Morgunblaðið - 12.06.2006, Page 39

Morgunblaðið - 12.06.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 39 Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 12 ára eeee -MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 5:45 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 16 ára Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára Sími - 551 9000 Yfir 51.000 gestir! Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gaman- mynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu The Omen kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára 16 Blocks kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 10.15 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 8 eee L.I.B.Topp5.is eee DÖJ, Kvikmyndir.com HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. -bara lúxus HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. eee L.I.B.Topp5.is eee DÖJ, Kvikmyndir.com eee H.J. Mbl. eee H.J. Mbl. MAGNI Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst í gær í 18 manna hóp söngvara sem keppast um 15 laus sæti í nýrri syrpu raunveruleikaþáttarins Rock Star, sem nú er kenndur við hljóm- sveitina Supernova, en áheyrnar- prufur hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu. Fjórir Íslendingar komust í 35 manna úrslit, en auk Magna voru það þau Hreimur Örn Heimisson, söngvari hljómsveitar- innar Land og synir, Heiða Idol- stjarna og Kristófer Jensson, söngv- ari hljómsveitarinnar Lights on the Highway. Magni var hins vegar sá eini þeirra sem komst í 18 manna hópinn. Hinn 20. júní fara síðustu áheyrnarprufurnar fram og þá munu þrír til viðbótar detta út. Þeir 15 sem þá standa eftir komast í þátt- inn, og því eru líkurnar á því að Ís- land muni eiga sinn fulltrúa nokkuð miklar. Sigurvegarinn í þættinum verður aðalsöngvari hinnar nýstofn- uðu hljómsveitar Supernova, sem er skipuð trommaranum Tommy Lee úr Motley Crüe, bassaleikaranum Jason Newstead úr Metallica og gít- arleikaranum Gilby Clarke úr Guns N’Roses. Sigurvegarinn mun svo ásamt öðrum meðlimum Supernova fara í hljóðver og taka upp plötu. Að því loknu verður lagst í heimsreisu. Minni en hann hélt Í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í Los Angeles í gær sagðist Magni vera gríðarlega spenntur vegna þessa, en hann telur sig eiga góða möguleika á því að komast í þáttinn. Magni hefur hlustað á Metallica, Guns N’Roses og Motley Crüe frá blautu barnsbeini og því þótti honum gaman að hitta átrún- aðargoðin, þótt það hafi hins vegar komið honum á óvart hvað þeir eru lágvaxnir. Ef Magni kemst í þáttinn þarf hann að vera í Los Angeles næstu mánuðina því tökur á þátt- unum hefjast strax og búið er að velja söngvarana. Gríðarlegur áhugi er á þættinum og blaðamenn frá öllum heimsálfum voru viðstaddir áheyrnarprufurnar. Samkvæmt upplýsingum frá að- standendum þáttanna horfðu um 20 milljónir manna um allan heim á síð- ustu syrpu, Rock Star: INXS, þar sem leitað var að nýjum söngvara fyrir hljómsveitina INXS. Rock Star: Supernova verður sýndur um allan heim næsta vetur, en hér á landi verður þátturinn sýndur á Skjá einum. Tónlist | Magni Ásgeirsson nálægt því að komast í næstu syrpu raunveruleikaþáttarins Rock Star Í hópi þeirra átján bestu Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson Magni ásamt þremur öðrum keppendum í Los Angeles í gær: Patrice Pike, Lukas Rossi, Magni og Jill Gioia. AÐLAGANIR að leikritum Shakespeares birtast með ýmsum hætti í kvikmyndum, allt frá hástemmdum tíðarandauppfærslum með upprunalegum texta til kvikmynda sem stað- færa Shakespeare, umskapa hann eða byggja lauslega á verkum hans. Kvikmyndin Hún er maðurinn (She’s the Man) fellur undir síðast- nefnda flokkinn, en hér er um að ræða tilraun til þess að færa Shakespeare-gamanleikinn Þrettándakvöld inn í hefð bandarískra ung- linga- og íþróttakvikmynda. Það tekst þó ekki betur en svo að Shakespeare-efniviðurinn drukknar í klisjum fyrrnefndra kvikmynda- hefða. Kannski er réttara í því samhengi að tala um kvikmynd sem sækir til grunn- hugmyndar leikritsins en aðlögun. Karen McCullah Lutz og Kirsten Smith, sem skrif- uðu handritið ásamt tveimur öðrum, eru þó ekki að stíga sín fyrstu spor á braut Shake- speare-aðlagana, en þær skrifuðu einnig hand- ritið að gamanmyndinni 10 Things I Hate About You, sem er öllu sterkari aðlögun á gamanleiknum Skassið tamið. Lutz og Smith unnu einnig saman að handriti hinnar vinsælu Legally Blonde, en í þessari nútímavæddu túlkun á Þrettándakvöldi, eru höfundarnir ekki á ósvipuðum slóðum, þar segir af ungri stúlku sem neitar að sætta sig við hefðbundnar afmarkanir á heimi kvenna og karla, og tekur djarft skref yfir á yfirráðasvæði strákanna. Hér er það unglingsstelpan Viola (Amanda Bynes) sem gerir usla er hún ákveður að dul- búa sig sem strák til þess að geta keppt í strákaliði í fótbolta. Knattspyrna er hennar ástríða, en þegar stelpulið skólans er lagt nið- ur og hún fær ekki að ganga í strákaliðið neitar hún að horfa upp á óréttlætið aðgerðalaus. Þegar Sebastian bróðir Violu stingur af í tón- leikaferð til London, ákveður hún að bregða sér í gervi Sebastians til þess að geta gengið í strákaliðið í öðrum skóla sem keppir á móti strákaliðinu sem henni var neitað um að æfa með. Í anda gamanleikja Shakespeares flækj- ast málin hratt og örugglega eftir að Viola tek- ur að leika tveimur skjöldum, einkum hvað ástarmál sögupersóna varðar. Hér er um skemmtilega hugmynd að ræða, sem ekki tekst að moða úr nema miðlungs gamanmynd. Barna- og unglingastjarnan Amanda Bynes fer með hlutverk Violu og á þar brokkgenga frammistöðu, en túlkun hennar á piltinum Sebastian fer of langt út í ýkjur til þess að geta borið kómedíuna uppi. Unglingamynd með Shakespeare-ívafi KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Andy Fickman. Aðalhlutverki: Amanda Bynes, Channing Tatum, Laura Ramsey, Vinnie Jon- es. Bandaríkin, 105 mín. Hún er maðurinn (She’s the Man)  „Í anda gamanleikja Shakespeares flækjast málin hratt og örugglega.“ Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.