Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 30

Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 30
30 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyt- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Landnotkun á austursvæði Vatnsmýrar. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið suður af Loftleiðahóteli, sem í gildandi aðalskipulagi er táknað sem svæði til ráðstöfunar eftir skipulagstímabil (blönduð byggð eftir 2024, sbr. 2. mynd í Greinargerð I og svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins), verði merkt sem miðsvæði (M5b) sem komi til uppbyggingar á skipulagstímabilinu. Svæðið vestur af hót- elinu og suður með Öskjuhlíð, sem í gildandi skipulagi er merkt sem miðsvæði, stofnbraut og opið svæði til sérstakra nota, verði merkt sem blanda miðsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, sem komi til uppbyggingar á skipulagstímabilinu. Á umræddum svæð- um er gert ráð fyrir stofnunum og atvinnu- húsnæði vegna uppbyggingar Háskólans í Reykjavík, rannsóknastofnanna og annarra þekkingarfyrirtækja, alls um 115.000 m2, auk 35.000 m2 íbúðarhúsnæðis fyrir stúdenta. Ennfremur er lagt til að Loftleiðasvæðið og svæðið þar norður af, sem áður var skilgreint sem blönduð byggð og miðsvæði (sbr. 1. mynd í Greinargerð I), verði skilgreint í heild sem miðsvæði (M5a). Á því svæði er m.a. gert ráð fyrir alhliða samgöngumiðstöð og starfsemi tengd flugrekstri auk blandaðrar starfsemi sem samræmist landnotkun á mið- svæðum. Jafnframt þessu er lagt til að gangamunni fyrirhugaðra Öskjuhlíðarganga verði færður eilítið norðar. Stofnstígur sem liggur undir Öskjuhlíð er hnikað eilítið til vegna breyttrar legu gangamunnans og gerir tillagan ráð fyrir göngubrú/undirgöngum við Flugvallarveg. Í samræmi við deiliskipulag Hlíðarendasvæðis og göngubrú á nýrri Hringbraut, er vænt- anlegum stofnstíg norður af Flugvallarvegi hnikað til vesturs þannig að hann liggi með Hlíðarfæti. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota í Nauthólsvík verði stækkað til norðurs. Nánar um tillöguna vísast til kynningar- gagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08.20-16.15, frá 12. júní 2006 til 24. júlí 2006. Einnig má sjá til- löguna á vefsvæði sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skrif- lega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað skilmerkilega, eigi síðar en 24. júlí 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 12. júní 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar Vélavörð og háseta Vélavörð vantar á Pál Jónsson GK-7. Þarf að geta leyst yfirvélstjóra af. Einnig vantar 2 há- seta. Báturinn byrjar veiðar 8. ágúst að loknu sumarleyfi. Páll Jónsson hefur verið meðal aflahæstu báta landsins undanfarin ár og hefur mikinn kvóta. Mikil veiði, góð laun. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 893 3878. Vísir hf., Grindavík. Fáðu úrslitin send í símann þinn Golfnámskeið fyrir fötluð börn GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi verða með námskeið fyrir fötluð börn í sumar og hefst það í dag, 12. júní, kl. 16 í Básum Golfklúbbs Reykjavíkur. Kennari verður David G. Barnwell. Námskeiðið verður haldið á mánudögum og föstudögum frá kl.16 til 17 og er ætlað börnum á aldrinum 8 til 15 ára. Námskeiðs- gjald er 5.200 kr. Í tilkynningu frá golfsamtökunum kemur fram að nauðsynlegt sé að barn hafi með sér golfkylfu. Skráning fer fram á staðnum og á netfanginu hordu- r@ehp.is. Almenn golfkennsla fer áfram fram á miðvikudögum kl. 16 á sama stað. Lögð verður sérstök áhersla á þá sem hafa misst framan af hendi eða misst hluta af fæti. Aukinn áhugi á siglingum á norðurslóðum BANDARÍKJAMENN hafa áhuga á að auka olíuviðskipti við Rúss- land, m.a. vegna þess hve þeir eru háðir olíu frá Arabalöndunum. Þetta ásamt fleiru hefur valdið því að áhugi á siglingum með olíu á norðurslóðum, frá Rússlandi til N- Ameríku, hefur aukist. Um þessi mál verður fjallað á málþingi á veg- um Háskólans á Akureyri á mið- vikudaginn, en málþingið ber yf- irskriftina „Ísland í þjóðleið – siglingar á norðurslóðum og tæki- færi Íslands.“ Miklu minna um ís á þessum slóðum en áður var Þór Jakobsson veðurfræðingur, einn fyrirlesara á málþinginu, sagði að áhugi á siglingaleiðinni um Norður-Íshaf hefði aukist mikið á síðustu árum. Tæknilegir mögu- leikar manna til að nýta sér þessa siglingaleið hefðu aukist með gervi- hnattamyndum af ís, betri fjar- skiptum og betri ísbrjótum. Það sem mestu skipti væri hins vegar sú staðreynd að miklu minna væri um ís á þessum slóðum en áður var. Á síðustu 10 árum hefði ís minnkað verulega á þess- um slóðum. Þór tók fram að það væri þó langt í það að íslaust yrði á þessari siglingaleið. Landfræðileg staðsetning Ís- lands gefur okk- ur ný tækifæri samhliða aukinni skipaumferð. Um þetta verður m.a. fjallað á ráðstefn- unni. Þór sagði að þessu fylgdi jafn- framt aukin hætta á mengunarslys- um. Á málþinginu flytja erindi Róbert Trausti Árnason, Gestur Ólafsson, Steingrímur Jónsson, Þór Jakobs- son, Gísli Viggósson, Soffía Guð- mundsdóttir, Jón Þorvaldur Heið- arsson, Björn Gunnarsson og Trausti Valsson. Jón Þorvaldur mun á málþinginu kynna nýja skýrslu um möguleika á að byggja upp umskipunarhöfn í Eyjafirði. Málþingið fer fram á Hótel KEA á Akureyri og stendur milli kl. 9:30 og 16:00. Þór Jakobsson Gera tilraun um samnýtingu upplýsinga úr læknisvottorði TILRAUNAVERKEFNI um sam- nýtingu upplýsinga úr læknisvott- orði vegna krabbameinssjúklinga hófst um síðustu mánaðamót. Um er að ræða samvinnuverkefni Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala – háskólasjúkrahúss. Fram kemur á heimasíðu Trygg- ingastofunar að tilgangur verkefn- isins sé að samnýta læknisfræðileg- ar upplýsingar í því skyni að einfalda afgreiðsluferlið. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði fyr- irmynd að einföldun umsóknarferla í öðrum málaflokkum TR. Þessi breyting þýðir að nú þarf aðeins eitt grunnvottorð læknis vegna um- sókna fyrir sama einstakling um ýmsar bætur s.s. lyfjaskírteini, ferðakostnað, endurhæfingarlíf- eyri, örorkulífeyri, næringarstyrk, hjálpartæki og heimahjúkrun. Þessu fylgir mikil hagræðing fyrir alla sem koma að vinnunni. Vonast er eftir að þetta flýti einnig fyrir vinnslu mála. Nýtt eyðublað, „Grunnvottorð læknis vegna krabbameins“, er komið á heimasíðu TR. Leiðbein- ingum með grunnvottorði hefur verið dreift til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna LSH og starfsfólks TR. Tilraunaverkefnið er til eins árs. „ÞAÐ ER margt sem þarf að laga í málefnum hreyfihamlaðra og vandamálin má nálgast á margan hátt,“ segir Leifur Leifsson einn aðstandenda heimasíðunnar www.oryrki.net. „Við viljum breyta til og gera eitthvað nýtt til að bæta staðalímynd öryrkjans.“ Heimasíðan er þáttur í sum- arstarfi á vegum Ný-Ungar, ung- liðahreyfingar Sjálfsbjargar, sem unnið er í samstarfi við Reykja- víkurborg og Hitt húsið. Níu ungmenni á aldrinum 18–23 ára taka þátt í verkefninu sem ber heitið Götuhernaður. Að sögn Leifs er markmiðið með síðunni að snúa gildum samfélagsins á haus með birtingu afþreyingarefnis af ýmsu tagi þar sem fjallað er um hreyfihömlun með opinskáum hætti. Morgunblaðið/Jim Smart Þeir sem standa að heimasíðunni eru ánægðir með hvernig til hefur tekist. „Götuhernaður“ hreyfihamlaðra ungmenna STYRKUR svifryks og köfnunar- efnisdíoxíðs var mjög sambæri- legur á gatnamótum Langholts- vegar og Skeiðarvogs og við Grensás. Þetta eru niðurstöður mælinga sem gerðar voru á tíma- bilinu 3. desember 2005 – 2. janúar 2006. Þessi niðurstaða kemur stjórn- endum Mengunarvarna hjá Reykja- víkurborg á óvart þar sem umferð- arþungi er minni í íbúðabyggð við Langholtsveg en við Miklubraut. Árið 2005 keyrðu 12.630 bílar Skeiðarvog á sólarhring en Miklu- braut við Grensásveg 44.554 bílar. Umferðin er helsta uppspretta loftmengunar í Reykjavík og mátti fyrirfram ætla að styrkur loft- mengandi efna yrði töluvert minni við Langholtsveg en við helstu um- ferðargötu borgarinnar. Í tilkynn- ingu frá Mengunarvörnum segir að vera kynni að nálægð Sæbrautar sem mikillar umferðaræðar skýri að einhverju leyti háan styrk mengunarefna við Langholtsveg en einnig kemur til greina að þun- gaumferð um Skeiðarvog og Lang- holtsveg sé meiri en í venjulegri íbúðabyggð. Þessar niðurstöður kalla á frek- ari mælingar á þessu svæði og fleiri gatnamótum í íbúðabyggð í Reykjavík að mati starfsmanna Mengunarvarna Reykjavík- urborgar. Sama mengun á Langholtsvegi og Miklubraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.