Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 37 MENNING Bloggið Vertu með í umræðunni Núna getur þú bloggað um fréttir á mbl.is á einfaldan hátt. Smelltu á rauða gjallarhornið fyrir neðan fréttina og þá opnast sjálfkrafa blogg-gluggi. Þú tjáir þína skoðun og birtir á blogginu þínu. Einn tveir og þrír! V egfarendur við Austur- völl, Lækjartorg eða Fógetagarðinn hafa án efa rekið augun í ein- hverjar af alls 60 Reykjavíkurmyndum sem eru til sýnis á þessum stöðum. Á steypu- stöplunum hvíla svipmyndir úr borg- arlífinu síðustu hundrað ár, en myndirnar hafa verið settar upp af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Tilefnið er 25 ára afmæli safnsins, sem er eina sjálfstætt starfandi ljós- myndasafnið á landinu. Það hefur fyrir utan söfnun ljósmynda, mörg verkefni á sinni könnu; til dæmis að setja upp sýningar, vörslu mynda, skráningu þeirra og að sinna rann- sóknum á þeim. Blaðamaður Morg- unblaðsins settist af þessu tilefni nið- ur með Maríu Karen Sigurðardóttur safnstjóra og spurði hana út í safnið. – Hvaða breytingar hafa átt sér stað síðustu 25 ár? „Það hefur margt breyst á þessum árum, en stærstu breytingarnar tengjast húsnæðismálum. Ljós- myndasafnið var áður í Borgartúni, en var flutt árið 2000 í Grófarhúsið og eftir það er aðgengið á safnið miklu betra. Aðstaða til sýninga er einnig betri, og fyrir vikið höfum við haft reglulegt sýningarhald í nýja húsnæðinu. Við höfum líka betra geymslurými, en gamla húsnæðið hafði ekki hita- eða rakastýrða geymslu, sem er nauðsynleg til að varðveita myndirnar betur.“ Önnur stór breyting sem hefur átt sér stað frá stofnun safnsins er að upprunalega var safnið einkasafn, áður en Reykjavíkurborg eignaðist safnið. Árið 1981 var stofnað félag af framtakssömu fólki sem hafði áhyggjur af stöðu ljósmyndarinnar hér á landi, en það hét Ljósmynda- safnið hf. Stofnendur voru Eyjólfur Halldórss, Ívar Gissurarson, Krist- ján Pétur Guðnason, Leifur Þorsteinsson, Ólafur Haukur Sím- onarson og Sigrún Valbergsdóttir. „Í raun sér maður það ekki fyrr en í dag,“ segir María, „hvað þau hafa verið langt á undan sinni samtíð, því árið 1980 tíðkaðist það ekki að hafa einkasöfn, auk þess sem þau sinntu því þarfa verki að safna ljósmynda- söfnum.“ Árið 1987 varð safnið að Ljós- myndasafni Reykjavíkur, en þá eign- aðist borgin safnið. Nú á dögum er það eitt af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar. – Þurfið þið að halda sérstaklega utan um ljósmyndir frá Reykjavík? „Í grunninn reynum við að ein- beita okkur að Reykjavík, en starf ljósmyndarans er í eðli sínu þannig að hann er á ferð og flugi. Við klipp- um ekki söfn sem við fáum í sundur; heldur miðum við ljósmyndarann og að halda höfundarverki hans heilu. Við eigum því líka til mikið af mynd- um utan af landi, þótt flestar mynd- irnar séu úr Reykjavík.“ María segir jafnframt að vegna þess hve erfitt það er að dæma um hvað er ómerkilegt á ljósmyndum, heldur safnið utan um allar myndir sem því berast. „Hlutirnir breytast svo fljótt. Jafnvel þótt við vitum ekki hverjir sumir eru á gömlu mynd- unum, þá nýtast þær samt, því sumir vilja kannski rannsaka fatnaðinn á myndinni, eða uppstillingu fyrir aft- an hana. Þannig að ljósmyndin geymir mik- ið, og þess vegna er hún líka skemmtileg,“ segir María og hlær. – Þú minntist á reglulegt sýning- arhald, hver hefur verið stefna safnsins varðandi sýningar? „Stefnan er að sýna það helsta sem er að gerast í ljósmyndun á Ís- landi ásamt því að taka úr safn- eignum, eins og með sýningu Andr- ésar Kolbeinssonar. Við reynum að sýna þekkta erlenda ljósmyndara í bland við þá innlendu. Einnig fylgj- umst við með því sem er að gerast á erlendum söfnum og fáum sýningar þaðan. Það er nauðsynlegt fyrir söfn eins og Ljósmyndasafnið að standa fyrir reglulegum sýningum, því hluti þess að sýna er bara að vekja athygli, svo fólk taki eftir okkur. Skráningin er auðvitað mjög mikilvæg, en hún er lítið sýnileg út á við fyrir hinn al- menna borgara. Í ár verðum við með fimm sýning- ar, en yfirleitt eru þær fjórar. Eftir- spurn eftir því að fá að sýna í safninu er mikil núna, og margir vilja sýna hér, bæði innlendir og erlendir ljós- myndarar.“ – Er safnið mikið frábrugðið söfn- um erlendis? „Nei, ég myndi ekki segja það. Sum söfn eru kannski meira að sýna það sem sumir kalla listræna ljós- myndun. Við erum hins vegar að sýna allar tegundir ljósmyndunar og blöndum saman sögunni og fagur- ljósmyndun. Sýnum allt sem gert er.“ – Finnst þér það vera kostur eða veikleiki fyrir safnið að þurfa að sjá fyrir jafn mörgum hlutverkum og raun ber vitni, þ.e. að sinna bæði sagnfræðilegu hlutverki og þjóna listrænum sjónarmiðum? „Mér finnst það kostur. Við erum ekki að ákveða að ljósmyndin sé ann- aðhvort bara sagan eða hvort hún sé listasagan. Mér finnst frekar kostur að geta sýnt ljósmyndina eins og hún er, og hún er allavega. Í stað þess að hafa safnið að hluta listasafn og að hluta sögusafn er betra að blanda því. Þá höfðar það til fleira fólks. Það hefur líka sýnt sig á sýningum sem tengjast sögunni, eins og sýn- ingu Andrésar Kolbeinssonar sem er um þessar mundir í safninu, að fólk er afslappað gagnvart ljósmyndinni og tjáir sig mikið um hana. Kannski er þetta af því að við erum vön henni. Við tökum eiginlega öll ljósmyndir, og við þorum að hafa skoðun á því hvernig hún er, sem við þorum kannski ekki með myndlist. Okkur finnst við þurfa að hafa þekkingu eða hafa lært eitthvað um myndlist til að segja hvað okkur finnst um hana. Að þessu leyti er ljósmyndin mjög skemmtilegur miðill, því hún spann- ar svo vítt svið. Og þú finnur alltaf eitthvað sem þú hefur áhuga á í ljós- myndinni, hvort sem það er út frá mannfræðinni, listasögunni, for- vörslu, formum eða sögu almennt. Nú er líka verið að taka myndir af fólki alla þeirra ævi. Við erum farin að taka myndir áður en manneskjan fæðist, þessar fósturmyndir, sem eru orðnar hluti af ferlinu. Við tök- um myndir rétt eftir getnað og einn- ig myndir af látnu fólki, þannig að þetta er breitt svið ef við horfum á þetta.“ – Ljósmyndin er bara alls staðar. – „Hún er alls staðar.“ Ljósmyndun | Ljósmyndasafn Reykjavíkur fyllir fjórðung úr öld „Kostur að sýna ljósmyndina eins og hún er“ Morgunblaðið/Kristinn „Í ár verðum við með fimm sýningar, en yfirleitt eru þær fjórar,“ segir María Karen Sigurðardóttir safnstjóri. Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Á heimasíðu safnsins er leitar- vefur með um 8 þúsund myndir. Hægt er að kaupa myndir sem eru afgreiddar samdægurs. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is HJÁ Máli og menningu eru komnar út þrjár nýjar kiljur; Afturelding eftir Vikt- or Arnar Ingólfsson, Hrafninn eftir Vil- borgu Davíðsdóttur og Skuggi vinds- ins eftir Carlos Ruiz Zafón. Á fáeinum dög- um eru þrír gæsa- veiðimenn myrtir og lögreglan stend- ur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum sem segir: „Ég veiði menn og sleppi aldrei ...“ Frá þeim degi hefst æsileg glíma milli lög- reglu og óvenjulegs morðingja upp á líf og dauða þar sem ekki má á milli sjá hvor er í hlutverki kattar og músar. Viktor Arnar Ingólfsson er einn vin- sælasti spennusagnahöfundur lands- ins og síðasta bók hans, Flateyjar- gáta, hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Hróður hans berst nú víða og Flateyjargáta kom nýverið út í Þýskalandi. Vilborg Davíðs- dóttir er þekkt fyrir sögulegar skáld- sögur sínar sem notið hafa mikilla vinsælda. Hér varp- ar hún ljósi á fram- andi heim inúíta og ráðgátuna um nor- rænu byggðina á Grænlandi sem hvarf sjónum inn í þoku tímans um miðja fimmtándu öld. Hrafninn var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2005. Skuggi vindsins er saga um horfna tíma og gleymdar persónur sem ganga aftur og taka völdin í lífi þess sem les. En um leið er hún spennusaga um fólk á flótta, um ofsóknir, vináttu og svik, um ótta og vissu, „um ást, hatur og þá drauma sem búa í skugga vindsins“ – eins og Daníel segir við stúlkuna sem hann elskar þegar hann fer með hana í Kirkjugarð gleymdu bókanna til að sýna henni fjársjóðinn dularfulla sem þar er geymdur. Höfundur bókarinnar, Carlos Ruiz Zafón (f. 1964), er sjálfur frá Barce- lona líkt og sögupersónur hans, en býr nú í Los Angeles og stundar rit- störf. Skuggi vindsins er fyrsta skáld- saga hans fyrir fullorðna og hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á skömmum tíma, varð metsölubók á Spáni og hef- ur síðan verið gefin út við miklar vin- sældir víða um lönd. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.