Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UNNENDUR íslenskrar þjóðlaga-
tónlistar geta glaðst, því platan Á
köldu svelli með hljómsveitinni
Krás kom út á dögunum. Uppi-
staða hljómsveitarinnar er gam-
alreyndir hljóðfæraleikarar, Ing-
ólfur Steinsson og Steingrímur
Guðmundsson.
Ingólfur lék á tíma blóma-
barnanna með hljómsveitinni
Þokkabót og hefur starfað jöfnum
höndum sem kennari og tónlist-
armaður eftir það. Steingrímur er
slagverksleikari, aðalsprauta í
Milljónamæringunum og annar
helmingur dúettsins Steintryggs
ásamt Sigtryggi Baldurssyni.
Nýi diskurinn á sér langa sögu,
en ræturnar ná allt aftur til níunda
áratugarins. Þá voru Steingrímur
og Ingólfur báðir búsettir á Flóa-
svæðinu á vesturströnd Bandaríkj-
anna. Steingrímur lærði á ta-
blatrommur við Ali Akbar
tónlistarskólann í San Rafael ná-
lægt San Francisco og þeir félagar
fóru að spila saman þjóðlög með
trommunum ásamt gítarspili Ing-
ólfs. Útkoman var sérstök blanda
af þjóðlögum og frumsömdu efni í
þjóðlagastíl með austrænu yf-
irbragði og indverskum áslætti í
fyrirrúmi. Semsagt þjóðlög og lög í
þjóðlagastíl með heimstón-
listarbrag.
Austrænn taktur í staðinn fyr-
ir gelda poppþjóðlagataktinn
„Það var stefnan að fá nýjan blæ
á þessi þjóðlög og lögin sem Ingó
semur“, segir Steingrímur, sem
hefur fengist mikið við heimstónlist
fyrir utan hljómsveitin Krás. „Ing-
ólfur er meira hefðbundinn þjóð-
lagatónlistarmaður, en fyrir mér
var alltaf mjög spennandi að fá að
heyra þessi lög með austrænu slag-
verki. Sérstaðan við útkomu disks-
ins er líka austræna slagverkið í
staðinn fyrir þennan popp-
þjóðlagatakt sem er svolítið geldur
finnst mér oft.“
Á meðal efnis á nýju plötunni
eru sígild þjóðlög eða lög við þjóð-
vísur, líkt og Á sprengisandi eftir
Sigvalda Kaldalóns, Krummavísur
Jóns Thoroddsen, Vísur Vatns-
enda-Rósu, Móðir mín í Kví, kví og
Þat mælti mín móðir. Einnig eru
nokkur frumsamin lög Ingólfs og
ber þar hæst mjög fallegt lag eftir
hann við ljóðið Þjóðlag eftir Snorra
Hjartarson. Það ber þess merki að
Ingólfur semur í þjóðlagastíl.
Þeir félagar komu nokkrum sinn-
um fram sem dúett fyrir vestan haf
undir nafninu Icelandic Duo, að-
allega hjá Íslendingafélögum og á
síðhippahátíðum. Þegar þeir voru
báðir komnir heim árið 1987 tóku
þeir lögin upp á analógspólur og
fengu til liðs við sig Lárus Gríms-
son og bassaleikarann Richard
Corn. Spólurnar voru hins vegar
hvíldar um árabil þar til ráðist var
að gefa þær út fyrir tveimur árum.
Lögin voru færð yfir í tölvutækt
form, Steingrímur og Ástralinn
Ben Frost uppfærðu hljóðrit-
anirnar og bætt var við upptökum.
Ýmsir hljóðfæraleikarar voru
kvaddir til við að leggja lokahönd á
plötuna, t.a.m. dætur Ingólfs,
Sunna og Arnþrúður, sem sungu
raddir, Jóel Pálsson sem lék á
saxafón í nokkrum lögum, og Arn-
ljótur Sigurðsson bassaleikari.
Upptökurnar voru spilaðar
fyrir börnin og ættingjana
Steingrímur viðurkennir að það
var „svolítið sérstakt“ að vinna að
verkinu 20 árum eftir að hafist var
handa. Burtséð frá því er hann
mjög sáttur við útkomuna. „Já, ég
er rosalega sáttur við þetta. Hún
er mjög þægileg og góð áheyrnar.“
Þótt efni plötunnar hafi verið
tekið upp fyrir tæpum 20 árum án
þess að koma út, týndust upptök-
urnar aldrei heldur urðu nokkurs
konar húsgangar á heimilum Ing-
ólfs og Steingríms. „Við áttum allt-
af eintök á kassettum. Það má
segja að börnin okkar hafi alist upp
við þessa tónlist og eins hlustuðu
ættingjar okkar á þetta.“
Hljómsveitin Krás hefur spilað
nokkuð að undanförnu til að kynna
plötuna. Þau spiluðu í ráðhúsinu 17.
júní og á menningardögum í Hafn-
arfirði í byrjun júní. Einnig er
væntanlegt að hljómsveitin komi
fram í Kastljósinu.
Hins vegar var júlí rólegheita-
mánuður, að sögn Ingólfs. „Við er-
um að pæla meira í haustinu til að
halda áfram að kynna plötuna.
Enda erum við nokkuð uppteknir
um þessar mundir. Ingólfur vinnur
að sólóplötu og ég er sjálfur að
vinna í tíu plötum.“
Tónlist | Hljómsveitin Krás sendi á dögunum frá sér plötuna Á köldu svelli
Leika þjóðlög á heimstónlistarvísu
Hljómsveitin Krás lék í ráðhúsinu 17. júní. Frá vinstri eru: Steingrímur Guðmundsson á tabla, Sunna Ingólfsdóttir,
Arnljótur Sigurðsson á bassa, Ingólfur Steinsson á gítar og Arnþrúður Ingólfsdóttir á hljómborði.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
Stormbreaker kl. 6, 8 og 10.
Silent Hill kl. 8 og 10.20 B.i. 16.ára.
Stick It kl. 6
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Silent Hill LÚXUS kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7 og 9
Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3 og 5
Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3 og 5
Ultraviolet kl. 4.50 og 8 B.i. 12 ára
Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
Click kl. 10.10 B.i. 10 ára
Rauðhetta m.ísl tali kl. 3
ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR
TIL AÐ DEYJA
HÖRKU SPENNUMYND Í
ANDA JAMES BOND
MILLA JOVOVICH Í
MÖGNUÐUM SCI-FI
SPENNUTRYLLI!
BLÓÐSTRÍÐIÐ
ER HAFIÐ!
Magnaður
spennutryllir
eftir höfund
„Pulp Fiction“
VELKOMIN TIL SILENT HILL.VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR!
Með frábærum úrvalsleikurum eins og Sean Bean, Deborah Kara
Unger og Radha Mitchell (Pitch Black og Melinda & Melinda)
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA!
HLAUT TILNEFNINGU
TIL GOLDEN TRAILER
VERÐLAUNANNA Í FLOKKNUM
BESTA HRYLLINGSMYNDIN
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
Þau ætla að ná
aftur hverfinu...
...einn bita
í einu!
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
eeee
P.B.B. DV
„Nánast eina hrollvekjan gerð eftir
tölvuleik sem getur borið höfuðið hátt“
S.U.S XFM 91.9
Ef þú ættir
fjarstýringu sem
gæti stýrt lífi þínu?
Hvað myndir þú
gera ...?