Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lúlla KristínNikulásdóttir
fæddist í Reykjavík
17. mars 1937. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
9. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þuríður
Guðmundsdóttir, f. á
Stóra Nýja-Bæ í
Krýsuvík 17. febrúar
1910, d. 27. septem-
ber 1996, og Nikulás
Baldvin Nikulásson
sjómaður, f. í
Reykjavík 27. júní 1905, d. 23. apríl
1937. Bróðir Lúllu var Baldur, f. 7.
janúar 1934, d. 6. september 1989.
Fósturforeldrar Lúllu voru hjónin
Elín Guðmundsdóttir, f. 11. október
1904, d. 20. janúar 1969, og Ketill
Ólafsson, f. 21. júlí 1900, d. 23. októ-
ber 1993 í Höfnum í Hafnahreppi.
Lúlla giftist 25. desember 1957
Guðjóni Jósef Borgarssyni, f. á
Hesteyri í Jökulfjörðum, N-Ís 14.
september 1934, d. 24. júní 1999.
f. 25. maí 1961, gift Alan Terry
Matcke, f. 13. desember 1957. Börn
þeirra eru Herbert Jósef, f. 2. apríl
1981 og Lára Kristín, f. 16. sept-
ember 1983. 4) Baldur Jósef, f. 27.
maí 1963, d. 30. desember 1999.
Börn hans eru: a) Sveina, f. 5. apríl
1979, hún á einn son. Barnsmóðir
er Guðrún Vilhjálmsdóttir. b) Guð-
jón Jósef, f. 8. desember 1993.
Barnsmóðir er Ásta Huld Jónsdótt-
ir.
Lúlla fór ung í fóstur suður að
Kalmannstjörn í Höfnum. Hún
gekk í barnaskólann í Höfnum og
var síðar einn vetur í Skógaskóla.
Lúlla og Jósef byggðu sér íbúðar-
hús að Sjónarhóli í Höfnum og bjó
fjölskyldan þar. Lúlla var húsmóðir
og vann einnig við fiskvinnslu. Um
1980 fluttu Lúlla og Jósef í Grænás
í Ytri Njarðvík. Lúlla tók þátt í fé-
lagsstörfum með konum karlkórs-
manna og var í Rebekkustúkunni
Steinunni. Hún gekk í Sálarrann-
sóknarskólann og var félagi í Sálar-
rannsóknarfélagi Suðurnesja.
Lúlla vann við greiningu og flokk-
un ljósmynda hjá Reykjanesbæ. Ár-
ið 2000 flutti Lúlla að Kirkjuvegi 5 í
Keflavík og bjó þar til æviloka. Út-
för Lúllu verður gerð frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Foreldrar hans voru
Jensey Magðalena
Kjartansdóttir, f. 18.
ágúst 1907, d. 5. októ-
ber 1987, og Borgar
Gunnar Guðmunds-
son, f. 2. september
1911, d. 26. nóvember
1985. Lúlla og Jósef
eignuðust fjögur
börn, þau eru: 1) Elín
Sigríður, f. 26. júlí
1954, gift Snæbirni
Guðbjörnssyni, f. 13.
desember 1952. Börn
þeirra eru: a) Svan-
hildur, f. 17. janúar 1980, í sambúð
með Guðmundi V. Rafnssyni, b)
Harpa, f. 18. desember 1982, og c)
Snæbjörn Gauti, f. 5. ágúst 1991. 2)
Ketill Guðjón, f. 9. febrúar 1959,
kvæntur Karen Valdimarsdóttur, f.
12. apríl 1960. Börn þeirra eru a)
Alda, f. 21. september 1978, í sam-
búð með Marteini Ibsen, þau eiga
einn son, b) Pálmi, f. 29. ágúst 1986,
c) Smári, f. 5. maí 1988, og d) Hera,
f. 3. febrúar 1995. 3) Jenný Þuríður,
Gleðin er björtust í litrófi mannlegra tilfinn-
inga og getur sprottið fram eins og morg-
unfugl af hreiðri. Allir þekkja hana en of fá-
ir rækta hana eða leyfa henni að njóta
sannmælis.
Þessi orð Gunnars Hersveins í bók
hans, Gæfuspor/Gildin í lífinu, eru
speki sem svo sannarlega á við um
elskulega tengdamóður mína og vin-
konu.
Lúlla var þeim kostum gædd að
gleðjast jafnt yfir því smáa sem stóra
og lagði þannig rækt við að miðla
gleðinni til okkar hinna. Gleði og kát-
ína ásamt háværum hlátri sem oft og
tíðum heyrðist langar leiðir vega
hæst í minningunni á þessari stundu.
Lúlla var einstök manneskja sem
kenndi mér svo margt og þó sérstak-
lega hvað flóra mannlífsins er stór-
kostleg sem og fjölbreytileg. Þvílík
uppgötvun og fjársjóður fyrir unga
stúlku sem þyrsti í fróðleik og visku
um lífið og tilveruna að kynnast konu
eins og henni. Hún var skarpgreind,
vel lesin og víðförul.
Frá því leiðir okkar lágu saman
sýndi Lúlla mér ávallt áhuga og
stuðning í því sem ég tók mér fyrir
hendur. Má þar nefna framhaldsnám,
krefjandi verkefni í einkalífi og í op-
inberum störfum. Þar reyndist hún
mér hinn besti vinur og ráðgjafi. Þeg-
ar ég kom til hennar lúin eftir anna-
saman vinnudag var hellt upp á könn-
una og bolla hvolft. Lúlla sá alls
staðar lukkustoðir í bollanum og
spennandi tíma framundan svo ekki
var hægt annað en að ganga tvíefld út
frá henni með tilhlökkun að takast á
við ný og framandi verkefni.
Lúlla var mikill jafnréttissinni,
lagði ríka áherslu á að bæði kynin
tækjust jafnt á við heimilisstörfin og
bæru ábyrgð á uppeldi barna sinna.
Þetta var ómetanlegur stuðningur
fyrir mig sem tengdadóttur sem hafði
þörf fyrir rými utan veggja heimilis-
ins. Þessi stuðningur lýsti best hvað
Lúlla átti auðvelt með að setja sig í
spor annarra og virða þá ákvörðun
sem viðkomandi stóð frammi fyrir
hverju sinni.
Hún var einlæg með góða og þægi-
lega nærveru sem skapaði notalegt
andrúmsloft. Hún þoldi illa umtal um
náungann og ósjaldan áttum við sam-
ræður á heimspekilegum nótum um
mikilvægi þess að konur stæðu sam-
an og nytu sín á eigin forsendum. Við
áttum saman margar skemmtilegar
samverustundir sem gott verður að
ylja sér við í minningunni.
Ég vel að kveðja elskulega tengda-
móður mína og umfram allt vinkonu
með ljóðinu Vináttubönd eftir Vigdísi
Einarsdóttur úr ljóðabók hennar sem
heitir Vigdísarljóð.
Tengjum allar hug og hönd
hjartað látum ráða,
saman okkar bindum bönd
til blessunar og dáða.
Karen.
Elsku amma Lúlla.
Þegar við minnumst þín fyllumst
við gleði í hjarta. Þú varst alltaf svo
hress og kát. Þú tókst á móti okkur
með faðmlagi og kossi og leið okkur
ætíð vel í návist þinni. Þú hafðir góða
kímnigáfu, með glettni í augum hlóst
þú dátt að öllum þeim skemmtilegu
samræðum sem við áttum saman. Við
þökkum þér fyrir allar góðu stund-
irnar og um leið söknum við þín.
Þínar ömmustelpur,
Hera og Alda.
Elsku amma, á leið minni til að
kveðja þig varð mér litið að Grænási
og ég fór að hugsa um tímann þegar
ég kom til þín og afa í verkfalli kenn-
ara og gisti hjá ykkur í nokkra daga.
Við sátum þá oft við stofuborðið og
máluðum á dúka með taulitum, rölt-
um svo stundum niður í bæ að kaupa
meira föndur eða ís, sem þú áttir allt-
af nóg af í frystikistunni. Ég kvartaði
einu sinni yfir því að ég væri stundum
kölluð Dúmbó, þar sem annað eyrað á
mér var beyglað og útstætt. Þú sagðir
að það væri nú ekki slæmum fíl að
líkjast, en ég væri nú samt ekki lík
honum, ég gæti jú ekki flogið með
eyranu. Þú varst engin venjuleg
amma, oftar en ekki þegar ég kom til
þín fórstu að spyrja um strákamál og
hvort ég hefði farið út á lífið um
helgina. Ef ég sagðist hafa farið eitt-
hvert spurðir þú hvort ég hefði náð
mér í einhvern og glottir. Eftir sam-
bandsslit sagðir þú alltaf: Ef hann
hefur ekki fattað hvað þú ert æðisleg
á þessum tíma, þá hefur þú verið með
algjörum vitleysingi. Þú talaðir oft
um það að ég ætti alltaf að gera það
sem ég vildi og ekki láta neina ,,karlp-
unga“ ráða yfir mér. Þú vissir
kannski stundum betur en ég hvernig
málum var háttað, en þú spáðir oft
fyrir mér og sást þessa stráka löngu á
undan mér. Þú varst alltaf sjúk í skó
og áttir mjög mikið af þeim og ég man
sérstaklega eftir einum sem komu
mér til að brosa, en það voru háhæl-
aðir skór og það kom rautt ljós þegar
þú gekkst í þeim. Á unglingsárunum
langaði mig oft í skó af þér en þú
fylgdir svipuðum tískustraumum og
ég á þeim tíma. Það var alltaf æð-
islegt að horfa á sjónvarpið með þér,
þú talaðir til persónanna um hvers-
lags vitleysingar þær væru eða sagðir
þeim að passa sig og stóðst upp og
nagaðir neglurnar. Þú lifðir þig svo
mikið inn í allt, þú hefðir haft gaman
af leiknum Frakkland – Ítalía. Þú
hefðir öskrað, skammast, hlegið eins
og þér einni var lagið.
Ég veit samt að núna ertu komin
þangað sem þú þráðir að vera svo ég
bið að heilsa.
Eins og stjarnan lýsir í myrku himinhvofinu
lýsir trúin í myrkri angist okkar.
Eins og fræið liggur í moldinni,
lifir í öskunni og kveikir bálið
vermir kærleikurinn hjörtu okkar.
Missum ekki trúna, vonina og kærleikann,
leyfum þeim að lýsa upp líf okkar.
(Kristjana E. Guðmundsdóttir)
Þín
Harpa.
Hún amma var okkar besti vinur
sem hægt var að tala við um allt á
milli himins og jarðar. Hún smitaði
frá sér gleði og ánægju alls staðar þar
sem hún kom og þar átti hennar ein-
staki hlátur stóran þátt í því. Við
þurftum aldrei að vera hræddir við að
segja henni nokkurn skapaðan hlut
því alltaf tók hún mark á okkur og
sagði sína skoðun, hvort sem hún var
með eða á móti, án þess þó að dæma.
Hluti sem maður oft á tíðum þorði
ekki að segja mömmu og pabba gat
maður sagt ömmu Lúllu. Þegar mað-
ur þurfti á henni að halda þá var hún
alltaf til staðar og tilbúin að rétta
fram hjálparhönd. Hún gaf svo sann-
arlega meira af sér en hún áttaði sig
á, þessi ástarengill okkar. Það er ólýs-
anlega erfitt að horfa á eftir henni en
um leið ánægjulegt að vita til þess að
hennar hinsta ósk um að hitta aftur
Balla son sinn og afa Jósef hefur
ræst.
Eitt er víst að nú ríkir gleði og
ánægja í himnaríki.
Ástarkveðjur,
Smári og Pálmi.
LÚLLA KRISTÍN
NIKULÁSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Lúllu Kristínu Nikulasdótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Gauti.Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Látin er í Færeyjum
JENSÍNA PÁLSDÓTTIR (JENSA),
áður Þrastarlundi og Suðurgötu 17,
Sandgerði.
Hún lést á sjúkrahúsinu í Þórshöfn aðfaranótt
föstudagsins 14. júlí sl.
Útförin fer fram frá kirkjunni á Glyvrum á Austurey
í dag, þriðjudaginn 18. júlí, kl. 13.00.
Jarðsett verður á sama stað.
Fjölskyldurnar frá Hvalsnesi.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 20. júlí kl. 13.00.
Tryggvi Baldursson, Guðrún Edda Pálsdóttir,
Valgerður Baldursdóttir, Lárus H. Blöndal,
Stefán Baldursson, Bára Baldursdóttir,
Haraldur Baldursson, Sigríður Amalía Þórðardóttir,
Magnús Baldursson, Guðný Jóna Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
RAGNA GUÐRÚN HERMANNSDÓTTIR
(BÍBÍ),
Ásgarði 19,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Landakoti laugardaginn
15. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðsteinn Magnússon
og fjölskylda.
Elskulegur faðir okkar,
SÆMUNDUR BJÖRNSSON,
lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni sunnudags-
ins 16. júlí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Brynjúlfur Sæmundsson,
Ásta Ásdís Sæmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar,
HERMANÍA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
Skálagerði 11,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Andrea Danielsen,
Sigurþór Charles Guðmundsson,
Bjarni Ólafur Guðmundsson,
Þórarinn Guðmundsson,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Miklubraut 42,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
14. júlí.
Sigríður Viborg,
Málfríður Viborg,
Kristján Viborg, Margrét Unnarsdóttir,
Gísli Jens Viborg,
barnabörn og aðstandendur.