Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LISTAMENN frá Litháen munu
væntanlega setja svip sinn á Menn-
ingarnótt en hingað til lands kemur
um 150 manna sendinefnd frá
Litháen og er þar á meðal fjöldi
listamanna sem taka mun þátt í há-
tíðahöldunum í Reykjavík.
Á Bessastöðum verður jafnframt
undirritaður vinabæjarsáttmáli
milli Vilnius og Reykjavíkur af
borgarstjórum borganna. Gintau-
tas Babravicius fyrrverandi þing-
maður í Litháen hefur verið frum-
kvöðull að undirbúningi þessara
samskipta.
„Þessar vinaþjóðir eru að efla sín
tengsl ennþá frekar og þetta er
ánægjuleg viðleitni til að sýna í
verki þann hug sem Litháar bera til
íslensku þjóðarinnar. Þetta er allt í
þakkarskyni við íslensku þjóðina
fyrir atfylgi í sjálfstæðisbaráttunni
sem lauk fyrir 15 árum síðan er
þeir endurheimtu sjálfstæði sitt,“
segir Jakob Frímann Magnússon
sem annast hefur undirbúning og
útfærslu heimsóknarinnar.
Fulltrúar sendinefndarinnar
munu afhenda forseta Íslands milli
tvö og þrjú hundruð þúsund undir-
skriftir frá fólki sem vottar ís-
lensku þjóðinni þakklæti fyrir
veitta aðstoð á sínum tíma.
Ljósmyndir, listflug,
lúðrar og LT United
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
opnað litháska ljósmyndasýningu
sem ber heitið 24 stundir. Á sýning-
unni eru myndir sem teknar voru af
fjölda ljósmyndara daginn sem
Litháen gekk í Evrópusambandið
fyrir tveimur árum. Sýningin er í
húsi Tryggingamiðstöðvarinnar við
Aðalstræti 6 og verður opin áfram
eftir Menningarnótt.
Lúðrasveitin Trimitas mun flytja
tónlist á götum Reykjavíkur í dag
og litháskur listflugmaður mun
sýna listir sínar á sérútbúinni flug-
vél yfir Reykjavíkurhöfn klukkan
17.
Litháska veitin LT United tekur
þátt í tónlistardagskrá Menning-
arnætur og stígur á svið á Ingólfs-
torgi kl. 21:30. Er um að ræða eina
vinsælustu rokksveit Litháens og
var hún framlag Litháa til söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í
fyrra og lenti í sjötta sæti með lagið
„We are the winners of Eurovisi-
on.“
Morgunblaðið/RAX
Litháískur listflugmaður, Jurgis Kairys, mun sýna listir sínar á sér-
útbúinni flugvél yfir Reykjavíkurhöfn kl. 17 í dag, á Menningarnótt.
Litháískir lista-
menn með á
Menningarnótt
Tískuveldi
Lindu K. Bennett á morgun
SÖKUM dagskrár Menning-
arnætur í Reykjavík í dag, laug-
ardag, mun lögregla loka Sæ-
braut frá Geirsgötu í vestri að
Kringlumýrarbraut í austri, frá
klukkan 15 í dag. Þá mun Hverf-
isgata vera lokuð fyrir almennri
umferð frá klukkan 10 þar sem
umferð sjúkrabíla verður beint
um hana.
Fleiri götum verður lokað bæði
vegna Reykjavíkurmaraþons og
dagskrár Menningarnætur og
mun lögregla sinna umferð-
arstjórnun um Sæbraut, Hring-
braut, Miklubraut, Bústaðaveg og
á fleiri stöðum. Eru ökumenn
beðnir um að sýna þolinmæði og
lipurð og fylgja fyrirmælum lög-
reglu.
Þá eru íbúar miðbæjarins beðn-
ir um að takmarka notkun einka-
bifreiða eins og kostur er.
Hvað bílastæði varðar bendir
lögregla á bílastæði við Mið-
bakka, Háskólann, Valsheimili,
Hallgrímskirkju, Kjarvalsstaði og
ofarlega á Sæbraut. Frá bílastæð-
unum er gestum hátíðarinnar
bent á að taka strætisvagn, en
vagnar munu ganga sérstakan
menningarhring og ferja öku-
menn á áfangastaði.
Lokanir vegna
maraþons og
Menningarnætur
!
""
#$" % &
#$ " "'
#( )
*"')
#+' #
, &
--
-, #
!
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Önnu
Sigríði Guðnadóttur, varaformanni
Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ:
„Oddviti Vinstri grænna í Mos-
fellsbæ kýs að hlaupast frá eigin
gjörðum og freistar þess í viðtali við
blaðamann Morgunblaðsins sem
birtist 17. ágúst, að drepa umfjöllun
um umhverfi Varmárinnar á dreif
með kveinstöfum yfir greinaskrifum
í bæjarblaðið í Mosfellsbæ. Greina-
skrifum sem einna helst hafa gengið
út á það að kalla eftir stefnu núver-
andi meirihluta.
Eftirtektarvert er að í viðtalinu
minnist oddviti Vg ekki einu orði á
tengibrautina milli Skeiðholts og
Leirvogstungu sem væntanleg er yf-
ir Varmána. Því miður kemur ekki
fram í frétt Morgunblaðsins að til-
laga Samfylkingarinnar, sem Vinstri
grænir felldu með fulltingi sam-
starfsflokksins, var um að sú fram-
kvæmd yrði sett í umhverfismat. En
sú þögn er í góðum takti við hróp-
andi þögn fulltrúa Vg í bæjarstjórn
og bæjarráði þegar málefni tengd
Varmánni eru til umfjöllunar þar.
Í frétt Morgunblaðsins var því
miður ekki greint frá tillögum Sam-
fylkingarinnar en þeim sem vilja
kynna sér málið nánar er bent á sam-
antekt fundargerða á vef Samfylk-
ingarinnar í Mosfellsbæ, www.xs.is/
mos eða á vef Mosfellsbæjar,
www.mos.is.“
Athuga-
semd vegna
frétta um
Varmá
♦♦♦
SIV Friðleifsdóttir er líklegri en
Jón Sigurðsson til þess að auka
fylgi Framsóknarflokksins í kom-
andi alþingiskosningum. Þetta kem-
ur fram í símakönnun sem IMG
Gallup framkvæmdi að beiðni
Stuðningsmanna Framsóknar-
flokksins, sem eru stuðningsmenn
Sivjar.
Í könnuninni voru þátttakendur
spurðir hvort meiri líkur væru á að
viðkomandi myndi kjósa Framsókn-
arflokkinn í næstu alþingiskosning-
um undir formennsku Jóns Sigurðs-
sonar eða Sivjar Friðleifsdóttur.
Alls sögðu 34% svarenda líklegra að
þeir myndu kjósa Framsóknar-
flokkinn ef Siv leiddi hann en 12,6%
sögðu meiri líkur á að þeir myndu
kjósa flokkinn ef Jón leiddi hann.
6,5% svarenda sögðu það ekki hafa
áhrif hvort þeirra leiddi flokkinn.
Alls sögðust 46,9% svarenda ekki
myndu kjósa Framsóknarflokkinn.
Þegar svörin eru greind meðal
þeirra sem sögðust mögulega kjósa
Framsóknarflokkinn sögðust 64,1%
frekar vilja Siv sem formann, 23,7%
sögðust vilja sjá Jón sem formann,
en 12,2% töldu það ekki hafa áhrif
hvort þeirra leiddi flokkinn.
Könnunin náði til 590 einstak-
linga á aldrinum 18–75 ára á öllu
landinu og var svarhlutfall 61,5%.
Siv líklegri
til að auka
flokksfylgi