Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga
og fleiri hafa í auknum mæli skipu-
lagt ferðir á Íslendingaslóðir í
Vesturheimi og í þessum ferðum
hafa margir hitt ættingja sína í
fyrsta sinn.
Ættfræðimiðstöð hefur verið
starfrækt í tengslum við Íslend-
ingahátíðina í Mountain í Norður-
Dakota undanfarin ár og hefur hún
notið mikilla vinsælda. Á nýliðinni
hátíð leiddi hún óvænt saman Ís-
lending og tvær amerískar frænk-
ur hans.
Á sama stað á sama tíma
Laxdal-systurnar Norma Thomp-
son frá Onamia, Minnesota, og
Laurel Bowles frá Milton, Norður-
Dakota, heimsóttu ættfræðimið-
stöðina í þeim tilgangi að afla upp-
lýsinga um ömmu sína, Sigríði Jón-
atansdóttur. Hún flutti frá Íslandi
1888 og fjölskyldutengslin við Ís-
land rofnuðu. George Freeman og
Pam (Olafson) Furstenau sjá um
ættfræðimiðstöðina og hafa þau að-
stoðað marga í gegnum tíðina.
Pam var laus og systurnar fengu
hana til að aðstoða sig. Hún fann
nöfn foreldra Sigríðar, upplýsingar
um brúðkaup þeirra og skírn Sig-
ríðar á Myrká í Eyjafirði. Þessar
upplýsingar eru geymdar á örfilmu
og ráðlagði Pam systrunum að fá
sér filmuna.
Systurnar þökkuðu fyrir sig og
héldu áleiðis út úr húsinu. Á sama
tíma gekk Sigþór Guðmundsson
inn í húsið ásamt konu sinni Maríu
Marteinsdóttur. Þau voru í hópferð
á vegum Ferðaþjónustu bænda á
Íslandi og Sigþór vildi nota tæki-
færið til að fá upplýsingar um afa
sinn og fjölskyldu hans sem flutti
vestur frá Íslandi skömmu fyrir
1890. Hann sá að Pam var laus,
gekk rakleiðis til hennar og sýndi
henni það sem hann hafði um afa
sinn. Pam renndi yfir blöðin til að
sjá hvort hún kannaðist við kunn-
uglegt nafn eða nöfn og sá fljótlega
að afi Sigþórs og amma Laxdals-
systranna höfðu verið systkin. Pam
stökk upp úr stólnum, veifaði út
öllum öngum og kallaði: „Komið
aftur, komið aftur, þið eruð frænd-
systkin.“ Systurnar voru enn í hús-
inu og þeim brá óneitanlega við
hrópin. Þær vissu ekki hvaðan á
sig stóð veðrið og því síður Sigþór
en gleði þeirra var mikil þegar
málið hafði verið útskýrt fyrir
þeim.
Eiginmaður Sigríðar var Sig-
mundur Sigurðsson. Þau settust að
nálægt Garðar í Norður-Dakota og
þar sem svo margir Sigurdsson
bjuggu á svæðinu breyttu þau
nafninu í Laxdal enda höfðu þau
búið í Laxárdal á Íslandi. Þetta
vissi Sigþór ekki en hann fann það
sem hann leitaði að, þökk sé ætt-
fræðimiðstöðinni í Mountain.
Sigþór og María komu til lands-
ins í gærmorgun og létu vel af
ferðinni. „Þú hefðir átt að sjá stúlk-
una,“ segir María um viðbrögð
Pam. „Það var svo gaman að fylgj-
ast með viðbrögðum hennar og við
vissum ekkert hvað var í gangi
þegar hún stökk upp úr stólnum og
kallaði á konurnar.“ „Þetta var
ótrúleg tilviljun,“ bætir Sigþór við.
„Ég vissi af ættingjum mínum
vestra en átti ekki von á að hitta
einhverja þeirra á þessum stað.
Þetta gerðist svo snöggt og við átt-
uðum okkur ekki almennilega á
þessu en ég náði að taka mynd af
frænkum mínum.“
Nýtt hús
Ættfræðimiðstöðin var í nýju
húsi að þessu sinni. Tim og Susan
(Sigurdson) Powers keyptu hús í
Mountain og gerðu það upp og með
hjálp margra sjálfboðaliða tókst
þeim að gera húsið tilbúið fyrir
ættfræðimiðstöðina áður en hátíðin
hófst.
Fann frænkur sínar í ættfræðimiðstöðinni í Mountain
Ljósmynd/Sigþór Guðmundsson
Laxdal-systurnar Norma Thompson frá Onamia, Minnesota, og Laurel Bowl-
es frá Milton, Norður-Dakota, utan við ættfræðimiðstöðina í Mountain.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigþór Guðmundsson og María Marteinsdóttir eftir heimkomuna í gær.
„Ótrú-
leg til-
viljun“
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÞEGAR Íslendingar settust að vest-
an við Winnipegvatn, þeir fyrstu 21.
október 1875, mættu þeir margri
mótspyrnunni. Þeir áttu þó óvæntan
hauk í horni, frumbyggjahöfðingj-
ann John Ramsay sem bjó skammt
norðan við Íslendingafljót rétt hjá
þar sem síðar varð Riverton og að-
stoðaði þá á margan hátt fyrstu árin.
Betsey, eiginkona Johns, dó úr
bólusótt rétt eins og margir Íslend-
ingar og aðrir íbúar á svæðinu vet-
urinn 1876–1877 og John féll frá fyr-
ir 1910. Hann var jarðaður við hlið
konu sinnar á Sandy Bar við River-
ton. Eftir að hún dó gekk John sem
leið lá suður til Selkirk, um 120 km,
til að láta útbúa legstein og bar hann
svo á bakinu til baka að Sandy Bar
og setti á leiðið.
Í Geysisbyggð bjó smiður sem hét
Trausti Vigfússon. Eina nótt
dreymdi hann að til sín kæmi glæsi-
legur indjánahöfðingi sem bað hann
um að smíða grind og koma henni
fyrir umhverfis leiðið á Sandy Bar.
Nokkrum árum síðar eða sumarið
1917 uppfyllti hann drauminn og
setti hvíta grind umhverfis leiði
Ramsay-hjónanna.
Fyrir skömmu ákvað Wanda And-
erson, umsjónarmaður Snorraverk-
efnisins vestra, að snyrta í kringum
leiðið og mála grindina og lítur hún
nú út eins og ný eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd.
Guttormur J. Guttormsson skáld við leiðið árið 1935.
Snyrt í kringum leiðið
Ljósmynd/Svava Sæmundsson
Leiðið á Sandy Bar. Winnipegvatn í baksýn.
NÝLEGA var Neil Ófeigur Bardal sæmdur æðstu viðurkenningu Manitoba-
fylkis, The Order of Manitoba, við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í Winnipeg.
Hann er þriðji maðurinn af íslenskum ættum til þess að hljóta þessa við-
urkenningu en hinir eru dr. Baldur R. Stefansson plöntuerfðafræðingur og
John Harvard, fylkisstjóri Manitoba.
Að þessu sinni fengu 12 manns viðurkenninguna The Order of Manitoba.
Henni var komið á 1999 og er hún veitt árlega en Neil er í hópi 97 manns sem
hafa verið sæmdir henni. Hún er veitt einstaklingum í Manitoba sem hafa
skarað fram úr á einhverju sviði og vakið athygli fyrir framgöngu sína.
John Harvard (t.v.) afhendir Neil Bardal viðurkenninguna í Winnipeg.
Neil Bardal heiðraður
JÓNAS Þór sagnfræðingur hefur stofnað félagið Vest-
urheim sf. og er markmið þess að efla tengsl Íslend-
inga við afkomendur íslenskra vesturfara í Ameríku.
Áhersla verður lögð á ferðir til Vesturheims í sam-
vinnu við Þjóðræknisfélag Íslendinga, ÞFÍ, og rann-
sóknir og útgáfu efnis er varðar sögu Íslendinga í
Vesturheimi.
„Ég verð nokkurs konar verktaki fyrir Þjóðræk-
isfélagið,“ segir Jónas, sem hefur skipulagt ferðir vest-
ur um haf undanfarin fimm sumur fyrir ÞFÍ og farið
með marga hópa á slóðir íslenskra vesturfara. Hann
segir að haldið verði áfram á sömu braut. Skipulagðar
verði ferðir Íslendinga vestur til Bandaríkjanna og
Kanada, á staði sem á einn eða annan hátt tengjast
sögu vesturfaranna og afkomenda þeirra. Ennfremur
verði skipulagðar ferðir frá Vesturheimi til Íslands.
„Allar ferðir félagsins verða unnar í samvinnu við ÞFÍ
og deildir Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi
svo og félög Íslendinga vestanhafs,“ segir Jónas.
Jónas segir að ennfremur sé tilgangur félagsins að
stuðla að rannsóknum og útgáfu efnis í hvers kyns
mynd er varðar sögu Íslendinga í Vesturheimi auk
þess sem áhersla verði lögð á kynningu íslenskrar
menningar vestan hafs.
Á næsta ári verða farnar fjórar ferðir. Sú fyrsta á
Þjóðræknisþingið í Winnipeg í Manitoba í apríl. Í maí
verður farið í íslenska nýlendu í Minnesota, á sérsvæði
indíána og í nýlendu amish-fólksins í Iowa þar sem
tækifæri gefst til að kynnast bútasaumi þessa sérstaka
trúarhóps. Í þriðja lagi verður árleg ferð á Íslend-
ingadaga í Mountain í Norður-Dakota og Gimli í Mani-
toba. Haustið 2007 verður síðan ferð um íslenskar ný-
lendur í Austur-Kanada. Farið verður til Marklands í
Nýja-Skotlandi og þaðan ekið til Quebec, Ontario, þar
sem farið verður til Kinmount og Rosseau en á þessum
stöðum reyndu íslenskir vesturfarar fyrst landnám í
Kanada.
Ætlar Vest-
urheimi sf. að
efla tengslin
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrir um fjórum árum kom út í Winnipeg í Kanada bók
eftir Jónas Þór sagnfræðing, Icelanders in America:
The First Settlers eða Landnámssaga Íslendinga í
Vesturheimi en tilgangur félags hans er m.a. útgáfa
efnis varðandi sögu Íslendinga í Vesturheimi.