Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki gleyma ab-mjólkinni frá MS … þessari nýju léttu með eplum og gulrótum NYJUNG! Án viðbættssykurs EINN AF hápunktum dagskrár Menningarnætur í Reykjavík verða klassískir stórtónleikar á Miklatúni kl. 20. Fram koma Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Sigríður Aðalsteinsdóttir, ásamt Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands sem stjórnað er af Guðmundi Óla Gunnarssyni. Æfingar fyrir tónleikana stóðu yfir í gær þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði, og má á myndinni sjá Víglund Þorsteinsson, stjórnarformann BM Vallár, sem býður til tónleikanna, Mögnu Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem er verndari tónleikanna, og Ólaf Kjartan Sigurðarson baritón sem ræddu saman í æfingarhléi. | 53 Morgunblaðið/Eyþór Óperuperlur og ástsæl einsöngslög ÍSLANDSMÓTIÐ í skák sem hefst á morgun sunnudag, er fyrir ýmissa hluta sakir sögulegt en yngsti kepp- andinn í landsliðsflokki frá upphafi, hinn 13 ára Hjörvar Steinn Grét- arsson, vann sér rétt til þátttöku á mótinu í ár eftir frækilega fram- göngu í áskorendaflokki Skákþings Íslands á síðasta ári. Hjörvari líst vel á komandi átök og hann segist mæta vel undirbúinn til leiks. „Mér líst mjög vel á þetta tækifæri og þetta verður eflaust mjög gaman,“ segir Hjörvar en síð- astliðnar þrjár vikur hefur hann búið sig undir mótið undir styrkri hand- leiðslu stórmeistarans Helga Ólafs- sonar og Davíðs Ólafssonar. Hann er því hvergi banginn en í fyrstu um- ferð mótsins mætir hann alþjóðlega meistaranum Braga Þorfinnssyni. „Það hefði getað verið verra og ég lent á móti Hannesi Hlífari. Ég veit þó hvernig Bragi teflir og er ágæt- lega sáttur með þetta. Við höfum teflt einu sinni saman áður en þá tapaði ég. Sú skák stóð reyndar yfir í rúmlega fjórar og hálfa klukku- stund.“ Hjörvar segir að það hefði verið skemmtilegra að tefla eftir hefð- bundnu fyrirkomulagi og eiga þess kost að etja kappi við alla hina reyndu skákmeistara. „Ég hefði kosið að það hefðu allir teflt við alla en það væri leiðinlegt að detta út snemma því þá er maður bara búinn. Maður verður þó að reyna en fyrst verð ég að komast í gegnum Braga og það verður án efa nokkuð erfitt.“ Yngsti keppandinn á Íslandsmótinu í skák segist hvergi banginn „Þetta verður ef- laust mjög gaman“ Morgunblaðið/Ásdís Hjörvar Steinn Grétarsson  Skákþáttur | 43 GEÐHJÁLP hefur opnað nýjan vef þar sem finna má ýmsar upplýsingar um geðheilsu og skyld málefni. Sig- ríður Sara Þorsteinsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi hjá Geðhjálp, segir að markmiðið með vefnum sé að gera málefni geðsins gagnsæ, þannig að allir hafi aðgang að þeim upplýs- ingum sem eru fyrir hendi. Til standi að uppfæra vefinn daglega og gert sé ráð fyrir að hann stækki með tíman- um. Sigríður Sara segir að vefurinn sé ekki aðeins hugsaður fyrir fólk með geðraskanir heldur einnig fyrir að- standendur geðsjúkra, fagfólk og alla þá sem áhuga hafa á málefninu. Geð- heilsa komi öllum við og „þarna verð- ur hægt að nálgast upplýsingar varð- andi einkenni og úrræði og birtar verða allskyns skýrslur og fréttir,“ segir Sigríður Sara. Þá verði hægt að senda inn fyrirspurnir um geðheilsu. Vefurinn nýi er byggður upp með þarfir lesblindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, blindra og alvarlega sjónskertra í huga. Blindir og sjón- skertir munu geta notað talgervla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni eða stækkað letrið og lesblindir geta breytt um bakgrunnslit og hreyfi- hamlaðir geta vafrað án þess að nota músina. Í tilkynningu vegna nýja vefjarins segir að engar reglur gildi hérlendis um aðgengi að heimasíðum, en í ná- grannalöndum okkar sé komið í lög að heimasíður opinberra stofnana sem og flestra fyrirtækja eigi að vera að- gengilegar öllum notendum, óháð fötlun eða getu. Tíu til tólf prósent þjóðarinnar séu fötluð á einhvern hátt og hafi þessi hópur jafnvel meiri not af heimasíðunni en aðrir. Vefráðgjafarfyrirtækið Sjá hefur í samstarfi við Öryrkjabandalagið lag- að alþjóðlegan staðal fyrir aðgengi á netinu og sniðið listann að íslenskum aðstæðum. Hefur hann verið prófað- ur af notendum með margs konar fötlun. Upplýsingar um geðheilsu á nýjum vef TENGLAR .............................................. www.gedhjalp.is VEGAGERÐIN hefur kannað um- hverfismatsskyldu á lagningu nýs vegarslóða við fjallveg F88 sem nær frá hringveginum suður að Herðubreiðarlindum og Öskju. Ekki hefur enn verið gefið út leyfi vegna framkvæmdanna, en það er sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem tekur ákvörðun um hvort sótt verði um slíkt leyfi. Framkvæmdin snýst um að færa vað yfir Lindá, sem rennur yfir slóðann, sunnar vegna vatnavaxta. Ingvar Teitsson ferðafélagsmað- ur segir að mikið vandamál hafi skapast á slóðanum þar sem Jök- ulsá á Fjöllum hafi sífellt fært sig vestar að Lindarhrauni sem liggi norðan Herðubreiðarlinda en þar liggur slóðinn í gegn og hafi áin því oft náð að éta upp veginn. „Þarna lá við stórslysi árið 2000 þegar það munaði hársbreidd að það færist þarna hópur af aust- urrískum ferðamönnum. Jökulsá át þá veginn í burtu. Svo hélt hún áfram að éta sig áfram í fyrra og þá eyðilagðist vaðið sem gert var árið 2000 þannig að við þurfum að flýja ennþá sunnar og leggja veginn sunnar í hrauninu þannig að slóðinn liggi ekki niður úr hrauninu fyrr en mun sunnar en nú er. Með því myndi Jökulsá ekki skemma þessa slóð næstu árin,“ segir Ingvar. Guðmundur Heiðreksson, yfir- maður nýframkvæmda hjá svæð- isstöð Vegagerðarinnar á Akureyri, tekur undir að vatnavextir og át Jökulsárinnar hafi verið vandamál og að lagning nýs slóða sé í skoðun. Að sögn Guðmundar gæti breyt- ingin orðið til þess að leiðin yrði lengri yfirferðar. „Þetta yrði hins vegar mun öruggari leið,“ segir hann. Hjá Vegagerðinni stendur einnig til að leggja heilsársveg frá hring- veginum austan við Mývatn, niður að Dettifossi og þaðan niður í Kelduhverfi skammt frá Ásbyrgi. „Í umhverfismati er lagst gegn einni veglínunni og verið er að skoða hvernig leyst verður úr því,“ segir Guðmundur að lokum. Eins og menn vita er núverandi slóði að Dettifossi erfiður yfirferðar og hafa margir ferðamenn lent í vandræð- um þar. Jökulsáin étur upp veginn Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Fjölmargir innlendir og erlendir ferðamenn leggja leið sína að Öskju árlega. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is BÚAST má við töfum á afhend- ingu inflúensubóluefna vegna árstíðabundinnar inflúensu á komandi vetri. Þetta stafar af óvæntum erfiðleikum við fram- leiðslu bóluefnanna vegna ófull- nægjandi afraksturs við rækt- un inflúensuveiru af stofni H3N2, sem WHO hefur mælt með að nota í bóluefni fyrir árið 2006–2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum evr- ópskra framleiðenda bóluefna (The European Vaccine Manu- facturers) sem borist hefur Landlæknisembættinu. Af þessum sökum má búast við að bóluefni berist ekki til landsins fyrr en í byrjun októ- ber nk. Sóttvarnalæknir mun senda læknum dreifibréf á næstunni með frekari upplýs- ingum. Tafir á af- hendingu bóluefna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.