Morgunblaðið - 03.07.2006, Side 34

Morgunblaðið - 03.07.2006, Side 34
34 F MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ U ppgangur í Grindavík und- anfarin ár hefur verið gíf- urlegur og sér hvergi fyr- ir endann á því blómaskeiði. Eftirspurn eftir lóðum hefur farið langt umfram væntingar og nú er svo komið að örfáum lóðum er óúthlutað í Norðurhópi, þess hluta Hópshverfis austan við íþróttasvæð- ið þar sem lóðir voru auglýstar í vor. Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra í Grindavík, kemur margt til að fólk sækir til Grindavík- ur í auknum mæli, sértaklega af höf- uðborgarsvæðinu, þar sem fólk situr sí og æ í umferðarteppum hvort sem það er að fara til vinnu eða að keyra börnin til og frá skóla, íþróttum eða öðru tómstundastarfi. „Íbúar höfuðborgarsvæðisins spyrja sig æ oftar þegar þeir sitja og bíða eftir rauðu ljósi í langri bílaröð hvers vegna þeir komi sér ekki burt úr þessari vitleysu og setjist að í fjöl- skylduvænna bæjarfélagi þar sem ekki þarf að keyra 100 kílómetra á dag til að koma börnunum til og frá skóla fyrir utan að komast sjálf í vinnu. Svarið verður oftar að skoða í kringum sig og kemst þá fólk að því að í Grindavík finnur það nægt leik- skólarými, góða skóla, öflugt íþrótta- líf og óþrjótandi náttúrufegurð í göngufjarlægð,“ segir Ólafur. Hann bætir við að það sem kannski komi fólki mest á óvart sé hve lágt lóð- arverð sé í bænum. Hægt sé að fá einbýlishús með garði í Grindavík fyrir nánast sama verð og fáist fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir fjórum árum eða árið 2002 var úthlutað um 16 lóðum, 23 lóðum árið eftir og 2004 var úthlutað um 30 lóðum. Árið 2005 tók lóðaframboðið verulegan kipp þegar Hópshverfi austan Grindavíkurvegar var skipu- lagt og var það ár úthlutað um 106 lóðum. Á þessu ári var sýnt að eft- irspurnin var enn gífurleg og á miðju ári hefur 160 lóðum verið úthlutað auk þess sem í farvatninu eru um hundrað lóðir sem koma til úthlut- unar í haust. „Aldrei hafa verið skipulagðar fleiri lóðir undir nýbyggingar í sögu Grindavíkur á fjögurra ára tímabili og má segja með sanni að ríkt hafi þensluástand í bænum,“ segir Ólaf- ur. „Sala og kaup á húseignum hefur aldrei verið meiri og verð á húsnæði hækkað verulega.“ Ólafur bendir á að íbúðarfjöldi í Grindavík á þessum tíma hafi, sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, verið 643 einbýlishús, 62 tvíbýli, 14 þriggja til fimm íbúða hús, 32 sex til 12 íbúða hús og fjórar íbúðir í öðrum en íbúðarhúsum. Fjöldi íbúða því samtals 755. Fjölgun lóða undir íbúðir í Grinda- vík á kjörtímabilinu hafi verið 48,5%. „Segja má að skipulagsyfirvöld hafi lyft grettistaki í skipulagsmálum á kjörtímabilinu. Skipulögð voru sjö ný hverfi á kjörtímabilinu, Víðigerði, Austur- og Miðhóp, Vestur- og Suð- urhóp, Efrahóp, Norðurhóp, Víkur- hóp og Laut, ásamt því að unnið hef- ur verið að þéttingu byggðar við Ásabraut, Hellubraut og skipulagn- ingu gamla bæjarins austan Víkur- brautar og úthlutun lóða við Forn- uvör,“ segir Ólafur. Hann segir að jafnframt hafi verið unnið að því að deiliskipuleggja hesthúsahverfi austan Hesthúsabrekku ásamt reið- stígum út frá því í samvinnu við félag hestamanna í Grindavík og hafi það hlotið nafnið Hópsheiði. Búið sé að skipuleggja þar lóðir fyrir 16 hest- hús. Einnig sé gert ráð fyrir félags- heimili, og reiðhöll á svæðinu. Þetta deiliskipulag hafi verið auglýst og samþykkt og búið sé að úthluta stórum hluta lóðanna. „Ásamt þessu hefur verið unnið að skipulagningu og úthlutun iðnaðar- lóða. Alls hefur verið úthlutað 14 lóð- um undir atvinnustarfsemi á kjör- tímabilinu og eru byggingaframkvæmdir þegar hafn- ar á sumum þeirra. Deiliskipulagt hefur verið nýtt iðnaðarhverfi sunn- an Melhóls fyrir orkufrekan en vist- vænan hátækniiðnað. Þetta hverfi hefur fengið nafnið Melhólabraut og hafa lóðir við Melhólabraut 2 til 8 þegar verið auglýstar til umsóknar auk þess sem unnið var að skipu- lagningu á athafnasvæði Bláa -lóns- ins. Starfshópur var skipaður til að vinna drög að deiliskipulagi á íþróttasvæði við Austurveg og hafa drög þessi fengið fyrstu afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar auk þess sem samþykkt var nýlega í bæj- arstjórn að hefja byggingu fjölnota- íþróttahúss,“ segir Ólafur. Hann nefnir ennfremur að nýlega hafi ver- ið opnaður nýr og glæsilegur leik- skóli í Laut, skrifað undir viljayfir- lýsingu við Búmenn um að skoða, fara yfir og vinna saman nýtt deili- skipulag á lóð fyrir austan lóðir Bú- manna í Víðigerði norðan lóðar og at- hafnasvæðis hjúkrunarheimilis Víðihlíðar varðandi uppbyggingu á þjónustuhúsi fyrir eldri borgara og öryrkja. Gífurlegur upp- gangur í Grindavík Eftir Kristin Benediktsson Bygging hafin á iðnaðarhúsnæði á vegum HK Verk. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Unnið við frágang á nýju einbýlishúsi í Grindavík. Þrívíddarteikning af fyrirhugaðri reiðhöll í Grindavík. Malbikunarvinna í Hópshverfi í Grindavík. Unnið við uppsteypu í einu af mörgum húsum í nýjum hluta Hópshverfis. Frá opnun leikskólans í Laut. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, af- hendir Petrínu Baldursdóttur, forstöðukonu, mynd af leikskólabörnum að taka skóflustungur af skólanum og eina af skóflunum sem notaðar voru til verksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.