Morgunblaðið - 18.07.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fallslagurinn í Eyjum
– baráttan um annað sætið
harðnar enn
Íþróttir á morgun
BESTI tíminn í laxveiðiám landsins fer nú senn í hönd
en samkvæmt tölum frá www.angling.is frá því á mið-
vikudaginn var veiði í 16 laxveiðiám komin yfir 100 laxa
og gera má ráð fyrir því að þær séu nú orðnar átján tals-
ins. Veiðin er þó ekki eins góð og á sama tíma í fyrra en
það sumar var sem kunnugt er afburðagott. Svo virðist
sem margar árnar séu eitthvað seinni til þetta árið og
benda margir á að smálax hafi ekki gengið af sama krafti
og áður auk þess sem fremur kalt hafi verið í veðri víðast
hvar.
„Það virðist sem það sé hægari gangur í þessu yfir allt
landið,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á.
Hann bendir þó á að Blanda sé á fullu skriði, en holl sem
hætti veiðum á laugardaginn var með 88 laxa.
„Þá hefur verið stórveiði á vesturbakka Hólsár og hátt
í hundrað laxar komnir á land á fjórar stangir.“
Að sögn Stefáns eru Miðfjarðará, Víðidalsá og Rang-
árnar öllu seinni til en í fyrra þrátt fyrir að veiði hafi ver-
ið með ágætum.
„Síðustu daga hafa verið að veiðast átta til fimmtán
laxar á dag í Miðfjarðará og hún virðist því dottin í gang.
Maður myndi þó vilja sjá meira en það er tímaspursmál
hvenær meira af smálaxi hellist inn. Víðidalsá og Rang-
árnar eru í svipuðum gír. Þetta er rólegt ennþá og við er-
um í raun að bíða eftir því að þetta fari af stað. Eftir
svona viku verðum við komin á aðaltímann.“
Stefán segir að síðastliðin tvö ár hafi verið mjög góð –
menn hafi ef til vill verið orðnir of góðu vanir.
„Þetta er kannski orðið eðlilegra núna.“
Erfitt að spá fyrir um veiði
Landssamband veiðifélaga mun nú í sumar, sem
undanfarin ár, birta vikulegar aflatölur úr 25 laxveiðiám
á vef sínum. Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum er
umsjónarmaður vefsins en þetta er þriðja árið sem töl-
urnar eru birtar í þessari mynd.
„Við uppfærum þær eins reglulega og við mögulega
getum og reynum að gera það um hádegi á fimmtudög-
um og miðum þá við tölurnar eins og þær standa kvöldið
áður,“ segir Þorsteinn en á síðunni er jafnframt skýrt frá
veiðitölum eins og þær voru vikuna á undan og tölum frá
sambærilegum degi sumarið áður. Þá er þar einnig að
finna upplýsingar um upphafsdag veiði, stangafjölda í
einstökum ám, lokatölur síðasta árs sem og meðalveiði
síðastliðinna tíu ára.
Þorsteinn segir að heimsóknum á vefinn hafi fjölgað
jafnt og þétt en hann var upphaflega settur í gang með
það að markmiði að vera upplýsingavefur fyrir erlenda
veiðimenn.
„Síðan við fórum að leggja meiri áherslu á innanlands-
markaðinn hefur aðsóknin aukist en menn virðast hafa
gaman af því að skoða þessar tölur.“
Aðspurður segir Þorsteinn það erfitt að spá fyrir um
veiði en þetta sé hins vegar gott innlegg í þá umræðu.
Það liggur því beinast við að spyrja hvernig honum lítist
á sumarið.
„Ég verð nú að segja eins og Veiðimálastofnun – að
þetta verði nokkuð gott sumar en ekki eins gott og í
fyrra. Það er ekki hægt að vonast eftir því tvö ár í röð.
Það kemur samt einhvern tímann.“
STANGVEIÐI
„Kannski orðið eðlilegra núna“
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Arnar Jón Lárusson og Marinó Þórisson með glæsi-
legar 14 og 13 punda hrygnur úr Gvendardrætti í
Stóru-Laxá. Þetta var maríulax Marinós.
veidi@mbl.is
NAUÐSYNLEGT er að endur-
skoða álagningu virðisaukaskatts af
ferðaþjónustunni og áhrif virðis-
aukaskatts á allar greinar hennar.
Þetta er niðurstaða starfshóps sem
samgönguráðherra skipaði í byrjun
árs til að fjalla um rekstraraðstæður
þeirra sem reka hópferðabifreiðar.
Komist er að þeirri niðurstöðu að
upptaka olíugjalds í stað þunga-
skatts 1. júlí á seinasta ári virðist
hafa haft í för með sér kostnaðar-
auka fyrir þá sem reka hópferða-
fyrirtæki sé litið til upplýsinga úr
rekstri nokkurra fyrirtækja í grein-
inni. Greina verði þó á milli öku-
tækja sem áður voru á föstu árgjaldi
í þungaskattskerfinu og þeirra sem
greiddu mælagjald.
Meðal þess sem fram kemur í
skýrslu hópsins er að skv. upplýs-
ingum Ríkisskattstjóra hafa bif-
reiðagjöld hækkað mun meira á
þyngri bifreiðar en léttari. Hækkun
bifreiðagjalda frá 1994 til 2005 á 850
kílóa bifreið nemur rúmum 20% en á
bifreið sem vegur 3.500 kíló hafa
gjöldin hækkað um rúmlega 50%. Á
sama tíma hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um rúm 40% og því
hafa gjöld á léttari bifreiðar lækkað
að raungildi.
Á fyrri hluta ársins 2002 voru
álögð bifreiðagjöld tæpir 1,6 millj-
arðar króna. Á fyrri hluta þessa árs
voru álögð bifreiðagjöld rúmlega 2,1
milljarður króna. Hækkunin nemur
um 35% án tillits til verðlagsbreyt-
inga, að því er fram kemur í skýrsl-
unni.
Hafa ber í huga að hópferða-
bifreiðar sem skráðar eru fyrir 10 til
17 manns að meðtöldum ökumanni
bera 30% vörugjald. Hópferða-
bifreiðar sem skráðar eru fyrir 10 til
17 manns og eru í eigu hópferða eða
sérleyfishafa bera 5% vörugjald og
hópferðabifreiðar fyrir 18 manns
eða fleiri eru undanþegnar vöru-
gjaldi.
413 þúsund farþegar 2004 en
voru 635 þúsund árið 1960
Starfshópurinn telur ekki gerlegt
að breyta virðisaukaskattsskyldu
hópferðaleyfishafa einna og sér en
gerir að tillögu sinni að virðis-
aukaskattskerfið verði skoðað með
hliðsjón af áhrifum virðisauka-
skattskyldu á allar greinar ferða-
þjónustu m.t.t. hagsmuna atvinnu-
greinarinnar í heild sinni.
Meðal þess sem fram kemur í
skýrslunni er að farþegum hóp-
ferðabíla hefur fækkað verulega á
umliðnum áratugum. Á seinustu ár-
um hefur farþegum á sérleyfisleið-
um fjölgað á nýjan leik þó þeir sem
ferðast með hópferðabílum séu
langtum færri en fyrir nokkrum
áratugum. Þannig voru þeir árið
2002 rúmlega 377 þúsund talsins en
fjölgaði í 413 þúsund á árinu 2004.
Til samanburðar voru hins vegar
farþegar á sérleyfisleiðum árið 1960
kringum 635 þúsund.
Sérleyfisleiðum hefur einnig
fækkað. Árið 1940 voru sérleyfis-
leiðir hér á landi 79 en voru árið
2004 orðnar 32.
Þá kemur fram í samantektinni að
meðalaldur hópferðabíla í landinu
hefur farið lækkandi. Í lok síðasta
árs töldust þeir alls 1.906 en árið
2000 var fjöldinn 1.673 bílar. Árið
1940 voru 137 slíkir bílar í landinu.
Þá hefur meðalaldur bílanna lækkað
talsvert eða úr 12,9 árum árið 2000 í
10,2 ár á síðasta ári. Langflestir
bílanna eða yfir 1.100 eru skráðir á
höfuðborgarsvæðinu en næstflestir
á Suðurlandi eða 175.
Gróska í greininni
„Ferðamenn sem hingað koma
ferðast meira sjálfir um landið en
áður var. Þannig taka mun fleiri
ferðamenn bílaleigubíla enda hefur
bílaleigum fjölgað um 50% frá árinu
2000,“ segir í skýrslunni en fram
kemur að í fyrra voru 59 bílaleigur á
Íslandi og fjöldi bílaleigubíla hafði
nær tvöfaldast frá árinu 2000 en
þeir voru skráðir alls 4.213 á sein-
asta ári.
„Þegar greint er hvernig eftir-
spurn eftir þjónustu þessarar grein-
ar hefur þróast er líklega besta
viðmiðið það að ferðamönnum hefur
fjölgað um 6% á ári frá 1960. Afleið-
ingin er sú að á sama tíma fjölgar
hópferðabifreiðum nífalt, úr 212 í
1.906 og sé miðað við árin 1980 til
2005 fjölgaði hópferðabifreiðum um
hvorki meira né minna en 10% á ári
þannig að þetta er mikill og stöðug-
ur vöxtur,“ segir þar ennfremur.
Niðurstaða hópsins er sú að ekki
verði annað séð en að gróska sé í
greininni. Ljóst sé að hópferðabif-
reiðum muni fjölga umtalsvert á
næstunni ef greinin þróast áfram í
takt við þróun ferðaþjónustunnar.
Starfshópur samgönguráðherra skoðaði rekstrarumhverfi hópferðabifreiða
Upptaka olíugjaldsins
hefur aukið kostnaðinn
Bifreiðagjöld á 3.500 kg bifreið
hækkuðu um 51,8% frá 2004
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Talið er ljóst að hópferðabifreiðum muni fjölga á næstu árum ef greinin
þróast í takt við þróun ferðaþjónustunnar. Starfshópur samgönguráðherra
kemst að þeirri niðurstöðu að gróska sé í greininni.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HLAUP úr Grænalóni, sem er í suð-
vestanverðum Vatnajökli, hófst í
gær en vatnið hleypur í Súlu sem síð-
an rennur í Núpsvötn. Hlaup úr
Grænalóni er árviss viðburður og
eru hlaupin þekkt af góðu einu, þ.e.
þau valda engu tjóni.
Jón G. Sigurðsson, flugmaður,
sem flaug yfir svæðið í gærmorgun,
segir að hlaupið sé ekki sérlega mik-
ið og minna en hlaup sem kom úr
lóninu í ágúst á síðasta ári.
Jón flýgur reglulega með farþega í
Skaftafell og sér því breytingar á
jöklinum. Hann segir að í hlaupinu í
fyrra hafi opnast leið fyrir vatn úr
lóninu og ísstíflan hafi greinilega
brostið í fyrrinótt þannig að vatn
rennur úr lóninu á sama stað og í
fyrra.
Jón segir að í hlaupinu á síðasta
ári hafi vatn runnið bæði í Súlu og
Gígjukvísl en nú renni hlaupvatnið
aðeins undan Skeiðarárjökli og í
Súlu.
Iðulega lítil hlaup
Oddur Sigurðsson, fagstjóri hjá
Orkustofnun, segir að stofnunin sé
ekki með mæli á staðnum og fái því
fregnir af hlaupunum frá þeim sem
leið eiga um svæðið. Hlaup úr
Grænalóni séu hins vegar iðulega
svo lítil að aðeins þeir sem eru kunn-
ugir á staðnum verði þeirra varir
„Grænalón er dalverpi sem er
stíflað af Skeiðarárjökli,“ segir Odd-
ur um aðdraganda hlaupa úr Græna-
lóni. „Smám saman hækkar í lóninu
þangað til að þrýstingurinn verður
meiri en svo að jökullinn geti haldið.
Þá hleypur úr lóninu, stundum tæm-
ist það alveg, sem er sjaldgæft, en
stundum lækkar í því.“
Hlaupin koma fram í Núpsvötn-
um.
„Ég á ekki von á að það verði nein-
ar skemmdir af neinu tagi,“ segir
Oddur um hlaupið. „Þetta er árvisst
og jafnvel oftar en einu sinni á ári og
engar skemmdir hafa orðið sem
hægt er að telja.“
Lítið hlaup
hafið úr
Grænalóni