Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:20 - 10:40 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. SUPERMAN kl. 6 B.i. 10.ára. THE BREAK UP kl. 5:30 - 8 - 10:30 Leyfð JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY 57.000 GESTIR TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village. PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK með hinum knáa Freddie Highmore úr „Charlie & the Chocolate Factory“ og „Finding Neverland„ Allt getur gerst ef þú bara trúir á það. úr smiðju Jim Henson Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OVER THE HEDGE M/ísl tali kl. 2 - 4 STORMBREAKER kl. 6 - 8 SILENT HILL kl. 10 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 2 - 4 MIAMI VICE kl. 9 5 CHILDREN AND IT kl. 2 - 4 Leyfð HALF LIGHT kl. 8 - 10:20 B.i.16 OVER THE HEDGE M/ísl tali kl. 2 - 4 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 THE LONG WEEKEND kl. 6 B.I.14 eee V.J.V - TOPP5.IS Rússinn Wladimir Kam-iner, einn allra vinsæl-asti rithöfundur Þýska-lands um þessar mundir er staddur á landinu ásamt Olgu konu sinni í boði Goethe Institut og Eddu útgáfu. Hann ætlar að lesa úr verkum sínum í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 í kvöld kl. 21, og verður uppá- koman eflaust hin frjálslegasta, en Kaminer er þekktur fyrir alls kyns uppátæki. Þorsteinn Guð- mundsson leikari mun svo lesa upp úr bók Kaminer, Plötusnúður Rauða hersins, sem nýlega kom út á íslensku. Kaminer hefur búið í Þýska- landi, nánar tiltekið í Berlín, frá árinu 1990 og gert það ákaflega gott þar í landi en hann er einnig einn þekktasti plötusnúður Þýska- lands. Hann sérhæfir sig í sér- stakri blöndu af rússneskri dans- tónlist og stendur ásamt fleirum að útgáfunni Russendisko, sem gefið hefur út fjölda safndiska í gegnum tíðina. Hann tók sig til og þeytti skífum fyrir Íslendinga á NASA í gær og hélt svokallað „Rússadiskó“ sem er orðið ansi þekkt fyrirbæri. Eldri plötusnúðar klikkaðir Kaminer segir að tónlistaráhug- inn hafi kviknað á undan áhug- anum á hinu ritaða máli. „Það er ekkert mál að sameina þetta tvennt. Ég skrifa alla vikuna og sem plötusnúður er ég fyrst og fremst að vinna um helgar. Núna er þetta reyndar að byrja að verða svolítið mikið fyrir mig. Ég er næstum orðinn fertugur og þetta er ekki alveg eins auðvelt og þetta var. Allir þeir sem eru yfir fertugt og halda áfram að vera plötusnúð- ar eru klikkaðir. Einn vinur minn frá Ungverjalandi á heimsmetið í dj-i, hann spilaði samfleytt ung- verska þjóðlagatónlist í þrjá daga eða eitthvað álíka. Og hann er fimmtugur,“ segir Kaminer og út- skýrir í framhaldi hvers vegna Rússadiskóið heilli enn. „Það kem- ur oft upp að mér fólk sem hefur mætt á Rússadiskó í gegnum tíð- ina og sýnir mér mynd af barni og segir: Við hittumst fyrst á Rússa- diskói og þetta barn varð svo til.“ Kaminer segist eiga fjöldann allan af myndum af Rússadiskóbörnum. „Tónlistin sem ég spila sameinar fólk. Þetta er gleðitónlist. Fólk kemur til að kynnast öðru fólki, það er dimmt inni og fólk er miklu fallegra í myrkri.“ Það ósýnilega er ómissandi Kaminer hefur vakið mikla at- hygli fyrir skemmtilegar frásagnir frá sovéskri fortíð sinni. Hann fjallar mikið um fyrri tíma í verk- um sínum, margt í menningu fyrr- um Sovétríkjanna virðist heilla og hefur hann t.d. nýlega gefið út kokkabók með safni gamalla kommúnistarétta ásamt Olgu konu sinni. „Það varð til ákveðin menn- ingarhefð í Austur-Evrópulönd- unum. Það er merkilegt að rifja hana upp. Það er mikið fjallað um þessa menningu í dag. Eins og t.d. í kvikmyndum á borð við Goodbye Lenin og fleirum, þá gerast þær í fortíðinni eða fjalla um hana á ein- hvern hátt. Það virðist sem mörg- um listamönnum finnist Þýskaland nútímans ekkert sérlega spenn- andi.“ Kaminer ætlar í kvöld að segja frá ferð sinni til Íslands fyrir þremur árum, en sú saga mun birtast í næstu bók hans. „Ég ætla jafnvel að segja frá annarri reisu sem var töluvert klikkaðri. Ég les yfirleitt ekki upp úr bókum sem þegar eru komnar út. Ég vil frek- ar kynna fólk fyrir nýjum hlutum sem ég hef verið að vinna að,“ segir Kaminer og það fer ekki á milli mála að hann skemmti sér vel í síðustu ferð sinni hér á landi. „Mér fannst ótrúlega merkilegt að það sem er ómissandi að sjá á Ís- landi er ósýnilegt. Eins og t.d. álf- ar og tröll og þingið á Þingvöllum. Maður sér þessa hluti ekki, þó svo að ómissandi sé að sjá þá. Ég var með magnaðan og afar áhuga- saman leiðsögumann. Honum fannst bókstaflega allt merkilegt og hafði ekki undan við að benda á allt. Og þá meina ég allt.“ Að lok- um segir Kaminer að sér líki ákaf- lega vel við Íslendinga. „Í suðrinu er fólk oft að skella upp brosum. Í norðrinu sést meira á fólki að lífið er oft smá vandamál og það þarf að takast á við það. Það er meira eins og ég upplifi það.“ Fólk | Vinsæli rithöfundurinn og plötusnúðurinn Wladimir Kaminer staddur á landinu Skrifar á virkum dögum og þeytir skífum um helgar Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Morgunblaðið/ Jim Smart Wladimir Kaminer ásamt Olgu konu sinni. Hann ætlar að segja Íslendingum ferðasögur í kvöld. Í MORGUNBLAÐINU sl. mánudag var því haldið fram að bloggi Unnar Birnu fegurðar- drottningu hefði verið lokað vegna kröfu frá að- standendum keppninnar Ungfrú Alheim- ur. Hið rétta er að Unnur ákvað sjálf að læsa síð- unni tímabundið og breyta gamalli færslu sem henni fannst ekki eins sniðug og þegar hún skrifaði hana. Það leiðréttist hér með og er Unnur beðin velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.