Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM MIÐJAN júlí var það forgangs
fréttaefni að segja frá árásum Ísr-
aelsmanna á landið Líbanon og að-
gerðum vestrænna þjóða við að
bjarga þegnum sínum sem þar voru
staddir.
Ég hef verið að bíða eftir að heyra
einhvern ykkar leita svara við þessari
spurningu: Hversu margir líbanskir
fangar eru í haldi í Ísrael og sam-
kvæmt hvaða þjóðarrétti er þeir
geymdir þar? Eða var það ekki til-
raun til þess að frelsa einhverja
þeirra í skiptum fyrir Ísraelana sem
teknir voru til fanga, sem hleypti
þessari árásarhrinu í gang? Því spyr
ég: Væri það ekki eðlileg þjónusta við
okkur fréttaneytendur að reyna að
bregða einhverja ljósi á tildrög þessa
blóðbaðs? Auk þess að spyrja aðeins
út í það, hvað verður um það ógæfu-
fólk sem er fætt í þessu landi og ekk-
ert getur flúið? Í þriðja lagi. Hversu
margir af ,,íbúum“ Líbanon er flótta-
fólk sem gyðingar hafa hrakið frá
landi og eignum? Svona kvikna
spurningarnar ein af annarri.
Þó ætla mætti af fréttum, að þarna
séu náttúruhamfarir í gangi en ekki
áföll af mannavöldum er ég ekki viss
um að allir sætti sig við þá skýringu,
né hina, að ,,hizbollahr“ hljóti bara að
vera vondir menn sem ekki eigi betra
skilið, enda þótt ítrekað sé oft á dag
að auðvitað hafi Ísraelsmenn rétt til
að verja sig! Mætti kannski umorða
þetta viðlag við fréttir dagsins og
segja: Auðvitað verður aldrei friður
þarna fyrr en Ísraelsmenn eru búnir
að útrýma þeim sem þeir hafa flæmt
af landi sínu ýmist með eða án sam-
þykkis hins ,,siðmenntaða heims.“?
Til skýringar þeim sem yngri eru,
skal tekið fram, að Sameinuðu þjóð-
irnar úthlutuðu gyðingum landi til
ríkisstofnunar 1947, en þeir hafa síð-
an aukið mikið við yfirráðasvæði sitt í
margs konar herhlaupum og hafa oft
hunsað fyrirmæli SÞ um að skila
nokkru aftur af þeim löndum eða að
leyfa flóttamönnum að snúa heim.
Með fyrir fram þökk fyrir vænt-
anleg svör.
SÆVAR SIGBJARNARSON
frá Rauðholti.
Ein lítil spurning til
íslenskra fréttamanna –
og nokkrar afleiddar
Frá Sævari Sigbjarnarsyni:
DAGANA 24.–29. júlí fóru 4.
flokkur og 3. flokkur kvenna
Breiðabliks á Dana Cup í Dan-
mörku, sem haldið er í Hjørring.
Fyrst vorum við stelpurnar í 4.
fl. vissar um það að okkur mundi
ekki ganga neitt sérlega vel, þrátt
fyrir að vera núverandi Íslands-
meistarar.
Fyrsta kvöldið okkar í Hjørring
löbbuðum við framhjá banka og í
glugganum voru verðlaunin fyrir
fyrstu þrjú sætin á mótinu. Við
hlógum og sögðum við hvor aðra
að ein af þessum verðlaunum yrðu
okkar. En á mótinu snerist gæfan
okkur í hag og við unnum riðilinn
okkar með markatöluna 12:0. Svo
unnum við 16 liða úrslitin 2-0 og
svo 8 liða úrslitin 8-1. Þar með
vorum við komin í 4 liða úrslit
með aðeins 1 mark á okkur gegn
22. Í 4 liða úrslitunum mættum
við svo þýska liðinu MFFS Fulda/
Süd, leikurinn var hörkuspenn-
andi og skoraði hvorugt liðið í
venjulegum leiktíma. Í framleng-
ingunni vorum við meira með
boltann en náðum aldrei skoti á
markið. Í seinni hluta framleng-
ingar komst framherji þýska liðs-
ins í sókn og þær skoruðu á loka
mínútunni. Við töpuðum 1-0. Það
var mikið grátið eftir leikinn en
við vorum samt sáttar með okk-
ur.
Til samanburðar fóru fyrir 2
árum stúlkur sem voru þá á aldur
við okkur og komust bara í 8 liða
úrslitin. Við lentum því í 3. sæti á
mótinu. 3. flokknum gekk þó að-
eins betur og ’91 árgangurinn
hafnaði í 1. sæti og vann Azalea
frá Svíþjóð 1-0 í hörkuspennandi
leik. ’90 árganginum gekk þó ekki
jafnvel og töpuðu úrslitaleiknum
á móti The Devils 2-1. Báðir ár-
gangarnir unnu líka riðilinn sinn.
Einnig voru ÍR-stelpur með okk-
ur í þessari Danmerkurferð og
stóðu sig með prýði en komust
því miður ekki eins langt.
Við viljum bara þakka öllum
þeim sem styrktu okkur fjárhags-
lega til að komast á þetta mót og
foreldrum okkar sem hvöttu okk-
ar á mótinu, og auðvitað lika
þjálfaranum okkar.
ANDREA, RANNVEIG
OG BIRTA
4. fl. kvenna í Breiðablik
Breiðabliksstúlkur
í Dana Cup
Frá Rannveigu, Andreu og Birtu:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
BYRJUM á að viðurkenna þá
staðreynd að íslenska krónan er
ekki gjaldmiðill. Það þarf ekki að
rökræða þessa fullyrðingu mikið.
Með innleiðingu og viðhaldi á verð-
tryggingu fjárskuldbindinga í ís-
lenskum krónum eru stjórnvöld
einmitt að staðfesta það. Stjórn-
völd og aðilar á markaði geta ekki
tekið þá áhættu að
krónan hafi sama
verðgildi á morgun og
í dag. Gagnvart
stjórnvöldum jafn-
gildir það því að þau
geti ekki tekið áhætt-
una af því að efna-
hagsstjórnin sé skil-
virk.
Menn hafa brugðist
við ónýtum gjaldmiðli
með því „snjallræði“
að miða allar stærri
fjárskuldbindingar við
vísitölur en ekki
gjaldmiðilinn, íslensku krónuna.
Þetta hefur leitt til þess að sú for-
sögn sem allir læra við upphaf
skólagöngunnar að tveir plús tveir
séu fjórir gildir ekki þegar skuld-
arar eiga í hlut heldur fjórir plús
eða mínus nefndarákvörðun um
hvað skuli teljast með í vísitölu-
körfunni, nefndarákvörðun um
hlutföll, nefndarákvörðun um tíðni
rannsókna á markaðnum og þar
fram eftir götunum þar til misgáfu-
legri niðurstöðu er náð um hver
mánaðamót. Eignir manna geta
rýrnað við það eitt að upp-
skerubrestur verður á kaffi í Bras-
ilíu.
Ég vil bara fá að ráða því sjálfur
út af fyrir mig hvort ég láti kaffi-
hækkun hafa áhrif á afkomu mína
eða ekki. Ég sem einstaklingur get
einfaldlega dregið úr kaffineyslu
þegar kaffið hækkar í verði og
minnkað þannig skaða minn af
verðhækkuninni. Það á að vera
réttur minn. Þessum rétti hef ég
verið sviptur. Nefndarálit koma
aldrei í stað viðbragða einstaklinga
á markaði. Það er þekkt að Rússar
fóru lengri leiðina til að átta sig á
því. Við verðum líka að hætta að
berja hausnum við steininn. Áttum
okkur á því að það er ekki einu
sinni fræðilegur möguleiki á að
finna vísitölugrundvöll sem er rétt-
látur fyrir líðandi stund og alla í
einu m.a. vegna þess að neyslu-
mynstrið er síbreytilegt og lag-
skipt og einstaklingar bregðast
hratt við verðbreytingum á mark-
aði frá degi til dags. Vísitölurnar
gera ekki ráð fyrir þessu og hafa
því tilhneigingu til að ofmeta áhrif
verðhækkana á einstökum liðum.
Nýverið hafa fulltrúar banka stigið
fram og lýst yfir að bankar græði á
verðbólguskotum
vegna verðtrygging-
arinnar. Þetta er bara
önnur hliðin á jöfnu.
Hin hliðin er eign-
arýrnun almennings.
Að öðru leyti eru
annmarkar verðtrygg-
ingarkerfisins og
óréttlæti þess ekki
viðfangsefni þessarar
greinar, en undirrit-
aður hefur haldið því
fram að það sé ólög-
legt með tilliti til eign-
arréttarákvæðis
stjórnarskrár.
Án málalenginga er hægt að full-
yrða að upptaka evru myndi leysa
íslendinga undan okinu sem tengist
krónunni. Það væri einfaldlega
góður áfangi í átt til stöðugleika að
taka upp gjaldmiðil á Íslandi.
Rökin sem höfð eru uppi gegn
því skrefi að taka upp evruna eru
helst þau að þá þyrftu Íslendingar
að ganga í Evrópusambandið og í
framhaldinu að það sé ekki hægt
vegna fiskimiða okkar. Menn hafa
venjulega ekki komist lengra í
þessa umræðu og stoppað hér.
Allavega er fiskimiðafyrirvarinn
skjöldur þeirra stjórnmálamanna
sem vilja forðast umræðuna.
Það er einmitt tækifæri núna í
tengslum við óumflýjanlegar við-
ræður við Evrópusambandið að
leiðrétta ambögur fiskveiðistjórn-
unarkerfisins, sem eru þess eðlis
hvort sem er að aldrei verður sátt
um þær á Íslandi.
Ef aflaheimildir verða áfram
eign einstaklinga eða félaga mun
það þvælast fyrir okkar mark-
miðum í samningaviðræðum við
Evrópusambandið af augljósum
ástæðum.
Lagt er til að hinar takmörkuðu
aflaheimildir á Íslandsmiðum verði
afskrifaðar úr höndum núverandi
eigenda og færðar í hendur ís-
lenska ríkisins fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar. Þetta þarf að fram-
kvæma á tiltölulega löngum tíma
t.d. 20 árum eða 5% á ári til að
takmarka uppnám í rekstri núver-
andi eigenda.
Þessar aflaheimildir verði síðan
boðnar upp til einhverra ára t.d. 5
til 7 ára, þannig að þegar allar
aflaheimildir eru í höndum íslenska
ríkisins verði 15 til 20% aflaheim-
ilda boðin upp árlega. Uppboðið
verði öllum opið (a.m.k. öllum íbú-
um Evrópusambandsins) en þau
skilyrði sett að ákveðnu hlutfalli,
háð ákvörðun íslenskra stjórn-
valda, verði landað á Íslandi til að
tryggja samkeppnisstöðu þeirra
sem búsettir eru í íslenskum
byggðarlögum. Aðilum sem eignast
aflaheimildir með þessum hætti
verði frjálst að selja þær þannig að
virkur eftirmarkaður geti þróast.
Einhver gæti sagt að hér sé
mælt með þjóðnýtingu auðlind-
arinnar, en það er ekki rétt. Með
þessum hætti nást sömu áhrif
einkaframtaks eins og í núverandi
kerfi. Munurinn er sá að leigusal-
inn fær nú leigutekjurnar en ekki
leigjandinn.
Með uppboðskerfinu fæst ný sýn
á byggðastjórn, því gera má ráð
fyrir því að ríkisstjórnin geti boðið
sjálf í aflaheimildir innan ramma
fjárlaga og afhent einstökum
byggðarlögum. Þá er líka á hreinu
hvað slík byggðastjórn/-stefna/-
aðstoð kostar.
Með þetta eða svipað veganesti í
samningaviðræður við Evrópusam-
bandið eru íslenskir hagsmunir
tryggðir sem og krafa Evrópusam-
bandsins um gegnsæi kerfa og
jafnræði.
Það sem hér er sett fram hefur
áður sést í einhverri mynd, en góð
vísa er aldrei of oft kveðin.
Hlið að stöðugleika
Örn Karlsson segir að íslenska
krónan sé ekki gjaldmiðill ’Áttum okkur á því aðþað er ekki einu sinni
fræðilegur möguleiki á að
finna vísitölugrundvöll
sem er réttlátur fyrir líð-
andi stund …‘
Örn Karlsson
Höfundur er vélaverkfræðingur.
SAMNINGAR sem fulltrúar ís-
lenskra stjórnvalda og ALCOA í
Bandaríkjunum undirrituðu í New
York vekja spurningar um hvort
tímabært sé að útboði Vaðlaheið-
arganga verði flýtt. Þingmenn Norð-
austurkjördæmis
skulu svara því hvort
það hafi verið vitlaus
forgangsröðun að
ákveða Héðinsfjarð-
argöng í stað Vaðla-
heiðarganga þegar tal-
að var um hugsanlegar
stóriðjuframkvæmdir
á Eyjafjarðarsvæðinu.
Útilokað er að Mjóa-
fjarðargöng geti beðið
öllu lengur vegna stór-
iðjuframkvæmda sem
standa yfir á Reyð-
arfirði.
Fullyrðingar Krist-
jáns Þórs Júlíussonar,
bæjarstjóra á Ak-
ureyri, um að jarð-
göng undir Siglufjarð-
arskarð komi aldrei
næstu 50 árin eru
ótímabærar, fjar-
stæðukenndar og vill-
andi. Fyrir löngu áttu
heimamenn í Norð-
austurkjördæmi að
safna undirskriftum til
stuðnings fyrrverandi
flugmanni, Tryggva
Helgasyni, sem fyrstur manna talaði
um jarðgöng undir Vaðlaheiði árið
1973. Meirihluti heimamanna á
Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyj-
arsveit, sem tekur málið í sínar
hendur, bíður ekki lengur eftir opn-
un Vaðlaheiðarganga fyrir almenna
umferð árið 2010 hvort sem ráðist
verður í stóriðjuframkvæmdir fyrir
norðan eða ekki. Nokkrir lands-
byggðarþingmenn sem þess iðrast
að hafa samþykkt Héðinsfjarð-
argöng viðurkenna nú að Vegagerð-
in og fjárveitingavaldið hafi verið
blekkt til að moka mörg hundruð
milljónum króna í óþarfa undirbún-
ingsrannsóknir á jarðgangagerð í
Héðinsfirði á fölskum forsendum.
Fyrir stjórnvöld og landsbyggð-
arþingmenn gengur það aldrei að
þeir lofi kjósendum sínum rándýrum
samgöngubótum og svíki þá að kosn-
ingum loknum. Til stjórnvalda og
landsbyggðarþingmanna skal því
beint að þeir hætti þessum skollaleik
og kynni sér betur þörfina á Vaðla-
heiðar- og Mjóafjarðargöngum.
Meirihluti Norðlendinga telur að
Héðinsfjarðargöng séu vitlaus fram-
kvæmd án atvinnuskapandi verk-
efna. Tilraun til atkvæðasmölunar
heppnaðist þegar þingmenn Norð-
lendinga máluðu skrattann á vegg-
inn gagnvart Austfirðingum í formi
rökleysunnar. Tilgangurinn var að
leiða öll samgöngumál fyrir austan á
versta veg með skálduðum for-
sendum. Svo óljósar og óvissar eru
forsendurnar fyrir arðsemi Héðins-
fjarðarganga að enginn banki fjár-
magnar þessa framkvæmd með
fullri ríkisábyrgð. Niðurstöður við
Háskólann í Reykjavík og á Ak-
ureyri sýna frekar að þjóðhagslegur
sparnaður af Vaðlaheiðargöngum
verði um 1 til 2 milljarðar kr. Að
loknum stóriðjuframkvæmdum við
Húsavík mun umferð þungaflutn-
inga stóraukast frá svæðinu við
Skjálfandaflóa til Akureyrar. Meiri-
hluti Norðlendinga sem er fylgjandi
Vaðlaheiðargöngum hefur árangurs-
laust spurt þingmenn Norðaust-
urkjördæmis hvernig Héðinsfjarð-
argöng sem aldrei borga sig geti í
þessu tilfelli gagnast fjarlægari
byggðum.
Í kjölfar virkjunarframkvæmda á
Kárahnjúkasvæðinu gerðu menn
strax ráð fyrir að umferð þunga-
flutningabíla myndi stóraukast um
nýja Hárekstaðaveginn, Mývatns-
öræfin, alla leið til Akureyrar og yfir
Öxnadalsheiði. Svo mikið eykst álag-
ið á þjóðvegina að nú er vegurinn
milli Reykjavíkur og Akureyrar
ónýtur eftir sjóflutningana sem ekki
eiga heima á þjóðvegum landsins. Í
stað þess að auka umferðaröryggið
þrefaldast slysahættan af sjóflutn-
ingunum á hringveginum.
Þingmenn stjórnarflokkanna og
stjórnarandstöðunnar sem felldu til-
lögu Gunnars I. Birg-
issonar, fyrrverandi
þingmanns, um að ráð-
ast frekar í jarðgöng
undir Siglufjarðarskarð
og Vaðlaheiði í stað
Héðinsfjarðarganga
skammast sín aldrei.
Tillaga bæjarstjórans í
Kópavogi gerði ráð fyr-
ir fjármögnun Vaðla-
heiðarganga með 500
kr. veggjaldi og þátt-
töku íslenska ríkisins að
hluta til. Hugmynd
fyrrverandi þingmanns
sem vildi kanna hvort
tenging litlu sjáv-
arplássanna yrði hag-
kvæmari með því að
grafa veggöng undir
Siglufjarðarskarð og úr
Ólafsfirði inn í Holtsdal
í Fljótum eða Hólsdal
er svarað með fyrirlitn-
ingu. Áður ítrekaði
ég að það væri vitlaus
hönnun að ráðast í Héð-
insfjarðargöng sam-
hliða virkjunar- og stór-
iðjuframkvæmdum á Austurlandi,
og það áður en farið yrði í álvers-
framkvæmdir fyrir norðan. Snjóflóð
sem fallið hafa í Héðinsfirði og
Skútudal vekja spurningar um hvort
uppsetning varnargarða á þessu
svæði muni hleypa kostnaðinum upp
í 16 til 20 milljarða kr. Án þeirra
leggja ökumenn sem keyra um Héð-
insfjörð líf sitt í hættu þegar veg-
urinn á milli gangamunnanna verður
aldrei öruggur fyrir snjóflóðum. Öll-
um þessum viðvörunum er svarað
með hroka og útúrsnúningi. Flýtum
Vaðlaheiðargöngum á þessu kjör-
tímabili.
Héðinsfjarðargöng
borga sig aldrei
Guðmundur Karl Jónsson
fjallar um samgöngumál
Guðmundur Karl
Jónsson
’MeirihlutiNorðlendinga
telur að Héðins-
fjarðargöng séu
vitlaus fram-
kvæmd án at-
vinnuskapandi
verkefna. ‘
Höfundur er farandverkamaður.