Morgunblaðið - 18.07.2006, Side 35
hlutabréfum. Gerður safnar bókstöfum úr
íslenskum handritum svo og laufblöðum
haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit
og bækur.
Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar
byggðar á Vetrarborginni e. Arnald Indr-
iðason. Teikningar Halldórs eru til sölu. Opið
mán.–föstud. kl. 9–17, laugard. kl. 10–14.
Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður og
hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32 ein-
staklinga. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönn-
uður í hönnunarstofu. Aðgangur ókeypis.
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
þú giftist – Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú
giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði
í gegnum tíðina. Opið kl. 10 og 17. Til 15. sept.
Gönguferð með leiðsögn um fornleifaupp-
gröftinn á Gásum, kaupstaðinn frá miðöld-
um, 11 km norðan við Akureyri. Gengið frá
bílastæðinu við Gáseyrina 19. og 28. júlí kl.
13 og 3. ágúst kl. 20. Þátttaka kostar 300
krónur. www.gasir.is og www.akmus.is
Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla
daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í
gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna
frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir,
skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á
www.hunting.is
Víkin – Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár.“
Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við-
burðaríka sögu togaraútgerðar og draga
fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið. „Úr
ranni forfeðranna“ er sýning á minjasafni
Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadótt-
ur. Molakaffi í boði og frábært útsýni yfir
höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar nýj-
ar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem sýnir
fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í tísku-
geiranum og Í spegli Íslands, um skrif er-
lendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á
öldum. Auk þess helstu handrit þjóðarinnar í
vandaðri umgjörð á handritasýningunni og
Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifauppgreftir
fara nú fram víðs vegar um land og í Rann-
sóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval gripa
sem fundist hafa á undanförnum árum. Til
31. júlí.
Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveip-
að ævintýraljóma og í sumar gefst tækifæri
til sjá hluta þess á 3. hæð safnsins.
Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjöl-
breyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar
er safnbúð og kaffihús.
Leiklist
Iðnó | The best of Light Nights í Iðnó – öll
mánudags- og þriðjudagskvöld í júlí og
ágúst. Sýningar hefjast kl. 20.30. Fjölbreytt
efnisskrá flutt á ensku (að undanskildum
þjóðlagatextum og rímum), þjóðsögur færð-
ar í leikbúning, þættir úr Íslendingasögum,
dansar og fleira. Nánari uppl. á www.lig-
htnights.com
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir fólk sem
glímir við þunglyndi hittist kl. 20 öll þriðju-
dagskvöld í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7 í
Reykjavík. Hópurinn er öllum opinn. Sjá:
www.gedhjalp.is
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 15. ágúst
Fjallabaksleið syðri: Hvanngil – Emstrur –
Fljótshlíð 17. til 21 ágúst: Sprengisandur –
Hljóðaklettar – Raufarhöfn – Langanes –
Dettifoss – Kjölur: Allir eldri borgarar vel-
komnir. 16 ára reynsla. Upplýsingar hjá
Hannesi í síma 892 3011.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat-
vælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/
Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár-
hagslega, geta lagt inn á reikning 101–26–
66090 kt. 660903–2590.
JCI-heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís-
lands stendur nú yfir. Keppnin er opin öllum
áhugaljósmyndurum. Sjá nánar www.jci.is.
Kaffi Kjós | Laugardaginn 22. júlí kl. 14–16:
Kjósin, fyrr og nú. Ekið um Kjósina, leið-
sögumaður sr. Gunnar Kristjánsson, Reyni-
völlum. Lagt af stað frá Kaffi Kjós kl. 14.
Panta verður í ferðina í síma 566 8099. Far-
gjald 2.000 kr.
Frístundir og námskeið
Kríunes | Námskeiðin eru þrjú og kenn-
ararnir þekktar textíl- og bútasaums-
listakonur, Monika Schiwy, Elsbeth Nusser-
Lampe og Pascal Goldenberg. Allar nánari
uppl. er að finna á www.diza.is Dizu, Lauga-
vegi 44, sími 561–4000.
Börn
Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga
golfnámskeið, mánudag–föstudags fyrir for-
eldra og börn, flestar vikur í sumar. Uppl. og
skráning eru á golf@golfleikjaskolinn.is og í
síma 691–5508. www.golfleikjaskolinn.is
Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leik-
vellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverf-
um borgarinnar. Komugjald er 100 kr. Uppl. í
síma 411 5000. www.itr.is
Útivist og íþróttir
Viðey | Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð-
ingur stýrir þriðjudagsgöngu í Viðey í kvöld.
Farið verður vítt og breitt yfir jarðfræði Við-
eyjar sem er hluti af fornri eldstöð og býr yf-
ir mörgum fallegum bergmyndunum. Gang-
an hefst í Sundahöfn kl. 19 og er ferjutollur
750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 35
DAGBÓK
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, út að
pútta, dagblöðin liggja frammi.
Dalbraut 18–20 | Bridge mánud. kl.
14. Félagsvist þrið. kl. 14. Bónus mið. kl.
14. Uppl. um sumarferðir í síma
588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrif-
stofa FEB verður lokuð frá 17. júlí til 8.
ágúst. Skjaldbreiður – Hlöðufell 16.
ágúst. Flateyjardalur – Fjörður 19.
ágúst, 4 dagar: Uppl. í síma 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa opin. Þriðjudagsgangan er
kl. 14. Heitt á könnunni og meðlæti.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Miðasala í Garðabergi milli kl. 9–14 í
Akureyrarferð FEBG og FAG 8.–10.
ágúst, verð 15.000 kr. Innifalin er gist-
ing, morgunverður og kvöldverður á
Hótel Eddu. Takmarkaður miðafjöldi.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sum-
arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og
þjónusta niður til þriðjud. 15. ágúst.
Sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug á mánud. kl. 10.30 og miðvikud.
kl. 9.30. wwwgerduberg.is.
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir fólk
sem glímir við þunglyndi kemur sam-
an öll þriðjudagskvöld í húsi Geð-
hjálpar, Túngötu 7 í Reykjavík. Sjá:
www.gedhjalp.is
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, hár-
greiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 12 matur. Kl.
12.15 ferð í Bónus. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há-
degi. Hádegisverður kl. 11.30. Blöðin
liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil
miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga
kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu-
hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn
laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn, .
leiðsögn fimmtudag kl. 17. Sumarferðir
15. júlí og 15. ágúst. Uppl. í 568 3132.
SÁÁ, félagsstarf | Opna SÁÁ-
golfmótið verður haldið á Kirkjubóls-
velli við Sandgerði 23. júlí. Skráning á
www.gummiei@simnet.is. Keppt verð-
ur í höggleik með og án forgjafar. Upp-
lýsingar í gefur Guðjón í s.822 2870.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handavinna.
Kl. 13–16 frjáls spil.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofa opin,
leikfimi kl. 10, handmennt, almenn, kl.
10–14.30, félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9.
Bænastund kl. 21.30.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Ví-
dalínskirkju, kl. 13 til 16. Lomber, vist
og bridge. Vettvangsferðir mán-
aðarlega. Akstur í síma: 895 0169.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma verð-
ur í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut
58–60 miðvikudaginn 19. júlí kl. 20.
„Ég hrópa til þín Drottinn.“ Sr. Gunnar
Sigurjónsson talar. Bænastund.
Selfosskirkja | Foreldramorgnar kl. 11–
12 í safnaðarheimili Selfosskirkju.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos