Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 20
Daglegtlíf
ágúst
ÍNeðstakaupstað á Ísafirðistanda fjögur hús sem voru öllreist á 18. öld, í dag erByggðasafn Vestfjarða þar
með sjóminjasafn og er straumur
ferðamanna þangað yfir sumartím-
ann. Í einu þessara fjögurra húsa,
Tjöruhúsinu, er rekinn veitinga-
staður á sumrin sem nýtur mikilla
vinsælda hjá ferðamönnum jafnt
sem bæjarbúum. Um reksturinn sjá
hjónin Magnús Hauksson og Ragn-
heiður Halldórsdóttir og standa þau
þar við pönnurnar á hverjum degi
meðan opið er.
Þegar blaðamann bar að garði
voru þau að undirbúa kvöldmatinn
en gáfu sér þó tíma til að setjast nið-
ur og segja frá þessu sérstæða veit-
ingahúsi. „Tjöruhúsið var reist 1736
sem pakkhús. Í kringum 1970 stóð til
að jafna öll þessi gömlu hús hér í
Neðstakaupstað við jörðu og byggja
frystihús en það var stoppað og í dag
er hér safn. Það er mikið upp-
runalegt í þessu húsi, viðurinn varð-
veittist vel því hér var geymt salt og
net tjörguð,“ segir Magnús. Tjöru-
húsið er fallegt en gróft hús, byggt
úr tréplönkum, óeinangrað og ein-
falt. Gestir sitja við gróf tréborð á
trébekkjum, ekkert pjatt er í gangi
og heillar það marga. Boðið er upp á
sæti fyrir 80 manns en Magnús og
Ragnheiður segja bekkina og borðin
borin inn og út úr húsi eftir því hvort
veður er gott eða ekki. „Það var
byrjað með kaffihús hér fyrir um tíu
árum en þegar hætt var með það var
leitað til okkar og við beðin að taka
við rekstrinum. Þetta er þriðja sum-
arið okkar hér,“ segir Ragnheiður en
þau hjónin ráku veitingastaðinn Sjó-
mannastofuna við höfnina á Ísafirði
frá 1987 til 1993.
Saltfiskveislur vinsælar
„Tjöruhúsið er opið alla daga í tvo
mánuði á ári, við opnuðum núna í lok
júní og höfum opið fram í byrjun
september,“ segja þau en aðeins er
boðið upp á sjávarrétti í Tjöruhúsinu.
„Við bjóðum upp á plokkfisk, sjáv-
arréttasúpu, pönnusteiktan fisk og
hrefnukjöt þegar það er til. Við eld-
um fiskinn á pönnu með öllu meðlæt-
inu og berum svo beint á borð,“ segir
Magnús. Vinsælasti rétturinn hjá
þeim er þó plokkfiskurinn sem þykir
einstaklega góður. Magnús segir
bæjarbúa koma heilmikið til þeirra í
hádeginu eingöngu til að fá sér
plokkfisk. „Hálfsmánaðarlega eru
svo hér miklar saltfiskveislur. Sum-
arið byrjar á því að safnið er sjálft
með veislu og þá koma gestir með
saltfiskrétti með sér og markar það
upphafið að opnuninni á sumrin. Svo
hálfsmánaðarlega eftir það sjáum við
um saltfiskveislurnar. Þá erum við
með sjö til tíu saltfiskrétti á hlaðborði
og bjóðum upp á skemmtiatriði og
tónlist. Veislurnar eru alltaf mjög vel
sóttar og færri komast að en vilja.
Það var líka heilmikil skötuveisla hér
á Þorláksmessu að sumri,“ segir
Magnús.
Í matinn þennan dag sem blaða-
maður var á ferð var plokkfiskur og
fiskisúpa og hægt var að velja á milli
ýsu, ufsa, þorsks, kola og steinbíts á
pönnuna. Magnús tekur sérstaklega
fram að þau séu ekki með hlýra
þennan dag en annars sé það mjög
vinsæll fiskur hjá þeim. „Fólk er hrif-
ið af fiski, bæði Íslendingar og út-
lendingar, en það kemur alveg fólk
hingað sem fer þegar það sér að við
bjóðum bara upp á fisk.“
Með kaffinu er boðið upp á venju-
lega súkkulaðiköku, vöfflur, hjóna-
bandssælu og franska súkkulaðiköku
og er það mamma Ragnheiðar sem
bakar allar kökurnar.
Nota eldavél frá 1922
Magnús og Ragnheiður vinna að-
eins tvö í Tjöruhúsinu en njóta að-
stoðar vina og ættingja þegar mikið
er að gera. „Við stöndum hérna tvö
alla daga í þennan tíma sem opið er.
Það er gaman því umhverfið hér er
skemmtilegt og góður andi í húsinu
en við missum svolítið af sumrinu, “
segir Ragnheiður.
Það er ekki aðeins Tjöruhúsið
sjálft sem er gamalt því ýmislegt inni
í því er það líka. Í eldhúsinu er t.d
eldavél frá 1922 sem er mikil mubla.
„Þessi vél var í notkun í Ögurhúsinu
á Ögri, svo kom hún hingað og var
gerð upp. Hún er safngripur en við
notum hana einstöku sinnum og hún
virkar vel,“ segir Magnús. Af-
greiðsluborðið er líka gamalt en það
kom úr verslun Jónasar Magg á Ísa-
firði og í glugga á borðinu eru ýmsir
munir, m.a. gamall Prins póló-kassi
sem kom úr verslun sem var lögð nið-
ur á Flateyri.
Aðspurð segja þau að aðsóknin
hafi vaxið mikið þessi þrjú ár sem
þau hafi rekið staðinn en um fram-
haldið eru þau óviss því þau gera að-
eins samning við Ísafjarðabæ, sem á
húsið, til eins árs í senn. Að lokum
gefa Ragnheiður og Magnús les-
endum uppskrift að tveimur fisk-
réttum sem þau bjóða upp á í Tjöru-
húsinu.
Plokkari og hrefnukjöt
Morgunblaðið/Ingveldur
Magnús Hauksson, Ragnheiður Halldórsdóttir ásamt dótturinni Salome Katrínu fyrir utan Tjöruhúsið.
Í Tjöruhúsinu í Byggða-
safni Vestfjarða á Ísafirði
er rekinn veitingastaður á
sumrin þar sem fiskur er
aðallega á boðstólum.
Ingveldur Geirsdóttir
fékk sér plokkfisk hjá
Magnúsi Haukssyni og
Ragnheiði Halldórsdóttur.
Koli á pönnu
kolaflök
hveiti
salt
pipar
aromat
olía
smjör
sítróna
steinselja
rauður pipar
konfekttómatar
kartöflur
alls kyns grænmeti
Kolaflökin eru skorin til, velt
upp úr hveiti sem búið er að
krydda með salti, pipar og
aromat, eða öðru kryddi að
vild. Olía sett á pönnuna, sárið
á fiskinum steikt fyrst og síðan
roðhliðin, við frekar mikinn
hita. Olíu hellt af pönnu og
smjör sett á pönnu og látið
malla. Hálf sítróna kreist yfir
og fersk eða þurrkuð steinselja
sett yfir fiskinn. Fiskurinn er
kryddaður aðeins meðan verið
er að steikja hann og endað á
að krydda hann með rauðum
fínmöluðum pipar. Meðlætið er
sett gróft niðurskorið út á
pönnuna með fiskinum rétt áð-
ur en hann er borinn fram.
Þetta er mjög einfalt og gott.
Plokkfiskur
fiskur (tegund eftir smekk)
laukur
olía
smjör
svartur pipar
hveiti
mjólk
kjúklingakraftur
kartöflur
Skerðu laukinn frekar gróft
og brúnaðu hann upp úr olíu-
nni. Settu svo heilmikið af
smjöri út í (½ stk. ef þú ert að
gera mikið) og láttu laukinn
malla í smjörinu. Þá setur þú
mikið af svörtum pipar út í.
Þegar laukurinn er orðinn linur
er hveiti hrært út í og hrært til,
þangað til það verður eins og
smjörbolla. Þá er mjólk og svo-
lítill kjúklingakraftur settur út
í, hrært þangað til það er orðið
að sósu og kartöflurnar þá
brytjaðar út í. Fiskurinn er
soðinn og einnig brytjaður út í
sósuna með kartöflunum,
nokkuð jafnt hlutfall á að vera
af kartöflum og fiski. Þetta er
hrært til og þá er plokkfisk-
urinn tilbúinn og borinn fram
með rúgbrauði með smjöri.
Markaður fyrir
krakka | 21
ÍSAFJÖRÐUR | Tvo mánuði á ári er veitingastaður í Tjöruhúsinu
Gamla eldavélin frá Ögri stendur í eldhúsinu og fyrir ofan hana hanga
pönnurnar sem fiskurinn er borinn fram á.
ingveldur@mbl.is