Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 27
í 4 ár. Sú ferð er (fyrir utan tilefnið)
minnisstæðust allra á ævi okkar og
menningarlegust við kavíar og rúss-
neskt kampavín í Bolshoi ballettin-
um, í Kreml, Gúm, Smolny teater, í
vetrar- og sumarhöllum Pétursborg-
ar og í páskamessum í rétttrúnaðar-
kirkjunni svo eitthvað sé nefnt. Þótt
ekki væri Hannes aðdáandi Sovéts-
ins var hann mikill aðdáandi rúss-
neskrar hámenningar og því gaf ferð-
in mér afar jákvæða mynd af
Rússlandi þess tíma.
Hannes bjóst ekki við að ná háum
aldri vegna hjartasjúkdóms. Hann
náði samt hærri aldri en meðaldán-
araldri íslenskra karla, eitt dæmið
enn um árangur hans. Ef eitthvað er
hinum megin þá er víst að honum er
tekið þar fagnandi vegna heiðarleik-
ans og hreinskiptninnar sem er fyrir
öllu á æðri stöðum.
Ég votta Karinu, systkinunum og
öllum aðstandendum mína innileg-
ustu samúð.
Páll Torfi Önundarson.
Hannes Jónsson gekk til liðs við
utanríkisþjónustuna 1954 og var þá
þegar fullmótaður einstaklingur,
hafði útskrifast fyrst sem prentari,
síðan úr samvinnuskóla og loks tekið
BA- og MA-gráðu frá bandarískum
háskólum. Einnig hafði hann verið
virkur í pólitísku starfi. Hann átti
reyndar eftir að leggja stund á dokt-
orsnám í London samhliða starfi og
ljúka loks doktorsprófi frá Vínarhá-
skóla. Þegar hann síðar á ævinni
þurfti að leggja fram starfsferil sinn
fyrir erlend stjórnvöld sem væntan-
legur sendiherra lagði hann jafnan
áherslu á það að halda ekki síður til
haga prentnámi og samvinnuskóla-
prófi en meistara- og doktorsprófi.
Þegar í upphafi komu fram þeir
eiginleikar sem fylgdu honum alla
tíð, dugnaður og atorka. Var ekki
laust við í upphafi að til árekstra
kæmi við settlegri embættismenn
gamla skólans. Hannes átti fjöl-
breyttan feril á sendiráðunum í
Bonn, London, Moskvu og fasta-
nefndinni í New York að ógleymdu
ráðuneytinu. Í gögnum ráðuneytisins
er að finna bréf sem starfsbróðir
hans og eftirmaður sem sendiráðu-
nautur í Moskvu, Sigurður Hafstað,
ritar ráðuneytinu til þess að vekja at-
hygli á því hversu mikilla vinsælda og
álits Hannes Jónsson og kona hans
hafi notið meðal rússneskra embætt-
ismanna og starfsmanna erlendra
sendiráða. Sigurður tekur fram að
hann viti að umsagnir sem þessar
tíðkist ekki en hann geti ekki orða
bundist.
Hannes fékk leyfi úr utanríkis-
þjónustunni til þess að sinna starfi
blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar í
orrahríð þorskastríðsins en var skip-
aður sendiherra í Moskvu árið 1974.
Árin 1980–1983 var hann fastafulltrúi
í Genf og 1983–1986 sendiherra í
Bonn. Á öllum þessum póstum lagði
hann sérstaka rækt við að sinna ekki
aðeins aðseturslandinu heldur einnig
öðrum þeim löndum sem sendiráðinu
var falin umsjón með. Síðustu verk-
efni hans á vegum utanríkisþjónust-
unnar voru einmitt að starfa sem
sendiherra Íslands í fjarlægum lönd-
um.
Hannes átti langan feril innan ut-
anríkisþjónustu, var afkastamikill
rithöfundur, átti stóra fjölskyldu sem
hann sinnti af alúð, með aðstoð sinn-
ar góðu konu, Karinar Waag Hjálm-
arsdóttur, hélt hann rausnarheimili
en lagði jafnframt áherslu á það allan
sinn embættisferil að reka sendiráð
sín með hagsýni og útsjónarsemi.
Hann gat verið fylginn sér og ákveð-
inn en átti jafnframt til hlýju og
glettni.
Konu hans, Karinu, sem var hans
stoð og stytta starfsævi alla og fram
á ævikvöld og fjölskyldu allri sendir
utanríkisráðuneytið hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Snorri Gunnarson
ráðuneytisstjóri.
Fleiri minningargreinar
um Hannes Jónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Hannes Birgir
Hjálmarsson, Svava, Hjálmar, Krist-
ín og Soffía, Andrés Ingi Jónsson,
Sveinn Kristinn Hjálmarsson, Anna
Karin Hjálmarsdóttir, Hildigunnur
Haraldsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 27
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Gísla-dóttir fæddist í
Þórormstungu í
Vatnsdal í A-Hún.
13. október 1915.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut sunnudaginn
9. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Katrín
Grímsdóttir, f. á
Vatnsenda í Flóa 18.
október 1875, d. 13.
september 1956, og
Gísli Jónsson bóndi,
f. á Teigakoti í Svartárdal 18. jan-
úar 1877,> d. 18. maí 1959. Ingi-
björg var yngst sex systkina, hin
eru drengur, f. og d. 21. mars 1903,
Anna, f. 26. apríl 1906, d. 27. desem-
ber 1993, Kristín, f. 25. mars 1910,
d. 23. desember 1968, Grímur, f. 10.
janúar 1912, og Salóme, f. 29. októ-
ber 1913, d. 21. ágúst 1990.
Ingibjörg giftist 31. júlí 1942
Dagbjarti Sigurðssyni, f. í Reykja-
vík 31. október 1919, d. 6. júlí 1957.
þeirra eru: a) Íris, f. 1976, gift Ólafi
Magnússyni og eiga þau eina dótt-
ur, og b) Sonja, f. 1980. 6) Gunnar, f.
22. nóvember 1950. Börn hans eru:
a) Guðbjörg, f. 1970, gift Valdimar
Jónssyni og eiga þau fjögur börn, b)
Gísli Viðar, f. 1972, hann á einn son,
og c) Helena, f. 1984. Gunnar er
kvæntur Helgu Ottósdóttur, fyrir
átti hún börnin Kristjönu, f. 1969,
Önnu Þóru, f. 1971, Friðrik, f. 1972
og Sunnu, f. 1980.
Seinni maður Ingibjargar er Jós-
ef Halldórsson húsasmíðameistari,
f. 12. október 1917. Börn Jósefs á
lífi eru Erla, Gunnlaugur og Gunn-
ar, látnir eru Hafsteinn, Þröstur,
Helgi og Halldór.
Eftir uppvaxtarár í Saurbæ í
Vatnsdal stundaði Ingibjörg nám
við Kvennaskólann í Reykjavík og
Kvennaskólann á Blönduósi. Hún
fluttist síðan til Reykjavíkur og
vann lengst af sem matráðskona í
stjórnarráðinu í Arnarhvoli þar til
hún lét af störfum vegna aldurs ár-
ið 1985.
Ingibjörg var virkur félagi í
Björkunum, félagi eiginkvenna
húsasmíðameistara, allt frá stofnun
þess.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Börn þeira eru: 1)
Guðni, f. 5. ágúst
1943, kvæntur Elisa-
beth Dagbjartsson.
Dætur þeirra eru: a)
Ingibjörg Desirée, f.
1966, gift Göran Ols-
son og eiga þau tvö
börn, b) Ingrid Hel-
ena, f. 1968, gift
Kerry Koritko, og c)
Anna Dagbjört, f.
1974. 2) Guðrún Katr-
ín, f. 12. september
1944, sonur hennar er
Lars Kjartan, f. 1972.
3) Gísli, f. 31. mars 1947. Synir hans
eru: a) Pétur, f. 1968, kvæntur
Maria Enarsson og eiga þau þrjú
börn, og b) Sturla Freyr, f. 1990. 4)
Sigurður, f. 11. júní 1948. Börn
hans eru: a) Rebekka, f. 1968, hún á
tvö börn, sambýlismaður Stefán
Jónsson, b) Atli Rafn, f. 1972, hann
á tvö börn, kvæntur Brynhildi Guð-
jónsdóttur, og c) Lísbet, f. 1996. 5)
Baldur, f. 3. nóvember 1949, kvænt-
ur Soffíu J. Þórisdóttur. Dætur
Á yndislegum júlídegi kvaddi
tengdamóðir mín Ingibjörg Gísla-
dóttir þetta jarðneska líf eftir
skammvinn veikindi en snarpa loka-
baráttu. Ljóst er þó að hún hefur
verið lengur veik en okkur grunaði
en það var ekki hennar háttur að
kvarta. Það var táknrænt að sól-
argeislarnir brutust inn til hennar
þegar hún kvaddi því hún elskaði
sólina alla tíð og nýtti hvert tæki-
færi til að baða sig í henni.
Þegar ég kynntist tengdamóður
minni fyrir rúmum 30 árum stýrði
hún mötuneyti stjórnarráðsins í
Arnarhvoli. Ingibjörg lagði mikla
alúð við starfið og bar umhyggju
fyrir fólkinu sem borðaði hjá henni
öll árin í Arnarhvolnum. Hún
spurði það einatt um líðan þess og
fjölskyldunnar og hafði mikla sam-
úð með þeim sem eitthvað bjátaði á
hjá. Í þá daga var morgunkaffi,
heitur matur í hádegi og eftirmið-
dagskaffi tilreitt alla daga auk sér-
pantana og kaffiveitinga fyrir fundi
og mestallt kaffibrauð bakað á
staðnum. Það þýddi ekkert að
impra á því hvort ekki væri verið
að stjana óþarflega við fólkið hvað
þá að það hefði nú ekki gott af öll-
um þessum mat og kaffibrauði.
Þetta þótti henni sjálfsagt því það
var ekkert of gott fyrir fólkið sem
„þrælaði“ alla daga á skrifstofunni.
Hún kom fram af sömu virðingu við
alla og fór ekki í manngreinarálit.
Hún trúði á það góða og gerði öll-
um jafnt undir höfði.
Það var ekki eins og líf Ingi-
bjargar hefði verið neinn dans á
rósum en dugnaður, jákvæðni og öll
hennar skapgerð var engu lík. Ingi-
björg missti fyrri eiginmann sinn í
blóma lífsins og stóð þá uppi ein
með börnin sín sex á aldrinum sex
til fjórtán ára. Það urðu því langir
vinnudagar og -nætur og því ekki
margar frístundir sem hún hafði
fyrir sjálfa sig eins og þykir bráð-
nauðsynlegt í dag.
Þegar börnin voru uppkomin
giftist Ingibjörg Jósef Halldórssyni.
Voru þau mjög samhent og áttu
mörg góð ár saman eða þar til fyrir
nær tuttugu árum er Jósef varð
fyrir áfalli. Börn og barnabörn Jós-
efs fengu líka notið þeirrar vænt-
umþykju og hlýju sem frá henni
stafaði alla tíð. Ingibjörg og Jósef
ferðuðust víða um landið og um
árabil nánast á hverju sumri einnig
til Svíþjóðar, þar sem nokkur börn
Ingibjargar bjuggu á mismunandi
tímum. Hún hafði svo góða aðlög-
unarhæfni og var svo „dipló“ að allt
sem var sænskt var einfaldlega það
besta. Hún naut þess að vera í fríi
og baða sig í sólinni og bara að vera
samvistum við fjölskylduna sína. Á
þessum stundum var gott að vera
með Ingibjörgu, hún sýndi áhuga á
öllu en maður mátti ekkert hafa
fyrir henni og oft var erfitt að kom-
ast að hvað hana sjálfa langaði til.
Hún náði vel til dætra okkar, þær
höfðu mikið dálæti á ömmu sinni
enda var hún einstaklega blíð og
góð við þær. Nánasta fjölskyldan
skipaði stærstan sess í lífi Ingi-
bjargar og hún gladdist yfir sér-
hverju barni sem fæddist sem var
hjá henni alltaf það fallegasta, gáf-
aðasta og besta. Hún fylgdist af
áhuga með þeim öllum og margar
unglingsstúlkurnar trúðu henni fyr-
ir sínum leyndarmálum.
Ingibjörg var dökkhærð, fínleg
og falleg kona og var alla tíð mjög
ungleg. Hún taldi það lykilatriði að
bera á sig góð krem og hafði alltaf
mikinn áhuga á því hvaða snyrti-
vörur og krem maður notaði. Hún
hafði líka yndi af því að klæðast fal-
legum fötum og voru bleikir og
fjólubláir litir hennar uppáhald
enda klæddu þeir hana einstaklega
vel. Hún fylgdist líka vel með hvað
var í tísku og kunni svo sannarlega
að klæða sig upp fyrir veislur. Það
var alltaf eins og drottningin sjálf
væri mætt á svæðið svo fín var hún.
Hún kunni að hrósa og gerði það
óspart og þannig var það líka með
þakklætið sem hún sýndi alla tíð,
jafnvel fyrir hvert lítilræði sem
gert var fyrir hana sem manni
fannst ekki alltaf verðskuldað.
Ingibjörg var einstaklega minn-
ug, þekkti marga og vissi deili á
enn fleirum. Hún fylgdist ótrúlega
vel með því sem var að gerast á líð-
andi stund. Ég man þegar Ingi-
björg og foreldrar mínir voru að
rifja upp gamla tíma, þá kom í ljós
hve vel hún var að sér um bæj-
arlífið í Reykjavík en með foreldr-
um mínum og Ingibjörgu ríkti góð-
ur vinskapur sem hélst alla tíð.
Ingibjörg tengdamóðir mín var
góð og jákvæð og hafði yndislega
nærveru. Hún lagði alltaf eitthvað
gott til málanna og öllum var unun
að vera í návist hennar. Að leið-
arlokum þakka ég samveruna,
blessuð sé minning Ingibjargar
Gísladóttur.
Soffía Þórisdóttir.
Það er sunnudagur og sólin skín.
Kannski fegursti og bjartasti dagur
sumarsins. Þegar degi tekur að
halla, þennan fallega dag, kveður
elskuleg tengdamóðir mín þessa
jarðvist. Dagurinn var hennar og
hún eins og dagurinn, góð og falleg.
Þessi dagur rennur mér seint úr
minni. Minningar um liðna daga og
liðin ár. Söknuður eftir góðri
tengdamóður og vinkonu. Hún hefði
kannski ekki viljað að ég skrifaði
um hana lofræðu, en á kveðjustund
má ég til að skrifa fáein orð til
hennar, fyrir öll þau fallegu orð
sem hún hefur látið falla til mín og
minnar fjölskyldu í gegnum árin,
það verður aldrei að fullu endur-
goldið. Hún var ótrúleg kona, hún
gat alltaf hrósað, var alltaf jákvæð,
sagði aldrei styggðaryrði við
nokkra manneskju, talaði alltaf vel
um allt sitt samferðafólk í lífinu,
gat alltaf hlustað, hennar líðan var
aukaatriði, það skipti alltaf meira
máli hvernig aðrir hefðu það. Síð-
ustu dagana sem hún lifði, helsjúk á
sjúkrabeði, spurði hjúkrunarfólkið
hana gjarnan hvernig henni liði í
dag, „jú, mér líður ágætlega, en
hvernig líður þér?!“ Þannig var
hún, það mátti alls ekki hafa of
mikið fyrir henni. Hún var falleg
kona, alltaf vel til höfð, fallega
klædd, lítil og nett, en bar sig
glæsilega. Hún gaf mér svo margt
og kenndi mér miklu meira, sem
ekki verður tíundað hér. Það er svo
óltal margt sem ég vildi þakka
henni fyrir, en efst í huga mér er
þakklæti til hennar fyrir hvað hún
var mér alltaf góð og hve vel hún
tók á móti mér, þegar ég kom inn í
líf Gunnars míns, yngsta sonar
hennar, með barnahópinn minn,
fyrir tuttugu og þremur árum. Hún
varð strax traust vinkona mín, svo
ótrúlega skilningsrík og góð. Það
var auðvitað ekki sjálfgefið að
þannig yrði það, en hún var bara
svona. Hún var börnum mínum sem
besta amma og þau elskuðu hana
eins og hinar ömmur sínar. Þannig
var Ingibjörg, elskuleg við alla sem
á vegi hennar urðu.
Í sorginni er mikil huggun að
eiga góðar minningar um ástkæra
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu. Guð er góður að hafa
gefið okkur hana og leyft okkur að
hafa hana svona lengi hjá okkur.
Fyrir það ber að þakka. Ég vil
kveðja hana með sömu orðum og
hún kvaddi mig fyrir fáeinum dög-
um.
Guð blessi þig og varðveiti, Ingi-
björg mín, þín
Helga.
INGIBJÖRG
GÍSLADÓTTIR
Elsku amma, nú hefur þú
öðlast hvíld eftir langa og við-
burðaríka ævi.
Ég er óendanlega þakklátur
og lánsamur fyrir að hafa átt
þig sem ömmu og fyrir það sem
þú hefur gert fyrir mig.
Yndislegri, jákvæðari og
sterkari manneskja en þú
varst, er vandfundin. Þessa
dagana streyma fram ótal
minningar, allt frá árunum í
Víðigrundinni, heimsóknum í
Arnarhvol, ferðum til útlanda
með þér og afa, síðar áranna í
Fannborg og nú síðast Hrafn-
istu. Það er huggun að geta litið
til baka til allra stundanna sem
ég varð aðnjótandi með þér.
Elsku amma, blessuð sé
minning þín.
Lars.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Ingi-
björgu Gísladóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Ingibjörg,
Ingrid, Anna, Íris og Sonja, Re-
bekka Sigurðardóttir, Helena, Guð-
björg, Hildur Halldórsdóttir, Ágúst
Ármann, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BENEDIKT BJÖRNSSON
húsagagnasmíðameistari,
Aratúni 38,
Garðabæ,
lést laugardaginn 15. júlí sl. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Ólöf H. Guðnadóttir,
Jóhanna Benediktsdóttir,
Rósa Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Jónatansson,
Hrönn Benediktsdóttir, Hörður Bjarnason,
Hildur Benediktsdóttir, Björn Þór Guðmundsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Seldal,
Norðfirði,
til heimilis í Hvammsdal 9,
Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudag-
inn 16. júlí.
Ingólfur Sigurjónsson,
Ingileif Ingólfsdóttir, Guðmundur Franz Jónasson,
Iðunn Ingólfsdóttir, Lúðvík Rúnarsson
og barnabörn.