Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 25
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UNDANFARNA áratugi hef ég
fengist við þá iðju að ferðast með
Íslendinga um framandi lönd og
eitt meginverkefnið hjá sumum
þjóðum hef ég
séð í því að
brjóta niður þá
fordóma sem
margir Íslend-
ingar hafa gagn-
vart öðrum.
Stöku sinnum
kemur stúlka frá
Filippseyjum og
hreinsar íbúðina
mína. Hún er
gift Íslending og
á með honum lítið barn. Hún er að
vinna sér inn aukatekjur, ekki til
að kaupa nýjan kjól, heldur til að
senda fjölskyldu sinni í Filipps-
eyjum, til að létta þeim lífið. Eitt
kvöldið í síðustu viku hitti hún
vinnufélaga sína að kvöldi til og
vildi hún skemmta sér. Eftir smág-
leðskap hjá einum íslenskum
vinnufélaga ákváðu þrjár, tvær frá
Filippseyjum og ein íslensk að fara
niður í bæ og fá sér snúning. Þær
komu sér fyrir í biðröðinni í Aust-
urstræti, á stað sem heitir Pravda.
Þegar að þeim var komið vildi
dyravörðurinn hleypa íslensku
stúlkunni inn en ekki þeim erlendu.
Eins og stúlkan lýsti þessu fyrir
mér forðaðist dyravörðurinn að
horfa í augun á þeim heldur stjak-
aði þeim út úr röðinni og tuldraði
eitthvað um að þetta fólk drykki
ekki nógu mikið. Ekki veit ég
hvort þessi dyravörður var að fara
eftir fyrirmælum eigenda staðarins
með þessari hegðun sinni, sama
hvort er, þessar erlendu stúlkur
sem áttu sér einskis ills von, voru
að heimsækja þennan stað í fyrsta
skiptið og voru í góðu skapi, urðu
fyrir niðurlægingu sem ætti ekki
að líðast í siðmenntuðu þjóðfélagi.
Til þess að komast hjá svona uppá-
komum væri hreinlegast af eig-
endum staðarins að setja upp skilti
þar sem kæmi fram hvaða fólk má
koma inn og hvaða ekki.
Þessar stúlkur eru úr þeim stóra
hóp útlendinga sem bókstaflega
koma í veg fyrir að spítalarnir okk-
ar séu óstarfhæfir. Hvernig ætli sú
tilfinning sé þegar einhver dyra-
vörður leggst inn á spítala og
neyðist til að láta þetta fólk þjóna
sér?
Fréttnæmt þykir, að nú erum
við Íslendingar, ein af 100 þjóðum,
að hlaupa með kyndil umhverfis
landið í nafni vináttu og umburð-
arlyndis.
Ef við gerum tilkall til að vera
hamingjusöm þjóð, þarf það þá að
vera á kostnað annarra?
FRIÐRIK G. FRIÐRIKSSON,
fararstjóri,
Laugavegi 137, Reykjavík.
Hamingjusama
þjóðin
Frá Friðrik G. Friðrikssyni:
Friðrik G.
Friðriksson
Sagt var: Skæruliðar gerðu árás á stjórnarhermenn og varð mannfall
mikið í liðum beggja.
RÉTT VÆRI: Skæruliðar réðust á stjórnarhermenn og varð mikið
mannfall í liði hvorratveggju.
Gætum tungunnar
HINN skeleggi leið-
togi Samfylkingarinnar
í borgarstjórn, Dagur
B. Eggertsson, vakti á
dögunum athygli á því
hvernig staðið var að
ráðningu skrif-
stofustjóra Reykjavík-
urborgar. Þrátt fyrir að
um eitt veigamesta
embætti í stjórnsýslu
borgarinnar sé að
ræða var ráðinn lítt
reyndur, nýlega út-
skrifaður viðskipta-
fræðingur sem þó
hafði haft þá fyr-
irhyggju að vinna öt-
ullega í kosningabar-
áttu Sjálfstæðismanna
ásamt því að létta und-
ir í Valhöll.
Það er því ljóst að
hinn fölbleiki Sjálf-
stæðisflokkur borg-
arstjórans hefur nú
kastað dulunni og birt-
ist nú í sínum gömlu
tuskum sérhagsmuna
og pólitískra ráðninga
réttum mánuði eftir
stjórnarskiptin.
Að sjálfsögðu lét
borgarstjórinn ekki ná
í sig vegna fréttarinnar enda menn á
þeim bænum vanir að bíða af sér
óþægilegar spurningar. Í anda sinn-
ar bleiku ímyndar hafa sjálfstæð-
ismenn í borginni
skorið upp herör gegn
sóðaskap og er það
vel. Margir telja þó að
ekki síður hefði þurft
að beita garðklipp-
unum á hug-
myndafræði Sjálf-
stæðisflokksins og
sneiða af þá sérhags-
munagæslu sem ráðn-
ing skrifstofustjóra
borgarinnar end-
urspeglaði.
En stöðuveitingar
sjálfstæðisflokksins
fara oft ekki hátt og því
á Dagur B. Eggertsson
hrós skilið fyrir að upp-
lýsa þá sem héldu að nú
væri kominn nýr og
betri Sjálfstæðisflokkur
við stjórn borgarinnar
um vinnubrögðin. Enda
vita þeir sem fylgjast
með að í kringum slíka
flokkshollustu byggist
innra starf flokksins og
þeir munu því halda í
þann gegna sið að ráða
Valhallarvini í æðstu
stöður. Það gildir einu
hvort um er að ræða
stöður hjá Reykjavík-
urborg eða skipun
hæstaréttardómara,
tryggir flokksmenn
skulu ráðnir þó troða
þurfi þeim öfugum ofan
í þá umsagnaraðila sem að stöðunum
standa.
Dýrið gengur laust
Inga Sigrún Atla-
dóttir fjallar um
stöðuveitingar hjá
Reykjavíkurborg
Inga Sigrún Atladóttir
’Það gildir einuhvort um er að
ræða stöður hjá
Reykjavíkurborg
eða skipun
hæstaréttardóm-
ara, tryggir
flokksmenn
skulu ráðnir þó
troða þurfi þeim
öfugum ofan í þá
umsagnaraðila
sem að stöð-
unum standa.‘
Höfundur er grunnskólakennari.
✝ DagnýGeorgsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. júlí 1914. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 9. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Aug-
usta Frederikke
Weiss, f. í Kaup-
mannahöfn 31. des-
ember 1888, d. 10.
janúar 1970 og
Georg Ólafsson
bankastjóri, f. í
Reykjavík 26. desember 1884, d.
11. apríl 1941. Systkini Dagnýjar
voru Eufemia, f. 8. júlí 1916, d. 17.
september 2002 og Ólafur, f. 10.
febrúar 1918, d. 19.
ágúst 1961.
Að loknu skóla-
námi hóf Dagný
störf hjá Lands-
banka Íslands sem
var hennar starfs-
vettvangur uns hún
komst á eftirlauna-
aldur. Lengst af
starfaði hún í gjald-
eyrisdeild bankans.
Dagný var þátttak-
andi í ýmiss konar
félagsstarfi m.a.
Rauða krossins,
Hringsins og Soroptimista.
Útför Dagnýjar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Komið er að kveðjustund. Minn-
ingarnar eru margar og allar góðar.
Ég kynntist Dagnýju Georgsdóttur
fyrir rúmum fjörutíu árum þegar við
Georg, bróðursonur hennar, fórum
að vera saman. Hún vann þá í gjald-
eyrisdeild Landsbankans, sem á
þeim tíma var mjög annasamt starf.
Allir sem til útlanda fóru þurftu jú að
sækja um erlendan farareyri og það
var því oft handagangur í öskjunni.
Þá kom sér vel ljúfmennska og
glettni Dagnýjar í samskiptum við
viðskiptavini og samstarfsfólk.
Dagný var sannkölluð Reykjavík-
urmær, lífsglöð, félagslynd, falleg og
góðum gáfum gædd, og þekkti mik-
inn fjölda fólks. Það var eiginlega
hægt að fletta upp í henni ef maður
þurfti eða langaði til að vita hver
þessi eða hinn var.
Hún var ávallt vel klædd og fylgdi
tískunni og var alltaf á háum hælum.
Það var stíll yfir henni. Ég hef heyrt
stelpurnar í bankanum sem unnu
með henni tala um hvað hún hafi allt-
af verið smart og fín og jafnframt
hvað hafi verið gott að vinna með
henni. Hún kunni sitt fag og var allt-
af reiðubúin að leiðbeina öðrum á
sinn elskulega hátt.
Það er ljúft að rifja upp minningar
úr ferðalögum með Dagnýju og Effu
systur hennar. Eitt sinn vorum við á
ferð í Danmörku að heimsækja
danska ættingja og áttum pöntuð tvö
herbergi á Hotel Phoenix í Kaup-
mannahöfn, annað fyrir okkur Georg
en hitt fyrir þær systur. Eitthvað
klúðraðist bókunin hjá hótelinu og
við urðum að fara á annað hótel
fyrstu nóttina. Þegar við komum á
Phoenix daginn eftir bætti hótelið
mistökin með því að setja okkur
Georg í svítu þar sem beið okkar vín
og ávextir. Systurnar fengu hins
vegar rúmgott herbergi en þeirra
beið aðeins súkkulaði. Þær voru jú
Georgsdætur og „litlu stelpurnar“
fengu súkkulaði í stað víns sem „for-
eldrarnir“ fengu. Við buðum svo
„dætrunum“ í glas í svítunni okkar
áður en farið var út að borða. Þær
skemmtu sér konunglega yfir þess-
ari uppákomu.
Mér er einnig minnisstætt þegar
Dagný og Fjóla vinkona hennar
heimsóttu okkur Georg í Kaup-
mannahöfn vorið 1972 þar sem við
vorum við nám. Við vorum búin að
fara í dagsferð á VW bjöllunni og
eiga mjög ánægjulegan dag. Daginn
eftir mættum við til að aka þeim út á
Kastrupflugvöll. Þegar við komum á
hótelið að sækja þær kom í ljós að
litla bjallan rúmaði engan veginn all-
an farangurinn. Dömurnar höfðu að
sjálfsögðu fatað sig upp en síðast en
ekki síst höfðu þær einnig eins og
alltaf keypt ótæpilega af gjöfum
handa frænkum og frændum heima.
Það endaði því þannig að ég stóð eft-
ir á gangstéttinni fyrir framan hót-
elið og vinkaði.
Dagný var áhugasöm um leiklist
og sótti leiksýningar hér heima og á
ferðalögum erlendis. Hún unni sí-
gildri tónlist og þær Effa voru fasta-
gestir á sinfóníutónleikum til margra
ára. Þegar Effu naut ekki lengur við
fékk ég þá ánægju að fara með Dag-
nýju á tónleikana. Það var erfitt fyrir
Dagnýju að sjá á bak systur sinni.
Þær áttu svo margt sameiginlegt, en
hún tókst á við það af æðruleysi.
Dagný las mjög mikið og las hratt.
Bækurnar og reyfararnir hlóðust
bókstaflega upp í kringum hana. Það
var henni þess vegna erfitt þegar
sjónin leyfði ekki lengur lestur og
ekki heldur sjónvarpsáhorf. En þá
var notast við útvarpið og símann.
Hún fylgdist með fréttum alveg fram
á síðasta dag og við ræddum einmitt
um hvort það yrðu Frakkar eða Ítal-
ir sem yrðu sigurvegarar á HM. Hún
var ekki frá því að Ítalir bæru sig-
urorð af Frökkum en úrslitin fékk
hún ekki að vita þar sem hún kvaddi
lífið að morgni þess dags sem leik-
urinn fór fram. Já, andlát Dagnýjar
bar brátt að, þó það kunni að hljóma
undarlega þegar í hlut átti mann-
eskja sem var að verða 92 ára. Þann-
ig var það samt. Hún bjó á Háteigs-
veginum þangað til í september sl.
en þá fór hún á Grund og undi hag
sínum vel þar. Hún hafði verið lasin í
nokkra daga og var því flutt á
sjúkradeild á föstudegi til að betur
væri hægt að annast hana yfir
helgina. Þegar ég sat hjá henni þar
tók ég eftir að undir rúminu hennar
voru háhælaðir skór en ekki inni-
skór. Þetta var ekta Dagný, dama til
hinstu stundar, síðasta spölinn gekk
hún auðvitað á háum hælum. Ég
kveð elsku Dagnýju með virðingu og
þökk fyrir samfylgdina.
Soffía Stefánsdóttir.
Á hverjum jólum, öll mín æskuár,
fékk ég pakka sem á stóð: „Með
kveðju frá jólasveininum.“ Það var
opinbert leyndarmál að jólasveinn-
inn var Dagný, vinkona föðursystra
minna. Hún vildi þó aldrei taka við
þökkum fyrir gjafirnar. Þóttist alltaf
koma af fjöllum og ekki vita neitt um
þessa pakka.
Í sumum fjölskyldum þætti
kannski skrýtið að börn fengju jóla-
gjafir frá vinkonum föður- eða móð-
ursystkina sinna. Í minni fámennu
fjölskyldu hafa tengslin hins vegar
alltaf verið svolítið nánari en gengur
og gerist. Föðursystur mínar, Ásta
Stefánsdóttir og Fjóla Eggertsdótt-
ir, bjuggu til dæmis á neðri hæðinni í
fjölskylduhúsinu á Neshaga 15 og
daglegur samgangur var á milli
heimilanna. Ég þekkti vinkonur
Ástu og Fjólu því ekkert síður en
vinafólk foreldra minna og þegar
frænkur mínar héldu svokölluð
konuboð fékk ég alltaf að vera við-
stödd. Tíu til fimmtán konur voru
fastagestir í þessum boðum, hver
annarri hressari, og flestar höfðu
þær þekkst áratugum saman. Ég var
yfirleitt mætt á undan öllum öðrum –
reyndar á náttfötunum, fyrstu árin,
og búin að lofa að fara fljótlega upp
að sofa. Með aldrinum lengdist hins
vegar viðdvöl mín á þessum fjörugu
samkomum, enda fannst mér ein-
staklega spennandi að hlusta á sam-
ræður kvennanna og hlátrasköll.
Þótt Ásta og Fjóla ættu stóran hóp
vinkvenna voru alveg sérstök tengsl
á milli þeirra og annarra systra,
Dagnýjar og Effu Georgsdætra.
Þessar fjórar sómakonur, sem fædd-
ar voru á árunum 1910–1916, kynnt-
ust sem ungar stúlkur og ræktuðu
vináttuböndin í rúm sjötíu ár. Dagný
og Effa voru vitanlega í hinum marg-
frægu konuboðum og þar skar sú
fyrrnefnda sig úr fyrir að drekka
sódavatn þegar hinar konurnar
drukku sérrí og svart te þegar hinar
drukku kaffi. Þetta gerði Dagnýju
mjög heimskonulega í mínum augum
því þetta var löngu áður en það
komst í tísku að drekka sódavatn.
En samskipti systraparanna
tveggja einskorðuðust ekki við
kvennaboð. Þar sem þrjár þeirra
gengu aldrei í hjónaband og sú
fjórða var lengi ekkja gerðu þær
m.a. mikið af því að ferðast saman. Á
sínum yngri árum ferðuðust þær
talsvert innanlands en svo tóku utan-
landsferðir við. Spánarferðir Dag-
nýjar og Fjólu voru lengi árviss við-
burður og þá var ávallt höfð viðdvöl í
London á bakaleiðinni. Þar stunduðu
þær leikhúslífið af kappi, eins og þær
gerðu reyndar einnig á Íslandi, og að
sjálfsögðu kíktu þær líka í búðir.
Heim komu þær síðan með fullar
töskur af fatnaði og Dagný – sem var
sérlega elegant dama – með nokkur
pör af hælaháum skóm. Hún gekk
nefnilega alltaf á pinnaháum hælum
og það breyttist ekkert með aldrin-
um. Þegar ég sá hana síðast svífa um
Austurstræti í þannig fótabúnaði var
hún orðin níræð.
Þær voru heppnar, vinkonurnar
fjórar, að fá að eiga hver aðra að í
svona langan tíma. Allar áttu þær
ótrúlega góðri heilsu að fagna og
héldu þær áfram að hittast fram á
21. öldina. Árið 2002 fór þetta ára-
tugalanga samskiptamynstur hins
vegar að riðlast. Í apríl varð Fjóla
bráðkvödd og í september á sama ári
lést Effa eftir stutt en erfið veikindi.
Þar með voru Dagný og Ásta einar
eftir – og þar sem þær höfðu báðar
haldið heimili með systrum sínum
breyttist líf þeirra mikið þetta ör-
lagaríka ár. Þær tókust hins vegar á
við þessar aðstæður með aðdáunar-
verðum hætti, sneru bökum saman
og studdu hvor aðra eins vel og þeim
var unnt. Aldrei leið dagur án þess
að þær töluðu saman í síma. Oftast
voru símtölin tvö – annað yfir daginn
til að spjalla um landsins gagn og
nauðsynjar og hitt um kvöldið til að
bjóða góða nótt.
Ég mun seint gleyma Þingvalla-
ferð sem farin var 1. ágúst árið 2002.
Þann dag hefði Fjóla orðið 89 ára og
í tilefni dagsins bauð Ásta Dagnýju,
mér og móður minni í mat á Hótel
Valhöll. Veðrið var gott og við reynd-
um að gleðjast – en stemmningin var
ljúfsár. Fjóla látin og Effa fárveik á
sjúkrahúsi. Þar að auki var sjón
Dagnýjar og Ástu farin að daprast
verulega og það gerði þeim erfitt fyr-
ir. Já, nú var farið að halla undan
fæti.
Að kvöldi páskadags í fyrra sat ég
við dánarbeð Ástu frænku minnar og
nú, rúmu ári síðar, hefur Dagný
kvatt þennan heim. Vinkonurnar
fjórar, sem fengu að fylgjast svo
lengi að í jarðlífinu, eru nú samein-
aðar á ný … á næsta tilverustigi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á Nes-
haganum sendi ég fjölskyldunni á
Háteigsvegi innilegar samúðar-
kveðjur. Og að leiðarlokum þakka ég
Dagnýju áratugalanga, trausta vin-
áttu við frænkur mínar og fjölskyldu
mína alla. Að ógleymdum þökkum
fyrir allar gjafirnar frá „jólasveinin-
um“.
Jónína Leósdóttir.
DAGNÝ
GEORGSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Dag-
nýju Georgsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Áslaug G.
Harðardóttir, Ingileifur Einarsson,
Geir R. Tómasson.
MINNINGAR