Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 16
Grundarfjörður | Það var margt sem hjálpaði til við að gera há- tíðina Á góðri stundu í Grund- arfirði jafnvel heppnaða og raunin varð á, segir Jónas Guð- mundsson framkvæmdastjóri. Veðrið átti sinn þátt í því sem og almenn þátttaka bæjarbúa við skreytingar og framkvæmd há- tíðarinnar. Talið er að fjöldinn hafi verið mestur um 3.000 manns á laugardagskvöldið, en þá fór fram skrúðganga hverf- anna niður á hátíðarsvæðið við Grundarfjarðarhöfn þar sem fram fóru skemmtiatriði og síð- an bryggjuball. Lögreglan hvað hátíðahöldin hafa farið vel fram. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Vel heppnuð Góð stund Grillveisla Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Met í lestri | Slegið hefur verið met í sum- arlestri á Bókasafni Reykjanesbæjar. Alls var 871 bók lesin í þessu verkefni í júní og júlí. Einn mánuður er eftir af sumarlestri og hefur stefnan verið sett á þúsund bækur í ár, að því er fram kemur á vef Reykjanes- bæjar. Sumarlestur hófst á safninu sumarið 2004 og þá voru 629 bækur lesnar en í fyrra jókst þátttakan í 673 bækur. Skýringin á mikilli fjölgun er talin vitundin um lestr- armenningu í Reykjanesbæ og heimsókn barnabókavarðar í alla grunnskólana í vor til að kynna sumarlesturinn en hann er fyr- ir börn á grunnskólaaldri.    Tónaflóð á Duus | Tríóið Tónafljóð sem skipað er þeim Sigrúnu Erlu Egilsdóttur sellóleikara, Hafdísi Vigfúsdóttur flautu- leikara og Þórunni Elínu Pétursdóttur sópransöngkonu heldur tónleika í Duus- húsum í Keflavík í kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Snorra Sigfús Birgisson, Haf- liða Hallgrímsson, Þóru Marteinsdóttur, Betty Roe, Jacques Ibert og Eugéne Bozza.    Ungir í Evrópukeppni frumkvöðla | Sex nemendur úr Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri ásamt kennara sínum munu dagana 3.–6. ágúst taka þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla sem fram fer í Interlaken í Sviss. Nemendafyrirtæki ársins 2006, DJÚSÍ LÍF JA frá VMAvann sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni JA-YE á Uppskeruhátíð JA – Ungra frumkvöðla í apríl sl. en þau fram- leiddu og þróuðu hollustudrykkinn Mjús sem framleiddur var með aðstoð Norð- urmjólkur á Akureyri. Mjús er framleiddur úr mysu og appelsínusafa og var seldur í Nettó á Akureyri. Alls munu fulltrúar 26 Evrópuþjóða úr bestu nemendafyrirtækjum Evrópu taka þátt í í keppninni. Fulltrúar nemendafyr- irtækjanna munu þar kynna og sýna vörur og þjónustu fyrirtækjanna sem voru stofn- uð og rekin í Fyrirtækjasmiðju JA um alla Evrópu sl. skólaár. Dómnefnd skipuð fólki úr viðskiptalífi Evrópu mun svo dæma þátt- takendur og verðlauna bestu fyrirtækin samkvæmt viðskiptaáætlunum, sölumálum, ársskýrslum og kynningu þátttakenda. Þess má geta að Evrópusambandið hefur valið Fyrirtækjasmiðju JA – Ungra frum- kvöðla sem „bestu leiðina“ í menntun ungra frumkvöðla í Evrópu. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fjörutíu ára vígsluafmælis Grund-arfjarðarkirkju var minnst meðhátíðarmessu í Grundarfjarð- arkirkju sl. sunnudag. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, predikaði, en fjórir fyrrverandi sóknarprestar tóku þátt. Á myndinni eru, aftast Gunnar Hauks- son, Runólfur Guðmundsson, Sigurður Kr. Sigurðsson, Kolbeinn Þorleifsson og Magnús Magnússon, í miðröð Karl V. Matthíasson, Ragnheiður Karitas Pét- ursdóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Bernharð Guðmundsson og fremst Helga Helena Sturlaugsdóttir, Karl Sig- urbjörnsson, Elínborg Sturludóttir, Jón Þorsteinsson og Sunna Njálsdóttir. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fjörutíu ára vígsluafmæli Halldór Blöndal al-þingismaðurgisti á Keldunesi í Kelduhverfi fyrir helgi og skrifaði í gestabókina: Í Keldunesi er gisting góð gjöful, falleg bleikjuslóð hundar þrír og hagamýs og hér er fuglaparadís. Hagyrðingar hittust á Mærudögum á Húsavík 25. júlí. Halldór svaraði svo spurningunni um, hvort við þyrftum leyni- þjónustu: Freisting! mín tálsýn! mitt frelsi! minn kross! Ég fell þér á kné en þó bara til hálfs. Á leyniþjónustu innra með oss er ávallt þörf til að gæta sín sjálfs. Hvað er það fyrsta, sem þú tekur eftir við hitt kynið? Halldór svaraði þessari vandasömu spurningu svo: Ef þú spyrð mig, spjalda gná, spjörunum úr hvað mér þyki fríðast það sem innri augun sjá eftir tek ég fyrst og síðast. Það sem innri augun sjá pebl@mbl.is ♦♦♦ Vesturbyggð | Miðað við ætluð afköst kalkþörunganámunnar á Bíldudal mun hún endast í fimm hundruð ár. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta nýlega og segir þar einnig að rannsóknir sýni að kalkþörungasetrið í firðinum nemi 21,5 milljónum rúmmetra. Starfsleyfi hefur verið veitt til fimmtíu ára og er talið að á þeim tíma náist upp um tíundi hluti kalkþörunganna. Framkvæmdir ganga vel Reiknað er með að afkastageta verk- smiðjunnar verði um 40.000 tonn á ári en gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði hún um 8.000 tonn á ári og verði aukin í fulla getu í nokkrum áföngum. Framkvæmdir við verksmiðjuna hafa gengið vel í sumar og er búist við því að hún fari í gang um mánaðamótin septem- ber-október, og standa vonir til þess að með verksmiðjunni skapist tíu til fimmtán framtíðarstörf og um fimm í viðbót sem af- leiðing af rekstrinum. Megnið af afurðum selt úr landi Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Íslenska kalkþörungafélagið er aðaleig- andi verksmiðjunnar, en það er svo aftur í 75% eigu Celtic Sea Minerals á Írlandi. Írska fyrirtækið á einnig kalkþörunga- verksmiðju í bænum Castletownbere á Ír- landi. Gert er ráð fyrir að megnið af afurðum verksmiðjunnar verði seldar úr landi. Afkasta- getan mun aukast Hvalfjörður | Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar ákvað á fundi sínum síðastliðinn mánudag að ráða Einar Örn Thorlacius í embætti sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Ráðningin var samþykkt samhljóða. Hvalfjarðarsveit er nýtt sveitarfélag sem varð til með sameiningu í vor. Einar Örn var valinn úr hópi 39 umsækjenda. Sveitarstjórnin naut aðstoðar ráðningar- stofunnar Hagvangs við ráðninguna. Einar hefur síðustu árin verið sveitar- stjóri Reykhólahrepps. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur ákveðið að ráða Óskar Steingrímsson, skrifstofustjóra hreppsins, í starf sveitarstjóra. Sveitarstjóri í Hvalfirði Fáskrúðsfjörður | Ný slökkvistöð hfur verið tekin í notkun á Fá- skrúðsfirði. Var það gert við hátíð- lega athöfn sem haldin var í tengslum við Franska daga. Sóknarpresturinn, Þórey Guð- mundsdóttir, blessaði húsið. Slökkviliðið fékk gjafir, meðal ann- ars peninga frá VÍS til endur- menntunar slökkviliðsmanna. Húsið er 400 fermetrar að grunnflatarmáli með aðstöðu á efri hæð sem er 100 fermetrar. Verk- taki var Röra- og hellusteypan á Fáskrúðsfirði. Heildarkostnaður var 56 miljónir. Slökkvilið á von á nýrri slökkvi- bifreið á næstunni. Morgunblaðið/Albert Kemp Húsið skoðað Lars Gunnarsson verktaki og Steinn Jónasson slökkviliðs- stjóri á Fáskrúðsfirði sýndu lögreglumönnum nýju slökkvistöðina. Ný slökkvistöð tekin í notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.