Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 1
Fyrirmyndir eða fórnarlömb Hver er boðskapur Aðþrengdra eiginkvenna? | 24 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Sumarið erfiðasti tími veðurfræðingsins  Leyndardómar frönsku salatsósunnar  Æskuljóminn og eilífðin Atvinna | Leiðtogahæfileikar og samvinna  Einhæf vinna 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 JÓN SIGURÐSSON, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er nýr formað- ur Framsóknarflokksins. Jón hlaut 53,8% greiddra atkvæða á meðan Siv Friðleifsdóttir hlaut 44,15% þegar kosið var um embætti for- manns á flokksþingi framsóknar- manna sem haldið var á Hótel Loftleiðum í gærdag. Jón sagði kosningu sína góða en að allir hefðu komið vel út úr kjör- inu, hann og Siv væru bæði sig- urvegarar og myndu standa þétt saman við það að efla flokkinn og styrkja til að koma til móts við þjóðina í komandi kosningum. „Við stöndum öll sameiginlega fyrir meginviðhorf Framsóknarflokks- ins og munum vinna sameiginlega að þeim, sem er að efla þetta þjóð- félag inn í framtíðina, vinna nýja sigra og ná frækilegum árangri fyrir þjóðina.“ Helstu mál sem sett verða ofar- lega á baug hjá framsóknarmönn- um eru að ná jafnvægi í efnahags- málum, og halda áfram að þroska og skapa þekkingarþjóðfélag, að sögn Jóns en varðandi Evrópumál- in sagði hann: „Við höfum sagt það frambjóðendur að spurningin um aðild [að Evrópusambandinu] er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum að ná varanlegum stöðug- leika og öryggi í íslenskum efna- hagsmálum þannig að við getum farið að fjalla um það sem frjáls þjóð í styrkleika, hvað okkur þókn- ast í þeim efnum.“ Siv Friðleifsdóttir sagði að nú væri tími til að horfa fram á veg enda mörg verk framundan fyrir alþingiskosningarnar og hennar ætlun væri að taka þátt í þeim af fullum krafti. „Ég held að það verði mjög gott framundan hjá okkur núna. Ég sé aðeins bjart framund- an og er mjög bjartsýn á okkar vinnu sem í hönd fer núna eftir þetta góða flokksþing. Þetta er mjög öflugur upptaktur fyrir bar- áttuna,“ sagði Siv sem telur stöðu sína í flokknum sterka. „Ég tel að mín staða sé mjög góð, 44% fylgi á flokksþingi er mjög gott að mínu mati.“ Guðni Ágústsson situr áfram sem varaformaður en hann fékk 60,91% greiddra atkvæða en Jón- ína Bjartmarz, fékk 36,54% at- kvæða. Guðni þakkaði Jónínu fyrir góða kosningabaráttu og fyrir að hafa látið sig hafa fyrir sigrinum en tók þó fram að konu sína, Margréti Hauksdóttur, hefði dreymt fyrir úrslitunum fyrir mánuði – ná- kvæmlega eins og tölurnar féllu. Stefnir að því að vinna nýja og frækilega sigra Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson óskar arftaka sínum, Jóni Sigurðssyni, innilega til hamingju með formannsembættið.  Framsóknarmenn | 4  Jón Sigurðsson formaður Framsóknar  Guðni Ágústsson varaformaður SÉRSVEITIR ísraelska hersins gerðu skyndiáhlaup á svæði í Bekaa-dalnum í Austur-Líbanon snemma í gærmorgun og rufu þar með sex daga gamalt vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah sem Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, komu á. Herinn sagði árásina gerða til að koma í veg fyrir að Hizbollah-sam- tökin fengju afhent vopn frá Íran og Sýrlandi. Fuad Saniora, for- sætisráðherra Líbanons, sagði árásina „svívirðilegt brot“ á vopna- hléinu og sagðist mundu taka málið upp við SÞ. Einn ísraelskur hermaður féll í aðgerðinni og tveir særðust. Her- inn sagði aðgerðina hafa gengið vel en Hizbollah sagði að komið hefði til bardaga og liðsmenn hreyfing- arinnar hefðu hrakið herinn á brott. Vitni segja herinn hafa skot- ið flugskeytum og eyðilagt brú og herflugvélar flogið lágt yfir svæðið. Embættismenn sögðu að sérsveit- armennirnir sem komu í þyrlum hefðu m.a. farið inn í skóla í þorpi nálægt bænum Baalbek, líklega til að leita að Hizbollah-liðum. Að- gerðirnar setja vopnahléð í hættu en ástand á svæðinu er ótryggt. Fimmtíu franskir friðar- gæsluliðar komnir Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, bað í gær aðildarþjóðir stofn- unarinnar enn og aftur um að leggja til mannskap til að taka þátt í friðargæslu SÞ í Suður-Líbanon. Hann sagði ástandið enn afar „við- kvæmt“ og hvatti Ísraela til að leyfa flugvélum og skipum að kom- ast að Líbanon svo hjálpargögn gætu borist þangað sem fyrst. Um fimmtíu franskir hermenn komu sjóleiðina til strandbæjarins Naqura í suðurhluta Líbanons í gærmorgun til að taka þátt í frið- argæslu á vegum SÞ í landinu. Eru þetta fyrstu friðargæsluliðarnir sem koma til Líbanon eftir að sam- ið var um vopnahlé. Samkvæmt vopnahlésályktun SÞ á að senda 15.000 manna fjölþjóðlegt friðar- gæslulið til Suður-Líbanons. Ísraelar gerðu skyndiárás Annan segir ástandið viðkvæmt og biður ríki að leggja til friðargæsluliða AP Ísraelskir hermenn koma til baka frá Líbanon eftir skyndiárás hersins þar snemma í gærmorgun en árásir sem þessar setja vopnahléið í hættu. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Lundúnir. AFP. | Kona frá bænum Cowes á bresku eyjunni Wight slapp naumlega þegar kálfur féll ofan af háum kletti niður á sólbekkinn hennar á ströndinni þar sem hún hafði legið stuttu áður. Kálfurinn drapst sam- stundis við fallið en konan hafði brugð- ið sér út í sjó til að kæla sig. Má hún teljast afar heppin því ekki er víst að hún hefði verið til frásagnar hefði hún enn verið í sólbaði þegar kálfurinn féll. „Ég sneri mér við og þá sá ég allt í einu kú koma fljúgandi niður af klett- inum og lenda þar sem ég hafði verið í sólbaði nokkrum sekúndum áður. Ef hún hefði lent á mér hefði hún getað drepið mig,“ sagði konan. Bóndinn sem átti kálfinn hefur beðið konuna af- sökunar og lofar að passa að kúahjörð- in hans haldi sig frá klettinum. Sá kálf koma fljúgandi STOFNAÐ 1913 224. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ARNARVARP í Danmörku var með besta móti í ár. Komust 24 arnarungar á legg og eru þeir fleiri en nokkru sinni áður, að því er segir í frétt Jyllands-Posten. Þannig heppnaðist varp hjá 11 af 16 fullorðnum pörum sem hafa fastan samastað og kom hvert par að meðaltali upp tveimur ungum. Síðan árið 1996 hafa því 112 hafernir klakist út í danskri náttúru en fyrir rúmum tíu árum var haförninn nánast ekki að finna þar í landi. Á meðan arnarvarp í Danmörku hefur sjaldan gengið betur var arnarvarp hér á landi í ár eitt það lakasta í langan tíma. Þess má geta að 66 fullorðin pör á Íslandi komu einungis upp 24 ungum í ár eða jafn miklum fjölda og 16 pör í Danmörku. Morgunblaðið/RAX Arnarvarp hefur gengið illa hér á landi. Arnarvarp í Danmörku mun betra en á Íslandi YFIRVÖLD í Brasilíu eru í mestu vandræðum með að finna heimili fyr- ir 68 ljón sem hafa verið yfirgefin af eigendum sínum, oftast sirkusum. Sum hafa fundist á víða- vangi, hungruð og stund- um veik, að því er fram kemur hjá BBC. Ljónum í óskilum hefur fjölgað eftir að samþykkt voru lög í sumum ríkjum sem banna að villt dýr séu notuð í sýningar. Nú síðast fundust fimm soltin ljón við veg í ríkinu Minas Gerais. Lögreglan situr uppi með ljónin, sum eru í bráðbirgðabúrum og önnur jafnvel inni á lögreglustöðvum. Eitt var látið vera á fótboltavelli þar til dýra- garður gat tekið við því. Sitja uppi með tugi ljóna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.