Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 27
Reuters út í gær. Ingibjörg Þórðardóttir segir hundruð þúsunda flóttamanna hafast við í Beirút. Hjálparstarfs- menn hafi miklar áhyggjur af því að sjúkdóm- ar kunni að brjótast út vegna mannmergð- arinnar. Börn eru farin að veikjast og aðeins hægt að veita þeim fyrstu hjálp. „Amer Daoudi, talsmaður neyðarhjálpar Mat- vælaáætlunar SÞ, sagði mér að hann þyrfti að gera gríðarlega efnismiklar og nákvæmar skýrslur fyrir Ísraelsher um ferðir bílalesta á þeirra vegum. Bílalest á vegum Matvælaáætlunarinnar komst frá Beirút til þorpsins Qana með hjálp- argögn á mánudag en í dag [í gær] þurftu tvær að fresta för sinni, vegna þess að öryggisheimild hafði ekki borist frá Ísraelsher. Það sama henti aðrar hjálparstofnanir, því að vitað er um sex bílalestir sem þurftu að snúa við á leið sinni til Suður-Líbanons. Þessu til viðbótar sagði Daoudi vegi mjög lé- lega, brýr hrundar og því oft nauðsynlegt að fara lengri leiðir með hjálpargögn. Hann sagðist hins vegar vona að í lok vikunnar myndu fimm til sex bílalestir á þeirra vegum flytja allt að 10 bíla í einu með hjálpargögn til Suður-Líbanons.“ Aðspurð um hvaða áhrif sú ákvörðun Ísr- aelshers hefði að hætta loftárásum í 48 klukku- stundir, í kjölfar þess að á sjötta tug manna fórst í mannskæðri árás hersins á Qana, sagði Ingibjörg hana hafa haft takmörkuð áhrif vegna þessara tafa. „Flutningur hjálpargagna tókst ekki jafnvel og vonast var til vegna þessara tafa. Ég er búin að tala við talsmenn fjölmargra hjálparstofnana og þeir segjast ekki hafa náð að flytja eins mikið af hjálpargögnum og þeir vildu á þessum 48 klukku- stundum.“ Búist við miklum árásum Spurð um framhald átakanna í Líbanon sagði Ingibjörg líbanska fjölmiðla búast við miklum árásum Ísraelshers í Suður-Líbanon. „Við erum búin að fá staðfestingu Ísraelshers á því að árásir hefjist að nýju klukkan tvö í nótt. Herinn dreifði miðum þar sem Líbanar voru varaðir við árásum norður af Litani-ánni, vegna þess að stuðningsmenn Hizbollah væru þar virk- ir. Það er óvenjulegt, af því að talsmenn hersins sögðust aldrei mundu fara svo norðarlega inn í landið.“ baldura@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 27 Hin kalda staðreynd er sú að stjórn-málaflokkarnir hafa ekki áhuga áeldri borgurum nema á fjögurra árafresti, enda er yfirleitt ekki talað við okkur nema einu ári fyrir kosningar. Milli kosninga vilja þeir síðan ekki vita af okkur og tala ekki við okkur. Sökum þessa erum við á verði og á tánum.“ Þetta segir Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), en nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum að undanförnu þar sem eldri borgarar hafa tjáð efasemdir sínar um þá viljayfirlýsingu sem forsvarsmenn LEB og fulltrúar ríkis- stjórnarinnar undirrituðu í fyrra mánuði. Þannig hefur t.a.m. verið haft eftir Karli Gúst- afi Ásmundssyni, formanni Félags eldri borg- ara í Kópavogi, að hann treysti því ekki að rík- isvaldið muni standa við þau fyrirheit um bætt kjör og aðstöðu eldri borgara sem gefin voru í fyrrnefndri yfirlýsingu. Telja ríkisstjórnina ekki hafa staðið við síðasta samning frá 2002 „Ein meginástæðan fyrir því að við skrif- uðum undir þessa yfirlýsingu er sú að við sáum ákveðnar bætur og meiri úrbætur en við höfum séð áður og við viljum breyta núverandi ástandi. Við viljum búa öldruðum viðunandi dvalarrými og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hverfa frá þeirri stofn- anavæðingu sem hér hefur ríkt. Þetta verður ekki gert nema með breytingu á byggingarstíl og stóraukinni heimaþjónustu og þar hafa yf- irvöld brugðist, enda er heimaþjónusta í skötu- líki í núverandi mynd,“ segir Ólafur. Hann tek- ur fram að forsvarsmenn LEB hafi fengið skilaboð þess efnis að skrifuðu þeir ekki undir yfirlýsinguna þá fengist engin trygging fyrir því að fjármagn yrði sett í breytingu á skipu- laginu eins og að framan er getið. Ólafur leggur hins vegar mikla áherslu á að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing en ekki samningur til fjögurra ára. Að sögn Ólafs töldu forsvarsmenn LEB, eftir fund með öllum for- mönnum félaga eldri borgara landsins, sig ekki hafa umboð til þess að undirrita samning til fjögurra ára við stjórnarflokkana. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því, en þar ber hæst að við teljum ríkisstjórnina ekki hafa staðið við síðasta samning sem þeir gerðu við okkur árið 2002. Í þeim samningi fórum við fram á stór- aukningu heimaþjónustu, en það var ekki stað- ið við það,“ segir Ólafur og tekur fram að þar hafi verið um mjög stórt hagsmunamál eldri borgara að ræða. Segir hann óviðunandi að Íslendingar standi sig verr í þessum málaflokki en nágrannaþjóð- irnar sem við berum okkur saman við, auk þess sem sú stofnanavæðing sem hér ríki í málefnum eldri borgara sé þegar upp er staðið mun dýrari fyrir samfélagið. Bendir hann máli sínu til stuðnings á norrænu skýrsluna Umönnun aldraðra sem út kom á bók árið 2005. Í henni sést svart á hvítu að hérlendis eru 9–10% þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofnunum og aðeins tæplega 50% þeirra í ein- býli meðan hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri og eru á stofnunum annars staðar á Norðurlöndunum sé aðeins 4–5% og þar af séu 85–90% þeirra í einbýli. „Við höfum talað um þetta í meira en 25 ár og reynt að vekja at- hygli jafnt ráðuneyta, stjórnvalda og fjölmiðla, en það virðist enginn vilja hlusta og pólitískus- ar vilja aðeins tala við okkur rétt fyrir kosn- ingar,“ segir Ólafur og bendir á að það séu hagsmunir samfélagsins alls að eldri borgarar geti verið heima hjá sér sem lengst, því allar niðurstöður rann- sókna sýni að það sé ein besta leið- in til þess að halda fólki virku og hressu fram eftir ævi og lenda síð- ar en ella á öldrunarheimilum. Vongóður um að frítekjumarkið taki gildi 1. janúar 2007 Spurður í hverju munurinn á yf- irlýsingu og samningi felist bendir Ólafur á að hefðu forsvarsmenn LEB skrifað undir samning hefðu menn litið svo á að hendur þeirra væru bundnar og lítið hægt að gera til þess að halda áfram að berjast af krafti fyrir bættum kjörum og aðstöðu. „Með því að undirrita aðeins yfirlýsingu teljum við okkur enn hafa fullt umboð til þess að berj- ast af krafti,“ segir Ólafur og nefnir í því sam- hengi frítekjumarkið. Í yfirlýsingunni frá síðasta mánuði er kveðið á um að frítekjumark vegna atvinnutekna elli- lífeyrisþega verði 200 þúsund krónur á ári frá og með 1. janúar 2009, sem samsvarar tæplega 17 þúsund kr. á mánuði, og 300 þúsund kr. á ári, sem samsvarar um 25 þúsund kr. á mán- uði, frá og með 1. janúar 2010. Þetta finnst mörgum alltof seint og tekur Ólafur undir þær gagnrýnisraddir. „Við erum mjög ósátt við þetta. Við vildum sjá frítekjumarkið vera hærra og sjá það koma til framkvæmda fyrr, þ.e. strax 1. janúar 2007,“ segir Ólafur og tek- ur fram að hann sé vongóður um að það muni nást, því forsvarsmenn LEB hafi þegar rætt við fjölda þingmanna og ráðherra sem séu fylgjandi þessari hugmynd. Að sögn Ólafs lagði LEB mikla áherslu á að frítekjumarkið yrði sambærilegt við það sem þekkist meðal annarra Norðurlandaþjóða og bendir á að eðlilegt hefði þótt að það væri á bilinu 30–40 þúsund kr. á mánuði án þess að það skerti bætur. Segir hann að við hafi legið að upp úr viðræðum við ríkisvaldið hafi slitnað við þessa kröfu LEB. Segir hann einnig mikil vonbrigði að samningsaðilar hafi ekki undir neinum kringumstæðum viljað ræða þá stað- reynd að skattbyrði hafi aukist á lægstu launin og einnig að skattleysismörk hafi ekki verið í takt við launahækkanir. „Þetta vildum við leiðrétta. En þrátt fyrir bókun ríkisskipaðrar nefndar, sem ríkissátta- semjari var formaður fyrir, á fundi með for- sætisráðherra hinn 21. desember sl. þess efnis að það ætti að ræða skatta þá fengust þeir ekki ræddir. Það var bara neitað að ræða skatta, sem er auðvitað alveg furðulegt,“ segir Ólafur og leggur áherslu á að LEB muni ekki ætla sér að gefa sig með þetta. „En fyrst ASÍ, sem hefur meiri krafta á bak við sig en við, fékk þetta ekki í gegn í nýafstöðnum við- ræðum sínum við ríkisvaldið, hvernig eigum við þá að fá þetta í gegn? Við sem getum ekki hótað neinu, eins og t.d. að fara í verkfall. Við erum afar valdalítil og höfum sökum þessa ekki sterka samningsstöðu,“ segir Ólafur og bendir jafnharðan á að LEB geti og muni hins vegar halda áfram að láta í sér heyra með sterkum rökum. Eru í reynd ekki fullkomlega ánægð með yfirlýsinguna Aðspurður hverja hann telur helstu kosti ný- undirritaðrar yfirlýsingar nefnir Ólafur að menn hafi séð möguleika á því að tryggja þeim sem búa við lægstu ellilaunin eðlilegar vísi- tölubætur og nokkra raunhækkun á kaupmætti. „Einnig komum við inn möguleika á sveigjanlegum eftirlaunaaldri, sem er mikið hags- munamál fyrir raunar allt þjóðfé- lagið, því það er löngu sannað að sá hópur sem er virkur hann fer síður á öldrunarstofnun. Það felst stórkostlegur sparnaður fyrir rík- issjóð í að fara þessa leið. Við er- um að spara ríkissjóði stórfé. Hvort þeir skilja það – það veit ég ekki.“ Að sögn Ólafs er margt óunnið við að bæta kjör eldri borgara. „Við viljum berjast fyrir því að hækka frítekjumarkið verulega. Ennfremur að draga verulega úr skerðingum, en gallinn er sá að tryggingalöggjöfin er svo flókin að ef þú ferð að auka skerðingarnar þá kemur það verst niður á þeim sem eru með lægstu launin. Þetta er auðvitað óskiljanleg þversögn og þessu þarf að breyta. Annað sem við viljum berjast fyrir er að bilið milli elli- launa og lágmarkslauna á vinnumarkaði minnki hraðar en nú hefur orðið, en það jókst verulega eftir árið 1995. Einnig viljum við, líkt og ASÍ, sjá breytingar á skattkerfinu á þá leið að það verði tveggja þrepa í samræmi við ná- grannaþjóðir okkar.“ Að sögn Ólafs mun LEB fara vel og vand- lega yfir stöðuna með haustinu og skoða hagi eldri borgara, auk þess sem vel verður fylgst með því hvort þær fjárupphæðir sem nefndar eru í yfirlýsingunni og handsalaðar voru skili sér inn í komandi fjárlög. „Við erum í reynd ekki fullkomlega ánægð með þessa yfirlýsingu, þótt vissulega hafi töluvert áunnist. Við skrif- uðum undir af því að við sáum vissar bætur og mun meiri úrbætur en áður hefur sést, en okk- ur er ljóst að það verður að fylgjast mjög náið með að þetta nái fram að ganga og reynsla okkar er því miður sú að menn hafa ekki staðið vel við áætlanir, samanber aukna heimaþjón- ustu sem kveðið var á um í samningnum árið 2002 en síðar var svikið.“ Rof hefur orðið milli kynslóða Nokkur umræða hefur að undanförnu spunnist um það hvort eldri borgarar ættu að bjóða fram í eigin nafni til þess að koma bar- áttumálum sínum á framfæri og hefur Karl Gústaf Ásmundsson, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi, þar verið fremstur í flokki. Ekki er hægt að sleppa Ólafi án þess að heyra afstöðu hans til slíks sérframboðs eldri borgara. Aðspurður segir hann vissulega inni í myndinni að skoða slíkt framboð af fullri al- vöru. Rifjar hann upp að fyrir síðustu kosn- ingar hafi verið gerð könnun meðal almenn- ings og þá hafi niðurstaðan verið sú að 25% aðspurðra sögðust reiðubúin að styðja slíkan flokk. „Við erum því opin fyrir því að skoða þetta af fullri alvöru, sérstaklega ef ekki verður staðið við þessa yfirlýsingu og komið til móts við þær óskir sem við erum að leggja fram,“ segir Ólafur. Hann tekur fram að eitthvað þurfi að gera til þess að vinna gegn því rofi milli kynslóða sem virðist hafa orðið í þjóð- félaginu. „Hvað eldri borgurum hefur verið illa sinnt hérlendis er líklega afleiðing af rofi sem orðið hefur milli kynslóða,“ segir Ólafur að lok- um. Morgunblaðið/Ásdís Aldraðir hér á landi hafa lengi krafist bættra kjara og barist fyrir þeim. Ólafur Ólafsson segir óviðunandi að Íslendingar standi sig verr í málefnum aldraðra en nágrannaþjóðirnar. Menn vilja aðeins tala við okkur á fjögurra ára fresti Kjör og aðstæður eldri borgara eru að sögn Ólafs Ólafssonar, for- manns Landssambands eldri borgara (LEB), aldrei til umræðu nema einu sinni á fjögurra ára fresti. Þá yfirleitt um ári fyrir komandi alþingiskosningar. Í samtali við Silju Björk Huldudótt- ur segir Ólafur yfirlýsingu LEB við ríkisvaldið eiga að tryggja aukna heimaþjónustu, sem sé mikið hagsmunamál, en hins veg- ar sé gengið alltof skammt hvað t.d. frítekjumarkið varðar. silja@mbl.is Ólafur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.