Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 19
ERLENT
Dolce & Gabbana
Chanel
Prada
Donna Karan
Lindberg
Versace
Roberto Cavalli
Bulgari
Tom Ford og fl.
Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar
Gleraugu eru skart
FLUGMENN leika listir sínar yfir
Chicago-borg skömmu fyrir 88. ár-
legu flugsýninguna í borginni sem
hefst í dag, laugardag.
Reuters
Æfa sig í háloftunum
Genf. AFP. | Talsmenn Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNHCR) skoruðu í gær á stríðandi
aðila á Sri Lanka að greiða fyrir því
að hjálparsamtök geti aðstoðað þús-
undir flóttafólks sem hefur haft
ótryggan aðgang að mat eftir hörð
átök í landinu að undanförnu.
„Við skorum á stjórnvöld á Sri
Lanka og uppreisnarmenn úr röðum
Tamíl-Tígranna að greiða þegar í stað
fyrir aðgangi starfsmanna hjálpar-
samtaka svo að mikilvægar birgðir
geti borist til þeirra sem eru í neyð,“
sagði Jennifer Pagonis, talsmaður
UNHCR, í gær.
„Við og samstarfsaðilar okkar höf-
um nú þungar áhyggjur af velferð al-
mennra borgara á svæðum sem eru
lokuð fyrir aðgangi hjálparsamtaka
vegna strangra ferðatakmarkana.“
Á sama tíma hafa fulltrúar stjórn-
arinnar á Jaffna-skaganum og í borg-
inni Kilinochchi beðið um að 5.000
tonn af matvælum verði send á bæði
svæðin þegar í stað.
Átökin hafa verið einna hörðust á
Jaffna og leggja talsmenn UNHCR
mikla áherslu á að lykilvegur á skag-
anum, sem liggur í gegnum svæði
sem er nú undir stjórn Tígranna,
verði opnaður fyrir umferð á ný. Jafn-
framt segja talsmenn UNHCR að
matar- og vatnsbirgðir séu að nálgast
hættumörk á mörgum svæðum, en
þeir áætla að um 41.000 manns hafi
flúið heimili sín á skaganum.
Ástandið er einnig sagt alvarlegt á
austurströnd landsins og segjast tals-
menn Matvælaáætlunar SÞ, WFP,
hafa dreift matvælum á meðal 50.000
flóttamanna sem hafi flúið frá hafn-
arborginni Trincomalee og svæðinu í
kring á austurströndinni.
Gerðu loftárásir á Tígrana
Aðgerðir stjórnarhersins gegn
Tígrunum héldu áfram í gær þegar
herinn gerði árásir á helsta vígi upp-
reisnarmanna í Kilinochchi og á búðir
þeirra skammt frá Trincomalee.
Að sögn talsmanna hersins er út-
göngubanni á Jaffna aflétt í nokkrar
klukkustundir á dag til að gera
óbreyttum borgurum kleift að safna
vistum.
Nær útgöngubannið til hálfrar
milljónar manna. Miklar biðraðir eru
sagðar hafa myndast á þessum álags-
tímum og hefur herinn dreift tak-
mörkuðu magni af nauðsynjavörum á
nokkrum stöðum.
Um 1.500 manns hafa fallið í átök-
um fylkinganna og allt að 135.000
manns hafa flúið heimili sín síðan í
desember á liðnu ári.
Segja matarskort
yfirvofandi á Jaffna
Á HVERJU ári hleypa þúsundir
Pólverja heimdraganum og freista
gæfunnar á breska vinnumark-
aðnum. Laun eru þar almennt
miklu hærri en í Póllandi og þótt
fjöldi atvinnulausra í Bretlandi sé
að nálgast eina milljón er framboð
á störfum þar mun meira. Því fer
þó fjarri að ferðin til Bretlands sé
alltaf til fjár, ef marka má frétt
dagblaðsins The Daily Telegraph í
gær.
Þar kemur fram að pólska hjálp-
arstofnunin Barka hafi í hyggju að
hjálpa bágstöddum Pólverjum að
snúa aftur heim frá Bretlandi, en
hún nýtur stuðnings pólska utan-
ríkisráðuneytisins. Þannig segja
talsmenn Barka að margir Pólverj-
ar í breskum borgum kunni vegna
mikillar fátæktar að leiðast út í eit-
urlyfjaneyslu, vændi og glæpastarf-
semi.
„Við erum að tala um unga og
aldna, konur og karla, sem hafa
flest litla menntun og tala mjög litla
ensku,“ sagði Tomasz Sadowska,
forseti Barka, í viðtali við DT. „Allt
frá því að Pólverjar gengu í Evr-
ópusambandið hefur fólk farið í leit
að betra lífi. Það fer án þess að
hafa neitt fé eða þekkja nokkurn.
Það talar ekki tungumálið en held-
ur samt að Bretland verði paradís.“
45.000 búa við sára fátækt
Talið er að 400.000 Pólverjar séu
nú búsettir í Bretlandi. Þar af áætl-
ar Barka að 45.000 búi við sára fá-
tækt og slæman aðbúnað og að allt
að 100.000 kunni að eiga í ýmiss
konar erfiðleikum.
Neyð meðal Pólverja í Bretlandi