Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Ingi-bergsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 31. júlí 1925. Hann lést á Land- spítala í Landakoti föstudaginn 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ingibergur Hannesson, f. 15. febrúar 1884, frá Votmúla í Sandvík- urhreppi, d. 3. sept- ember 1971, og Guðjónía Pálsdótt- ir, f. 14. febrúar 1884 á Kirkjubóli í Miðneshreppi, d. 19. desember 1948. Systkini Ólafs eru Sigríður, f. 13.5. 1911, d. 29.1. 2002, Páll, f. 6.5. 1913, d. 15.1. 1988, Júlíus, f. 17.7. 1915, d. 11.8. 2000, og Hann- es, f. 24. október 1922. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Eyrún Hulda Marinósdóttir, f. 6.9. 1930. Foreldrar hennar voru Sig- urvin Marinó Jónsson, f. 20.5. 1900 á Skógum í Þelamörk, d. Ólafur var einn af sjómönnum Vestmannaeyja frá unga aldri. Hann var meðal annars á togar- anum Bjarnarey VE-11, er var annar nýsköpunartogaranna er Bæjarútgerð Vestmannaeyja gerði út. Lengi var hann með bræðrum sínum þeim Páli og Júl- íusi á, aflaskipinu Reyni VE-15. Í eigin útgerð fór hann er hann keypti smábátinn Hadda VE og átti hann til margra ára. Þar næst kaupir hann vélbátinn Vin VE-17 í félagi við Benedikt Frímannsson. Síðan kaupir hann í félagi við Kristján Sigfússon vélbátinn Sóma VE-28. Hann tók vélstjóra- réttindi árið 1945 og gerði út frá Vestmannaeyjum til ársins 1973 og eftir það frá Suðurnesjum. Ár- ið 1983 hóf hann störf hjá Íslensk- um aðalverktökum, sem bílstjóri og starfaði þar til ársins 1992. Hann bjó lengst af í Hjálmholti í Vestmannaeyjum eða fram að eld- gosi í Heimaey 1973. Þá fluttist hann til Suðurnesja og bjó þar, uns hann hætti störfum árið 1992. Eftir það fluttist hann til Hafn- arfjarðar og bjó þar til dauða- dags. Útför Ólafs verður gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 15.12. 1962, og Guð- björg Guðnadóttir, f. 8.11. 1902, á Heiði í Sléttuhlíð, d. 10.11. 1988. Börn Eyrúnar Huldu og Ólafs eru: 1) Guðjón Ingi, f. 1.7. 1948, bílstjóri, maki Hildur Hauksdóttir flugumferðarstjóri, börn hans eru Sigur- björg Hulda, f. 26.8. 1971, Hjalti, f. 2.11. 1974, Guðjón Helgi, f. 19.11. 1976, Daði, f. 14.9. 1987, Dagmar, f. 7.4. 1993, og Orri, f. 11.10. 1998. 2) Birna, f. 25.6. 1951, sjúkraliði, maki Sveinn B. Ingason, bifvéla- virki. Börn hennar eru Iris Inga, f. 8.3. 1968, Ólafur, f. 18.2. 1974, og Hlynur, f. 5.3. 1979. 3) Viðar, verkamaður, f. 10.4. 1958, sam- býliskona Heba Gísladóttir, versl- unarmaður. Börn hans eru Garð- ar, f. 30.12. 1978, Reynir Örn, f. 31.3. 1993, og Davíð Þór, f. 27.11. 1993. Barnabarnabörnin eru átta. Nú ertu farinn frá okkur, elsku pabbi minn. Þú kvaddir þennan heim á fögrum sumardegi þar sem Sundin skörtuðu sínu fegursta og sólin speglaði hafflötinn. Þetta veð- ur og þessi sýn hefði kallað á að nú væri gott að vera á sjónum og renna fyrir fisk í þínum huga. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast frá langri ævi þó að manni finnist tíminn hafa liðið undurhratt. Það er gæfa hvers barns að eiga góða og umhyggju- sama foreldra og þeirrar gæfu nut- um við systkinin. Ekki í formi auðs og valda, sem í nútímanum þykir svo eftirsóknarvert, heldur í ótakmark- aðri hlýju og væntumþykju. Að alast upp við þessar aðstæður og í því náttúruumhverfi sem Vest- mannaeyjar bjóða upp á eru forrétt- indi og verður seint fullþakkað. Pabbi var sjómaður af lífi og sál. Þegar rætt var um sjóinn og fiskiríið var hann í essinu sínu. Á árunum í Eyjum var nóg fyrir þig að heyra vélarhljóðin í bátunum sem voru að koma inn eða að fara út úr höfninni þá vissir þú hvaða bátar voru á ferð og hversu vel hafði fiskast. Við krakkarnir fylgdumst vel með afla- brögðum, enda stóðum við varla út úr hnefa þegar við fórum að taka þátt í fiskvinnslustörfum á sjó og í landi. Margar bryggjuferðirnar voru farnar til að líta eftir bátunum, ekki síst í vondum veðrum til að at- huga hvort allt væri ekki í lagi og hvort þyrfti að binda betur land- festar. Litlir fætur voru velkomnir með í þessar ferðir og stundum end- uðu þeir í Turninum hjá Tóta og þá var boðið upp á pylsu eða ís. Miklar breytingar urðu á lífi okkar þegar eldgosið braust út á Heimaey árið 1973. Húsið sem þú hafðir alist upp í og stækkað og byggt upp að nýju fyrir fjölskyldu þína varð hrauninu að bráð. Í kjölfarið tókuð þið mamma ákvörðun um að setjast að í Keflavík, sú ákvörðun var ekki síst tekin með tilliti til þess að ennþá stundaðir þú sjóinn og þar var boðið upp á innflutt timburhús til kaups fyrir þá sem misst höfðu húsin sín í gosinu. Þar bjugguð þið í tvo ára- tugi. Á þessum árum hættir þú í út- gerð og hófst störf hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli, sem bílstjóri. Mér segir svo hugur að þú hafir aldrei verið sáttur við að fara í land, þó svo að að- stæður höguðu því þannig. Eftir að þið fluttust til Hafnarfjarðar þegar þínum starfsferli lauk, leið varla sá dagur að þú færir ekki niður að höfn til að athuga með aflabrögð og hvað menn væru að sýsla við báta sína. Ekki er hægt að ræða um lífs- hlaup þitt í stórum dráttum án þess að minnast á hversu fjölskyldan þín, börn, barnabörn og barnabarnabörn skipuðu stóran sess í lífi þínu. Þú varst kannski ekki að skipta þér mikið af uppeldinu, þér fannst aðrir eiga að sjá um það. Þú fylgdist hins vegar afar vel með því hvað við tók- um okkur fyrir hendur og hvernig okkur leið. Þinn stóri faðmur var alltaf opinn. Hjálpsemi þinni og greiðvikni voru enginn takmörk sett þegar við þurftum á henni að halda, þá varst þú mættur og oftast fékkstu erfiðustu verkin þar sem þínir miklu kraftar voru langt um- fram meðalmanna. Margir af kynslóð þinni áttu sér engar sérstakar tómstundir. Vinnan og fjölskyldan var það sem lífið snerist um. Tónlist var þó eitt af áhugamálum þínum og með björtu háu fallegu röddinni þinni höfum við sungið með þér í gegnum tíðina. Textarnir voru kannski ekki alltaf að flækjast fyrir þér, en hver tónn var á sínum stað. Á góðum stundum náðir þú í munnhörpuna þína og spilaðir listavel. Það var einnig tek- inn snúningur á eldhús- eða stofu- gólfinu þegar rétta tónlistin heyrð- ist. Þegar barnabörnin fóru að koma eitt af öðru voru þau fljót að finna hvar skjól og huggun var að finna og leituðu mikið til afa og ömmu. Börn- in mín hafa notið þessara gæða í rík- um mæli og fyrir það verður seint þakkað. Mitt elsta barn eignaðist ég, er ég var enn í foreldrahúsum og held ég að hann hafi frekar litið á hana sem dóttur en barnabarn. Eldri sonur minn ber nafn afa síns og hef ég aldrei litið stoltari mann en þegar hann var skírður á sjó- mannadaginn í Landakirkju. Þegar yngri sonur minn fór að spila fót- bolta lét pabbi sig ekki vanta á leiki til að hvetja og geta tekið þátt í um- ræðunni um leikina. Afi þeirra var þeim góð fyrirmynd og er sárt sakn- að. En allt er í lífinu hverfult. Fyrir rúmum tveimur árum greindist þú með þann illvígan og ólæknandi sjúkdóm, alzheimersjúkdóminn. Í fyrstu var sjúkdómurinn hægfara og mamma gat hugsað um þig, þó svo oft hafi þetta verið erfitt. Þú fórst í dagvistun þrjá daga í viku, fyrst á Hrafnistu í Hafnarfirði og síðan í Drafnarhúsið þegar það var opnað í byrjun þessa árs. Á báðum þessum stöðum leið þér vel og varst spennt- ur að fara hvern dag. Fyrir aðeins fimm vikum fékkstu heilablóðfall og varst fluttur á Landakot þar sem þú andaðist. Á stundum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að eiga þig sem föður, þakklæti fyrir að eiga góða móður sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjúkra þér sem best í veikindum þínum og því heilbrigðisstarfsfólki sem annað- ist þig síðustu mánuðina. Það er erfitt að kveðja þig, elsku pabbi minn, en minningin lifir, hún verður aldrei frá mér tekin. Ég kveð þig með textanum í laginu sem ég söng svo ótal oft fyrir þig sem lítil stelpa og Erla Þorsteinsdóttir söng- kona gerði ódauðlegt: Við hliðið stend ég eftir ein, ó, elsku pabbi minn, og tárin mín svo heit og hrein, þau hníga á gangstíginn. En höndin veifar, veifar ótt. Þú veist ég sakna þín. Ó, komdu aftur, komdu fljótt, æ, komdu þá til mín. Oft réna sorgir furðu fljótt hjá fjögra ára snót, og langir dagar líða hljótt við leik og margskyns dót. En kætin vaknar hvert sinn, er þú kemur pabbi minn. Þá hendist ég um háls á þér og halla kinn að kinn. Já, þá er gaman, hlegið hátt, og hjalað margt um stórt og smátt og hoppað, sungið, svalað þrá, uns svefninn lokar brá. (Tólfti september.) Far þú í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir Birna. Ólafur Ingibergsson tengdafaðir minn kvaddi þennan heim 21. júlí sl. Þegar ég kynntist Óla frá Hjálm- holti og fjölskyldu hans fyrir 12 ár- um, gerði ég mér grein fyrir því að þar fór ákaflega samhent fjölskylda og heimili Óla og Huldu í Smára- barði iðulega sá staður þar sem fjöl- skyldan hittist og lagði á ráðin um það sem fram undan væri. Nú hafa forlögin hagað því þannig að þessir fjölskyldufundir verða ekki eins og áður. Á þessum fjölskyldufundum var oft tekist á um menn og málefni og kom þá berlega í ljós rík réttlæt- iskennd Óla og varð honum tíðrætt um misskiptingu lífsins gæða enda mótaður af harðri lífsbaráttu þeirra manna sem ólust upp á fyrri hluta síðustu aldar við kröpp kjör. Fjöl- skyldan var ein af mörgum sem missti nánast allt sitt í Vestmanna- eyjagosi 1973 og setti það mark sitt á Óla enda ræddi hann oft við mig um þá gömlu góðu daga í Eyjum. Baráttu verkalýðsins bar oft á góma í þessum samræðum okkar en sú barátta var mjög ofarlega í huga Óla og hef ég oft hugleitt þessi samtöl okkar og sanfærst æ betur um það að lífskjör ungs fólks í dag komu ekki af sjálfu sér, þau urðu til fyrir baráttu manna eins og Óla frá Hjálmholti og hans líka, manna sem héldu merki réttlætis og jafnræði á lofti og létu aldrei deigan síga. Sam- töl við slíka menn þroska og auka skilning á harðri lífsbaráttu fyrri tíma, þau auka líka skilning á því að lífshamingja þarf ekki að felast í veraldlegum gæðum, hún felst ekki síst í andlegum auði og því fjölskylduumhverfi sem menn skapa sér sjálfir. Þar var Óli heppinn, ynd- isleg kona, mannvænleg börn, síðar glæsileg stórfjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. Óli var ákaflega hlýr maður og barngóður, söng og gældi við börnin enda hændust þau mjög að honum. Það duldist engum sem fylgdist með Óla leika við börn- in að þar áttu þau skjól, í hans ranni var gott að vera. Eftir að Óli greindist með heila- bilun fyrir tveimur árum duldist ekki neinum að af honum dró afar hratt, en þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem fylgja þessum sjúkdómi naut Óli frábærrar umönnunar heima fyrir hjá eiginkonu sinni Huldu með dyggri aðstoð fjölskyldunnar. Þó kom þar, að ekki varð hjá því komist að leita þyrfti annarra leiða og fór Óli þá til dagvistunar fyrst á Hrafn- istu, síðan í Drafnarhúsi í Hafn- arfrði. Ég átti þess kost að liðsinna honum aðeins með því að sækja hann í dagvistun síðustu mánuðina, og sá ég þá hve þessi sjúkdómur er miskunnarlaus því með hverri vik- unni sem leið varð þessi hrausti lík- ami undan að láta. Þó var dagamun- ur og notaði ég þá tækifærið og ræddi við hann um báta og sjó- mennsku en þá lifnaði hann allur og glampaði á augun af áhuga og til- hlökkun að fara bryggjurúnt. En allt verður undan að láta jafnvel hraustasti líkami, og Óli frá Hjálm- holti kvaddi þennan heim þrotinn að að kröftum á Landspítala í Landa- koti 21. júlí. Ég átti þess kost að kveðja hann hinstu kveðju degi fyrir andlát hans og fyrir það er ég þakklátur. Elsku Hulda og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum og er ég sannfærður um að nú rær Óli til fiskjar með bræðrum sínum á öðrum og æðri miðum. Hafðu þökk fyrir allt, Óli minn. Þakkir fyrir kæra kynning, kveð ég þig í anda hljóður. Um þig vakir ástkær minning, af því þú varst drengur góður. Þökk fyrir vaskar vinnuhendur, varstu hvergi í sóknum linur. Þökk fyrir alla afkomendur, eðallyndi dáni vinur. Nú er sigin sól að viði, sál þín kannar bláa leiðið. Hvíl þú heill helgum friði, hérvistar er runnið skeiðið. Fylgi þér Drottinn frelsisveginn, friður sé með þínum anda. Ég veit þú situr sólarmegin, í sumargróðri dýrðarlanda. (Gísli Ólafsson.) Sveinn Ingason. Elsku afi minn, að kveðja þig er með því erfiðara sem ég hef gert um ævina. Við vissum öll að hverju stefndi eftir að þú varst fluttur á spítala, en þegar stundin kemur er maður einhvern veginn ekki viðbú- inn. Þú varst mér alveg óskaplega kær, betri afa var ekki hægt að fá. Fyrstu árin mín var ég mikið hjá ykkur ömmu þar til þið fluttuð til Keflavíkur, þegar fór að gjósa í Eyj- um. Öll sú ást og umhyggja sem ég hef alltaf fengið frá ykkur hefur ver- ið mér gott og ómetanlegt veganesti út í lífið. Sama hvenær maður kom til ykkar ömmu, alltaf var maður velkominn og fann það svo sann- arlega, alltaf kysstur inn og kysstur út. Ég kom mikið til ykkar á sumrin þegar ég var krakki og ég á alveg óskaplega margar góðar minningar frá þeim tíma. Ég kom stundum með vinkonur mínar með mér og alltaf var ykkar heimili opið fyrir öll- um, allir velkomnir það var alveg óskaplega gott að vera hjá ykkur. Í þau tvö skipti sem við Beggi stand- settum húsnæði vildir þú fá að vera með og aðstoða okkur, þú handlang- aðir spýtur, málaðir og gerðir allt það sem til féll og það var notalegt að hafa þig með, því þetta fannst þér virkilega gaman. Alzheimersjúkdómurinn er skelfi- legur, hann rændi þig minninu og öllu því sem við erum öll vön að gera daglega, án þess að hugsa hvernig á að framkvæma það. Þú vissir að það væri eitthvað að, ég vildi að það hefði eitthvað verið hægt að gera fyrir þig því þú varst svo vel á þig kominn líkamlega, mjög vöðvastælt- ur og hraustur. Ég er viss um að margir ungir menn vildu hafa þessa vöðva sem þú varst með. Ég mun aldrei gleyma þeirri stund, daginn sem ég fékk mótorhjólaprófið hinn 12. júní sl. Þá kom ég beint til ykkar ömmu á mótorhjólinu og amma kall- aði á þig að glugganum, þegar hún heyrði mig koma og þú komst og amma spurði þig hvort þú þekktir þennan sem væri að koma og þá sagðir þú: „Já, þetta er hún Íris.“ Tveimur dögum seinna fékkstu heilablóðfall og varst fluttur á Landakot og einu sinni eftir þetta náði ég góðu sambandi við þig, það var þegar við Óli sátum hjá þér og við fórum að ræða mótorhjól við þig. Þú sagðir okkur frá þinni mótor- hjólaferð sem endaði niðri í skurði og þú slóst þér á lær og hlóst dátt. Elsku besti afi minn, ég næ því ekki að þú sért farinn, þetta er ein- hvern veginn svo óraunverulegt. Mér finnst ennþá eins og þú sért heima hjá henni ömmu sitjandi í stólnum fyrir framan sjónvarpið eða við eldhúsborðið í stólnum þínum með „gul“. Ég vona að þú fáir að fara á sjóinn þar sem þú ert núna, því sjórinn var þitt líf og yndi. Ég kveð þig með miklum söknuði og trega og vona að við hittumst aft- ur einhvern tíma seinna. Nú tekur við erfiður tími fyrir ömmu og okkur hin, en ef við hjálpumst öll að þá komumst við yfir þetta með tíman- um. Hvíl í friði, afi minn Þín Íris. 21. júlí var fallegasti dagur ársins. Afi, sem alltaf var mikill veðurmað- ur hefði næsta víst valið svona dag til að yfirgefa jarðvist sína hefði hann um það ráðið. Áhuginn á veðr- inu helgaðist af sjómennsku sem hann stundaði til margra ára og bar hjartað, sálin og skrokkurinn þess merki allt til enda. Það má segja að afi hafi verið afla- kóngur öll sín ár. Aflaverðmætin voru ígildi hlýju, birtu og fölskva- lausrar ástar og fengu allir að njóta þeirra aflabragða og ríflega það. Það eru fá orð sem fá lýst svona manni sem alltaf var tilbúinn að opna stóru hendurnar sínar fyrir litlum sálum sem til hans leituðu. Alltaf var skjól í faðmi hans, alltaf var ást og hlýju að finna. Þegar tínast fer úr röðum feðr- anna verður minningin það sem eftir stendur, minning um sterkan og fal- legan mann. Í sorg og missi sem þessum er mikilvægt að gleðjast líka yfir ferðinni sem nú er á enda kom- in. Bátur þinn er kominn í heima- höfn með metafla eftir vel heppn- aðan túr. Elsku afi minn, minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mér og er ég þakklátur fyrir hverja stund sem áttum við saman. Þín verður sárt saknað. Þinn, Hlynur. Elsku langafi. Takk fyrir allt það góða sem þú ert búinn að gera fyrir mig. Þú varst svo góður langafi sem fórst með mig að veiða og fylgdist með mér í kíkinum þegar ég var í leikskólanum og sóttir mig þegar ég var búinn. Síðan kom að skólanum og alltaf þegar ég var búinn í skól- anum kom ég til ykkar ömmu og þú brostir alltaf til mín. Ég vildi ekki missa þig. Við löbbuðum svo oft í búðina að kaupa í matinn og ég sakna þín svo mikið, elsku langafi. Þinn Ægir. Ólafur var yngsti bróðir minn, rúmlega þremur árum yngri en ég. Mig langar til að minnast hans með nokkrum minningabrotum úr æsku okkar. Við áttum þrjú eldri systkini, Sigríði, Pál og Júlíus sem öll eru lát- in. Algengt var að börn í Vestmanna- eyjum voru send í sveit upp á meg- inlandið yfir sumarið. Þannig var einnig með okkur Óla. Ég var í mörg sumur á Mið-Skála undir Eyjafjöll- um og jafnvel nokkra vetur líka og gekk í skóla á Ysta-Skála. Óli var í sveit á Vorsabæ í Landeyjum. Mér er minnisstætt eitt sinn þegar pabbi koma upp á land til að heilsa upp á okkur. Hann kom með báti frá Eyj- um og lenti í fjörunni undir Eyja- fjöllum og kom fyrst til mín á Mið- Skála. Síðan var farið að heimsækja Óla litla bróður í Landeyjum. Til ÓLAFUR INGIBERGSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.