Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 37 MINNINGAR þess að komast þangað þurfti að komast yfir Markarfljót. Það vildi svo illa til að bóndinn á Mið-Skála (Jón Einarsson) lenti á hesti sínum í sandbleytu en var snöggur að henda sér af baki og bjargaðist og hest- urinn einnig sem braust um og náði sér upp úr. Við pabbi komumst til Óla og fer ekki frekar sögum af heimsókninni og til baka komumst við pabbi eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um leið yfir Markar- fljót til baka. Við bræðurnir vorum kappsfullir ungir menn og segir hér sögu af einni keppni milli okkar. Ég var sem stráklingur í sveit hjá systur okkar Sigríði og manni hennar Jóhanni Guðlaugssyni á Kirkjubóli í Skut- ulsfirði. Eitt sinn fékk ég hjá þeim orlof til að fara heim og tók mér far með strandferðaskipinu Dronning Alexandrine. Ferðin frá Ísafirði tók hálfan mánuð. Með mér á skipinu hafði ég hjólið mitt og fljótlega eftir að ég kom í land þurftum við Óli endilega að reyna með okkur. Óla hjól var ekki í góðu ástandi, m.a. vantaði á það annan pedalann. En vegna þess að ég var eldri þótti rétt að ég fengi hans hjól en hann mitt hjól. Hófst nú spretturinn. Hann fékk þó skjótan endi þegar við beygðum fyrir hornið hjá Drífanda kom vörubíll á móti okkur og vegna þess að stjórntækin voru ekki í full- komnu lagi á hjólinu hjá mér lenti ég framan á vörubílnum og undir hann. Þetta var á fjölförnu götu- horni í Eyjum þar sem karlarnir söfnuðust saman og ræddu pólitík og voru þarna nálægir m.a. pabbi minn og Stebbi pól sem brá við skjótt og hugaði að mér undir bíln- um. Ég skreið heill undan vörubíln- um, en Stebbi pól hrópaði aftur og aftur: „Hva finnurðu ekki til? Hva finnurðu ekki til, strákur?“ Stýrið á hjólinu hans Óla var aftur á móti kengbogið og talið var að það hafi bjargað því að vörubíllinn hafi lyfst yfir mig. Þetta voru ekki neinir margra tonna trukkar í þá daga. Það er af Óla að segja að hann fékk hjólið sitt viðgert, stýrið rétt og nýj- an pedala. Óli bróðir var sjómaður nær alla ævi. Einhver ár var hann á togar- anum Elliða sem gerður var út frá Eyjum. Síðar eignaðist hann báta sem hann gerði út. Þegar eldgosið varð í Eyjum 23. janúar 1973 flutti hann m. a. búslóð sína og annarra til lands á bát sínum Sóma. Ég kveð kæran bróður og við Jón- ína vottum Huldu og börnunum samúð okkar. Hannes. FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Forritari óskast Netdeild mbl.is óskar eftir að ráða forritara til starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af UNIX/Linux, þekkingu á forritun í perl og reynslu af SQL-gagnagrunnum ásamt því að þekkja vel til HTML, Javascript, CSS og XML. Leitað er eftir dugmiklum og stundvísum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og tekist á við margvísleg verkefni í krefjandi umhverfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar veitir Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, í síma 569 1308. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ingvar@mbl.is. Umsóknir sendast til starfsmannahalds Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Einnig er hægt að fylla út umsókn á eftirfarandi slóð: http://www.focal.is/mbl/webApp.nsf/form/webAppli- cation?OpenForm og veljið Tölvuumsjón. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. Yfirmaður Við óskum eftir yfirmanneskju í kaffiteríu. Aðeins vant fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 894 1141, Sigrún. Lausar stöður við grunnskóla Borgarbyggðar Borgarbyggð auglýsir lausar til umsóknar stöð- ur kennara við grunnskólana næsta skólaár, sem hér segir: Við Grunnskólann í Borgarnesi 2-3 stöður á unglingastigi. Meðal kennslu- greina raungreinar, stuðnings- og sérkennsla og almenn kennsla í 8.-10. bekk. Við Varmalandsskóla 2-3 stöður á mið- og unglingastigi. Meðal kennslugreina er stærðfræði, danska og íslenska í 8.-10. bekk og almenn kennsla á mið- stigi. Við Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar, deildirnar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri 2 stöður. Meðal kennslugreina á Kleppjárns- reykjum eru smíði, tónmennt og sérkennsla og á Hvanneyri (áður Andakílsskóli) meðal ann- ars íþróttakennsla. Í samræmi við Jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starf hjá sveitarfélaginu. Umsóknir berist til skólastjóra viðkomandi skóla sem einnig veita nánari upplýsingar. Kristján Gíslason (Grunnskólinn í Borgarnesi), s. 898 4569, (kristgis@grunnborg.is); Flemming Jessen (Varmalandsskóli), s. 840 1520, (fjessen@varmaland.is); Guðlaugur Óskarsson (Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar), s. 861 5971, (goskars@ismennt.is). Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. 5 ungar, kraftmiklar og drífandi manneskjur óskast Ný áskorun í sölu og markaðssetningu. Starfssvið: Sala á nýrri, byltingarkenndri vöru til neytenda og fyrirtækja. 425.000 kr. sölulaun pr. mánuð ef markmiðum er náð. Að auki bifreið og ársfjórðungslegir bónusar með greiddum ferðalögum til fram- andi staða. Reynsla af viðskiptum, sölu- eða markaðsstörf- um æskileg, ekki skilyrði. Umsækjendur sendi umsókn ásamt mynd til auglýsingadeildar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is merkt „I-18846“. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 FORVARNADEILD lögreglunnar hefur verið með hjól- reiðaátak í Grafarvogi í sumar þar sem hjólreiðafólk hefur verið stöðvað og ástand hjálma og reiðhjóla skoð- að með hliðsjón af umferðarlögum og reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Forráðamenn fá gátlistann með at- hugasemdum lögreglu sendan heim ásamt lögum og reglugerðum um reiðhjól auk bæklinganna „Reiðhjól og hjálmar“ og „Hlífðu þér“ – sem fjalla um öryggi á reið- hjólum, línuskautum, hjólabrettum og hlaupahjólum. Stúlkurnar á myndinni heita Unnur Björk Berndsen, 8 ára og Halla Steingrímsdóttir, 8 ára, lögreglukonurnar á myndinni heita Unnur María Sólmundardóttir og Jó- hanna Steingrímsdóttir. Þess ber að geta að reiðhjól stúlknanna voru í góðu lagi og báðar með hjálma. Morgunblaðið/Kristinn Hjólreiðaátak í Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.