Morgunblaðið - 18.07.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 39
FRAMHALDSMYNDIN um sjó-
ræningjana frá Karíbahafi er að
gera góða hluti vestra. „Pirates of
the Caribbean: Dead Man’s Chest“
sló um síðustu helgi aðsóknarmet
fyrir fyrstu sýningarhelgi og fyrsta
sýningardag, og peningarnir halda
áfram að streyma inn til Johnny
Depp og félaga.
Um helgina tókst þeim að grafa
upp um 62 milljónir bandaríkjadala
á annarri sýningarhelginni sinni og
er þá myndin komin í samanlagt
258 milljónir dala á tíu dögum.
Myndin er orðin langvinsælasta
kvikmynd ársins, en myndin „X-
Men: The Last Stand“ halaði inn
232 milljónum á átta dögum. Að
auki hefur myndin um sjóræn-
ingjana fengið um 125 milljón dala
erlendis.
„Það er gríðarlega gaman hvað
þetta gengur vel,“ lét Chuck Viane
hafa eftir sér, en hann er yfirmaður
dreifingardeildarinnar hjá Disney
myndum. Fyrirtækið byggði ein-
mitt myndirnar um „Pirates of the
Caribbean“ á sjóræningjunum í
skemmtigörðunum á vegum þess.
„Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði
Chuck ennfremur. Myndin skilur
hreinlega eftir sig hjólför.“
Myndin „Little Man“ var í öðru
sæti yfir vinsælustu myndir helg-
arinnar með um 22 milljónir dala í
farteskinu. Hún er framleidd af
Sony og er úr smiðju Wayans-
bræðranna. Eins og venjulega þeg-
ar Wayans-bræður eiga í hlut er
um að ræða farsa og fjallar myndin
um lágvaxinn þjóf sem þykist vera
barn. Shawn og Marlon Wayans
fara með aðalhlutverkin í myndinni
og skrifuðu handritið ásamt eldri
bróður þeirra Keenen Ivory Wa-
yans, en sá síðasttaldi var jafnframt
leikstjóri myndarinnar.
Grínmyndin „You, Me and Dup-
ree“ er með leikaranum Owen Wil-
son í aðalhlutverki, en hún fjallar
um gest sem veldur félaga sínum
og nýrri eiginkonu hans miklum
vandræðum. Skötuhjúin eru leikin
af Matt Dillon og Kate Hudson og
náði myndin alls um 21 milljón
dala.
Iðnaðurinn í Hollywood tók hins
vegar dýfu í fyrsta skipti í tvo mán-
uði. Eftir átta vikur af samfelldri
aðsóknaraukningu féll heildar-
aðsókn helgarinnar um 5 prósent
frá sömu helgi fyrir ári. Þá var Jo-
hnny Depp einnig í aðalhlutverki
vinsælustu myndarinnar, „Charlie
and the Chocolate Factory“.
Önnur myndin um sjóræn-
ingjana, „Dead Man’s Chest“, náði
ekki að slá met myndarinnar
„Shrek 2“ (72 milljónir dala) um
bestu aðra vikuna frá upphafi.
Myndin náði þriðja sæti í þeim
flokki á eftir myndinni um græna
tröllið og „Spider-man“ (71 milljón).
Búist er við því að „Dead Man’s
Chest“ komist yfir 305 milljónir, en
það var heildaraðsókn myndarinnar
„Pirates of the Caribbean: The
Curse of the Black Pearl“.
Fyrirhugað er að þriðja myndin í
seríunni um sjóræningjana komi út
í maí. Í þeirri mynd takast persón-
ur leikaranna Orlando Bloom og
Keiru Knightley á við það hlutverk
að fara að bjarga kapteininum Jack
Sparrow.
Að sögn Paul Dergarabedian,
forseta fyrirtækisins Exhibitor
Relations, sem fjallar um kvik-
myndir, verður erfitt fyrir þriðju
myndina að koma í kjölfar „Dead
Man’s Chest“. „Það verða gríð-
arlegar væntingar gerðar til mynd-
arinnar. Önnur myndin um sjóræn-
ingjana er kannski sú mynd í sögu
kvikmyndanna sem erfiðast verður
að fylgja eftir,“ sagði Paul.
Eftir öfluga byrjun í aðeins 17
kvikmyndahúsum helgina áður náði
myndin „A Scanner Darkly“ inn á
topp 10 listann. Myndin fór inn á
fleiri hús og fékk 1,2 milljón í að-
sóknartekjur. Hún er byggð á vís-
indaskáldsögu og fjallar um fíkni-
efnanotkun. Með aðalhlutverk fara
Keanu Reeves, Winona Ryder og
Robert Downey Jr.
Kvikmyndir | Vinsælast í
kvikmyndahúsum erlendis
Sjóræningjarnir
mala enn meira gull
Reuters
Kvikmyndin um
Jack Sparrow og
Karíbahafs-
sjóræningjana
er engin smá-
gullkista.
Topp 10 í Bandaríkjunum:
1. Pirates of the Caribbean: Dead
Man’s Chest
2. Little Man
3. You, Me and Dupree
4. Superman Returns
5. The Devil Wears Prada
6. Cars
7. Click
8. The Lake House
9. Nacho Libre
10. A Scanner Darkly
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sími - 551 9000
ROBIN WILLIAMS
-bara lúxus
Sýnd kl. 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára
K R A F T M E S TA
HASARMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 ÍSL. TALSýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15
Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt
lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...?
-bara lúxus
Salma hayekpénelope cruz
Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20
The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Yfir 51.000 gestir!
eee
L.I.B.Topp5.is
Adam Sandler, Kate
Beckinsale og Christopher
Walken í fyndnustu
gamanmynd ársins!
!
!
# $
!
! "
! #
$ %
&
'
( )&
* "
+