Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 12

Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 12
12 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Síðumúla 13 sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að síldveiðar í Norðursjó verði skornar niður um 40% á næsta ári. Þetta þýðir að heimild- irnar fara úr 455 þúsund tonnum í 240 þúsund tonn árið 2007, en að auki er gert ráð fyrir 35 þúsund tonna meðafla. Ástæðan fyrir nið- urskurðinum er skv. ACFM, ráð- gjafanefnd ICES, sú að síðastliðin fjögur ár hafi nýliðun í síldarstofn- inum verið mjög léleg. Í fréttatilkynningu frá ICES er vitnað í Gerd Hubold, aðalritara ICES, og segir hann að þótt stofn- inn sé nú í góðu ásigkomulagi og um 1,7 milljónir tonna, þá sé vitað að erfiðir tímar séu framundan vegna lélegrar nýliðunar. „Rann- sóknir okkar sýna að hrygning hef- ur gengið vel, en af einhverjum or- sökum ná seiðin ekki að komast á legg. Í framtíðinni munum við því beina rannsóknum okkar að þess- um þætti og reyna að komast til botns í þessari ráðgátu,“ segir Hu- bold. Milljarða tap í Noregi Í norska blaðinu Fiskeribladet er sagt að gangi niðurskurðurinn eftir muni það þýða tap upp á minnst 150 milljónir norskra króna, eða tæpa 1,8 milljarða íslenskra króna. Þar sem ICES leggur til enn frek- ari niðurskurð árið 2008, segir blaðið að á næstu tveimur árum muni tapið nema um 350 milljónum norskra króna, sem samsvarar um 4 milljörðum íslenskra króna. Síldarverð hefur verið mjög hátt að undanförnu og í kjölfar minnk- andi framboðs má búast við að það muni hækka enn frekar. Þetta háa verð mun vega að einhverju leyti upp á móti samdrættinum. ICES leggur til 40% skerðingu á síld- veiðum í Norðursjó Hátt verð vegur upp á móti samdrætti STAR Airlines, dótturfélag Avion Group, hefur eignast 100% hluta- fjár í frönsku ferðaskrifstofunni Crystal, sem sérhæfir sig í heild- sölu ferða á netinu. Kaupverð er sem fyrr sagt trúnaðarmál en velta Crystal á síðasta ári var um 14 milljónir evra, jafnvirði um 1.300 milljóna króna. Hagnaður félagsins fyrir skatta var 750 þúsund evrur, um 70 millj- ónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir 16 milljónum evra í veltu á yf- irstandandi fjárhagsári og einni milljón evra í hagnað. Farþegar Crystal á síðasta ári voru 32 þúsund, sem var þreföldun frá árinu áður og áætlanir fyrir yf- irstandandi ár gera ráð fyrir 38 þúsund farþegum. Gert er ráð fyrir frekari aukningu farþega á næstu árum þar sem mikill vöxtur er í sölu ferða á netinu, segir í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands. Crystal selur ferðir til áfanga- staða á borð við Króatíu, Marokkó, Mexíkó, Kúbu, Brasilíu, Dóminíska lýðveldið og Túnis. Ferðaskrifstofan hóf starfsemi í ágúst árið 2003 og er ætlað að styðja við núverandi starfsemi Star Airlines í Frakklandi. Star Airlines, sem er annað stærsta leiguflugfélag Frakklands, var keypt af Avion Group í febrúar á þessu ári til að byggja upp starfsemi Charter & Leisure sviðs Avion utan Bretlands. Star Airlines flutti á síðasta ári rúmlega 900 þúsund farþega til yfir tuttugu áfangastaða. Eftir kaupin flytur Avion Group um sjö milljónir farþega á ári þegar tekið hefur ver- ið tillit til farþega Star Airlines og Crystal. Dótturfélag Avion kaupir franska ferðaskrifstofu FL Group hefur lagt 300 milljónir danskra króna, jafnvirði tæplega 3,8 millj- arða íslenskra króna, til lágfargjaldaflugfélagsins Sterling vegna rekstrar- taps að undanförnu. Þetta kemur fram í frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen. Í frétt blaðsins segir að rekstrartap Sterling á síðasta ári hafi numið 296 milljónum danskra króna, sem sé það mesta í sögu félagsins, og stafi það meðal annars af yfirtöku á flugfélaginu Maersk Air á síðasta ári. Þá segir að tap Sterling á fyrsta fjórðungi þessa árs nemi um 200 milljónum danskra króna. FL Group keypti Sterling af Fons, eignarhaldsfélagi þeirra Pálma Har- aldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar, í október á síðasta ári fyrir 1,5 milljarða danskra króna, sem þá svöruðu til um 14,6 milljarða ís- lenskra króna. Nokkrum mánuðum áður, eða í lok júnímánaðar, keypti Sterling hins vegar Maersk-flug- félagið. Í frétt Børsen er þeirri spurningu velt upp hvort fjárframlag FL Group til Sterling sé hugsanlega til þess að gera félagið söluvænna í ljósi um- ræðna um hugsanlegan samruna við sænska lág- fargjaldaflugfélagið FlyMe. Segir í fréttinni að Pálmi Haraldsson, stjórnarfor- maður Sterling og stærsti hluthafinn í FlyMe, vilji ekkert tjá sig um það. Blaðið hefur hins vegar eftir honum að það hafi legið fyrir að Sterling þyrfti aukið fjármagn í reksturinn vegna taprekstrar á síðasta ári. Ætl- unin hafi hins vegar verið að sjá fyrst hvernig rekstarafkoman á fyrsta fjórðungi þessa árs yrði áður en ákvörðun yrði tekin um það. Børsen hefur eftir Almari Erni Hilmarssyni, forstjóra Sterling, að tap félagins komi ekki á óvart eftir kaupin á Maersk Air. Reksturinn það sem af er þessu ári hafi hins vegar gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaðarsamur samruni Sterling og Maersk FL Group leggur fé til Sterling SKIP Eskju, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson, sigldu um Eskifjörð þegar Sjómannadagurinn var þar hátíðlegur í gær, líkt og víða um land. Morgunblaðið/Albert Kemp Stolt siglir fleyið mitt VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.