Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HALLDÓR KVEÐUR
Halldór Ásgrímsson kvaddiflokk sinn, Framsóknar-flokkinn, í gær eftir lang-
an feril og fyrir hádegi í dag hverf-
ur hann af vettvangi
stjórnmálanna. Þar með er merk-
um stjórnmálaferli lokið sem
seinni árin hefur einkennzt af um-
róti og átökum.
Enginn forystumaður í stjórn-
málum getur siglt lygnan sjó allan
sinn feril. Raunar má segja að þá
fyrst, þegar reynir á, komi í ljós
hvort stjórnmálamenn hafi það
bolmagn sem þarf til að standa
undir því að gegna forystuhlut-
verki í stjórnmálum. Halldór Ás-
grímsson hefur sýnt að hann hefur
haft þrek og dug til þess.
Þegar horft er yfir stjórnmála-
feril Halldórs Ásgrímssonar
standa tvö stór mál, og bæði mjög
umdeild, upp úr. Annars vegar
kvótakerfið og hins vegar Kára-
hnjúkavirkjun.
Halldór Ásgrímsson er einn af
helztu höfundum og pólitísku
ábyrgðarmönnum kvótakerfisins
sem gríðarlegar þjóðfélagsdeilur
stóðu um á síðasta áratug. Hann
hefur aldrei hvikað frá sínum
grundvallarsjónarmiðum í því
máli. Til þess þarf mikið þrek. Og
þótt Morgunblaðið hafi verið al-
gerlega ósammála fráfarandi for-
manni Framsóknarflokksins í
kvótamálinu ber að virða hann fyr-
ir það hvernig hann hélt á sínum
málstað. Þótt deilunum um kvóta-
kerfið hafi lokið með því að auð-
lindagjald var tekið upp er ljóst að
það er enn of lágt. Og ekki fráleitt
að Morgunblaðið og Halldór Ás-
grímsson geti sameinast um það
sjónarmið. Í viðtali við Morgun-
blaðið í gær sagði Halldór: „Nú er
útgerðin að greiða lágt gjald fyrir
nýtingu auðlindarinnar en við
skulum vona að í framtíðinni verði
staðan þannig að hægt verði að
hækka það.“ Undir þetta tekur
Morgunblaðið og þá sennilega í
fyrsta skipti sem blaðið tekur und-
ir með Halldóri Ásgrímssyni um
kvótamálið.
Byggingu Kárahnjúkavirkjunar
er að ljúka og bygging álvers á
Reyðarfirði komin vel á veg. Öllum
er ljóst að þessi mannvirki eru
verk Halldórs Ásgrímssonar um-
fram aðra.
Þetta eru mjög umdeild verk en
byggingu mannvirkjanna er að
verða lokið. Hvað sem öðru líður
fer ekki á milli mála að Kára-
hnjúkavirkjun og álverið hafa þeg-
ar breytt Austurlandi og lífi fólks-
ins þar. Í ljósi þess að rætur
Halldórs Ásgrímssonar liggja á
Austurlandi hlýtur það að vera
honum fagnaðarefni að skilja við
sitt fólk þar með þeim hætti að
framtíðin er bjartari en áður.
Halldór Ásgrímsson tók við
Framsóknarflokknum á erfiðum
tímamótum í lífi og starfi flokks-
ins. Hann gerði ákveðna tilraun til
að breyta flokknum úr dreifbýlis-
flokki í þéttbýlisflokk. Honum hef-
ur tekizt það að hluta en því verki
er ekki lokið. Þess vegna á enn eft-
ir að koma í ljós hvort því verki
verður lokið á þann veg að sú
breyting takist að lokum en á því
byggist framtíð Framsóknar-
flokksins.
Halldór Ásgrímsson hefur
tryggt flokki sínum samfellda að-
ild að ríkisstjórn í nær tólf ár. Það
hafa ekki margir flokksformenn
leikið eftir.
Að einhverju leyti er ástæðan
fyrir því að honum hefur tekizt
þetta sú að hann hefur orð á sér
fyrir að vera traustur og ábyrgur
stjórnmálamaður. Kannski stund-
um dálítið þungur á köflum. Sam-
starfsmenn hafa treyst honum
þótt stundum hafi reynt töluvert á
samstarfið.
Þegar horft er yfir liðna tíð í
sögu Framsóknarflokksins má
halda því fram að flestir forverar
Halldórs Ásgrímssonar hafi verið
býsna tækifærissinnaðir stjórn-
málamenn sem hafi verið reiðu-
búnir til að fórna ýmsu fyrir völdin
en hann hafi verið staðfastari í því
en þeir að bregða ekki á leik með
mikilsverða hagsmuni þjóðarinn-
ar. Til rökstuðnings fyrir þessari
skoðun má benda á bæði stjórnar-
myndanir 1956 og 1971 að ekki sé
talað um stjórnarmyndunina 1980.
Seinni árin hefur Halldór Ás-
grímsson orðið fyrir meiri ágjöfum
á stjórnmálaferli sínum en áður.
Hann hefur augljóslega tekið það
nærri sér. En fullyrða má að engir
stjórnmálamenn ná svo langt á
ferli sínum sem Halldór hefur gert
án þess að verða fyrir einhverjum
hremmingum. Það mátti Ólafur
heitinn Jóhannesson reyna ekki
síður en Halldór. Nákvæm rann-
sókn á þeim ásökunum sem beint
var að Ólafi Jóhannessyni á sínum
tíma mundi leiða í ljós að ekki
stendur steinn yfir steini í gagn-
rýni og ásökunum andstæðinga
hans. Þeir sem borið hafa Halldór
Ásgrímsson þungum sökum und-
anfarin ár hafa ekki getað stutt
mál sitt nokkrum haldbærum rök-
um.
Í þessu sambandi má heldur ekki
gleyma því að þjóðmálaumræður á
Íslandi eru óvægnari en áður og á
vettvangi fjölmiðlanna fara þær út
fyrir öll mörk. Þess vegna er líf
forystumanna í stjórnmálum erf-
iðara nú en það var áður, þegar
fjölmiðlun var með öðrum hætti.
Morgunblaðið hefur átt marg-
vísleg og mikil samskipti við Hall-
dór Ásgrímsson á stjórnmálaferli
hans. Þau samskipti hafa yfirleitt
verið góð en stundum sviptinga-
söm. Nú þegar Halldór Ásgríms-
son hverfur af vettvangi stjórn-
málanna þakkar Morgunblaðið
þau samskipti og óskar honum og
fjölskyldu hans farsældar á kom-
andi árum.
S
kynsamir menn í Sjálfstæðisflokknum
hljóta nú að sjá að skoða þarf margt í
samstarfinu við Bandaríkjamenn í
nýju ljósi,“ sagði Halldór Ásgrímsson
í ræðu sinni á flokksþingi Framsókn-
arflokksins á Hótel Loftleiðum í gær. Í ræðu
sinni fór Halldór vítt og breitt yfir stöðu flokks-
ins, störf sín í stjórnmálum og einstök málefni á
sviði stjórnmálamanna.
Hvað varnarmálin varðar sagði Halldór að
Atlantshafstengslin væru að veikjast, NATO að
þróast í tvær stoðir Evrópu og Ameríku og við
yrðum að styrkja böndin við Evrópu. Einhliða
ákvörðun Bandaríkjamanna um að fara með allt
sitt lið og búnað héðan sagði Halldór að hefði
skapað trúnaðarbrest og ekki væri hægt að
treysta Bandaríkjunum í einu og öllu og oftrú á
samstarfið við þá voru mistök.
Styrkja böndin við Evrópu
„Við þær aðstæður verðum við að styrkja
böndin við vini okkar í Evrópu, einkum Norð-
urlöndin. Þannig verður fullveldi okkar best
tryggt. Í þessu samhengi verður ekkert umflúið
að ræða form slíks samstarfs. Er það best komið
eins og það er, eða ef til vill með aðild að Evrópu-
sambandinu? Því er haldið fram að ég hafi farið
offari í þeirri umræðu. Hún hafi ekki verið tíma-
bær. En ég spyr, hvenær er tímabært að ræða
framtíðina og hvenær er það ekki tímabært? Í
mínum huga er ávallt tímabært að ræða framtíð-
ina, hvort sem það er óþægilegt eða ekki,“ sagði
Halldór.
Hann sagði að ekkert lægi á aðild að Evrópu-
sambandinu og margt gæti haft áhrif, til dæmis
afstaða hinna EFTA-þjóðanna, framtíð evr-
unnar og geta okkar til að viðhalda stöðugleika á
grundvelli okkar eigin gjaldmiðils.
Varar við tómlæti í ESB-umræðu
„Ég vara samt við tómlæti og kæruleysi í
þessu máli. Stórar ákvarðanir sem varða framtíð
þjóðarinnar á að taka á eigin forsendum og á
þeim tíma sem okkur hentar best en ekki þegar
við getum ekkert annað.
Reynslan af varnarsamstarfinu við Bandarík-
in ætti að vera okkur nægileg lexía í þessum efn-
um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið fremst
þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við
Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóta
að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi.“
Halldór fór yfir störf núverandi ríkisstjórnar
og sagði hana hafa staðið fyrir velferðarstjórn og
leitast við að skapa sátt á sem flestum sviðum.
Benti hann á því til stuðnings að heildar-
útgjöld ríkisins hefðu aukist um 20% að raun-
gildi frá 1998 og að framlög til heilbrigðismála,
almannatrygginga og velferðarmála, fræðslu-
mála og háskólastigsins hefðu öll aukist að raun-
gildi á sama tímabili.
Breyta þarf innflutningsverndinni
Hann gerði matvælaverð meðal annars að um-
talsefni sínu og nýja skýrslu um málið þar sem
glögglega kæmi fram að matvælaverð hér væri
mun hærra en í þeim löndum sem við bærum
okkur saman við.
„Það kemur jafnframt fram að lækkun hlut-
falls virðisaukaskatts á matvæli er ekki jöfn-
unaraðgerð eins og ég hef alltaf haldið fram. Ég
tel að eftir lestur þessarar skýrslu sé augljóst að
það þurfi að fella niður vörugjöld. Skattur á mat-
væli þarf að vera sá sami, þar á meðal á hótelum
og veitingaþjónustu. Það þarf að breyta inn-
flutningsverndinni þannig að samkeppni aukist
og ég vil nefna í því sambandi og spyrja, hvað
réttlætir það til dæmis að við þurfum að borga
miklu hærra verð fyrir kjúklinga og svínakjöt en
aðrir neytendur í Evrópu. Það er enginn eðl-
ismunur á þessari framleiðslu og margvíslegri
annarri framleiðslustarfsemi í landinu sem býr
við óhefta samkeppni við önnur lönd.“
Góðar skattabreytingar
Halldór ræddi nokkuð skattamál í ræðu sinni
og gat þess að skattar væru eitt mikilvægasta
tæki til jöfnunar í þjóðfélaginu. Hann sagði að
breytingar á skattkerfinu hefðu tekist að mörgu
leyti vel og miðað að því að gera Ísland sam-
keppnishæfara í sívaxandi alþjóðlegri sam-
keppni. Eftirtektarvert væri að þrátt fyrir mikla
lækkun á tekjuskatti fyrirtækja skiluðu þau
miklu meira til samfélagslegra þarfa en áður.
Skattahækkun hefði öfug áhrif
Hann vék einnig að fjármagnstekjuskattinum
og rifjaði upp að þegar Framsóknarflokkurinn
hefði komið í ríkisstjórn 1995 hefði enginn fjár-
Halldór Ásgrímsson hélt lokaræðu sína sem formaður á
Skoða þarf sams
Halldór Ásgrímsson kvaddi í gær m.a. með þeim or
lófaklapp, m.a. frá núverandi stjórnarmönnum og f
FRAMBJÓÐENDUR til embætta í forystu-
sveit Framsóknarflokksins kynntu flokks-
mönnum sig og málefni sín í almennum um-
ræðum á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi.
Nokkur eftirvænting var eftir ræðuhöldum
frambjóðenda enda oft sagt að þær skipti
miklu máli þegar kemur að því að kjósa.
Fyrstur á svið var Haukur Haraldsson,
sem býður sig fram til formanns flokksins.
Haukur sagðist bjóða sig fram vegna kær-
leiks og ástar á Framsóknarflokknum sem
hann hafi fylgt frá yngri árum. Haukur var
nokkuð gagnrýninn í erindi sínu og sagði
m.a. að flokkseigendaklíkan í flokknum hefði
stoppað hann af og útilokað frá því að geta
tjáð sig og komið fram í fjölmiðlum. Hann
viðraði auk þess hugmynd sína um fríversl-
unarríki á Íslandi og sá hann fyrir sér Kefla-
víkurflugvöll í því samhengi.
Formennska krefst úthalds
Jón Sigurðsson var annar frambjóðandi til
formanns sem tók til máls. Jón sagðist ætla
sætta ólík sjónarmið og að styrkja þurfi inn-
viði flokksins áður en átök hefjast fyrir kosn-
ingar næsta vor. „Við getum vel eflt Fram-
sóknarflokkinn og hafið kröftuga sókn til
vaxandi fylgis af metnaði og stolti hér í
sagði Gu
manna u
Jónína
flokkurin
þurfi hin
við ef flo
áfram að
félag. „V
sjálfsvir
samað si
flokknum okkar,“ sagði Jón og bætti við að
það hefði oft ásannast á liðnum tíma og það
muni gerast á nýjan leik að þegar þjóðin
þurfi á samstöðu eða skynsamlegum mála-
miðlunum að halda þá séu framsóknarmenn
kallaðir til.
Siv Friðleifsdóttir var síðust frambjóð-
enda til embættis formanns á svið. Hún
sagðist vera baráttuglöð manneskja sem
hefði bæði unnið og tapað í stjórnmálastarfi
sínu fyrir flokkinn. Sagðist hún vita að for-
mennska í stjórnmálaflokki krefjist mikils
andlegs og líkamlegs úthalds sem hún telur
sig hafa og sé reiðubúin til að taka starfið að
sér.
Kjark þarf til að stíga fram á við
Tveir frambjóðendur eru til embættis vara-
formanns flokksins, þau Guðni Ágústsson og
Jónína Bjartmarz. Guðni ræddi um að of-
urgróði og ofurlaun stingi í augu hans og að
græðgin í þjóðfélaginu þyrfti að víkja fyrir
samstöðu sem lítil þjóð þarf á að halda.
Guðni sagðist ungur hafa gefið pólitíkinni og
flokknum sitt hálfa líf og bað hann um trún-
að og stuðning til að halda áfram sem vara-
formaður. „Þið þekkið störfin mín, unnin í
ykkar anda – í bjartsýni og trú og gleði,“
Frambjóðendur kynntu
baráttumál sín
Jónína B
með virk