
Benedikt
Erlingsson
VESTURLAND