Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Á ÁRINU 2005 nam verðmæti út-
flutningsframleiðslu sjávarafurða
112 milljörðum króna og dróst saman
um 5,7% frá fyrra ári samkvæmt út-
reikningum Hagstofu Íslands. Verð
sjávarafurða í íslenskum krónum
hélst lítið breytt þegar á heildina er
litið og dróst því framleiðslan, mæld
á föstu verði ársins 2004, því nær
jafnmikið saman eða um 5,6%. Flutt-
ar voru út sjávarafurðir að verðmæti
110,1 milljarður króna. Útflutningur
dróst saman milli ára, í tonnum um
8,8% en í verðmæti um 9,5%.
Útflutt afurðaverðmæti allra afla-
tegunda nema uppsjávarfisks dróst
saman frá fyrra ári. Frystar afurðir
skiluðu yfir helmingi útflutnings-
verðmætis. Af einstökum afurðum
var verðmæti blautverkaðs saltfisks
úr þorski mest, 11,2 milljarðar króna.
Verðmæti ísaðra afurða jókst en
tekjur af útflutningi saltaðra afurða
drógust saman. Sem fyrr er Evr-
ópska efnahagssvæðið veigamesta
markaðssvæðið en þangað voru flutt-
ar út sjávarafurðir fyrir 85,6 millj-
arða króna. Það er 9,2% minna en ár-
ið 2004 en samdráttar gætti í
útflutningsverðmæti til allra helstu
viðskiptalanda.
Á milli áranna 2004 og 2005 dróst
útflutningur sjávarafurða saman um
73 þúsund tonn eða 8,8%. Árið 2005
voru flutt út 755 þúsund tonn sam-
anborið við 828 þúsund tonn árið áð-
ur. Í tonnum talið hefur ekki verið
flutt út minna síðan árið 2000.
Tæp 263 þúsund tonn voru flutt út
af botnfiskafurðum, þar af námu
þorskafurðir 114 þúsund tonnum en
voru árið áður tæp 124 þúsund tonn.
Útfluttar afurðir flatfisktegunda
námu rúmum 17 þúsund tonnum árið
2005 samanborið við tæplega 22 þús-
und tonn árið 2004 (-19,9%). Afurðir
grálúðu vega þyngst í flatfiskafurð-
um og nam hlutur hennar rúmum 9
þúsund tonnum sem er tæpum 3 þús-
und tonnum minna en árið 2004.
Hlutur uppsjávartegunda var 44%
af heildarútflutningi sjávarafurða og
nam 333 þúsund tonnum. Magnið var
svipað og árið áður, dróst saman um
tæp 7 þúsund tonn frá árinu 2004.
Líkt og fyrr voru það loðnuafurðir
sem skipuðu stærstan sess í útflutn-
ingi uppsjávarafurða en þær voru
177 þúsund tonn sem er örlítil aukn-
ing frá árinu 2004 en útflutningur
loðnuafurða hafði dregist jafnt og
þétt saman undanfarin ár. Aukningin
sem varð í útflutningi kolmunnaaf-
urða milli áranna 2003 og 2004 gekk
hins vegar til baka árið 2005 enda
barst mun minni afli á land það ár.
Samtals voru flutt út 42 þúsund tonn
árið 2005 samanborið við 72 þúsund
árið áður. Vert er að benda á að tölu-
vert magn af fiskmjöli er ekki teg-
undaskipt í útflutningsskýrslum og
flokkast því utan aflategunda. Þetta
mjöl er að stærstum hluta uppsjáv-
arfiskur og voru flutt út af því 92 þús-
und tonn. Að sama skapi ber að skoða
tölur um útflutning á mjöli einstakra
tegunda með fyrirvara þar sem
blöndun afurða á sér stað í vinnslu-
ferli þeirra.
Útflutningur skel- og krabbadýra
nam 25 þúsund tonnum sem er rúm-
lega 9 þúsund tonna samdráttur frá
árinu 2004. Stærsti hluti þess út-
flutnings var 23 þúsund tonn af
rækju sem er 8 þúsund tonnum
minna magn en 2004.
Hlutfallið um 57%
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
árið 2005 nam 110,1 milljarði króna
og dróst saman um tæpa 12 milljarða
frá fyrra ári, 9,5%. Hlutdeild sjávar-
afurða af heildarverðmæti vöruút-
flutnings landsins var 56,7% saman-
borið við 60,2% árið 2004.
Afurðir botnfisks eru tæp 66% af
verðmæti sjávarafurða eða 72 millj-
arðar. Hlutur þorskafurða er stærst-
ur en útflutningsverðmæti þeirra
nam 42 milljörðum og dróst saman
um 13% milli ára. Hins vegar jókst
útflutningur ýsuafurða úr 10 millj-
örðum 2004 í tæpa 12 milljarða króna
árið 2005 (17%), þá sérstaklega
kældra fiskflaka (47%).
Útflutningsverðmæti flatfiskteg-
unda var 5,6 milljarðar á árinu 2005
en 7,4 milljarðar króna ári áður. Grá-
lúðan var verðmætust þrátt fyrir að
verðmæti afurða hennar hefði dreg-
ist saman um 22% og næmi 3 millj-
örðum króna árið 2005.
Hlutur uppsjávartegunda í út-
flutningsverðmæti sjávarafurða var
17% eða rúmir 18 milljarðar króna
árið 2005. Af einstökum tegundum
var útflutningsverðmæti loðnuafurða
hæst, 9,3 milljarðar króna sem er því
sem næst það sama og árið 2004.
Verðmæti síldarafurða nam 7,2
milljörðum á árinu 2005 sem er 2,5
milljörðum króna meira en á fyrra
ári. Aukninguna má rekja til útflutn-
ingsverðmætis sjófrystra flaka sem
jókst um 62% milli ára en einnig til
sjófrystra samflaka en þau lenda í
tegundarflokknum síld undir annað
fryst sjávarfang. Hins vegar má
rekja einhvern hluta þeirrar aukn-
ingar til breytinga í tollskrárnúmer-
um en stór hluti sjófrystra síldar-
samflaka skráðist sem annað fryst
sjávarfang undir tegundaflokknum
annar botnfiskur árið 2004 en skráist
nú undir tegundaflokkinn síld. Út-
flutningsverðmæti kolmunnaafurða
var tæplega 1,8 milljarðar króna og
dróst saman frá árinu 2004 um 1,7
milljarða króna. Verðmæti blandaðs
fiskmjöls var 4,1 milljarður króna ár-
ið 2005.
Útflutningsverðmæti afurða skel-
og krabbadýra var 9,3 milljarðar og
dróst saman um 3,7 milljarða króna
frá árinu 2004. Verðmæti rækju nam
7,9 milljörðum samanborið við 11,7
milljarða króna árið 2004.
Frysting skilar mestu
Af einstökum afurðaflokkum skil-
aði frysting alls rúmlega helmingi út-
flutningsverðmætis eða tæpum 58
milljörðum króna sem er 3,8 millj-
örðum minna en ári áður. Útflutn-
ingsverðmæti ísaðra fiskafurða hefur
verið að aukast undanfarin ár og nam
árið 2005 tæpum 20 milljörðum
króna. Þetta er í fyrsta sinn sem
verðmæti ísaðra afurða er meira en
saltaðra en verðmæti þeirra varð
18,1 milljarður og dróst saman milli
ára um 15%. Hlutfall ísaðra afurða af
útflutningsverðmæti var 18,1% en
hlutur saltaðra afurða nam 16,4%.
Útflutningsverðmæti mjöls og lýsis
nam 10,2% af útflutningsverðmæti
sjávarafurða og skilaði 11,2 milljörð-
um í útflutningstekjur sem er tæp-
lega þriðjungi minna en árið á undan.
Sú einstaka afurð sem skilaði
mestu útflutningsverðmæti var sem
fyrr blautverkaður saltfiskur úr
þorski en verðmæti hans nam 11,2
milljörðum króna, þá landfryst
þorskflök sem gáfu 8 milljarða, fryst
rækja sem skilaði 7,7 milljörðum og
ísvarin þorskflök sem skiluðu 6,9
milljörðum króna.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
umreiknað í Bandaríkjadali var 1.756
milljónir á árinu 2005 og dróst saman
um 16 milljónir (-0,9%) frá fyrra ári.
Samdrátturinn er mun meiri í ís-
lenskum krónum vegna hás gengis
krónunnar gagnvart Bandaríkjadal
eða sem nemur 9,5%. Vegna styrk-
ingar íslensku krónunnar lækkaði
meðalverð á dollar um 10,4% á árinu
2005 miðað við fyrra ár og í heild
lækkaði meðalverð allra gjaldmiðla
um 10,3%.
Útflutningur
sjávarafurða dróst
saman um 6%
Ísaðar afurðir skila í fyrsta sinn meiru en saltfiskur
!
#$
%"
&
! ! ! ! ! ! ! !
! ! ! ! ! ! ! "#$%
! ! ! !
! ! ! ! ! ! ! &
'
% ''( #
%) (* %
"$
(
% ''( #
%) (*
"$
)
% ''( #
%) (*
"$
*
+
% ''( #
%) (*
"$
$%+$
! !"
#" !
! !"
$ ! % &#'
(
! !"
$
,-./
,' *-,((.. $
. $"/$''"0
"('*((%#12%
$%+$0
$%+$1,
$%+$
%
$
"3 %%%
'
-4
52-
( -4
52-
*
-4
52-
2&
'1$
# ,' *-,((. $"$02%#12 6.,'-,((. $%+$
,-,((. $%+$
6, $'
7
8.
9.
#')"
#')"
#')"
* ')"