Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 41 NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ eee L.I.B.Topp5.is NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ BÍÓDIGITALPOSEIDON kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14.ára. POSEIDON... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X-MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12 ára AMERICAN DREAMZ kl. 5:50 - 10:10 SHE´S THE MAN kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl. 8 - 10:30 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 8 B.I. 10 ára SHE´S THE MAN kl. 5:45 - 8 - 10:15 POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10:10 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 10:10 B.I. 14 ára AMERICAN DREAMZ kl. 8 SHAGGY DOG kl. 6 eee V.J.V.Topp5.is eee B.J. BLAÐIÐ eee S.V. MBL. VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFM DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI M EÐ HI NU M E INA SANNA HUGH GRANT Námsráðgjafar og kennarar skólans verða til viðtals og geta nemendur innritað sig á staðnum. Nemendur kynna félagslífið í máli og myndum. Gestir geta skoðað húsakynni skólans. Léttar veitingar. Nánari upplýsingar á www.verslo.is og á skrifstofu skólans í síma 5 900 600. • • • • • NÝ SÓLÓPLATA Gumma Jóns, gítarleikara Sálarinnar, kemur í verslanir í dag. Platan heitir Jaml og kallast titillinn þannig á við heiti fyrstu sólóplötu Gumma, Japl, sem hann gaf frá sér fyrir tveimur ár- um. Öll tónlist og textar á plötunni eru eftir Gumma sjálfan, auk þess sem útsetningar, söngur, hljóðfæra- leikur og upptaka er nær alfarið í hans höndum. Einlægir textar Tónlistin á plötunni er frekar lág- stemmd og þó hljóðheimurinn sé á köflum margbrotinn er kassagít- arinn ráðandi. Það er augljóst að yrkisefnið skiptir Gumma máli og einlægnin svífur yfir vötnum. „Ég er samt ekkert að skera úr mér hjartað og gráta opinberlega. En þetta eru persónulegir textar og ég hef leitast við að hafa plötuna ein- læga. Ég vildi syngja um eitthvað sem er mér hugleikið, ekki bara eitthvað út í loftið til að komast í útvarpið.“ Hluti af þríleik Um tilurð plötunnar segir Gummi að það hafi alltaf verið stefnan hjá sér að gefa út aðra sólóplötu. Reyndar ljóstrar hann því upp að markmiðið sé að gera þriðju plötuna og að hann hafi horft til þess allt frá útkomu Japls að gera trílógíu: Japl, Jaml og Fuður. Þriðja platan er samt ekki vænt- anleg alveg á næstunni. Gummi sér enda fram á annasamt sumar með Sálinni. „Ég er venjulega á fullri ferð með Sálinni. Við erum hins vegar búnir að vera í smá fríi þann- ig að mér gafst tími til annarra verka. Ég fór þá bara að taka þessa plötu upp heima hjá mér,“ segir Gummi en platan hefur verið í vinnslu frá áramótunum. Hann kveðst vera ánægður með afrakst- urinn. „Ég er búinn að vera eitt- hvað svo frjór og skapandi þessi misserin og svo hef ég gefið mér góðan tíma í þetta.“ Eins og segir var Gummi allt í öllu við vinnslu plötunnar. „Það eru nokkrar leiðir til að gera sólóplötu. Það er hægt að gera eins og margir lagasmiðir hafa gert með góðum ár- angri, fá landslið poppara til að syngja og spila með sér; eða maður getur farið hina leiðina og gert allt sjálfur, sem er svolítið erfiðara.“ Hann segir hvoruga leiðanna vera betri en hina. Það hafi einfaldlega hugnast honum best að fara svona að. Það hafi einnig legið beint við að taka plötuna upp sjálfur enda er hann búinn að vera upptökustjóri í mörg ár. Eini listamaðurinn sem leggur Gumma lið er Magnús Þór Sig- mundsson sem syngur dúett með Gumma í laginu „Ég trúi...“. Útgáfutónleikar og tónleikaferð Sálin fer af stað um mitt sumar en áður heldur Gummi í tónleika- ferð til að kynna nýju plötuna og þá með kassagítarinn einan að vopni. Sú ferð hefst 20. júní og stendur fram í miðjan júlí. Eins eru útgáfu- tónleikar handan hornsins, en á fimmtudaginn, 15. júní, mun Gummi halda tónleika á Sólon með liðsinni Valdimars Kolbeins Sig- urjónssonar kontrabassaleikara og Benedikts Brynjólfssonar trommu- leikara. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22. Tónlist | Gummi Jóns með nýja plötu Ný sólóplata Gumma Jónskemur út í dag. Platan heitir Jaml og er önnur í röðinni af fyrirhuguðum þríleik.Einlægur einyrki Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.