Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Bréf Dagsbrúnar
hækka
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 1,9% í 6.661
stig í gær en viðskipti með hluta-
bréf námu um 8,2 milljörðum
króna, þar af var verslað með bréf
í Glitni fyrir 2,9 milljarða en gengi
þeirra hækkaði um 2,8%.
Gengi bréfa Dagsbrúnar hækk-
aði mest eða um 4,2%, gengi
bréfa Alfesca hækkaði um 3,3%
og bréfa KB banka um 2,8%. Bréf
Flögu lækkuðu um 1,25%.
Krónan veiktist um 0,65% í gær
og kostar dalurinn nú 69,76, evr-
an 89,37 og pundið 131,2 krón-
ur.
Icelandic Group með
223 milljóna hagnað
● ICELANDIC GROUP var rekið
með 223 milljóna króna hagnaði
á fyrri hluta ársins. Hagnaður ann-
ars ársfjórðungs nam 125 millj-
ónum króna, eða 1,3 milljónum
evra á móti 6,2 milljóna evra tapi
á sama tímabili í fyrra. Arðsemi
eigin fjár fyrstu sex mánuði árs-
ins reyndist vera 2,4%.
Vörrusala Icelandic Group á
fyrra helmingi ársins nam 72,4
milljörðum króna og hagnaður fyrir
afskriftir, vexti og skatta (EBIDTA)
nam tæpum 2,1 milljarði. Tekjur
félagsins jukust um 29% en þar
af skilaði innri vöxtur 5%.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar
segir Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri félagsins, að afkoma ann-
ars fjórðungs hafi verið undir
markmiðum stjórnenda félagsins,
einkum vegna hás verðs á hrá-
efni. Reiknað sé með bættri af-
komu á síðari hluta ársin og að
EBIDTA ársins verði um fimm millj-
arðar.
Næstmest
verðbólga á Íslandi
● VERÐBÓLGA hér á landi mældist
6,3% samkvæmt samræmdri vísi-
tölu neysluverðs fyrir júlímánuð.
Verðbólgan var hins vegar að með-
altali 2,4% í ríkjum EES og á evru-
svæðinu. Hæst mældist verðbólgan
í Lettlandi, 6,9%, en Ísland er í öðru
sæti. Lægst var verðbólgan hins veg-
ar 1,4% í Póllandi og Finnlandi.
Minni hagnaður
hjá Opnum kerfum
HAGNAÐUR Opinna kerfa Group
á fyrstu sex mánuðum þessa árs
nam 46 milljónum króna samanbor-
ið við 86 milljónir á sama tímabili í
fyrra. Tap varð af rekstrinum á
öðrum fjórðungi þessa árs upp á 16
milljónir en á sama fjórðungi í
fyrra var hagnaður félagsins 28
milljónir.
Opin kerfi Group eru dótturfélag
Kögunar, sem er dótturfélag Dags-
brúnar.
Heildarvelta Opinna kerfa Group
á fyrri helmingi ársins 2006 var
6.452 milljónir króna, samanborið
við 5.635 milljónir á sama tíma í
fyrra. Um 74% teknanna eiga nú
uppruna sinn í erlendri starfsemi
félagsins en 68% á sama tíma í
fyrra. Um 75% tekna eru frá sölu
vél- og hugbúnaðar en 25% eru
þjónustutekjur.
Eigið fé félagsins er 1.750 millj-
ónir króna, eiginfjárhlutfall er 31%
og arðsemi eigin fjár á ársgrund-
velli 6,3%.
Opin kerfi Group samanstendur
af móðurfélaginu, tveimur eignar-
haldsfélögum og þremur rekstrar-
félögum sem eru: Opin kerfi ehf.,
Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í
Danmörku.
VÍSITALA íbúðaverðs á höfuð-
borgarsvæðinu í júlí lækkaði um
1,7% frá fyrra mánuði. Síðastliðna
þrjá mánuði lækkaði vísitalan um
1,3%. Hins vegar hefur vísitalan
hækkað um 3,5% síðastliðna sex
mánuði og hækkað um 7,5% síðast-
liðna tólf mánuði. Þetta kemur
fram í frétt frá Fasteignamati rík-
isins.
Vísitala íbúðaverðs sýnir breyt-
ingar á vegnu meðaltali fermetra-
verðs í íbúðahúsnæði. Húsnæðinu
er skipt í flokka eftir stærð og
hvort það telst fjölbýli eða sérbýli.
Reiknað er meðalfermetraverð
fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis.
Niðurstaðan er vegin með hlut-
deild viðkomandi flokks í heild-
arverðmæti á markaði miðað við
undangengna 24 mánuði.
Fyrr í þessum mánuði kom fram
í tölum frá Fasteignamatinu að
veltan á íbúðamarkaðinum á höf-
uðborgarsvæðinu í júlí hefði dreg-
ist saman um 30% frá fyrra ári.
Kaupsamningum hafði þá fækkað
enn meir, eða um 38%.
Spá lækkun á næstunni
Greining Glitnis spáir því að
íbúðaverð muni lækka um 5 til
10% á næstu 12 til 24 mánuðum. Í
Morgunkorni deilarinnar segir að
mikill þrýstingur sé til verðlækk-
unar á íbúðamarkaði um þessar
mundir. Vaxtahækkun á íbúða-
lánum ásamt minna lánaframboði
og almennt minnkandi kaupmætti
neytenda vegna verðbólguskots
dragi úr eftirspurn á íbúðamarkaði
á sama tíma og framboð sé umtals-
vert og vaxandi með fjölda ný-
bygginga.
Íbúðaverð
lækkar á höfuð-
borgarsvæðinu
Morgunblaðið/Jim Smart
● Landsýn ehf.,
sem er félag að
fullu í eigu Bjarna
Ármannssonar,
forstjóra Glitnis
banka, hefur
keypt 50 milljón
hluti í bankanum
á verðinu 18,1
króna á hlut,
sem var loka-
gengi bréfanna í
fyrradag. Kaupverðið var því 905
milljónir króna. Frá þessu var greint
í tilkynningu til Kauphallar Íslands í
gær.
Einnig kemur fram í tilkynning-
unni að fimm framkvæmdastjórar
hjá Glitni hafi gert kaupréttarsamn-
inga til þriggja ára um kaup á 10
milljónum hlutum í bankanum hver,
á sama gengi, þ.e. 18,1 krónu á
hlut. Kaupverð þeirra hvers um sig
er því 181 milljón. Framkvæmda-
stjórarnir eru: Tómas Kristjánsson,
Finnur Reyr Stefánsson, Haukur
Oddsson, Jón Diðrik Jónsson og
Frank Ove Reite.
Bjarni Ármannsson
kaupir fyrir 905
milljónir í Glitni
Bjarni
Ármannsson
TALIÐ ER líklegt að stjórn
House of Fraser muni taka yf-
irtökutilboði Baugs í keðjuna um
helgina, að því er fram kemur í
frétt Financial Times. Samkvæmt
heimildum blaðsins er Baugur að
leggja lokahönd á 350 milljón
punda, 46 milljarða íslenskra
króna, formlegt tilboð í House of
Fraser.
Tilkynnt var um viðræður um
kaup Baugs á House of Fraser í
júní en Baugur keypti 9,5% hlut í
keðjunni í apríl á genginu 130
pens á hlut. Samkvæmt breskum
fjölmiðlum hljóðar yfirtökutilboð
upp á 148 pens á hlut.
Fram kemur í frétt á vef The
Scotsman að Tom Hunter, auð-
ugasti maður Skotlands, taki þátt í
yfirtökutilboðinu með Baugi og
muni eignast 10% hlut, aðrir sam-
starfsaðilar Baugs sem blaðið
nafngreinir eru Kevin Stanford,
annar stofnenda Karen Millen
keðjunnar og Donald McCarthy
en hann seldi verslanakeðjuna
Rubicon til Mosaic Fashions í síð-
asta mánuði. Þá hafa breskir fjöl-
miðlar einnig nefnt að HBOS
bankinn og FL Group muni koma
að tilboðinu.
Líklegt að yfirtökutil-
boði Baugs verði tekið
!
"# $%
&'
$
() # $
'* $ + *
,
,
&
-.&
-/
0/1 23 &43$
5
&#
6 *
7
*
894
:;## #/ 2 !2
< !2
!"
03=# 02*
! #$ %&
7>?@
0A2
2 2
; # 3
; 2 2
1
1
1
1
1
1
1
1
1
B CD
B CD
B CD
1
B CD
B CD
B CD
B CD
B CD
B CD
B CD
B CD
1
1
B CD
1
1
B CD
1
1
1
1
B CD
6 * 2
*#
: $2 A *# E
( 0
1
1
1
1
1
< 2 A )%
:6 F # &4!*
2
1
1
1
AVION Group hefur gert form-
legt yfirtökutilboð í allt hlutafé í
kanadíska frystigámafyrirtækinu
Atlas Cold Storage Income Trust.
Tilboðið er gert fyrir hönd dótt-
urfélags Avion, Eimskip Atlas Ca-
nada. Tilboðið stendur til föstu-
dagsins 22. september 2006, og
hljóðar upp á um 574 milljónir
kanadískra dollara, um 36 millj-
arða íslenskra króna.
Atlas rekur 53 kæli- og frysti-
geymslur í Norður-Ameríku og er
skráð í kauphöllinni í Toronto.
Eimskip Atlas Canada hefur nú
þegar náð yfirráðum yfir 13,9%
hlutafjár í félaginu með hluthafa-
samningum við Avion Group, sem
á um 9,5% hlutafjárins, og King
Street, sem ræður yfir 4,4%
hlutafjár. Yfirtakan er háð sam-
þykki samkeppnisyfirvalda í
Bandaríkjunum og Kanada og
jafnframt því að meira en tveir
þriðju hluthafa samþykki það.
Avion greindi frá því fyrr í
þessum mánuði að til stæði að
leggja fram yfirtökutilboð í Atlas.
Þá kom fram að verði tilboðið
samþykkt muni starfsemi Atlas
verða samþætt starfsemi Eim-
skips.
Avion leggur fram
formlegt tilboð í Atlas
ENGINN vafi leikur á fjármögnun
sjóðsins sem standa á undir rekstri
Nyhedsavisen í Danmörku; þegar er
búið að afla 70% af því fé sem stefnt
var að og þar af mun Baugur Group
leggja fram um 100 milljónir
danskra króna eða um 1,2 milljarða
íslenskra króna, Dagsbrún leggur
fram 600 milljónir. Það sem á vantar,
um 200 milljónir danskra króna,
kemur frá öðrum fjárfestum og hluti
af þeirri upphæð er þegar tryggður.
Þetta kom fram í dönskum fjöl-
miðlum í gær sem héldu áfram að
fjalla um og varpa fram spurningum
um Nyhedsavisen og fjármögnun
sjóðsins og þar með fjárhagslegt
bakland útgáfunnar.
„Það er fréttin um að íslenski eig-
andinn, Dagsbrún, ætli aðeins að
leggja fram 50 milljónir [danskra] í
verkefnið, sem skapar óvissuna,“
sagði í frétt Ritzau-fréttastofunnar í
gærmorgun.
Raunar er Baugur tilbúinn að
ganga lengra ef með þarf. Þannig
sagði Þórdís Sigurðardóttir, stjórn-
arformaður Dagsbrúnar, í samtali
við dönsku Ritzau-fréttastofuna að
ef til þess kæmi væri Baugur Group
reiðubúinn að leggja fram meira en
hann hefði þegar lofað ef fjárfestar,
þvert á það sem reiknað væri með,
héldu að sér höndum.
Í sumum fréttum létu menn í ljós
miklar efasemdir um að þeir liðlega
fjórir milljarðar sem lagðir verða í
sjóðinn dygðu til reksturs Nyhed-
savisen jafnlengi og stjórnendur
Dagsbrúnar hafa sagt – en allt ylti
það á því hversu miklar tekjur blaðs-
ins yrðu í þeirri hörðu samkeppni
sem framundan væri.
„Skype-Morten“ hluthafi
Børsen greindi frá því í umfjöllun
sinni að „Skype-fjárfestirinn“ Mor-
ten Lund og félagi hans Søren Ken-
ner kæmu til með að verða á meðal
hluthafa í sjóðnum þótt þeirra hlutur
yrði ekki stór. „Ég held að þetta
verði góður rekstur og mér finnst
spennandi að vera með í því að ger-
breyta hefðunum á danska blaða-
markaðinum, m.a. með því að gefa út
pólitískt óháð dagblað. Næsta skref
verður að gera þetta verkefni alþjóð-
legt,“ sagði Lund í samtali við Bør-
sen sem einnig greindi frá því að
skoðaðir verði möguleikar á því að
fara með Nyhedsavisen víðar og að
þá horfi Dagsbrún fyrst og fremst til
Svíþjóðar, Noregs og Hollands.
Baugur leggur Nyhedsavisen
til a.m.k. 1,2 milljarða króna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lægir öldurnar Þórdís Sigurðardóttir segir fjármögnun tryggða.
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
8 *G
0H-
C
C
&:0?
"I
C
C
>> J,I 0K/
C
C
J,I (!
8
C
C
7>?I
"L M
C
C