Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 21 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Velkomin! Fréttablaðið 29. júlí sl. Morgunblaðið býður blaðbera Fréttablaðsins velkomna til starfa                   !    "  ##  $ #  %   %   %            &   $       ! ' !  (  )      ) !   !           Hringið og fáið upplýsingar um laus hverfi í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á bladberi@mbl.is Það verður mikiðfjör á útimark- aðnum Dalsgarði í Mosfellsdal næstkom- andi laugardag en þá verður haldinn dótamark- aður fyrir krakka. „Við verðum með krakka- markað þar sem börn geta komið með dót sem þau eru hætt að leika sér með eða vaxin upp úr og skipt sín á milli,“ segir Dísa And- eriman í Dalsgarði sem heldur markaðinn. „Börnin eiga að koma með teppi með sér eða eitt- hvað sem þau geta stillt dótinu sínu á og haft svolítið sætt hjá sér t.d vera með blóm í vasa. Og svo eiga þau að vera með sanna markaðsstemningu, kalla upp og freista annarra til að skipta á dóti. Þetta er skiptimarkaður, þau eiga ekki að selja dótið fyrir pening en það verður líklega eitt- hvað svartamarkaðsbrask á krökkunum. Mér finnst leiðinlegt að versla alltaf með peninga, það er miklu skemmtilegra að skiptast á dóti.“ Dótamarkaðurinn byrjar kl. 12:00 á laugardaginn og stendur til 16:00 eða 17:00 en Dísa segir það fara eftir hvað það kemur mikið af fólki. Nóg verður um að vera fyrir fullorðna fólkið líka en það getur gætt sér á kökum og kaffi og Dísa segir að það sé aldr- ei að vita nema keppt verði í reiptogi eða glímu. Sultukeppni framundan „Þetta er þriðji mark- aðurinn okkar í sumar en áttunda árið sem markaður- inn starfar. Venjulega selur fólk hér grænmeti, blóm og eitthvað sem það hefur gert sjálft. Sultukeppnin fræga verður svo helgina eftir hálfan mánuð frá og með næstu helgi. Sultuverðlaunin hafa farið sex sinnum í Mosfellsdalinn, einu sinni í Garðabæ og síðan á Kjal- arnes en aldrei til Reykjavíkur svo ég skora nú á Reykvíkinga að koma með sultu í keppnina, þ.e ef þeir kunna að búa til sultu, ég er alveg farin að stórefast um það,“ segir Dísa og hlær. Markaðurinn verður svo reglu- lega fram í september eða þang- að til það kemur gott næturfrost. „Við erum yfirleitt með markað þangað til veðurguðirnir hætta að vera hliðhollir grænmetinu.“ Dísa segir að það sé alltaf góð aðsókn á markaðinn. „Við erum í miðjum Mosfellsdalnum, á móti Mosfellskirkju. Fólk getur gert markaðsdaginn að skemmtilegri fjölskylduferð því hér er alltaf mikið um að vera og myndast góð stemning.“ NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómnefndin í sultukeppninni fyrir tveimur árum að störfum. Markaður fyrir krakka í Mosfellsdal Fyrirmynd þessa verkefnis,sem nefnist Mörkuð íslenskmálheild, er að finna víða er- lendis en við höfum einkum haft bresku málheildina til hliðsjónar. Markmiðið er að safna sem fjöl- breyttustum textum. Safnað verður bæði útgefnum og óútgefnum textum og talmálstextar fást frá öðr-um verkefnum. Safnað verður textum sem hafa orðið til frá og með árinu 2000 og þeim steypt í einn gagna- banka eða málheild eins og við kjós- um að nefna gagnasafnið,“ segir Sig- rún Helgadóttir verkefnisstjóri. ,,Tilgangurinn er að fá upplýsingar um notkun málsins á þessu tímabili. Með markaðri málheild er átt við safn fjölbreyttra textabúta sem greindir hafa verið á málfræðilegan hátt. Málheildin er í rafrænu formi og hverjum textabút fylgja upplýsingar um textann sem búturinn er úr. Hverri orðmynd fylgir síðan grunn- mynd orðsins og greiningarstrengur sem sýnir orðflokk þess og beyging- armynd.“ Mikilvægar upplýsingar fyrir tungutækni En hvaða gagn getum við haft af markaðri íslenskri málheild? ,,Það er margvíslegt,“ segir Eirík- ur Rögnvaldsson, prófessor í ís- lenskri málfræði. ,,Í fyrsta lagi hefur málheildin fræðilegt gildi og nýtist í málfræðilegum rannsóknum. Í öðru lagi er hægt að vinna úr safni eins og þessu mjög fjölbreyttar upplýsingar fyrir verkefni innan tungutækninnar, en tungutæknin er svið þar sem tungumál og tölvutækni eru sam- tvinnuð til þess að hanna eða búa til hugbúnað eða tæki sem nýtist fólki í starfi eða leik. Það getur annaðhvort falist í notkun tölvutækninnar í þágu tungumálsins og í notkun tungumáls- ins innan tölvutækninnar, eins og t.d. notkun talgervla. Þetta verkefni er einmitt kostað af Tungutæknisjóði og meginmarkmið þess er að bæta for- sendur fyrir þróun íslenskrar tungu- tækni. Við þurfum að afla mun meiri og nákvæmari upplýsinga um málið en við höfum núna til þess að geta hannað góð forrit.“ Tölvan greinir út frá samhenginu Sigrún bendir á að mörg forrit sem unnin eru upp úr málheild eins og þessari, leiðréttingaforrit, stafrænar orðabækur og tungumálaforrit, gefi miklu fleiri notkunarmöguleika en hefðbundin orðabók. ,,Þau gefa t.d. möguleika á því að skoða í hvaða samhengi orð er oftast notað og geta gefið fleiri dæmi og nákvæmari upp- lýsingar en hægt er að koma fyrir í prentuðu eintaki af orðabók.“ Eiríkur segir einnig að nú þegar notkun tal- gervla hafi aukist í tölvugeiranum og frekari aukning sé fyrirsjáanleg hafi mikilvægi markaðra málheilda aldrei verið meira. ,,Tölvuforrit skynja að- eins framburð en skilja ekki merk- ingu talaðs máls líkt og manneskjur. Þau nota því aðrar aðferðir til þess að greina það. Það er til dæmis ómögu- legt fyrir forrit sem heyrir íslensku orðmyndina lítur, sem er eins í fram- burði hvort sem það er með í-i eða ý-i, að túlka það út frá framburðinum einum saman. Það verður að styðjast við aðrar upplýsingar og þær koma úr málheildinni. Forritið getur með samanburði fundið út hvor orðmynd- in er líklegri til þess að vera réttari greining, t.d. út frá samhengi og tíðni. Ef næsta orð við orðmyndina er á er næsta víst að orðið er með í-i.“ Fyrir þá sem hafa gaman af tölfræð- inni má geta þess að í málheildinni verða um 25 milljón orð úr 1000 text- um frá árabilinu 2000–2007. Íslenskan í tölvutækt form RANNSÓKN Hjá Orðabók Háskólans er nú verið að rannsaka íslenskt mál það sem af er 21. öldinni. Sigrún Helgadóttir og Eiríkur Rögnvaldsson upplýstu Unni H. Jóhannsdóttur um hvernig slíkar rann- sóknir nýttust til fram- fara í fræðunum en ekki síður fólki í námi, at- vinnulífi og tómstundum. Morgunblaðið/ÞÖK Eiríkur Rögnvaldsson og Sigrún Helgadóttir vinna að rannsókninni. TENGLAR ..................................................... www.lexis.hi.is/malheild.htm Geymið hjálmana á köldum stað Þegar hjálmar eru geymdir í miklum hita, t.d. inni í bíl í miklu sólskini, þá geta þeir skemmst og veita ekki vörn sem skyldi. Yfirfarið hjólið Það er nauðsynlegt að yfirfara bremsubúnaðinn á hjólinu reglu- lega og bæta hæfilegu lofti í dekk- in. Ef lítið loft er í dekkjunum geta börnin misst jafnvægið. Ekki svara í símann Það er út í hött að vera með far- síma í hjólatúrnum nema hljóðið sé tekið af honum. Það getur truflað verulega ef hann fer að hringja á miðri umferðargötu. Það er líka fá- ránlegt að tala í síma á ferð. Engin tónlist Það er hættulegt að vera með tónlist í eyrunum á meðan verið er að hjóla. Fólk ætti því að geyma MP-3 spilara eða Ipod-tækin heima. Það er nauðsynlegt að hlusta á umferðina. Nokkur atriði fyrir hjólreiðagarpa ÖRYGGI Morgunblaðið/Ómar Það er ekki ráðlegt að masa í síma á hjóli eða að hlusta á tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.