Morgunblaðið - 12.06.2006, Page 15

Morgunblaðið - 12.06.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 15 ERLENT EGILSHÖLL MÁNUDAGINN 12. JÚNÍ HLJÓMLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 20.00 Veitingasala hefst í tjaldstæði við Egilshöll kl: 16.00 Roger Waters Dark Side Of The Moon MIÐAVERÐ: SVÆÐI A: KR. 8.900 + 540 KR miðagjald Svæði B Kr. 7.900 + 540 kr. miðagjald Miðasala á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Eins í BT Akureyri og BT Selfossi uppsel t á svæ ði A Ka lli nn er í k vö ld ! tónleikarnir eru í kvöld svæði A 10.00 0 seld ir mið ar Nick Mason trommari Pink Floyd kemur Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Verð frá 19.900,- Garðsláttuvélar 3,5 hö - 6 hö Jerúsalem. AFP. | Myndir af palest- ínskri stúlku, sem missti alla fjöl- skyldu sína í fallbyssuskothríð ísr- aelskra hermanna á óbreytta borgara á Gazaströnd á föstudag, hafa snortið flesta Ísraela mjög djúpt. „Harmleikur á Gazaströnd“ var að- alfyrirsögnin í hinu útbreidda dag- blaði Yediot Aharonot en það birti einnig mynd af Houda Ghalia, 10 ára stúlku, sem grét yfir líki föður síns. Ali, faðir Houda, Raisa, móðir hennar, og þrjú systkin létu lífið í árásinni en þau voru þá að fá sér bita á ströndinni. „Kúlan, sem kveikti í Gaza“ var fyr- irsögnin í dagblaðinu Maariv og var þá meðal annars átt við það, að nú hefði hernaðararmur Hamas rofið vopnahléið, sem staðið hefur í tæp- lega hálft annað ár. „Myndin af stúlkunni á Gaza- strönd, sem sá veröldina leysast upp fyrir augum sér, verður vonandi til að vekja okkur,“ sagði David Grossman, einn kunnasti rithöfundur Ísraela, og bætti við, að Ehud Olmert forsætis- ráðherra vísaði „skipulega á bug öll- um friðartilraunum“. „Á Gazaströnd hefur ímynd okkar sem þjóðar beðið mikinn ósigur,“ sagði Grossman í Maariv. AP Houda Ghalia, 10 ára, við útför fjölskyldu sinnar á laugardag. Árásin á Gazaströnd áfall fyrir Ísraela Peking. AFP. | Stjórnvöld í Kína skýrðu frá því á fimmtudag að bygging nýrra orkuvera sem væru byggð án leyfis yfirvalda væru vax- andi vandamál, en þau raska áætl- un stjórnarinnar um umhverfis- vænni orkuframleiðslu í landinu í framtíðinni. „Nokkur ný raforkuver sem hafa verið byggð í blóra við reglur eru enn óleyst vandamál,“ sagði Zhang Guobao, aðstoðarformaður nefndar um þróun og umbætur í stjórninni. Vegna mikils hagvaxtar og gríð- arlegrar uppbyggingar í Kína hef- ur eftirspurnin eftir orku farið stöðugt vaxandi á undanförnum ár- um. „Gríðarlegt álag á orkukerfið á síðustu árum hefur haft örvandi áhrif í þessa átt og verið hvati til að reisa ný orkuver,“ sagði Zhang í gær. Samsetning orkunotkunar Kín- verja er nú þannig að mikill meiri- hluti orkunnar fæst úr kolum en minni hluti úr olíu. Þetta er mikið vandamál, því að bruni jarðefna- eldsneytis hefur haft afar neikvæð áhrif á umhverfið og heilsu milljóna manna í kínverskum stórborgum. Það er af þessum sökum sem Kínverjar hafa lagt allt kapp á að hlutfall „hreinna orkugjafa“ í raf- orkuframleiðslunni verði sem hæst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Mikið fé hefur verið lagt í þessa áætlun og er talið að þetta hlutfall verði komið upp í 35 pró- sent árið 2010. Að sögn Zhang verður orku- skortur ekki lengur vandamál í lok þessa árs, en skortur á rafmagni hafði veruleg efnahagsáhrif fyrr á þessum áratug með því að draga úr framleiðslu og raska framkvæmd- um. Óleyfileg orkuver vandamál Ósló. AFP. | Norska stjórnin kom í gær í veg fyrir verkfall bankamanna, sem hefjast átti í dag, en það hefði lamað fjármálalífið í landinu. Bjarne Håkon Hansen atvinnu- málaráðherra kvaðst í gær mundu leggja fyrir þingið ályktun um, að verkfallið væri óheimilt vegna þess skaða, sem það myndi vinna sam- félaginu. Búist var við, að ályktunin yrði samþykkt en norsk stjórnvöld hafa oft áður gripið inn í verkfalls- aðgerðir, séu þær taldar stefna heilsu manna eða efnahagslífsins í voða. Samtök bankastarfsmanna boð- uðu til verkfallsins á laugardag en það hefði náð til 24.000 félaga þeirra. Hefði þá öll banka- og trygginga- starfsemi hætt og hraðbankar tæmst á svipstundu. Samtök atvinnurek- enda svöruðu verkfallsboðuninni með verkbanni. Bannaði verk- fall í bönkum Skýringin sögð mikil eftirspurn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.