Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Kristins-dóttir fæddist í Akri í Innri-Njarð- vík 22. ágúst 1927. Hún lést á LSH í Fossvogi 21. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Jónsdóttir frá Stapakoti, f. 14. febrúar 1890, d. 29. febrúar 1968, ættuð úr Árnessýslu, og Kristinn Jónsson frá Akri, f. 22. apríl 1895, d. 19. des. 1937, ættaður frá Eyjahóli í Kjós. Helga missti föður sinn er hún var tíu ára. Tveimur árum síðar, haustið 1939, fluttust mæðgurnar til Keflavíkur. Þar var móðir hennar um fimm ára skeið ráðs- kona hjá Guðna Magnússyni mál- arameistara, en Jóna kona hans, sem var náskyld mæðgunum, hafði látist eftir fæðingu yngri sonar síns, Birgis. Er Guðni kvæntist aftur fylgdi Birgir þeim og ólst upp með Helgu til tíu ára aldurs. þau eiga tvo syni. Kristinn fæddist 23. júlí 1949, hann á tvo syni og þrjár dætur. Erna fæddist 14. júní 1951, maki hennar er Hjörtur Sig- urðsson, þau eiga fjóra syni og eina dóttur. Guðný fæddist 17. janúar 1955, maki hennar er Grét- ar Grétarsson, þau eiga einn son. Höskuldur fæddist 24. desember 1963, hann á tvo syni. Alls eru af- komendur Helgu og Björns nú orðnir 32. Helga var vel ritfær og ritaði t.d. niður ýmsar minningar, sem sumar hafa m.a. birst í tímaritinu Faxa. Hún tók einnig mikinn þátt í félagslífi. Þar má segja að hæst beri, er hún varð sveitarforingi III. sveitar Skátafélagsins Heiða- búa, sem stofnuð var 2. júlí 1943, en það var nýmæli, því sveitin var eingöngu skipuð stúlkum – enda voru Íslendingar frumkvöðlar á því sviði í heiminum að piltar og stúlkur væru saman í skátafélagi – jafnrétti! Hún var einnig mjög virkur fé- lagi í St. Georgsgildinu, sem er fé- lagsskapur eldri skáta og skáta- vina, auk starfa í Kvennaklúbbi Björgunarsveitarinnar Stakks o.fl. Helga verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Njarðvíkurkirkjugarði. Helga stundaði hefðbundið skólanám og síðan tveggja ára nám í unglingaskóla, auk fimm mánaða náms í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur veturinn 1948. Helga fór mjög ung að vinna í fiski, eins og þá var títt um börn. Fimmtán ára gömul hóf hún störf hjá KRON, sem síðar varð Kaupfélag Suð- urnesja, á Hafnar- götu 30 í Keflavík, en þar starfaði hún til ársins 1947. Eftir það starf- aði Helga öðru hverju í frystihúsi eða fiskverkun, og síðar um árabil á Sjúkrahúsi og Heilsugæzlu Suð- urnesja, lengst af sem ræstinga- stjóri, og sótti hún mörg námskeið á því sviði. Helga giftist 27. desember 1947 eftirlifandi manni sínum, Birni Stefánssyni, f. 11. janúar 1925. Fyrsta barn þeirra, Stefán, fædd- ist 11. ágúst 1947, maki hans er Anna Steina Þorsteinsdóttir og Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. – Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. – Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni. Krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. – Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason) Sjáumst síðar. Stefán Björnsson. Að minnast móður sinnar með nokkrum orðum er ekki auðvelt eft- ir 55 ára samveru, það er svo margt sem kemur upp í hugann. Í æsku- minningunni var mamma alltaf heima og ef hún fór í burtu þá var amma heima. Allt var í röð og reglu og vel að öllu búið. Matar og kaffi- tímar voru á réttum tímum. Kökur voru heimabakaðar. Á vorin voru settar niður kartöflur og mikið spáð í sprettuna. Á haustin var farið í berjamó og saftað, sultað og tekið slátur. Flest föt á okkur systkinin saumaði mamma, allt frá náttfötum upp í úlpur. Mamma var nýtin, hag- sýn og smekkvís, hún mundi eftir öllum. Garð sinn hirti hún af natni og gaf smáfuglunum á veturna. Mamma var skáti og síðar í St. Georgsgildinu, sem er félagsskapur eldri skáta. Hún hafði gaman af úti- veru og ferðalögum. Hún trúði á yf- irnáttúrulega hluti, oft var glatt á hjalla þegar hún var að ræða slík mál við Hjört og hún stóð fast á sannfæringu sinni. Foreldrar mínir byggðu einbýlishús í Háholti 27 eftir teikningum pabba og þar áttu þau heima í 45 ár. Mamma var höfðingi heim að sækja, allir þurftu að þiggja veitingar. Á jóladag voru alltaf jóla- boð í Háholtinu fyrir alla fjölskyld- una, enginn vildi missa af þeim. Þegar við Hjörtur eignuðumst okkar fyrsta barn, Helga Þór, bjó ég enn í foreldrahúsum og var í námi. Ekki kom annað til greina en að ég byggi heima með drenginn þar til ég hefði lokið náminu og foreldrar mín- ir pössuðu hann þar til hann var tæplega tveggja ára. Þegar ég hóf minn búskap sótti ég mikið ráð til mömmu og hún leiddi mig fyrstu sporin í húsmóðurstörfunum. Það voru ófáar heimsóknirnar eða sím- tölin um hvernig ætti að gera þetta eða hitt. Þó er ég enn ekki fullnuma, því hún átti eftir að kenna mér að gera hennar frábæru eplaskífur. Fyrstu skiptin þegar ég bakaði kleinur hélt ég t.d. að steikarapott- urinn yrði að vera eins og appels- ínuguli kleinupotturinn hennar mömmu og svoleiðis pott fann ég ekki svo ég fékk hennar lánaðan og auðvitað feitina með. Þegar kom að saumaskap var best að setjast fyrir framan saumavélina með viðvan- ingssvip og horfa á efnið, þá sagði hún mér að færa mig og vann verk- ið. Ef börnin mín þurftu að láta sauma eitthvað töluðu þau alltaf við ömmu, þau ólust upp við að ég gerði það. Elsku mamma, ég þakka sam- fylgdina. Hjörtur biður fyrir kæra kveðju. Minningin um þig er björt. Þín Erna. Elsku mamma mín. Þegar komið er að kveðjustund, er margs að minnast. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir öll árin og samverustund- irnar sem við fengum að njóta með þér. Margar minningar streyma fram, bæði frá æskuárunum í Há- holtinu svo og nýrri minningar, eins og öll ferðalögin saman jafnt innan- lands sem utan. Eins eru minnis- stæð öll jólaboðin sem þið pabbi hélduð fyrir fjölskylduna á jóladag. Þau voru orðinn ómissandi þáttur í jólahaldinu, jafnt hjá ungum sem öldnum. Það var fastur liður hjá ykkur pabba að dvelja hjá okkur í sumarbústaðnum um páskana og var þá mikið spilað, enda höfðuð þið bæði mjög gaman af spilum. Mamma var afar myndarleg hús- móðir og bar fallegt heimilið vott um það. Matargerð og bakstur voru hennar sérgrein og fékk ég oft að heyra það frá syni mínum að mat- urinn eða kökurnar væru ekki eins góðar hjá mér og henni ömmu. Mamma var líka mikil saumakona og tókst henni að gera glæsilegar flíkur á okkur börnin eftir myndum sem við sýndum henni. Bjó hún þá til snið og saumaði. Einnig var alveg ótrúlegt hvað henni tókst að end- urnýta gömul föt og sauma nýjar flíkur úr þeim. Vinnudagurinn var oft langur hjá henni mömmu. Heim- ilið var stórt, fimm börn og svo bjó móðir hennar hjá okkur líka. Það var líka mikill gestagangur á heim- ilinu og alltaf átti mamma nóg af bakkelsi. Að fara í berjamó var ómissandi þáttur í haustverkunum og voru þá tínd bæði bláber og krækiber, en síðustu árin fóru mamma og pabbi ásamt vinahjónum sínum á Vestfirði og tíndu þar aðalbláber. Voru berin nýtt í saft, sultu og hlaup. Mamma og pabbi voru mjög samhent hjón og gerðu þau flesta hluti saman. Þau voru dugleg að ferðast og síðasta ut- anlandsferð þeirra saman var til Stokkhólms í júní sl. að heimsækja dótturson sinn og hans fjölskyldu og áttu þau með þeim yndislega daga. Í febrúar sl. fluttu mamma og pabbi í parhús í Innri-Njarðvík eftir að hafa búið í 45 ár í Háholti 27. Það var yndislegt að sjá hvað þau nutu sín í nýju húsakynnunum og hefði ég gjarnan viljað sjá þau fá að njóta þess aðeins lengur saman. En eng- inn veit sína ævi fyrr en öll er. Hugurinn reikar fram og til baka í minningaflóði, en ég læt þetta duga að sinni, mamma mín, og geymi all- ar aðrar góðar minningar í hjarta mínu. Þú starfaðir mikið með skát- um í gegnum árin og ég kveð þig að sinni með kvöldsöng þeirra. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Þín dóttir, Guðný. Mig langar að minnast tengda- móður minnar og vinkonu til hart- nær 40 ára með örfáum orðum. Okkur Helgu samdi ávallt vel og tók hún mér opnum örmum sem ný- liða í fjölskyldu sína. Helga var afar myndarleg húsmóðir, vann vel og skipulega og hafði góða reglu á öll- um hlutum. Hún var mjög liðtæk við handavinnu og saumaskap og miðl- aði óspart af þekkingu sinni og reynslu, á þann hátt að ekki var hægt að misskilja velviljann sem lá að baki. Þá rétti hún ósjaldan hjálp- arhönd við barnapössun, sem er ómetanlegt fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í hjúskap. Það var alltaf gaman að spjalla við Helgu yfir kaffibolla, því hún hafði skemmtilega frásagnarhæfileika og kunni frá mörgu að segja. Þá bar Njarðvíkur oft á góma, því þar lágu rætur hennar. Hún bjó lengst af í Háholti 27 í Keflavík, sem hún byggði ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum, eða um 45 ára skeið. Hún flutti síðan fyrir nokkrum mánuðum til Innri-Njarðvíkur, í nýtt húsnæði, nálægt sínum gömlu heimaslóðum. Ég sendi tengdaföður mínum og öðrum aðstandendum Helgu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundirnar í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. Þakka samfylgdina, Anna Steina Þorsteinsdóttir. Elsku amma mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig að mér finnst allt of snemma. Þú sem virtist ætla að ná þér þegar ég heyrði frá þér síðast. En svona er lífið. Það er svo margt sem kemur manni á óvart. Ég er svo ótrúlega fegin að hafa fengið að hitta þig fyrir stuttu þegar þú komst óvænt í afmælið til mín þann 7. júlí. Ég hafði talað við þig þá um morguninn, þegar þú hringdir til að óska mér til hamingju með afmælið, því þú gleymdir aldrei afmælisdög- um og ég sagði þér að ég væri með opið hús og öllum velkomið að kíkja. Og svo birtust þið afi við dyrnar hjá mér um kaffileytið mér til mikillar ánægju. Ég bjóst alls ekki við að þið mynduð nenna að taka rúnt upp á Skaga með svona stuttum fyrirvara og því var ég mjög hissa og glöð þegar þið birtust. Minningin um þig þá er sú minning sem ég vil fá að halda í. Þú hittir hér fleiri úr fjöl- skyldunni og kunnu þau jafn vel að meta það og ég og við náðum að spjalla vel saman. Þú röltir með mér um garðinn og fræddir mig um garðyrkju sem þú hafðir mikinn áhuga á, enda var garðurinn hjá ykkur afa á Háholtinu einstaklega fallegur. Þær eru margar minning- arnar sem ég á um þig og ég ætla að varðveita þær allar vel. Þú varst fróð um marga hluti og það er margt sem þú hefur sagt við mig sem mun nýtast mér á lífsleiðinni. Þú varst einstaklega minnug á af- mælisdaga og það brást ekki að það kom umslag inn um lúguna þegar dró að afmæli hjá einhverjum í fjöl- skyldunni. Þú varst mjög fjölhæf og þér fórst allt vel úr hendi, hvort sem það voru húsbyggingar, saumaskap- ur eða eldamennska, þú gast allt og gerðir það vel. Ég man eftir föt- unum sem þú saumaðir á mig sem voru einstaklega vönduð. Þú hafðir mikinn áhuga á matreiðslu og þú gerðir þær bestu fiskbollur sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Og það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar afa. Þú varst alltaf tilbúin með eitthvert góðgæti og alltaf var tekið svo vel á móti manni. Þú varst mjög snyrtileg og það var alltaf svo fínt hjá ykkur afa. Og þótt í okkar tíð sé margt að muna og margt sé það, sem finnst mér kvöð að skrifa, þín minning bregður tærum hlátri á haustið og hennar vegna er skemmtilegra að lifa. (Matthías Johannessen) Ég á eftir að sakna þess að hitta þig þegar við kíkjum í kaffi til afa á nýja staðnum sem þið fluttuð inn í núna í vor en ég efast ekki um að hann afi mun taka vel á móti okkur. Hvíl í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Sigríður Björk og fjölskylda. Elsku amma. Hinn 21. júlí hringdi pabbi í mig og tilkynnti mér að amma væri látin. Ég ætlaði ekki að trúa því en það var því miður satt. Í barnæsku ólst ég mikið upp hjá ömmu og afa. Þegar ég fæddist bjuggu mamma og pabbi í kjallaran- um hjá þeim. Við vorum þar í dálít- inn tíma, nokkur ár. Á þessum árum sem ég man eftir hljóp ég alltaf upp til ömmu þegar mamma var að skamma mig, en það eru til margar góðar minningar um ömmu. Ef ég ætti að telja það allt upp væri hægt að skrifa heila bók. Á æskuárunum gistum við Hjördís frænka mikið hjá þeim. Amma lét okkur hafa gömul föt af sér sem við lékum okkur mikið að. Í þau 23 ár sem ég hef lifað hef ég alltaf verið á aðfangadagskvöld og jóladag heima hjá ömmu og afa. Þetta var orðinn siður að vera hjá þeim, og ég á eftir að sakna þess að þú verðir með okkur næstu jól. Ömmu fannst mjög gaman að taka í spil, við spiluðum mjög oft manna eða rommí. Þegar ég var hjá afa um daginn sá ég þar blað sem átti að vera á ættarmótinu með fyndnum setningum og þar var ein um mig sem amma minntist á af og til og hló alltaf að því. Hún hljómar svona: Amma var að baka ástar- punga og fyldist ég vel með. Að lok- um spyr ég ömmu: „Amma hvað dreptirðu marga menn til að fá alla þessa punga?“ Og svo var önnur saga sem hún hló alltaf að, og hún hljómar svona: Við vorum að koma úr sumarbústaðnum hjá Guðnýju frænku, ég, amma, afi og Hjördís. Ég sat aftur í með Hjördísi, það var snjór úti og ég skrúfaði niður rúðuna. Allt í einu kemur þessi gusa yfir mig af snjó. Ég sat aftur í eins og snjókall og Hjördís skellihlæj- andi. Amma snýr sér við og þegar hún sér mig fer hún að skellihlæja líka. Ég sat alveg stjarfur aftur í og sagði ekki orð í nokkrar mínútur. Það var alltaf jafn notalegt að koma heim til ömmu, fólk var alltaf velkomið. Allaf átti amma eitthvað gott með kaffinu, það klikkaði aldrei enda gerði hún bestu kökurnar. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Gunnlaugur Höskuldsson. Það er margt sem rifjast upp fyrir mér þegar ég minnist Helgu ömmu minnar. Meðal annars eru það veiði- ferðirnar í Laxá á Skógarströnd og í Veiðivötn ásamt berjaferðunum. Þetta voru allt skemmtilegar ferðir sem munu ætíð lifa í huga mér. Ekki verður heldur komist hjá því að hugsa um öll jólaboðin í Háholti 27 sem fjölskyldan fékk að njóta til margra ára. Það koma ýmis lýsingarorð upp í hugann þegar ég minnist ömmu, orð eins og dugnaður, heiðarleiki og snyrtimennska. Hún horfði ætíð á björtu hliðarnar á öllum málum og vildi sínu samferðafólki vel. Ég var svo heppinn að fá að búa undir sama þaki og amma og afi um tíma og var það mjög góður tími sem ég er afar þakklátur fyrir. Enginn veit hvenær kallið kemur og við yfirgefum þetta jarðneska líf og átti ég ekki von á að þú værir að fara að yfirgefa okkur svona skyndi- lega en veikindi þín bar brátt að og á skömmum tíma var baráttan yf- irstaðin. Baráttuþrek þitt var aðdá- unarvert og áttir þú það til að slá á létta strengi í veikindum þínum. Eftir stendur falleg og björt minning um heilsteypta konu sem gaf mikið af sér. Minning um góða konu mun lifa með okkur öllum. Elsku amma, ég kveð þig nú og bið Guð um að styrkja afa og afkom- endur ykkar. Björn Stefánsson yngri. Það var alltaf gott andrúmsloft í kringum hana ömmu mína. Aldrei leiðinlegt að vera hjá henni. Ég man að þegar þið voruð að passa mig þá fórum við alltaf að spila. Hún amma var mikil spilamanneskja. Hún kenndi mér nánast öll spil sem ég kann, enda leiddist mér það ekki. Líka þegar hún kom til okkar upp í sumarbústað var alltaf eitthvað að gera. Hún var alltaf svo góð hún amma. Við ferðuðumst líka svolítið saman, t.d. til Portúgals, Spánar og líka mikið innanlands. T.d. fórum við í veiði og á Snæfellsnes og marga aðra staði. Hún amma var alltaf hress og það var ekki hægt að sjá á henni að hún væri gömul. Þá má ekki gleyma eldamennskunni henn- ar. Ég hlakkaði alltaf til að koma til ömmu í mat. Alltaf góður matur og kökur og stundum ís í eftirrétt, al- veg himneskt. Hún átti líka marga vini og þekkti mjög mikið af fólki. Svo þegar að leiðarlokum kemur þá vil ég bara þakka þér fyrir ynd- islegan tíma og fyrir að gera líf mitt skemmtilegra. Megi englarnir vaka yfir þér, elsku amma mín. Þinn dóttursonur, Guðni Már Grétarsson. Elsku besta amma, mikið á ég nú erfitt með að kveðja þig, þú sem varst alltaf svo lífsglöð og góð og vildir allt fyrir alla gera. Mikið er ég þakklátur fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum með þér. Mér eru efst í minni öll jólaboðin í Há- holtinu sem voru án efa þau bestu HELGA KRISTINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.