Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 43 KIRKJUSTARF Helgistund og gönguferð að Prests- vörðu á Miðnesheiði Sunnudaginn 20. ágúst verður farin gönguferð að Prestsvörðu á Mið- nesheiði þar sem haldin verður helgistund. Fólk mæti við kirkjuna kl. 11 og verður ekið þaðan að golf- skálanum. Þeir sem ekki koma ak- andi geta þá fengið far. Frá golf- skálanum verður gengið að vörðunni sem er innan við hálftíma gangur. Þar verður helgistund. Loks verður haldið aftur að kirkj- unni þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Hjarðarholts- og Hvammsprestakall Sunnudaginn 20. ágúst verður hald- ið upp á síðbúið 100 ára afmæli Hjarðarholtskirkju en kirkjan hefur verið kölluð fyrsta nútímakirkja ís- lensk, teiknuð af Rögnvaldi Ólafs- syni. Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14 og mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, blessa nýtt þjónustuhús við kirkjuna, en það verður til sýnis frá kl. 13. Guðsþjón- ustan er hluti af vísitasíu biskups Ís- lands til safnaðarins. Allir velkomn- ir. 110 ára vígsluafmæli Akraneskirkju Þess verður minnst á morgun, 20. ágúst, kl. 14 að 110 ár eru liðin frá því að Akraneskirkja var vígð. Af því tilefni verður efnt til hátíðarguð- sþjónustu. Vígslubiskupinn í Skálholti, hr. Sigurður Sigurðarson, prédikar. Sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, pró- fastur Borgfirðinga, þjóna fyrir alt- ari. Sóknarnefndarfólk tekur þátt í athöfninni. Kirkjukór Akraness syngur. Frið- rik Vignir Stefánsson leikur á orgel. Að guðsþjónustu lokinni verður kirkjugestum boðið til kaffi- samsætis í Safnaðarheimilinu Vina- minni. Af selum og sjávarskrímslum Hinn árlegi kirkjudagur í Strand- arkirkju í Selvogi verður nk. sunnu- dag 20. ágúst 2006. Dagurinn hefst með Maríumessu kl. 14 þar sem dr. Pétur Pétursson, prófessor og kirkjuvörður, predikar, sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur þjónar fyrir altari, Björg Þórhallsdóttir söngkona syngur einsöng. Organisti verður Hilmar Örn Agnarsson Klukkan 16 verður samkoma í kirkj- unni þar sem dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor flytur erindi: Stríðsmenn Faraós og Strand- arkirkju; Af selum og sjáv- arskrímslum. dr. Terry Gunnell dós- ent flytur erindi: Strendur sem landamæri í íslenskri þjóðtrú. Kári Bjarnason kynnir Rósu, íslenskt Maríusálmahandrit frá síðmið- öldum. Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona les úr Rósu. Björg Þórhalls- dóttir söngkona syngur valin erindi úr Rósu. Séra Baldur Kristjánsson flytur hugvekju og bæn. Gaman væri að sjá sem flesta á þessum kirkjudegi og eins og allir vita er veitingahús í Selvogi og einnig handverksfólk sem sýnir og selur. Laugarneskirkja vaknar Nú rumskar Laugarneskirkja af sín- um árvissa sumardvala og hringir til messu sunnudagskvöldið 20.8. kl. 20. Um leið hefur hver liður safn- aðarstarfsins göngu sína að nýju og hvetjum við fólk til að fylgjast með því á vefsíðu safnaðarins, ‘laug- arneskirkja.is’. í vikunni framundan mun 12 spora fólk koma saman á þriðjudagskvöldið kl. 20, þótt form- legir fundir hefjist ekki fyrr en í þeirri næstu. Mömmumorgunn verður á sínum stað á miðvikudegi kl. 10 og gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyr- um þennan miðvikudagsmorgun eins og alla aðra miðvikudags- morgna ársins kl. 10.30. Þar er frá- bær félagsskapur hraustra eldri borgara á ferð sem öllum stendur opinn. Kyrrðarstund verður svo í hádegi á fimmtudaginn. Sunnudag- inn 27.8. verður svo fyrsta morg- unmessan kl. 11 ásamt sunnudaga- skólanum sem nú sem fyrr er í umsjá sr. Hildar Eirar Bolladóttur og Þorvaldar Þorvaldssonar söngv- ara, en þeim til fulltingis verður ung og bráðefnileg menntaskólastúlka, Stella Rún að nafni. Það er nýtt og kröftugt starfsár framundan í Laug- arneskirkju og hvetjum við fólk til virkrar þátttöku. Fermingarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Fermingarstarfið er nú að hefjast í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og stend- ur skráning yfir. Kynningarfundir með fermingarbörnum voru nú í vikunni og þau sem enn eiga eftir að mæta á kynningarfund eru beðin að mæta í safnaðarheimilið á þriðju- daginn kl. 17. Annað kvöld verður svo guðsþjónusta í kirkjunni kl. 20 og að henni lokinni fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Á fundinum verð- ur rætt um fyrirkomulag ferming- arstarfsins, væntanlegt ferðalag og fermingardagana í vor. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving í Seltjarnarneskirkju Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving koma í heimsókn í Sel- tjarnarneskirkju sunnudaginn 20. ágúst kl. 11. Þau hjónin munu leiða sálmasöng og flytja okkur ljúfa og létta tóna eins og þau eru þekkt fyr- ir. Verið hjartanlega velkomin í notalega lofgjörðarmessu. Sr. Arna Grétarsdóttir. Menningarnótt í Hallgrímskirkju Laugardaginn 19. ágúst verður Menningarnótt í Reykjavík. Hall- grímskirkja verður opin frá kl. 9– 20. Dagskráin í kirkjunni þennan dag verður með þessum hætti: Há- degistónleikar kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgel kirkjunnar, ókeypis aðgangur. Kór- tónleikar kl. 16. Grænlenski kórinn Ingeratsila syngur kirkjulega tón- list, ókeypis aðgangur. Kvöldbæn kl. 18. Sr. Birgir Ásgeirsson. Fermingarbörn og kór frá Grænlandi í aðal- hlutverki í guðsþjónust- unni í Árbæjarkirkju á sunnudag Guðsþjónusta verður að venju kl. 11 á sunnudaginn í Árbæjarkirkju. Undanfarin vika hefur verið lífleg og skemmtileg með föngulegum hópi fermingarbarna sem ætla að fermast vorið 2007. Þetta hefur ver- ið vika full af fræðslu, útiveru, söng og gleði. Fermingarbörnin munu taka virkan þátt í guðsþjónustunni með ritningarlestri, söng, helgileik og bænagjörð. Ein stúlka úr hópn- um, Sæunn Ragnarsdóttir, leikur á fiðlu og einnig munu fermingarbörn taka á móti þeim sem koma til kirkju. Kirkjukórinn fór í heimsókn til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur- Grænlands, í sumar og tók þar þátt í kóramóti. Nú er kominn kór í heim- sókn frá Tasiilaq og mun taka þátt í Menningarnótt og einnig guðsþjón- ustunni í Árbæjarkirkju. Kórinn mun syngja við upphaf og lok guðs- þjónustunnar og fögnum við komu þessara vina okkar innilega. Org- anisti er Krisztina Kalló Szklenár. Að guðsþjónustunni lokinni verður stuttur fundur með foreldrum ferm- ingarbarnanna þar sem farið verður yfir starfið framundan. Þingvallaferð Nessafnaðar Sunnudaginn 27. ágúst verður farin safnaðarferð Neskirkju til Þing- valla. Farið verður frá Neskirkju kl. 13. Á Þingvöllum mun hópurinn sækja messu í Þingvallakirkju kl. 14. Organisti er Guðmundur Vilhjálms- son. Prestur er sr. Sigurður Árni Þórðarson. Eftir messu mun hann fara um þinghelgi og ræða um Þing- velli. Síðan verður ekið um Gríms- nes og kaffiveitingar verða í hinum nýja Þrastarlundi. Fararstjórar verða formaður og varaformaður sóknarnefndar Neskirkju, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og Hanna Jo- hannessen. Skráning er í Neskirkju í s. 511-1560. Þingvellir laða og opna fangið. Komið fagnandi. Fyrsta altarisganga fermingarbarna Stór hluti væntanlegra ferming- arbarna næsta vors í Neskirkju hef- ur sótt námskeið alla þessa viku í kirkjunni og fræðst um kristna trú. Við messu á sunnudaginn kl. 11 fá þau að ganga til altaris í fyrsta sinn og er þess vænst að foreldrar eða forráðamenn þeirra taki þátt í mess- unni með þeim. Fyrri hluta nám- skeiðsins lýkur með þessari messu en svo tekur við starf í allan vetur þar sem fermingarbörnin mæta reglulega í kirkju, taka þátt í hjálp- arstarfi og sinna ýmsum verkefnum. Fjölskyldan tekur þátt í ferming- arfræðslunni til að mynda með því horfa á valdar kvikmyndir með þeim og er tilgangurinn með því að þau verði læs á myndmál kvikmynda og átti sig betur á þjóðfélagslegri ábyrgð kristinnar kirkju. Kaffisala í Ölveri 20. ágúst Hin árlega kaffisala Ölvers sum- arbúða KFUK verður næstkomandi sunnudag: 20. ágúst. Frá kl. 14.30– 18. Boðið er upp á glæsilegt kaffi- hlaðborð á sanngjörnu verði til styrktar starfinu í Ölveri, sum- arbúðum KFUK, undir Hafnarfjalli. Öll leiktæki verða opin, þar á meðal stærsta hengirúm á Íslandi, hopp- kastali en þá verður candy-flos-vél á staðnum. Starfinu í Ölveri fer senn að ljúka en rúmlega 400 stúlkur dvöldu í Ölveri í sumar. Kaffisalan er að sjálfsögðu öllum opin og gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að fara í góðan sunnudagsbíltúr í Borgarfjörð og kíkja í Ölver í leið- inni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja ÍSLANDSMÓTIÐ í skák eða Skákþing Íslands, landsliðsflokkur, eins og það heitir víst réttu nafni, hefst sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.00 í Skákhöllinni Faxafeni 12. Það var fyrst keppt um Íslands- meistaratitilinn árið 1913 og eru því sjö ár í að keppnin um æðstu met- orðin í íslensku skáklífi verði 100 ára gömul. Fyrsti Skákmeistari Íslands var Pétur Zóphóníasson og hélt hann titlinum í 5 ár eða þar til að Eggert Gilfer varð Íslandsmeistari árið 1918. Eggert varð afar sigur- sæll á Íslandsmótinu og vann titilinn alls sjö sinnum, síðast árið 1942. Baldur Möller hafði þá haslað sér völl í skáklistinni en hann varð Ís- landsmeistari fyrst árið 1938 og vann keppnina einnig alls sjö sinn- um, síðast árið 1950. Á síðasta ári varð stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson Íslands- meistari í sjöunda skipti og jafnaði þar með met Eggerts og Baldurs. Hannes varð Íslandsmeistari árið 1998 og hefur unnið öll mót síðan þá nema árið 2000 þar sem hann tók ekki þátt. Í ár er hann á meðal kepp- enda og er hann stigahæstur þeirra. Fyrirfram búast margir við því að hann nái að verja titilinn og slái þar með met í fjölda Íslandsmeistara- titla. Keppnin verður hinsvegar sjálfsagt hörð en fyrirkomulag hennar verður á þá lund að í upphafi taka 16 skákmenn þátt og tefla þeir tveggja skáka einvígi. Sigurvegar- inn heldur áfram í átta manna úrslit og svo koll af kolli þar til eftir standa tveir skákmenn sem etja kappi um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrstu umferð mótsins tefla saman eftirfarandi skákmenn: Hannes Hlífar Stefánsson (2569) – Snorri G. Bergsson (2335) Henrik Danielsen (2517) – Sigurbjörn Björnsson (2342) Stefán Kristjánsson (2491) – Tómas Björns- son (2180) Þröstur Þórhallsson (2461) – Jóhann H. Ragnarsson (2111) Héðinn Steingrímsson (2449) – Dagur Arn- grímsson (2327) Guðlaug Þorsteinsdóttir (2133) – Arnar E. Gunnarsson (2432) Jón Viktor Gunnarsson (2406) – Þorvarður F. Ólafsson (2140) Hjörvar Steinn Grétarsson (2139) – Bragi Þorfinnsson (2379) Ef að líkum lætur ættu fá óvænt úrslit að líta dagsins ljós í fyrstu umferð. Hinsvegar verður spenn- andi að fylgjast með gengi stór- meistarans Henriks Danielsens en hann fékk íslenskan ríkisborgara- rétt um sl. áramót. Einnig verður áhugavert að fylgjast með gengi al- þjóðlega meistarans Héðins Stein- grímssonar en ekki er ólíklegt að hann og Hannes tefli saman í 2. um- ferð mótsins. Héðinn lagði Hannes að velli þegar hann varð Íslands- meistari aðeins 15 ára gamall árið 1990 og á grundvelli tignarinnar fékk hann sæti í íslenska landsliðinu sem tók þátt í Ólympíuskákmótinu í Novi Sad í Júgóslavíu árið 1990. Yngsti keppandinn er Hjörvar Steinn Grétarsson og er talið að enginn keppandi á Íslandsmótinu hafi verið jafnungur og hann. Hinn 13 ára Rimaskólakappi mun án efa bíta frá sér í einvíginu gegn alþjóð- lega meistaranum Braga Þorfinns- syni. Mótið er einnig sögulegt í ljósi þess að þetta er í annað skipti sem kona teflir á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki. Íslandsmeistara kvenna, Guðlaugu Þorsteinsdóttur, var sérstaklega boðið á mótið og mun hún án efa gera sitt besta til að standa upp í hárinu á alþjóðlega meistaranum Arnari E. Gunnars- syni. Teflt verður daglega á Íslands- mótinu og á virkum dögum hefjast skákirnar kl. 17.00 en kl. 14.00 um helgar. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins, www.skaksamband.is., en Orkuveita Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili mótsins. Þegar nokkrir dagar hafa liðið af mótinu hefst samhliða því áskorendaflokkur Skákþings Ís- lands. Í því móti verður einnig teflt um Íslandsmeistaratign í flokki 20 ára og yngri sem og í öldungaflokki. Keppnin hefst 25. ágúst og stendur til 2. september næstkomandi. Teflt verður í Skákhöllinni í Faxafeni 12 en nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. Bragi Halldórsson hlutskarpastur á stórmóti Árbæjarsafns og TR Sunnudaginn 13. ágúst sl. fór fram stórmót Árbæjarsafns og Tafl- félags Reykjavíkur. Skákhátíðin hófst með því að skákmeistararnir Bragi Halldórsson og Guðmundur Kjartansson tefldu saman með lif- andi taflmönnum, þ.e. fólki var leikið á stóru taflborði. Þetta uppátæki heppnaðist vel þó að samankomið væri fólk úr öllum áttum. Viðstaddir höfðu gaman af en skákinni lauk með sigri Guðmundar eftir fingur- brjót Braga. Á mótinu sem hófst eftir þetta sýndi Bragi hinsvegar fáum mis- kunn og varð hann hlutskarpastur á því þegar hann fékk 6½ vinning af 7 mögulegum. Næstur kom Hjörvar Steinn Grétarsson með 6 vinninga en Hrannar Baldursson hreppti þriðja sætið. Alls tóku 27 skákmenn þátt í þessu líflega móti en teflt var í óvenjulegu umhverfi Kornhússins. Þetta er þriðja árið í röð sem mótið er haldið og í ár var það vel sótt af yngstu kynslóðinni. Íslandsmótið í skák hefst á morgun SKÁK Skákhöllin Faxafeni 12 ÍSLANDSMÓTIÐ Í SKÁK 2006 20. ágúst–2. september 2006 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Morgunblaðið/Ómar Mun hinn 13 ára Hjörvar Steinn slá í gegn á Íslandsmótinu? Morgunblaðið/Ómar Slær Hannes met í ár með því að verða Íslandsmeistari í skák í 8. skipti?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.