Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birkir HafbergJónsson fæddist í Keflavík 9. apríl 1980. Hann lést í vél- hjólaslysi hinn 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Agnes Lilý Guð- bergsdóttir úr Grindavík og Jón Jónsson frá Vindási á Rangárvöllum. Systkini Birkis er Gunnar Svanberg Jónsson og Sólrún Ósk Jónsdóttir. Birkir var alinn upp á Hvolsvelli og flutti þaðan um tvítugt til Reykjavíkur. Síðastliðið ár bjó hann í Mosfellsbæ. Birkir var mik- ill keppnismaður og vann til fjölda verðlauna, þ. á m. karatemaður HSK og Rangár- vallasýslu árið 1993, í hestaíþróttum, skák og golfi. Birkir vann við hestatamn- ingar á hestabúgarði í Frakklandi í eitt ár 18 ára gamall. Fyrir tvítugt fór hann til vinnu við Kvíslárvirkjun við járnabindingar. Hann stofnaði síðan eigið fyrirtæki fyrir fjórum árum, Verk- binding ehf. Hann vann sem undirverktaki hjá ÍAV síðastliðin þrjú ár og var með um 20 manns í vinnu. Útför Birkis verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkkan 13. Elsku hjartans barnið mitt, sonur minn, yndislegi góði strákurinn hennar mömmu sinnar. Ég sakna þín svo ólýsanlega mikið. Ég elska þig svo heitt og þrái svo sterkt að faðma þig svo fast að mér og sleppa þér aldrei aftur. Þú ert ljósið í lífi mínu og hluti af mér. Litli grallarinn minn, svo lífsglað- ur, hress og kátur, alltaf hlæjandi og djókandi. Þú varst svo góð sál og hafðir svo sterka ábyrgðar- og verndartilfinningu. Þú máttir ekk- ert aumt sjá, hvorki menn né dýr. Hestarnir þínir og Tarzan, köttur- inn þinn sem var eins og barnið þitt, eiga eftir að sakna þín líka. Þú elsk- aðir að lifa og lifðir hratt til að með- taka allt sem lífið hafði upp á að bjóða fyrir þig þennan stutta tíma sem þú fékkst hér á jörðinni. Alltaf var ég að minna þig á að hvíla þig meira, en þú máttir ekki vera að því, því þú þurftir að gera þetta og hitt, bæði dag og nótt. Það var svo gott að tala við þig og þú sagðir alltaf: „Mamma, ég redda þessu,“ þegar eitthvað var að. Það er svo sárt að fá ekki að sjá fallega bjarta andlitið þitt framar né heyra röddina þína og smitandi hláturinn. Það elskuðu þig allir sem voru svo lánsamir að kynnast þér. Birkir minn, ég veit að amma Sóla og afi Einar eru hjá þér og passa þig fyrir mig og fleiri ættingjar vernda þig þangað til við hittumst aftur. Guð gefur og Guð tekur. Ég veit að Hann þarf þína hjálp á himnum. Það er eitthvað sérstakt sem þér er ætl- að að gera þar, því þú ert svo ein- stakur, gáfaður og góður. Þú varst svo góður við systur þína og bróður, og mömmu þína barstu á höndum þér. Þú varst alltaf svo stoltur af mér. Þið Gunnar voruð sálufélagar og svo samrýndir að það var með ólíkindum hvað nafla- strengurinn var sterkur á milli ykk- ar. Það var aldrei Gunnar eða Birk- ir, alltaf Gunnar og Birkir í einu orði. Sólrún dýrkaði þig og enginn skyldi voga sér að særa hana. Þá var þér að mæta eins og mannýgu nauti. Því hún var litla systir þín og systk- inaböndin og samhugurinn svo sterkur. Svo er það elsku pabbi þinn sem þú ert svo líkur. Þið náðuð svo vel saman, töluðuð saman oft á dag. Svo miklir vinir og félagar í einu og öllu. Einari þótti svo vænt um þig, fannst þú skemmtilegur og líflegur strákur með einstakan húmor. Það er ómetanleg minning sem við geymum þegar þið systkinin komuð hingað í mat kvöldið áður en þú lést. Alveg frá því að þú varst smábarn varstu fullur af krafti, metnaði og keppni. Þú bara varðst að vera fremstur og bestur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og þú varst það líka, elsku drengurinn minn. Þú varst einstaklega fjölhæfur og list- rænn. Það var sama hvort það var í golfi, í skák, hlaupi, karate, hestum og nú síðast ætlaðir þú að vera best- ur á mótorfáki. Þegar þú varst að- eins 11 ára komstu heim af hesta- íþróttamóti með 11 verðlaun og á Íslandsmóti í karate varðst þú þre- faldur karatemeistari aðeins 13 ára gamall. Og dugnaðurinn við að byggja upp þitt eigið fyrirtæki síð- astliðin fjögur ár sýnir líka kraftinn og metnaðinn. Ég á ekki næg orð til að lýsa því hversu stolt ég er af þér, sonur minn. Það er mér ógleymanleg stund sem við áttum á slysstað 25. júlí, þegar við komum öll saman og mót- orhjólin streymdu að til að heiðra minningu þína. Veðrið yndislegt, kyrrð og friður, kertin loguðu svo glatt að þau lýstu upp himininn og myndina af þér við mótorhjólið þitt. Einnig hin mikla minningarathöfn uppi í Heiðmörk 27. júlí í veðurblíð- unni þegar mörg hundruð mótorhjól og fólk komu saman. Fyrir mig, þig og okkur öll er þetta ómetanlegt að finna samhug og virðingu þessa fólks. Sorgin er sár og kvölin sterk að missa þig frá okkur aðeins 26 ára gamlan. Lífið getur verið hart og miskunnarlaust. Guð blessi þig og varveiti og veri sálu þinni náðugur. Ég kveð þig í bili, sonur minn. Minning þín lifir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Ég elska þig. Þín mamma. Elsku Birkir bróðir minn. Nú ert þú farinn og því fá engin orð lýst hversu mikið ég sakna þín. Það er of sárt að hugsa um það. Þú ert besti bróðir sem nokkur systir gæti hugs- að sér að eiga. Það var enginn sem passaði eins vel upp á mig og þú. Og gerðir allt sem þú gast til að vernda mig. Það sýnir bara hversu góðhjart- aður þú varst. Þú varst svo skemmtilegur, lífsglaður og bjart- sýnn á framtíðina. Ég á eftir að sakna slagsmálanna og rifrildanna okkar og góðu stundanna. Núna er enginn til að skjóta golfkúlum í hausinn á mér, klípa og pína eins og þú gerðir. Það er svo margt sem við gerðum saman, við öll þrjú. Það eru ekki mörg systkini sem eiga svona gott samband eins og við áttum. Við vorum „Simpsonsfjölskyldan“ eins og Elenór skírði okkur. En þú, Birkir, varst svo einstak- ur, meistari í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég hef ávallt litið upp til þín og mun alltaf gera! Ég vil líka þakka þér fyrir að vera til. Minning þín mun alltaf lifa og ég sakna þín svo mikið. Þín systir Sólrún Ósk Jónsdóttir. Elsku bróðir minn og vinur. Mér þykir það mjög sárt að þurfa að kveðja þig svona snögglega og á ég eftir að sakna þín mikið, svo lengi sem ég lifi, Birkir minn. Þú varst svo glaður þennan hörmulega dag sem þú lést í þessu ömurlega slysi. Við systkinin feng- um okkur að borða á Hróa hetti í há- deginu og þú fékkst þér lambakótil- ettur, að sjálfsögðu. Svo hlógum við og gerðum grín eins og alltaf. Þetta var allt svo fullkomið. Síðan horfð- um við á eftir þér inn í eilífðina, al- veg glatað. Ég er svo þakklátur fyrir tímann sem við fengum saman á þessari blessaðri jarðkringlu. Við höfum alltaf verið á hraðbrautinni og á þessum stutta tíma sem við náðum saman erum við búnir að gera margt og mikið og lenda í svo mörg- um ævintýrum og búa til svo mörg ævintýri. Það er ekki slæmt að vera búinn að afreka allt sem þú varst búinn að gera á þessum stutta tíma sem þú fékkst. En það er það sem aðra dreymir um að gera á heilli mannsævi. Það er ekki slæmt að geta montað sig af því þarna uppi. Þú ert þar núna vafalaust að segja brandara og gera grín í einhverjum. Þú varst gull af manni og það fet- ar enginn í þín fótspor. Vertu blessaður, mikli vinur og bróðir. Gunnar Svanberg Jónsson. Þær stundir koma í lífi okkar að okkur skortir orð til að lýsa tilfinn- ingu okkar og svo er nú þegar sest er niður til að setja á blað minning- arorð um dóttursoninn Birki Haf- berg Jónsson. Þó svo að dauðinn sé líklega það eina sem hver einstak- lingur gengur að vísu í lífinu gerir enginn ráð fyrir að hann kalli til sín lífsglaðan og hláturmildan 26 ára ungan mann sem var fullur af starfsorku. Ævi hvers manns er vegferð í gegnum dal lífsins og á leiðinni setja menn upp vörður minninganna. Birkir skilur eftir sig margar slíkar vörður. Allt frá því að hann var barn ein- kenndi hann glaðværð, hláturmildi og kapp til að standa sig. Það var sama hvaða íþróttagrein hann stundaði, alltaf fékk hann verð- launapening eða bikar fyrir góðan árangur. Hann stundaði hesta- mennsku og var snemma góður knapi og vann til margra verðlauna á mótum. Hestamennska átti hug hans alla tíð. Birkir var góður vinur og félagi, hann heillaði alla sem kynntust hon- um með glaðværð sinni, hláturmildi og lífsorku. Elsku Birkir, það hefur verið gæfa okkar og forréttindi að eiga þig að barnabarni. Þín er sárt sakn- að en minning þín lifir í hjörtum okkar. Öggu, Jóni, Gunnari, Sólrúnu, Einari og Ievu vonum við að Guð gefi styrk til að takast á við sorgina og okkur öllum veiti hann huggun í þessum missi. Amma Hjálmey og afi Halldór. Að skrifa niður nokkur kveðjuorð til þín er erfitt, tilhugsunin um kveðjustund við frænda minn og jafnaldra er óraunveruleg. Við ger- um aldrei ráð fyrir öðru en allt verði í lagi hjá okkur. Að við getum lifað okkar lífi eftir bestu getu, verðum gömul og deyjum. Þú varst vissu- lega tekinn frá okkur alltof snemma. Þú hafðir vissulega lifað lífinu lif- andi. Alltaf eitthvað að gera. Frændur mínir frá Hvolsvelli voru alltaf eftirtektarverðir þar sem þeir komu við. Skemmtilegar og fyndnar sögur fylgdu heimsóknunum. Þegar lífið endar á svo óvæntan máta hugsa ég til þess hversu vel við þurfum í raun að varðveita stundir með fjölskyldu og vinum, hvert ein- asta andartak gæti verið það sein- asta. BIRKIR HAFBERG JÓNSSON ✝ Björk Hafrúnfæddist á Eski- firði 17. okt. 1941. Hún lést í Danmörku 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Vilborg Björns- dóttir, f. 11. júlí 1918 á Eskifirði, nú til heimilis á dvalar- heimilinu Hulduhlíð á Eskifirði, og Krist- inn Berg Pétursson frá Rannveigarstöð- um í Atlavík, f. 15. apríl 1905, d. 20. okt. 1993. Systkini Hafrúnar samfeðra eru: Svanhildur Sigríður, d. 20. ágúst 1993, og Erna Hafdís Berg, d. 30. sept. 1994. Systkini hennar sammæðra eru: Haukur, d. 1988, Soffía. 4) Gréta Lind, f. 15. jan. 1964, maki Hallgrímur Færseth. Börn: Sandra Kristín og Björgvin Viktor. 5) Steinunn Björk, f. 15. feb. 1966, maki Eiríkur Waltersson. Börn: Steinar Davíð, Birna og Björk Hafrún. Hafrún og Árni Heiðar slitu sam- vistum. Hinn 31. maí 1980 giftist hún Arnari Gunnlaugssyni. For- eldrar hans voru Jóhanna H. Han- sen, f. 26. mars 1915, d. 25. sept. 1984, og Gunnlaugur Gunnlaugs- son, f. 15. ágúst 1906, d. 16. jan. 1979. Systkini Arnars eru: Kol- brún, Borghildur og Anna. Hafrún fluttist 15 ára frá Eski- firði til Keflavíkur með foreldrum sínum og fór fljótt að vinna ýmis störf. Síðast við Myllubakkaskóla í Keflavík. Hún greindist í nóvember 1998 með krabbamein sem hún varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Hafrún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Ragnar, Kristín og Birna Zophanías- börn. Örn, Helgi Grétar, Unnar, Ragn- hildur, Steinunn og Eygló Kristinsbörn. Ung kynntist Haf- rún Árna Heiðari Óskarssyni og eru börn þeirra í aldurs- röð: 1) Árni Heiðar, f. 11. júlí 1959, maki Hafdís Kjartansdótt- ir. Börn: Ása Björg, Kristinn Erlingur, Una og Tómas. 2) Kristín Vilborg, f. 22. feb. 1961, d. 5. júlí 1983. Barn: Berglind, hún á einn son, Snævar Orra. 3) Pétur Ragnar, f. 20. jan. 1963. Börn: Ást- þór Ingi, Hafdís Ósk og Laufey Mig langar að minnast konu minnar nokkrum orðum. Við áttum margar góðar stundir saman. Hún var mjög hlý kona og vildi öllum gott gera, það var mitt gæfuspor að kynnast henni. Hún barðist hetjulega við sinn sjúkdóm og vil ég þakka börnum hennar þann góða stuðning sem þau sýndu bæði mér og mömmu sinni. Við áttum margar góðar stundir í sumarbústaðnum okkar og þar voru alltaf allir velkomnir. Hún var félagslynd og vildi hafa fólk í kringum sig. Þegar við fórum upp í sumarbústað var yfirleitt eitthvað af barnabörnunum með. Til jarðar hníga hlýtur, það henni er komið af. Vor ævi flugsnör flýtur sem fljótið út í haf. Og dauða hafið dökkva vér daprir störum á. Og harma tárin hrökkva svo heit af vina þrá. (Björn Halld. frá Laufási) Hvíl í friði, mín elskulega eig- inkona, og þakka þér allar okkar stundir. Blessuð sé minning þín. Þinn Arnar. Kæra tengdamamma, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þrátt fyrir stutt kynni tókstu mér alltaf opnum örmum. Ég minnist þess þegar við fórum saman upp í sumarbústaðinn þinn, þá tók ávallt gleðin völd þegar þú varst nærri. Ég mun ávallt sakna þess að koma á Blikabraut og þú hvergi nærri til að spjalla saman um daginn og veginn. Elsku tengdamamma, alltaf tók það á mig að koma í heimsókn og sjá hversu veikari og veikari þú varðst, en í minningu minni varstu kjarnorku- kvendi. Ég vil þakka þér fyrir allt. Guð veri með þér. Þér ég vildi þúsundfalt þakka af mínu hjarta fyrir að þú ert mér allt enn sem sumarið bjarta. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þinn tengdasonur Eiríkur Waltersson. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund, stund sem við öll kviðum. Við vitum að nú líður þér betur, nú hefur þú fengið lausn frá erfiðleikum þínum. Það er svo sannarlega hægt að segja um þig, elsku amma, að þrátt fyrir veikindi þín á síðustu árum hélstu alltaf áfram glöð, aldrei var hægt að finna hjá þér annað en von og gleði. Það er með ólíkindum hvað þú hefur tekið veikindum þínum af miklu æðruleysi sem má sjá af því að það síðasta sem þú gerðir var að fara með okkur barnabörnin þín ásamt foreldrum okkar til útlanda. Þar áttum við góðar stundir saman sem við hefðum svo sannarlega ekki viljað missa af. Það gaf okkur mikla gleði að fá að vera sam- vistum við þig þessar síðustu stundir og mun það verða í minn- ingum okkar lengi. Elsku amma, takk fyrir að vera þú sjálf. Alltaf tókstu vel á móti okkur þegar við komum til þín, stjanaðir við okkur eins og þér einni var lagið, bakaðir handa okk- ur og þú bakaðir sko bestu pönnu- kökur sem hægt var að fá, þú varst alltaf að gefa okkur eitthvað og sýna okkur hvað þér þótti raunver- lega vænt um okkur. Þegar þú komst í heimsókn komstu alltaf færandi hendi. Við vildum óska þess að við hefðum átt fleiri sam- verustundir með þér á síðustu ár- um en lífið er skrýtið og margt breytist á stuttum tíma. Við mun- um ævinlega samverustundirnar í sumarbústaðnum og hjólhýsinu, alltaf var gaman að fá að fara með og vera hjá ykkur. Það gladdi þig svo mikið þegar við vorum nálæg. Megir þú hvíla í friði, elsku amma Habba, við kveðjum þig með þessari fallegu bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Elsku pabbi, Steinunn, Gréta, Árni, Berglind, Arnar afi og fjöl- skyldur, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ástþór Ingi, Hafdís Ósk og Laufey Soffía Pétursbörn. Elsku amma. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær verða ávallt geymdar í hjört- um okkar. Hvort sem var í hjólhýs- inu, sumarbústaðnum eða á Blika- braut var gestrisnin þín óaðfinnanleg og þar var maður allt- af númer eitt. Amma, þú hefur kennt okkur svo mikið um lífið og tilveruna sem verður ávallt geymt í huga okkar. Þín verður minnst sem fordæmis styrkleika og kærleiks. Takk fyrir allt. Vertu sæl um alla eilífð, elskulega amma okkar. Þótt að stöðugt þig við grátum BJÖRK HAFRÚN KRISTINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.