Morgunblaðið - 19.08.2006, Page 1
Kýr kenna
skapstjórnun
Þrettán ára fjósamaður í Skaga-
firði gengur í öll sveitastörfin | 27
Lesbók, Börn og Íþróttir
Lesbók | Verðlaunaratleikur á Menningarnótt Spor glóa í sólskininu
Börn | Verðlaunaleikur vikunnar Myndasögur Íþróttir | Ísland mætir
Tékklandi Enska knattspyrnan | Boltinn byrjar að rúlla í dag í Englandi
Peking. AP. | Kommúnistaflokkurinn
sem er við völd í Kína hefur beðið
Kínverja sem ferðast til útlanda að
gæta að mannasiðum sínum til að
verða heimalandinu ekki til
skammar.
Siðmenningarnefnd flokksins
hefur hafið herferð til að draga úr
fjölda kínverskra ferðamanna sem
sýni „óheflaða framkomu“, að því
er fram kemur í frétt í kínversku
dagblaði. Þar er haft eftir nefnd-
inni að margir Kínverjar hræki,
ræski sig með látum, klæði sig úr
skónum í flugvélum, reyki á al-
mannafæri og hrópi þegar þeir tala
í farsíma.
Í herferðinni eru kynntar hinar
gullnu reglur fágaðra ferðamanna
en samkvæmt þeim á að forðast áð-
urnefnda hegðun auk þess sem fólk
er beðið um að láta ekki vindlinga-
ösku falla á gólfið þegar reykt er
og þvo sér um hendur fyrir mál-
tíðir.
„Hegðun sumra kínverskra
ferðamanna er ekki í samræmi við
efnahagslegan styrk þjóðarinnar
og vaxandi stöðu í alþjóðasamfélag-
inu,“ segir í tilkynningu frá nefnd-
inni. Kínverjar ferðast sífellt meira
og í fyrra fór 31 milljón til útlanda.
Beðnir um
að sýna
mannasiði
erlendis
ALLT að þrjátíu þúsund heimili eru talin hafa
eyðilagst í árásum Ísraela á Líbanon sem stóðu yf-
ir í mánuð, að sögn Paulu Lethomaeki, ráðherra
neyðaraðstoðar í Finnlandi, en Finnar fara með
forsæti í Evrópusambandinu, ESB.
„Þetta er gróft mat. Við heyrðum tölur á bilinu
15–30 þúsund þegar rætt var hversu mörg heimili
hefðu eyðilagst,“ sagði Lethomaeki, eftir að hafa
farið í fjögurra daga heimsókn til Líbanons ásamt
eftirlitsmanni ESB. „Þetta þýðir að eitt hundrað
þúsund manns eru án heimilis og geta ekki leitað í
viðunandi skjól. Vetur nálgast og við höfum aðeins
ekki sætt sig við að friðargæsluliðar frá löndum
sem ekki viðurkenna tilvist Ísraels, eins og
Indónesíu og Malasíu, tækju þátt í verkefninu.
Samkvæmt ályktun SÞ á að senda 15.000 manna
fjölþjóðlegt friðargæslulið til Suður-Líbanons.
Frakkar tilkynntu í fyrradag að þeir myndu senda
200 menn á staðinn til að byrja með sem olli von-
brigðum þar sem búist var við að þeir yrðu fleiri.
Ítalir sögðu í gær að þeir myndu senda lið en vildu
ekki segja hversu fjölmennt það yrði.
Um 500 þúsund Líbanar sem flýðu átökin hafa
snúið aftur til heimila sinna eftir að vopnahlé milli
Ísraela og Hizbollah komst á fyrr í vikunni. Hafa
þeir snúið aftur til suðurhluta Líbanons og út-
hverfa höfuðborgarinnar, Beirút.
nokkra mánuði til að setja upp skýli fyrir þetta
fólk,“ sagði hún og bætti við að aðstoðar væri þörf.
Hvöttu Evrópuríki til að
leggja meira af mörkum
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hvöttu í gær evrópsk
ríki til að bjóðast til að senda fleiri friðargæsluliða
til Líbanons en ríkisstjórnir Evrópuþjóða hafa
verið tregar til að lofa liðsafla til verkefnisins.
Mark Malloch Brown, aðstoðarframkvæmdastjóri
SÞ, þakkaði Asíuþjóðum fyrir að bregðast skjótt
við og lofa fjölmennu liði en ítrekaði að friðar-
gæsluliðið yrði að vera „fjölþjóðlegt“ og hvatti
Evrópuríki til að leggja meira af mörkum. Beiðnin
kom stuttu eftir að Ísraelar sögðu að þeir gætu
Reuters
Lík um 30 manna, sem létu lífið í sprengjuárás Ísraela á bæinn Qana í Líbanon í júlí, voru borin til grafar í gær, en á meðal þeirra voru sextán börn.
Allt að 30.000 heimili eyðilögð
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
Í RÆÐU sinni gerði Halldór meðal
annars að umfjöllunarefni sínu að
Atlantshafstengslin væru að veikj-
ast, NATO væri að þróast í tvær
stoðir Evrópu og Ameríku og Ís-
land þyrfti að styrkja böndin við
Evrópu. „Í framtíðinni verða okkar
öryggismál í meira mæli samtvinn-
uð Evrópu en Bandaríkjunum,“
sagði Halldór og vísaði þá ekki síst í
einhliða ákvörðun Bandaríkja-
manna um að fara með allt sitt lið
og búnað af landi brott. „Nú vitum
við að ekki er hægt að treysta
Bandaríkjunum í einu og öllu og
oftrú á samstarf við þau voru mis-
tök.“
Halldór fór einnig út í Evrópu-
málin og þá aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu, sem hann telur
ekki liggja á, og margt geta spilað
þar inn í. „Afstaða hinna EFTA-
þjóðanna skiptir miklu, framtíð evr-
unnar og geta okkar til að viðhalda
stöðugleika á grundvelli eigin gjald-
miðils. Ég vara samt við tómlæti og
kæruleysi í þessu máli. Stórar
ákvarðanir sem varða framtíð þjóð-
arinnar á að taka á eigin forsendum
og á þeim tíma sem okkur hentar
best en ekki þegar við getum ekk-
ert annað.“
Matvælaverð hér á landi var hon-
um einnig ofarlega í huga eftir lest-
ur skýrslu um ástæður hás mat-
vælaverðs. Halldór gagnrýndi
harðlega að íslenskir neytendur
þyrftu að greiða meira fyrir mat-
væli en aðrir neytendur í Evrópu.
„Ég tel að eftir lestur skýrslunnar
sé augljóst að það þurfi að fella nið-
ur vörugjöld. Skattur á matvæli
þarf að vera sá sami, þar á meðal á
hótelum og veitingaþjónustu. Það
þarf að breyta innflutningsvernd-
inni þannig að samkeppni aukist og
ég vil nefna í því sambandi og
spyrja, hvað réttlætir það til dæmis
að við þurfum að borga miklu
hærra verð fyrir kjúklinga og svína-
kjöt en aðrir neytendur í Evrópu?“
Flokksþing framsóknarmanna
heldur áfram í dag og hefst kl. 9 á
Hótel Loftleiðum. Þá fer meðal
annars fram kjör á formanni, vara-
formanni og ritara flokksins.
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, hélt lokaræðu sína á flokksþingi í gær
Morgunblaðið/Sverrir
Elín Líndal, úr sveitarstjórn Húnaþings vestra, afhenti Halldóri Ásgrímssyni og Sigurjónu Sigurðardóttur, eigin-
konu hans, virðingarvott frá framsóknarmönnum fyrir vel unnin störf í þágu flokksins í gegnum árin.
Var kvaddur
með virktum
Skoða þarf | Miðopna
Halldóri Ásgrímssyni var þakkað með dynjandi lófataki flokksmanna eft-
ir lokaræðu sína sem formaður Framsóknarflokksins á 29. flokksþingi
framsóknarmanna á Hótel Loftleiðum síðdegis í gær. Þingið heldur
áfram í dag og kemur þá í ljós hver verður nýr formaður flokksins.
STOFNAÐ 1913 223. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
„ÉG VEIT ekki hvort ég á að skrifa ævisöguna með
þessu, en það eru allavega tveir pennar,“ sagði Halldór
Ásgrímsson eftir að hafa tekið við gjöf til sín og Sig-
urjónu Sigurðardóttur, eiginkonu sinnar, frá fram-
sóknarmönnum. Var um að ræða þakklætisvott fyrir
störf þeirra í þágu flokksins. Við það tækifæri var
t.a.m. rifjað upp þegar Halldór varð þingmaður flokks-
ins árið 1974, þá 26 ára gamall. „Allt frá þeim tíma hef-
ur hann unnið flokknum og þjóðinni af einurð og
stefnufestu, verið í forystu sem þingmaður, ráðherra
og flokksformaður. Við höfum treyst honum og við höf-
um verið stolt af honum,“ var m.a. sagt af því tilefni.
Höfum treyst honum og verið stolt