Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fólk talar um verkefni og ásetning eins og ekki sé hægt að lifa innihaldsríku lífi án þess. En þau þurfa ekki að vera fyr- irframákveðin eða vitsmunaleg. Af hverju ekki að gera skemmtilegt líf að meginreglu? Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið heldur sínu striki í ótilgreindum viðskiptahugleiðingum og myndi alveg þiggja fjárfesti í augnablikinu. En það er ekki ráðlegt að falast eftir fé hjá nánum vinum, fjölskyldu eða maka. Hugsaðu út fyrir þinn innsta hring. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Veldu þér tjáskiptamiðil svo þú getir komið skilaboðum áleiðis til eins stórs hóps og mögulegt er. Lykilmanneskjur rísa upp úr mannhafinu, fólk sem skilur og á margt sameiginlegt með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn passar fullkomlega, en bara ekki inn í áætlanir þínar. Óvæntir at- burðir eru þeir allra frábærustu. Kannski er snilldin í áætlun þinni sú að þú skildir hana ekki þegar þú bjóst hana til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið á stóran vinahóp. Það er kominn tími til þess að nýta þá auðlind. Deildu þörfum þínum og þrám með öðrum. Það er til fólk sem elskar þig og myndi elska að fá að létta aðeins undir með þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er alveg óþarfi að sýna hæversku. Möguleikar þínar margfaldast ef þú læt- ur hæfileika þína í ljós. Ástvinir eru kröfuharðir, eða ert þú að halda þig til hlés? Hættu því og vittu hvað gerist. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú skilur augljóslega allt sem ástvinir þínir eru að reyna að segja þér. Af hverju gerðu þeir það ekki fyrr? Þú tek- ur stjórnina þar sem þú getur og lætur það sem ekki er hægt að stjórna í hendur náttúruöflunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú ert fastur einhverra hluta vegna, er dagurinn í dag sá rétti til þess að losa sig. Ef þú heyrir af fleiri möguleikum, hefurðu um meira að velja. Þú gætir fundið hinn fullkomna lærimeistara eða að minnsta kosti fundið bók sem þig vantar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skemmtun dagsins í dag felst í því að rusla til og óhreinka á sér hendurnar. Þú tengist vináttuböndum í millitíðinni og ávinnur þér virðingu jafningjanna og traust. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Himintunglin liðsinna steingeitinni við að kanna margvíslegar aðferðir til þess að taka höndum saman við aðra og vinna að einhverju markmiði. Loftsmerki, það er tvíburi, vog og vatnsberi, gera upp- lifun hennar dýrmætari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Himintunglin eru meðmælt því að vatns- berinn seilist út til annarra. Hringdu í vin eða alla vinina. Gefðu þér tíma til þess að segja takk við einhvern sem hef- ur alltaf stutt við bakið á þér. Undir- staðan sem þú byggir á eftir að halda þér uppi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leyfðu þinni ljóðrænu sál að skína gegn. Þú þarft ekki að ganga um og ríma allt sem þú lætur út úr þér, þó að það sé ein aðferðin. Líklega er nóg fyrir þig að meta hið líflega og þýðingarmikla mynd- mál sem er allt í kringum þig. Stjörnuspá Holiday Mathis Vinnuvikan byrjar snemma undir geislum hins iðna tungls í steingeit, en áður en alvarleikinn fer úr böndunum tryggir sól undir áhrifum hins galsa- fengna og málgefna tvíbura að vinnuum- hverfið sé spennandi og vinsamlegt. Þeg- ar manni finnst gaman flýgur stundin ekki einasta hratt, heldur í lúxusfarrými með bestu þjónustu. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 viðbragðs- fljótur, 8 í ætt við, 9 sálir, 10 greinir, 11 skyld- mennið, 13 líffærið, 15 foraðs, 18 annmarki, 21 ástfólginn, 22 dóni, 23 bárur, 24 ánamaðkur. Lóðrétt | 2 þvinga, 3 bæk- urnar, 4 púkann, 5 sárs, 6 kvenfugl, 7 andvari, 12 myrkur, 14 fiskur, 15 harmur, 16 gamli, 17 húð, 18 mjó, 19 bleyðu, 20 sjá eftir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kvars, 4 fúlum, 7 ávalt, 8 loppu, 9 tól, 11 skap, 13 snös, 14 útlit, 15 spöl, 17 ófær, 20 aða, 22 rollu, 23 fíf- an, 24 kætin, 25 seiga. Lóðrétt: 1 kláfs, 2 apana, 3 sótt, 4 full, 5 læpan, 6 maurs, 10 óglöð, 12 púl, 13 stó, 15 skræk, 16 örlát, 18 fífli, 19 renna, 20 auðn, 21 afls.  Tónlist Salurinn, Kópavogi | Söngtónleikar þriðjudaginn 13. júní kl. 20. Þorsteinn Ár- björnsson og Janette A. Zilioli flytja skemmtilega og fallega tónlist tileinkaða ástinni. Miðaverð: 2000/1600. Uppl. í síma 570 0 400. www.salurinn.is Seltjarnarneskirkja | The Elizabethan Madrigal Singers, ungmennakór úr listaháskóla í Wales, heldur tónleika í Sel- tjarnarneskirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru madrígalar, þjóðlög, negrasálmar og léttmúsík, auk kórperlna frá Íslandi. Stjórnandi kórsins er Catrin Holland og er aðgangur ókeypis. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga frá 14–17. Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir og duldir. Til 25. júní. Árbæjarsafn | Margrét O. Leópoldsdóttir sýnir Íslenskar lækningajurtir á línlöberum í Listmunahorni Árbæjarsafns. Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg- ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 10 til 17 alla virka daga. Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S. Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14. júní. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndirnar eru af blómum. Myndirnar eru allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin moments stendur yfir. Til 30. júní. Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20 myndverk sem hann hefur málað und- ir hughrifum frá Íslandsferð fyrir einu og hálfu ári. Þá ferðaðist hann um óbyggðir landsins og má sjá áhrif þess í myndunum sem hann sýnir. Til 5. júlí. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn- dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með ak- rýllitum. Sjá www.gerduberg.is Til 30. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og málverkum norska listmálarans og ljós- myndarans Patrik Huse til 3. júlí. Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í Hafnarborg í samstarfi við Mynhöggv- arafélagð í Reykjavík. Einn félagsmaður sýnir þá verk á sérstöku sýningarrými í anddyri safnsins. Sólveig sýnir eitt skúlp- túrverk unnið í Marmara Rosso Verona. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skír- skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith list- málari sýnir í Menningarsal til 12. júní. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn- ingunni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Til 18. júní. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir teikningar frá tveimur námskeiðum árin 1953 og 1998. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birg- is Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Vegleg fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna, sjá á: www.listasafn.is. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yf- irlitssýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffistofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverka-verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn, meðal annars listmál- arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtím- ans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Lista- safns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir lágmyndir sem gerð- ar eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfells- bæjar. Til 24. júní. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Málverkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlistarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, sem hún vinnur með akrýl- og olíu- málningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu stendur yfir sýning í máli og myndum um fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýn- ingin kemur frá Ílhavo, vinabæ Grindavík- ur, og segir frá fiskveiðum Portúgala frá árinu 1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns í anddyri Laugardals- laugar um Laugarnesskóla í 70 ár. Sögu- legur fróðleikur, ljósmyndir og skjöl. Opin eins og laugin. Allir velkomnir. Til 30. júní. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.