Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 19 ERLENT Dolce & Gabbana Chanel Prada Donna Karan Lindberg Versace Roberto Cavalli Bulgari Tom Ford og fl. Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar Gleraugu eru skart FLUGMENN leika listir sínar yfir Chicago-borg skömmu fyrir 88. ár- legu flugsýninguna í borginni sem hefst í dag, laugardag. Reuters Æfa sig í háloftunum Genf. AFP. | Talsmenn Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skoruðu í gær á stríðandi aðila á Sri Lanka að greiða fyrir því að hjálparsamtök geti aðstoðað þús- undir flóttafólks sem hefur haft ótryggan aðgang að mat eftir hörð átök í landinu að undanförnu. „Við skorum á stjórnvöld á Sri Lanka og uppreisnarmenn úr röðum Tamíl-Tígranna að greiða þegar í stað fyrir aðgangi starfsmanna hjálpar- samtaka svo að mikilvægar birgðir geti borist til þeirra sem eru í neyð,“ sagði Jennifer Pagonis, talsmaður UNHCR, í gær. „Við og samstarfsaðilar okkar höf- um nú þungar áhyggjur af velferð al- mennra borgara á svæðum sem eru lokuð fyrir aðgangi hjálparsamtaka vegna strangra ferðatakmarkana.“ Á sama tíma hafa fulltrúar stjórn- arinnar á Jaffna-skaganum og í borg- inni Kilinochchi beðið um að 5.000 tonn af matvælum verði send á bæði svæðin þegar í stað. Átökin hafa verið einna hörðust á Jaffna og leggja talsmenn UNHCR mikla áherslu á að lykilvegur á skag- anum, sem liggur í gegnum svæði sem er nú undir stjórn Tígranna, verði opnaður fyrir umferð á ný. Jafn- framt segja talsmenn UNHCR að matar- og vatnsbirgðir séu að nálgast hættumörk á mörgum svæðum, en þeir áætla að um 41.000 manns hafi flúið heimili sín á skaganum. Ástandið er einnig sagt alvarlegt á austurströnd landsins og segjast tals- menn Matvælaáætlunar SÞ, WFP, hafa dreift matvælum á meðal 50.000 flóttamanna sem hafi flúið frá hafn- arborginni Trincomalee og svæðinu í kring á austurströndinni. Gerðu loftárásir á Tígrana Aðgerðir stjórnarhersins gegn Tígrunum héldu áfram í gær þegar herinn gerði árásir á helsta vígi upp- reisnarmanna í Kilinochchi og á búðir þeirra skammt frá Trincomalee. Að sögn talsmanna hersins er út- göngubanni á Jaffna aflétt í nokkrar klukkustundir á dag til að gera óbreyttum borgurum kleift að safna vistum. Nær útgöngubannið til hálfrar milljónar manna. Miklar biðraðir eru sagðar hafa myndast á þessum álags- tímum og hefur herinn dreift tak- mörkuðu magni af nauðsynjavörum á nokkrum stöðum. Um 1.500 manns hafa fallið í átök- um fylkinganna og allt að 135.000 manns hafa flúið heimili sín síðan í desember á liðnu ári. Segja matarskort yfirvofandi á Jaffna Á HVERJU ári hleypa þúsundir Pólverja heimdraganum og freista gæfunnar á breska vinnumark- aðnum. Laun eru þar almennt miklu hærri en í Póllandi og þótt fjöldi atvinnulausra í Bretlandi sé að nálgast eina milljón er framboð á störfum þar mun meira. Því fer þó fjarri að ferðin til Bretlands sé alltaf til fjár, ef marka má frétt dagblaðsins The Daily Telegraph í gær. Þar kemur fram að pólska hjálp- arstofnunin Barka hafi í hyggju að hjálpa bágstöddum Pólverjum að snúa aftur heim frá Bretlandi, en hún nýtur stuðnings pólska utan- ríkisráðuneytisins. Þannig segja talsmenn Barka að margir Pólverj- ar í breskum borgum kunni vegna mikillar fátæktar að leiðast út í eit- urlyfjaneyslu, vændi og glæpastarf- semi. „Við erum að tala um unga og aldna, konur og karla, sem hafa flest litla menntun og tala mjög litla ensku,“ sagði Tomasz Sadowska, forseti Barka, í viðtali við DT. „Allt frá því að Pólverjar gengu í Evr- ópusambandið hefur fólk farið í leit að betra lífi. Það fer án þess að hafa neitt fé eða þekkja nokkurn. Það talar ekki tungumálið en held- ur samt að Bretland verði paradís.“ 45.000 búa við sára fátækt Talið er að 400.000 Pólverjar séu nú búsettir í Bretlandi. Þar af áætl- ar Barka að 45.000 búi við sára fá- tækt og slæman aðbúnað og að allt að 100.000 kunni að eiga í ýmiss konar erfiðleikum. Neyð meðal Pólverja í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.