Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 51 DAGBÓK LJÓSMYNDA SAMKEPPNI UNGA FÓLKSINS ANDLIT VÍSINDAMANNSINS Reglur og skil: ● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra. ● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar. ● Myndir mega vera hvoru tveggja .jpg eða .tif, en án layera eða maska. ● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar. ● Síðasti skiladagur er 8. september 2006. Myndin sendist til: Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda (nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Canon EOS 350D hágæða myndavél frá Nýherja. Frekari upplýsingar veitir Ása Hreggviðsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, asa@rannis.is eða í síma 515 5811 Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Steinunn Thorlacius, líffræðingur og Páll Vilhjálmsson, sviðstjóri. 16 - 23 ára Í tilefni af Vísindavöku 22. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndakeppni meðal ungs fólks á aldrinum 16 - 23 ára. Þema keppninnar er „Andlit vísindamannsins“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi vísindamanninn og vinnu (umhverfi) hans. H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld. Opið alla daga kl. 12–18. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Opið kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Ritað í Voðir. Sýn- ing Gerðar Guðmundsdóttur. Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar byggðar á Vetrarborginni eftir Arnald Indr- iðason. Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í ís- lenskum glæpasögum. Opið mán.–fösd. kl. 9–17, laugard. kl. 10–14. Listasafn Íslands | Á menningarnótt verður dagskrá fyrir börn kl. 17.30, í samvinnu við Alþjóðahús, leiklestur á ísl. og ensku í flutn. Kristínar G. Magnús. Kl. 18–21 flytur Voxfox söngkvartettinn sönglög, og kl. 20 er leið- sögn um sýninguna Landslagið og þjóðsag- an. Ókeypis aðgangur. Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúð- kaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Opið kl. 10–17. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10– 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Víkin–Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár.“ Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við- burðaríka sögu togaraútgerðar og draga fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið. Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönnun og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóðarinnar á hand- ritasýningunni og Fyrirheitna landið. Bækur Brekkuskóli Akureyri | Mýrarmannafélagið stendur fyrir „Útgáfuhátíð“ 20. ágúst kl. 14, í tilefni þess að út er komin bókin „Leitin að landinu góða“. Úrval Vesturheimsbréfa Jóns Jónssonar frá Mýri í Bárðardal. Allir velkomnir og verður áskrifendum afhent bókin. Dans BORG | Sumarbústaðaball Harmoniku- félags Selfoss verður að Borg í Grímsnesi, í kvöld og hefst kl. 22. Ýmsir spilarar og Hjör- dís Geirsdóttir. Skemmtanir Angelo | Dj Shaft, Dj Andrés, Dj Ingvi, Bjart- ur Beatur og Ýmir Bongo, spila á menn- inganótt. Tónlist verður flutt allan daginn. Um kvöldið spilar allur hópurinn saman. Frítt inn. Glitnir | Hljómsveitin Bermuda spilar á hljómsveitarmaraþoni Glitnis við Lækj- argötu kl. 19–19.30. Hressó | Hljómsveitin Bermuda leikur á menningarnótt og flytur atriði tileinkað Destiny’s Child, Stevie Wonder og rótum R n’ B tónlistar kl. 21–21.30. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit spila í kvöld kl. 23. Players | Greifarnir leika í kvöld eftir mið- nætti. Einnig taka þeir lagið órafmagnaðir á Salatbarnum Fákafeni í hádeginu. www.greifarnir.is Mannfagnaður Gamla Borg | Styrktarbingó í kvöld kl. 21, vegna endurbyggingu Gömlu Borgar, Gríms- nesi. Uppákomur Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í Ásgarði, félagsheimili Félags eldri borgara í Reykjavík á morgun 20. ágúst, kl. 20. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félagsmiðstöðin Aflagranda | Haldin verð- ur menningarhátíð í Félagsmiðstöðinni Afla- granda 40 í dag og hefst hátíðin kl. 11. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá; hand- verkssýningu, hafnargöngu og söngatriði. Þykkvibær | Listaveisla í Þykkvabæ 11. ágúst. Sýnd verða verk 7 listamanna og kl. 18 verður boðið upp á súpu. Kl. 22 verða tónleikar með Ragnheiði og Hauki Gröndal. Opið í dag kl. 14–18. Fyrirlestrar og fundir Sögusetrið á Hvolsvelli | Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Sjóleiðahandbókin Njála“ í Vík- ingasal Sögusetursins á Hvolsvelli, 20. ágúst kl. 15.30. Að loknum fyrirlestri er boð- ið uppá umræður gesta og fyrirlesara. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | 23. ágúst verður dagsferð: Hvammstangi–Vatnsnes– Borgarvirki–Kolugljúfur. Upplýsingar hjá Hannesi í síma 892 3011. GA-fundir | Ef spilafíkn er að hrjá þig eða þína aðstandendur er hægt að hringja í síma: 698 3888 og fá hjálp. JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís- lands stendur yfir og verða úrslitin kynnt í dag. Sjá nánar www.jci.is. Laufás | Kaffihlaðborð verður í Gamla bæn- um í Laufási við Eyjafjörð, 20. ágúst kl. 14– 17. Laufás er opið daglega kl. 9–18, til 15. september. Aðgangseyrir er 400 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun alla miðvikudaga kl. 14–17, í Hátúni 12b 1. hæð. Svarað í síma 551 4349, virka daga kl. 10–15. Netf. maedur@s- imnet.is Útivist og íþróttir Fagrilundur | Íslandsmótið í strandblaki fer fram sunnudaginn 20. ágúst kl 10, á strand- blakvöllum HK í Fagralundi í Kópavogi. Nán- ari uppl. á www.bli.is Minjasafnið á Akureyri | Ganga um Djúpa- dal í dag kl. 13, lagt af stað frá Litladal. Leið- sögumaður er Þór Sigurðsson frá Minja- safninu á Akureyri. Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Skráning hafin í hópa og námskeið. Leikfimi, fram- sagnarhópur/leiklist, myndlist, frjálsi handavinnuhópurinn, postu- línsmálun m.m. Handverksstofa á Dalbraut 21–27 er opin öllum alla virka daga kl. 8–16. Uppl. 588 9533. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Farið verður í ferð á Reykjanes 23. ágúst. Stoppað verður í Garðinum úti við Garðskagavita og byggða- safnið skoðað. Kaffiveitingar verða í Flösinni. Leiðsögumaður Guð- mundur Guðbrandsson. Brottför er frá Hraunbæ kl. 13. Skráning á skrifstofu eða síma 587 2888. Verð kr. 2.500. Hæðargarður 31 | Skráning hafin í hópa og námskeið. Skart- gripagerð, framsögn, myndlist, tréskurður, kvæðagerðarhópur, grínaragrúppa, sönghópur, skák- hópur, leikfimi, bókmenntahópur m.m. Hausthátíð 1. september kl. 14. s. 568 3132. Sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni | Kaffisala verður í sum- arbúðum KFUM&K á Hólavatni 20. ágúst kl. 14.30–17. Kaffisalan er haldin ár hvert og er til styrktar starfinu á Hólavatni. Einnig geta gestir farið með börnin í bátsferð eða leyft þeim að taka þátt í fjár- sjóðsleik. Vesturgata 7 | Opið hús á menn- ingarnótt laugard. 19. ágúst frá kl. 13–16. Kl. 13–14 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14–15 Dixieland-sveit Árna Ísleifs spilar. Kl. 15–16 dansað við lagaval Sig- valda. Handverksfólk að störfum. Boccía, handverkssala. Veislukaffi frá kl. 13–16. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.