Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 27 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Menningarnótt 10% afsláttur af nýjum vörum Opið fram á kvöld Skólavörðustíg 4 101 Reykjavík Sími 551 5050 www.gulligrjoti.is Kýr eru ágætar skepnur,þótt mér finnist flestönnur dýr skemmtilegri.Ég hef það stundum á tilfinningunni að sumar þeirra leggi sig sérstaklega fram um að vera erfiðar við mig og það reynir vissu- lega á þolinmæðina. Hún Kippa er til dæmis alveg einstaklega lítið skemmtileg, hún vill aldrei fara á básinn sinn þegar hún kemur inn í fjós og lætur hafa mikið fyrir sér. Hún er mjög gráðug og slær til hausnum þegar ég gef henni fóð- urbæti og reynir að rústa öllu. Þeg- ar ég er að mjólka hana slær hún með löppunum og miðar með hal- anum í augun á mér,“ segir Hjalt- dælingurinn Sigurgeir Ólafsson sem réð sig sem fjósamann að bænum Garðakoti í Skagafirði í sumar, en sjálfur býr hann á Kálf- stöðum ásamt foreldrum sínum og yngri systur. „Ég hafði ekkert sér- stakt að gera heima, því þar er ekki búskapur utan hrossa sem eru áhugamál foreldra minna sem vinna bæði utan heimilis, en mamma er dýralæknir og pabbi er fiskeldisfræðingur á Hólum.“ Rabarbaraskurður og girðingavinna „Foreldrum mínum fannst ekk- ert vit í því að ég væri að snúast í kringum sjálfan mig í allt sumar og svo hef ég auðvitað gott af því að vinna undir stjórn annarra en þeirra. Garðakot er mjög skemmti- legur vinnustaður og fólkið hér er alveg frábært og mér líður vel hérna. Bændurnir Pálmi og Ása sem eru mínir vinnuveitendur, þau leyfa mér líka að gista yfir nóttina ef ég vil og ég geri það öðru hverju.“ Mjaltir og kúarekstur eru ekki eina starf Sigurgeirs, því hann fer að heiman klukkan átta að morgni og vinnudegi lýkur ekki fyrr en að loknum kvöldmjöltum. „Ég hjálpa til við hvaða verk sem fellur til milli mjalta. Í dag var ég til dæmis að brytja rabarbara, sem var ekki lítið verk, því hún Ása ræktar ótrú- legt magn af rabarbara. Svo höfum við þurft að girða heilmikið og ég hjálpa til í heyskapnum og geri hvaðeina sem Pálmi biður mig um.“ Húmoristinn Dúni Mjaltirnar sjálfar taka um klukkutíma og þau eru yfirleitt þrjú eða fjögur við það starf, en auk þess þarf að gefa og þrífa og það tekur annan klukkutíma. Sig- urgeir nýtur starfsins en ekki síður félagsskaparins við Dúna, sem vinnur líka í Garðakoti. „Hann er kominn yfir fertugt en rosalega skemmtilegur og mikill húmoristi. Hann á heima á Hólum og við gerðum með okkur góðan samning um bílfar. Fyrst hjólaði ég alltaf niður á þjóðveg, þar sem Dúni stoppaði á leið sinni að Garðakoti og leyfði mér að sitja í. En núna sækir hann mig heim á bæ og í staðinn hef ég lofað að skrifa um hann fagra líkræðu, þegar að því kemur.“ Fýkur stundum í fjósamanninn Sigurgeir segir fjósamannsstarfið vera gott tækifæri til að æfa skap- stjórnun. „Kýrnar geta verið svo erfiðar en ef þær eru til friðs, þá semur okkur ágætlega. Þegar þær eru mjög óþekkar fýkur stundum í mig.“ Þó Sigurgeir láti eins og hon- um líki lítt við kýrnar þekkir hann þær allar með nafni og segir starfið gefandi. Hann vinnur alla daga vik- unnar, en segist auðveldlega fá frí ef hann sækist eftir því. Það stytt- ist í að skólinn hefjist og fjósa- mannsstarfið verði að baki, en minningar sumarsins eru góðar og Sigurgeir kveður með virktum þar sem hann rekur kýrnar, umvafinn fögrum fjöllum Skagafjarðar.  SVEIT | Þrettán ára fjósamaður sem heyjar, girðir og brytjar rabarbara milli mjalta Gott tækifæri til að æfa skapstjórnun Stundum fer fjarska vel á með Sigurgeiri og kúnum í Garðakoti sem hann rekur hér inn til seinni mjalta. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.