Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VÍTAHRINGURINN Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Enn er soðið upp úr pottinumfyrir botni Miðjarðarhafs.Hernaðaraðgerðir Ísraela í Líbanon eru þær umfangsmestu á svæðinu í meira en áratug. Hættan er auðvitað sú að átökin stigmagnist og breiðist út og geri alla möguleika á friði í þessum heimshluta enn fjar- lægari en áður. Átökin í Mið-Austurlöndum ein- kennast af vítahring ofbeldis, þar sem hver fylking um sig telur sig skuldbundna til að svara sérhverri áreitni af hálfu andstæðingsins af hálfu meira afli og grimmd og þannig magnast átökin gjarnan stig af stigi. Í þetta sinn fer ekki á milli mála hver átti upptökin að bardögum. Annars vegar réðust skæruliðar í Hamas- samtökunum á Gaza-svæðinu á suð- urhluta Ísraels með eldflaugaárás- um, felldu ísraelska hermenn og rændu einum félaga þeirra. Hins veg- ar gerðu öfgamenn úr röðum Hizboll- ah í Suður-Líbanon árásir á norður- héruð Ísraels. Þeir hafa einnig rænt ísraelskum hermönnum. Í báðum tilfellum voru viðbrögð Ísraela fullkomlega fyrirsjáanleg – og það nýta skæruliðarnir sér. Þegar ísraelski herinn fór frá Suður-Líb- anon fyrir sex árum gáfu ísraelsk stjórnvöld út yfirlýsingar um að hæf- ust árásir Hizbollah á Ísrael á nýjan leik, myndu þau svara þeim af fullum krafti. Sama átti við þegar her Ísr- aela fór frá Gaza-svæðinu; þá var þess krafizt að heimastjórn Palest- ínumanna kæmi í veg fyrir að öfga- menn gerðu árásir á Ísrael frá Gaza. Hvorki ríkisstjórn Líbanons – sem Hizbollah á raunar aðild að – né pal- estínska heimastjórnin hafa megnað að hafa stjórn á eigin landsvæði og af- vopna öfgahópa, sem vilja útrýma Ísrael. Það út af fyrir sig er áhyggju- efni og ýtir undir óstöðugleika á svæðinu. Skæruliðunum, sem gera árásir á Ísrael, er nákvæmlega sama þótt al- mennir borgarar, karlar, konur og börn, falli þegar Ísraelar svara þeim í sömu mynt. Þvert á móti fela þeir sig á meðal óbreyttra borgara vegna þess að þeir telja það koma sér vel að sem flestir falli, það muni snúa al- menningsálitinu, bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi, gegn Ísrael og þeim sjálfum í hag. Að einhverju leyti hefur þetta tek- izt hjá öfgamönnunum, en sumir sjá þó í gegnum þá. Þannig hafa ýmsir Líbanir hallmælt Hizbollah fyrir að ógna þannig friði og öryggi landsins og á fundi Arababandalagsins um síð- ustu helgi gagnrýndu ýmis ríki Hizbollah, t.d. Egyptaland, Jórdanía og Saudi-Arabía. Réttur Ísraelsmanna til að verjast árásum skæruliða hefur verið marg- ítrekaður undanfarna daga. En það, sem er gagnrýnivert, er hvernig Ísr- aelar beita yfirgnæfandi herstyrk sínum og sprengja allt í tætlur, sem fyrir verður, bæði í Líbanon og á Gaza-svæðinu. Þeir hafa m.a. ráðizt á stjórnarbyggingar, bæði í Beirút og á Gaza. Stjórnvöld í Ísrael verða að átta sig á að með þessu spilla þau ein- ungis fyrir málstað sínum á alþjóð- legum vettvangi. Afleiðingar hernað- arins geta líka orðið að þau veiki að óþörfu bæði ríkisstjórnina í Líbanon, sem ekki stóð sterkum fótum fyrir, og palestínsku heimastjórnina. Slíkt getur skapað tómarúm, sem öfgaöfl reyna að fylla og þjónar engan veginn hagsmunum Ísraelsmanna sjálfra til lengri tíma litið. Það væri ekki úr vegi að stjórnvöld í Ísrael glugguðu í ritn- inguna, nánar tiltekið spádóm Habbakukks: „Því að ofríkið, sem haft hefir verið í frammi við Líbanon, skal á þér bitna …“ Nú er hafin viðleitni til að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hizbollah, meðal annars fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar átta helztu iðn- ríkja heims hvöttu á fundi sínum um helgina öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna til að skoða möguleika á alþjóð- legu gæzluliði í Suður-Líbanon til að hindra árásir Hizbollah á Ísrael. Bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa mælt mjög með því að sú leið yrði farin. Á vettvangi Evrópusam- bandsins er nú rætt um að sambandið gæti hugsanlega lagt til slíkt gæzlu- lið. Það er auðvitað löngu kominn tími til að athafnir fylgi orðum ESB- ríkjanna, þegar þau segjast vilja stuðla að friði í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er reynslan af alþjóðlegu gæzluliði í Líbanon á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar ekki góð og ástæða til að reyna að læra af mistök- unum, sem gerð voru þá, verði nið- urstaðan sú að senda útlenda her- menn til landsins. Friðargæzlulið í Líbanon getur lægt öldurnar til skemmri tíma litið. Til langs tíma litið er hins vegar nauðsynlegt, samfara áframhaldandi friðarumleitunum í Mið-Austurlönd- um, að skera á tengsl ríkja á borð við Sýrland og Íran við vopnaðar öfga- hreyfingar eins og Hizbollah, sem grafa undan friði á svæðinu. Klerkastjórnin í Íran og Ahmad- inejad forseti, sem vill láta útrýma Ísraelsríki, hafa engan áhuga á friði í Mið-Austurlöndum. Íranar ógna ör- yggi alls svæðisins; Líbanons, Ísraels og Palestínu, með stefnu sinni. Það er nauðsynlegur þáttur í friðarumleit- unum í þessum heimshluta að setja Írönum stólinn fyrir dyrnar; ekki að- eins varðandi kjarnorkuáætlun þeirra, heldur líka stuðning þeirra við hryðjuverka- og skæruliðasamtök. Sama á við um Sýrland og áfram- haldandi afskipti einræðisstjórnar- innar þar í landi af málefnum Líb- anons. Þau verður að stöðva; ef ekki með fortölum þá með viðskiptaþving- unum og öðrum aðgerðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur er nauðsynlegt að Ísr- aelsmenn læri að hemja viðbrögð sín við árásum skæruliða. Það mun þó ekki gerast á meðan Bandaríkin halda áfram að bera blak af Ísraelum við sérhvert tækifæri. Bandaríkja- menn þurfa að taka þátt í að sannfæra ísraelsk stjórnvöld um að ekki sé allt- af skynsamlegt að beita öllu því afli, sem hinn vel þjálfaði herafli Ísraels býr yfir. Með einhverjum ráðum verður að reyna að rjúfa vítahringinn í Mið-Austurlöndum. Stórveldin reyna nú að hafahemil á deiluaðilum í Mið-Austurlöndum og ræðajafnvel um að senda frið- argæslulið til landamæra Ísraels og Líbanons. Fyrir er í Suður-Líbanon um 2.000 manna eftirlitslið á vegum Sameinuðu þjóðanna en það hefur, eins og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, benti á í gær, ekki umboð eða afl til að stöðva átök. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að deilu- aðilum bæri skylda til þess „sam- kvæmt alþjóðalögum um mannúð að hlífa óbreyttum borgurum og borg- aralegum mannvirkjum.“ Félagi Blairs á leiðtogafundinum í Rússlandi, George W. Bush Bandaríkjaforseti, gætti þess ekki að hljóðnemi var enn opinn þegar hann spjallaði við Blair í matarhléi í Sankti Pétursborg í gær. „Það kald- hæðnislega er að það sem þeir þurfa að gera er að fá Sýrlendinga til að láta Hizbollah hætta þessum djöf- ulgangi og þá er þessu lokið,“ sagði Bush. Ekki er ljóst hvað hann átti við með „þeir“, líklega alþjóðasam- félagið. Með „djöfulgangi“ átti Bush við flugskeytaárásir Hizbollah-samtak- anna í Suður-Líbanon á Ísrael sem hafa kostað nokkur mannslíf. Ekki er það mikið borið saman við mann- fallið í Líbanon, þar hafa að sögn yf- ir 200 manns látið lífið, aðallega óbreyttir borgarar, í árásum ísr- aelska flughersins. Og Ísraelar herða enn takið, gera árásir á al- þjóðaflugvöllinn í Beirút og hafa sett Líbanon í flug- og hafnbann. Ferðamenn streyma frá landinu, sumir þeirra hafa þegar látið lífið í loftárásum. Vilja koma Hamas til hjálpar Ekki er fyllilega ljóst hvers vegna Hizbollah hóf aðgerðir sínar gegn Ísrael núna, helsta krafan er að fangar í haldi Ísraela verði látnir lausir. En tímaritið The Economist giskar á að markmiðið sé að styðja við bakið á Hamas-mönnunum í stjórn Palestínu, búa til nýjar víg- stöðvar svo að Ísraelar slaki til. Ha- mas-menn eru einangraðir, fá litla sem enga fjárhagsaðstoð frá Vest- urveldunum og eiga í hatrömmu taugastríði við Ísraela sem hafa svarað með loftárásum á stjórn- sýsluhús og handtökum nokkurra ráðherra. Bush hefur áreiðanlega nokkuð fyrir sér þegar hann gerir því skóna að stjórnvöld í Damaskus geti haft áhrif á stefnu Hizbollah. Enn meira máli skiptir samt afstaða Írana sem styðja ekki aðeins Hizbollah heldur einnig Hamas með fé og vopnum. Hizbollah (Flokkur Guðs) voru upp- runalega stofnuð af nokkur hundruð írönskum byltingarliðum, er sendir voru til Bekaa-dals í Líbanon upp úr 1980 til að berjast gegn Ísraelum sem höfðu gert innrás í landið. Var ætlunin að boða um leið sjía-músl- ímum í Líbanon kenningar ajatollah Khomeini. En þegar innlendir að- ilar fengu yfirhöndina í Hizbollah var mesta trúarofstækinu fljótt vik- ið til hliðar. Samtökin hafa hins veg- ar fengið mikla aðstoð í gegnum ár- in frá Írönum og Sýrlendingum. Hinir síðarnefndu hafa áratugum saman fiskað í gruggugu vatni flók- inna stjórnmála í Líbanon og réðu í reynd mestu í landinu í mörg ár fram til 2005 með aðstoð innlendra leppa. Hizbollah-liðar hafa frá valdið Ísraelum miklum van árásum sem að vísu voru mannskæðar en ollu óör nyrstu byggðum Ísraela. N fjölmiðlar í Ísrael að leiðto takanna, Hassan Nasrallah, dræpur. Það sem mestum ót ur er að Hizbollah be langdrægari flugskeytum se stórborga eins og Haifa. Lí er að um flaugar smíðaðar í að ræða, að sögn breska varpsins, BBC. Hefðbundn júsja-flaugar Hizbollah geta lagi dregið 25 kílómetra en sem er þriðja stærsta borg er um 30 km frá landamæru var því talin örugg. Nú er a ingi í norðanverðu Ísrael ráð leita skjóls í loftvarnarby Einnig tókst Hizbollah að flugskeyti smíðuðu í Kína aelskt herskip, að vísu va manntjón. Fyrirtækjum í norðanver ael hefur verið sagt að loka o starfsemi sinni, áhrifin á efna eru þegar farin að segja til sí ir hermálasérfræðingar á Hizbollah ráði yfir flaugum s náð til stærstu borgar Ísra Aviv. Enginn sáttatónn Ekki virðast miklar líkur á hléi þegar hlustað er á Eh mert, forsætisráðherra Ísrae varar ráðamenn Líbanons lands við „alvarlegum afleið ef flugskeytaárásirnar ver stöðvaðar strax og ísraelski látnir lausir. Hann segir að verði svifist. Ísraelar eigi í s fjendur sína enn eina ferð muni verja sig með öllum ráð Ekki er andstæðingurin værari. Liðsmaður miðstjórn bollah, Abdullah Kasir, sagð að ekki yrði samið um vopna og Kofi Annan hefur lagt t munum aldrei fara [frá Lí jafnvel þótt allt Líbanon verð jörð,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Írans, uchehr Mottaki, hvatti sam eftir fund með Bashar al-Ass landsforseta til vopnahlés og skipta. Átökin síðustu daga ust sem kunnugt er með vígamenn á Gaza handsömu aelskan hermann. Hizbolla einnig að láta lausa ísraels menn sem samtökin hafa kló Sjálfstraust Ísraela hefu hnekki vegna aðgerða Hi Hafin er umræða í Ísrael u „Enda þótt allt Líbanon verði sviðin jörð“ Olmert Mottaki ’Vandi þeirra er aðfjandmaðurinn er svo fyrirferðarlítill að val á skotmörkum flug- mannanna byggist að miklu leyti á ágiskun- um og ljóst að fjöldi saklausra borgara lætur því lífið.‘ Fátt bendir til þess að vopnahlé sé í augsýn í átökum Ísraela við vígasveitir Hizbollah í Líbanon sem nú ráða yfir öflugri vopnum en áður. Kristján Jónsson kynnti sér átökin og aðdraganda þeirra. Líbanon er nú í heimsfrétt-unum vegna mann-skæðra átaka eins og svooft áður. Þetta litla lýð- veldi, á stærð við tíunda hluta Ís- lands og með rösklega 3,5 milljónir íbúa, hefur fengið sinn skerf af hörmungum síðustu áratugina. Yfir 100.000 manns féllu í borgarastríð- inu 1975–1990 og skemmdir á mannvirkjum voru geysilegar. Eft- ir lok borgarastríðsins og tiltölu- lega friðsamlegan brottrekstur sýr- lenska hernámsliðsins frá landinu í fyrra voru þó margir farnir að eygja von um bjartari framtíð og nefna má að endurreisn miðborgar Beirút var að mestu lokið. Liðlega milljón ferðamanna heimsótti land- ið 2005. En efnahagur ríkisins var enn í ólestri og sundurlyndið innan rík- isstjórnarinnar, þar sem nær allir flokkar og flokksbrot eiga ráðherra í nafni þjóðareiningar, olli því að hún var máttlítil og naut dvínandi álits. Nú ríkir örvæntingin á ný og sprengjurnar falla á Beirút. Þús- undir manna flýja landið, ekki ein- göngu vestrænir ferðamenn heldur einnig arabískir auðkýfingar frá ol- íuríkjum sem voru byrjaðir að festa fé sitt í Líbanon. Samið um skiptingu valda Menningarþjóðir hafa búið í Líb- anon um þúsundir ára. Íbúarnir skiptast nú í fjölmarga hópa eftir trú og þar eru auk araba fáein lítil þjóðarbrot, þ. á m. Kúrdar. Mann- tal er afar viðkvæmt mál í Líbanon vegna óskráðs samnings sem gerð- ur var í seinni heimsstyrjöld. Land- ið hafði þá ásamt Sýrlandi verið undir stjórn Frakklands um ára- tugaskeið en fékk formlega sjálf- stæði um 1945. En til að rey tryggja friðinn var ákveðið a setinn skyldi ávallt koma úr stærsta kristna hópsins, ma forsætisráðherrann vera sún múslími og forseti þingsins s múslími. Kristnir Líbanar h að leita ekki aðstoðar Frakk um við aðra trúarhópa og þa vitað var að sumir vildu sam við Sýrland hétu múslímar a sér ekki fyrir henni. Hverjum trúarhóp var úthlutað ákveð hluta þingsætanna í samræm áætlað hlutfall meðal þjóðar Ákvæði um þessa valdask voru þó ekki sett í stjórnarsk fyrr en 1990. Talið er að um hafi um helmingur landsman verið kristinn en hinir múslí eða drúsar, er þá miðað við m talið frá árinu 1932 í tíð Frak Trú drúsa minnir mjög á ísla Viðkvæm sambúð í ar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.