Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 16
SNYRTISETRIÐ
h ú ð f e g r u n a r s t o f a
Domus Medica – sími 533 3100
CELL
RESTRUCTURE
Yngjandi andlitsmeðferð
Árangur strax
Betri en Botox!?
Afsláttur
af
5 og 10
tíma
kortum
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
B
ryndís Lúðvíksdóttir
hefur undanfarinn
mánuð verið í hóp-
þjálfun hjá einkaþjálf-
aranum Ingu Þóru
Ingadóttur í Hreyfingu, en þar er
boðið upp á slíka hópþjálfun sem
fer þannig fram að fjórir eru sam-
an um einkaþjálfara. „Ég byrjaði í
Hreyfingu fyrir 13 árum,“ segir
Bryndís, „og þá hafði ég ekki verið
í líkamsrækt í mörg mörg ár. Ég
hef verið hér af og til síðan, en allt-
af í lokuðum leikfimistímum alls-
konar.“ Nú nýlega kom að þeim
tímapunkti að Bryndísi langaði að
prófa eitthvað nýtt. „Af því að mér
fannst ég ekki fá nógu mikla styrk-
ingu, það er það sem mig vantar.“
Bryndís þarf ekki að létta sig, er
einmitt frekar grönn. Hún ákvað,
eftir að hafa séð auglýsingu um
þessa hópþjálfun, að prófa hana.
„Ég finn strax mun, bara á þessum
eina mánuði, eftir að hafa mætt
hingað tvisvar í viku hjá einkaþjálf-
aranum.“
Inga Þóra hefur séð um að
kenna Bryndísi í tímunum og með
þeim hafa í hverjum tíma verið
þrjár aðrar konur. „Það er einmitt
gríðarlega mikilvægt fyrir eldri
einstaklinga að styrkja sig akkúrat
á þessum tímapunkti,“ segir Inga
Þóra. „Upp á jafnvægi og bein-
þynningu sem byrjar að gera vart
við sig á þessum aldri.“ Í hópnum
sem Bryndís var í eru tvær „eldri“
konur, milli fimmtugs og sextugs,
og tvær yngri, milli þrítugs og fer-
tugs. „Ég var aðallega með þær í
lyftingatækjunum, en tók með þrek
og brennslu, svona í bland,“ segir
Inga Þóra. Að hennar ráði bættu
konurnar við einum leikfimistíma á
viku. „Það er talað um að allir
þurfi að hreyfa sig í þrjátíu mín-
útur á dag,“ segir Inga Þóra. „Þær
voru hjá mér tvisvar í viku í
klukkutíma og ég sagði þeim síðan
að þær þyrftu að mæta í allavega
eitt skipti í viðbót.“
Fer í tíma til að skemmta sér
Það hentar Bryndísi vel að
blanda saman styrktaræfingum og
annars konar hreyfingu, t.d. tím-
um. „Af því að mér finnst mjög
skemmtilegt í tímum. Það er tónlist
og myndast einhver ákveðin stemn-
ing. Ég fer sko í tímana til að
skemmta mér,“ segir hún og hlær
við.
Námskeiðinu sem Bryndís skráði
sig á í þetta sinn er nýlokið. Inga
Þóra sleppir þó ekki alveg hendinni
af skjólstæðingum sínum heldur fá
dömurnar plan sem þær eiga að
fara eftir áfram. „Ég mun halda
áfram að æfa,“ segir Bryndís. „Ég
fékk mjög gott plan hjá henni Ingu
Þóru, það er mjög skýrt og gott að
fara eftir því. Það er líka hvati í því
fólginn að sjá og finna árangur eins
og ég hef gert.“ Bryndís bendir á
að það sem höfðaði til hennar á
þessu námskeiði hafi verið tíma-
lengdin. „Það sem hefur verið í
boði hingað til hafa verið miklu
lengri námskeið. Mér fannst þetta
svo kærkomið tækifæri; að koma í
mánuð og prófa þetta. Sjá hvernig
mér líkaði. Þá getur maður í fram-
haldinu ákveðið hvort þetta hentar
manni og hvort þetta er eitthvað
sem maður vill halda áfram að
gera.“ Bryndís fann sig vel í einka-
þjálfuninni og telur einsýnt að hún
muni fara á annað svona námskeið
í haust.
Ástandið metið
Inga Þóra hefur fundið fyrir því
að vaxandi áhugi er meðal kvenna,
fimmtugra og eldri, á að komast í
form. „Ég finn sérstaklega fyrir
því að konur sem komnar eru með
slitgigt eða mikla beinþynningu
koma til mín. Þá þarf að meta
ástandið og gera æfingar sam-
kvæmt því. Það er mjög gott fyrir
konur að koma sér af stað af því að
það er í raun meiri áhætta af því
að hreyfa sig ekki heldur en að
hreyfa sig.“ Inga Þóra telur að að-
ferðin sem hún notar, þ.e. að fá
nokkrar konur saman í hóp, sé vel
til fundin. „Þær fá félagsskap og
fræðslu, ég kenni þeim á tækin og
sleppi þeim ekki frá mér fyrr en ég
finn að þær eru tilbúnar.“ Hún
fylgist svo gjarnan með því sem
þær eru að gera í salnum, spjallar
við þær þegar hún hittir þær á
göngunum og svarar fyrirspurnum
frá þeim í tölvupósti.
Í lokin var Inga Þóra beðin um
ráð til þeirra sem eru að hugsa um
að drífa sig af stað að hreyfa sig.
„Í rauninni getur fólk farið beint til
einkaþjálfara,“ segir hún. „Við met-
um ástandið á hverjum fyrir sig og
ef það er eitthvað að vísum við við-
komandi til læknis. En það er um
að gera að koma sér af stað og tala
við fagaðila, sjá hvað er í boði.“
Hún segir að mikilvægt sé að byrja
hægt og í stuttan tíma, síðan má
auka tímann áður en erfiðið er auk-
ið. „Það má til dæmis byrja á því
að ganga í tíu mínútur, hvíla aðeins
og svo eftir viku taka tuttugu mín-
útur. Bæta við sig smátt og smátt.
Svo þegar fólki finnst tími til kom-
inn að gera meira má bæta við
hreyfingu í líkamsræktarstöð og þá
gjarnan með aðstoð einkaþjálfara.
Allir geta hreyft sig og það er aldr-
ei of seint að byrja,“ klykkir Inga
Þóra út með.
HREYFING | Hópþjálfun með einkaþjálfara hefur gefið góða raun
Allir geta hreyft sig –
aldrei of seint að byrja
Morgunblaðið/Kristinn
Inga Þóra einkaþjálfari aðstoðar Bryndísi Lúðvíksdóttir við lyftingarnar.Það er ákaflega mikilvægt að æfingarnar séu gerðar á réttan hátt.
FRÆÐSLA
Beinvernd
með nýtt
vefsetur
HINN 23. maí sl. opnaði Bein-
vernd nýtt vefsetur, www.bein-
vernd.is
Þar er hægt að finna mikinn
fróðleik um hinn alvarlega sjúk-
dóm beinþynningu s.s. grein-
ingu hans, meðferð og helstu
forvarnir auk þess sem flest það
efni sem félagið hefur gefið út
hefur verið sett á vefinn. Einnig
er hægt að taka gagnvirkt
áhættupróf. Nýtt fréttabréf er
komið út og er hægt að nálgast
það á vefsetri félagsins. Einnig
er unnt að panta það í gegnum
netfangið beinvernd@bein-
vernd.is og fá það sent.
Fréttir á SMS
Best er að byrja hægt og hreyfa sig
í stuttan tíma í einu.
sia@mbl.is
júní
Daglegtlíf