Morgunblaðið - 19.08.2006, Page 45

Morgunblaðið - 19.08.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 45 FRÉTTIR LEIÐRÉTT Sandgerðisdagar felldir niður RANGHERMT var í frétt blaðsins í gær að Sandgerðisdagar yrðu fluttir til 26. til 27. ágúst vegna banaslyssins á Garðskagavegi. Hið rétta er að þeir hafa verið felldir niður. Einnig leið- réttist að Guðmundur Adam Óm- arsson sem lést í slysinu bjó ekki í Reykjanesbæ, heldur Sandgerði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Adolf tók myndina ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar, tók myndina af beinagrindinni sem fannst í Hrings- dal í Arnarfirði á dögunum og birtist í blaðinu í gær. Ranghermt var að Ragnar Axelsson (RAX) hefði tekið myndina. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vörur án virðisaukaskatts, verð breytist þó ekki EFTIRFARANDI árétting barst í gær frá Einari Þór Sigurgeirssyni, rekstrarstjóra Office 1. „Í verðkönnun ASÍ á nýjum náms- og orðabókum frá því í gær, 17. ágúst, kom fram að lægsta verð þessara bóka er í langflestum tilfellum hjá Of- fice 1. Þetta eru vissulega góðar frétt- ir fyrir starfsfólk okkar sem leggur hart að sér að tryggja námsmönnum vörur á hagstæðu verði. Í morgun kom í ljós að bilun í tölvu- kerfi Office 1 hafði orsakað það að nokkrir hillumiðar á könnuðum bók- um voru án 14% virðisaukaskatts. Alls voru þetta 8 titlar af þeim 33 sem kannaðir voru. Í öllum þessum 8 til- fellum var lægsta verðið hjá Office 1, hvort sem verð var án virð- isaukaskatts eða að honum með- töldum. Í kjölfar þess að villa þessi upp- götvaðist var tafarlaust haft samband við ASÍ og látið vita af þessum mis- tökum. Office 1 stendur við verðið sem fram kemur í könnuninni og hef- ur nú þegar verð þessara 8 titla verið leiðrétt í samræmi við verð könn- unarinnar. Um leið og við hörmum að þessi bilun skyldi koma upp þökkum við frábær viðbrögð viðskiptavina við verðkönnuninni það sem af er degi.“ Skutlað í miðbæinn FYRIRTÆKIÐ Skutlan ehf. býður upp á skutl á sunnudaginn fyrir 500 krónur frá öllu höfuðborgarsvæð- inu fyrir fólk sem vill ná í farartæki sín sem skilin hafa verið eftir í mið- bænum. Viðkomandi gengur frá sunnu- dagsskutli í strætósjoppunni við Lækjartorg á Menningarnótt. Skutlþjónustan verður á sunnudag- inn og er viðkomandi sóttur heim til sín milli kl. 14 og 17 og keyrður í miðbæ Reykjavíkur. Stækka GSM-kerfið á Menningarnótt SÍMINN hefur gert ráðstafanir til að bregðast við auknu álagi á GSM-kerfi sitt á Menningarnótt. Vegna hátíðarinnar verður fær- anlegum GSM-stöðvum komið fyr- ir í miðbænum. Einnig mun Sím- inn auka afkastagetu annarra stöðva sem fyrir eru á höfuðborg- arsvæðinu. Í Stykkishólmi, þar sem haldnir eru danskir dagar þessa sömu helgi, hefur Síminn þegar meira en tvöfaldað afkastagetuna á svæðinu. Einnig eru Töðugjöld á Hellu, en þar hefur afkastageta sömu- leiðis verið tvöfölduð, segir í fréttatilkynningu. STJÓRN Kennarasambands Ís- lands (KÍ) hefur sent frá sér álykt- un þar sem lýst er yfir undrun á ákvörðun nýs meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur um stofnun leikskólaráðs og bendir á að ekk- ert samráð hafi verið haft við fag- stéttir eða foreldra um ákvörð- unina. Ályktunin var samhljóða samþykkt á fundi stjórnar KÍ á fimmtudag. Þar segir að á undanförnum misserum hafi umræða um skóla- mál miðað að því að eyða sem mest skilum á milli skólastiga þannig að hún falli saman við hugmyndir um fljótandi skil skólastiga. „Þetta kallar á að fjallað sé um skólamál í leik- og grunnskólum sem eina heild og þess vegna er það spor aftur á bak að kljúfa núverandi menntaráð í tvennt og færa mál- efni leikskóla undir sérstakt leik- skólaráð. Engin fagleg rök hafa verið færð fyrir þessari ákvörðun þótt eftir því hafi verið leitað.“ Stjórn KÍ gagnrýnir einnig svo- kallað samráð meirihlutans en þegar ákveðið var að fara í þessa framkvæmd voru fulltrúar kenn- ara og stjórnenda kallaðir til skyndifundar í miðju sumarleyfi og þeim tilkynnt ákvörðunin og það kallað samráð. „Það er deginum ljósara að engin fagleg rök liggja að baki þessari ákvörðun og öll málsmeðferðin minnir á áratuga- gamla stjórnunarhætti. Ákvörðun af þessu tagi er í hrópandi and- stöðu við stefnu Kennarasambands Íslands, menntamálaráðuneytisins og kennaramenntunarstofnana um málefni leik- og grunnskóla og menntun kennara á þeim skólastig- um,“ segir í ályktuninni og einnig að stjórnin fordæmi vinnubrögð borgarstjórnar og vænti þess að hún endurskoði ákvörðun sína. Kennarasambandið undrast ákvörðun borgarstjórnar HEKLA opnar í dag nýjan sýning- arsal fyrir Skoda á Laugavegi 172. Opnunarhátíðin fer fram í dag, laugardaginn 19. ágúst, kl. 11–16 og eru allir velkomnir. Þar verður forsýning á nýjustu framleiðslu Skoda-verksmiðjanna – Skoda Ro- omster – fimm dyra liprum og spar- neytum fólksbíl með gott innra rými. Einnig fer fram kynning á of- urbíl frá Skoda, fólksbílnum Oc- tavia RS með 200 hestafla vél. Í tilefni dagsins verður jafnframt boðið upp á opnunartilboð á Skoda. Einnig verður boðið upp á veit- ingar; grillaðar pylsur, gos og íspinna, og börnin fá blöðrur. Forsýning á Skoda í nýjum sýningarsal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.