Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega
slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova
býður nú síðustu sætin í ágúst á ótrúleg-
um kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér
til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem
býður þín með frábæra
strönd, einstakt loftslag,
ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt
næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú
gistir.
Kr. 29.990
Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í
hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð
24. ágúst.
Súpersól til
Búlgaríu
24. ágúst
frá kr. 29.990
Síðustu sætin
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
- SPENNANDI VALKOSTUR
„VIÐ erum fyrstir allra í veröld-
inni til að ná svona skrám. Þetta er
stærsti sigur sem við höfum séð
um langt skeið. Ég er rétt kominn
ofan í fimmta himin, úr þeim sjö-
unda,“ sagði Sigurður Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Veiðimálastofn-
unar, um endurheimt þriggja laxa
sem sneru aftur í Kiðafellsá í Kjós
17. ágúst sl. eftir rúmlega ársdvöl í
sjó.
Seiðunum var sleppt vorið 2005
og báru þau í sér síritandi mæli-
merki frá Stjörnu-Odda. Við skoð-
un á merkjunum kom í ljós að þau
hafa skráð hita og dýpi laxins allan
dvalartímann. Er þetta í fyrsta
skipti í heiminum sem slíkar upp-
lýsingar fást um sjávardvöl laxins.
Út frá þeim upplýsingum verður
hægt að áætla farleiðir fiskanna.
Seiðin voru sérstaklega alin vegna
þessara rannsókna af eldisstöðinni
á Laxeyri í Borgarfirði. Merkin eru
ný smíð fyrirtækisins Stjörnu-
Odda og hafa ekki áður verið búin
til jafn smá og fullkomin merki.
Vonast eftir fleiri
endurheimtum
Seiðin sem sleppt var vorið 2005
voru 300 talsins. Sigurður sagði að
laxarnir þrír hafi verið lágmark
þess sem stefnt var að endur-
heimtu á, en fleiri laxar gætu end-
urheimst. Í þessu tilviki var sleppt
óvenju stórum seiðum, 60–100
gramma þungum og 17–20 sm
löngum. Ákveðið var að þróa
stærri seiði en venjulega er sleppt
um leið og merkin voru minnkuð.
Merkjunum er komið fyrir í kvið-
arholi seiðanna. Sigurður sagði
reiknað með því að heimtur yrðu
eitthvað verri á fiskum sem eru
með mælitæki í kviðarholinu en
þeim merkjalausu.
Seiðin eru undan stórlaxafor-
eldrum, fiskum sem voru tvö ár í
sjó. Þau voru valin með það í huga
að tveggja ára fiskar myndu einnig
endurheimt ast. Rafhlaða merkj-
anna endist í um tvö ár. Sigurður
sagði margt benda til þess að lax-
inn héldi sig á annarri slóð seinna
árið í sjó.
Fiskarnir voru á
svipuðum slóðum
Í haust verður farið að lesa sam-
an upplýsingar úr endurheimtu
merkjunum og upplýsingar um
ástandið í sjónum til að greina far-
leiðir laxaseiðanna. „Þetta er
brautryðjanda-
starf. Við erum
að nálgast gervi-
hnattagögn og
þurfum að keyra
líkindaforrit til
að meta hvar
fiskurinn getur
hafa verið á
hverjum tíma út
frá umhverfis-
gögnunum.
Fljótt á litið benda hitatölurnar
sem við sjáum til þess að laxarnir
haldi sig hér suðvestur af landinu
yfir veturinn. Það er ræma eftir
Reykjaneshryggnum sem hann
gæti verið í, en við þurfum að
skoða það betur,“ sagði Sigurður.
Samkvæmt merkjunum eru ferlar
fiskanna þriggja líkir. „Það er
nokkur léttir og sýnir að þeir virð-
ast halda sig á ákveðinni slóð. Þess
vegna var einnig keppikefli að ná
nokkrum.“
Heimfúsir laxar að vori
Af merkjunum má ráða að laxinn
haldi sig að mestu í yfirborðslögum
sjávar. Hann kafar æ dýpra eftir
því sem nær dregur því að hann
snúi aftur heim í ána sína. Mestu
dýfurnar eru allt niður á 600 metra
og þarf að fara út að landhelg-
isbrúninni til að finna slíkt dýpi.
Sigurður segir eina kenninguna þá
að laxinn sé að átta sig á straum-
um með þessum köfunum, reyna að
finna „lyktina sína“ til að finna
leiðina heim. Niðurstöðurnar
benda einnig til þess að í lokin sé
laxinn snöggur heim. „Það er
greinilegt að hann er heimfús,“
sagði Sigurður.
Í vor var einnig sleppt 300 seið-
um og samkvæmt áætlun á að
sleppa jafn mörgum seiðum næsta
vor. Sigurður sagði það ráðast af
fjármagni hvort af því verði. Verk-
efnið er stærsta einstaka verkefnið
sem Veiðimálastofnun hefur sett af
stað. Kostnaður við það er áætl-
aður 70–80 milljónir miðað við
þriggja ára sleppingar. Alþingi hef-
ur stutt verkefnið sérstaklega auk
þess sem stofnunin hefur forgangs-
raðað verkefninu.
Framhald
verkefnisins er óvíst
„Það er ekki í hendi að við get-
um sleppt aftur næsta vor. Við
verðum að sjá til í peningamál-
unum með það,“ sagði Sigurður.
„Það er vont að geta ekki ákveðið
að halda áfram. Miklar breytingar
eru í sjónum frá ári til árs og getur
verið misjafnt hvar laxinn heldur
sig og við hvaða skilyrði. Draum-
urinn er að komast líka norður og
sjá hvar norðlenski laxinn heldur
sig. Það bendir allt til þess að hann
haldi sig á öðrum slóðum en sá
sunnlenski. Það eru aðrar sveiflur í
honum og önnur skilyrði í hafinu.“
Sigurður sagði að lokum að mjög
mikilvægt væri að vita meira um
sjávardvöl laxins. Það væri for-
senda þess að skilja hvað veldur
auknum afföllum laxa í hafinu.
Laxastofnarnir séu mikil og dýr-
mæt auðlind sem vert er að þekkja
vel til að geta stýrt nýtingu og
verndun þeirra.
Síritandi mælimerki skráðu sjávardvöl laxaseiða í rannsókn Veiðimálastofnunar
„Fyrstir allra í veröldinni
til að ná svona skrám“
Myndin sýnir görn úr mælimerki eins laxins sem endurheimtist. Bláa línan
sýnir dýpi og sú rauða hitastig sjávar þar sem laxinn fór. Laxinum var
sleppt í Kiðafellsá í byrjun júní 2005, þá 17,8 sm og 63,5 g. Þegar hann
sneri aftur var hann orðinn 64 sm að lengd og 2.316 g að þyngd.
Ljósmynd/Veiðimálastofnun
Laxarnir þrír sem endurheimtust á dögunum. Sjá má mælimerkin frá
Stjörnu-Odda, sem eru örsmá, við kvið fiskanna.
Sigurður
Guðjónsson
Í SUMAR hefur verið starfandi hjá Vinnuskóla Hafn-
arfjarðar fjölmiðlahópur þar sem fjórtán krakkar á
aldrinum 13-15 ára hafa unnið við að gefa út blað og
koma skrifuðum fréttum og sjónvarpsfréttum á vefsíðu
sína. Í síðustu viku hófst dreifing á blaði hópsins og
nefnist það Frumraun.
„Þetta er fjórða árið sem starfræktur er fjölmiðla-
hópur hér í Vinnuskólanum og í lok hvers sumars gefa
krakkarnir svo út blað. Blaðið hefur sífellt orðið stærra
og veglegra eftir því sem árunum hefur fjölgað,“ segir
Brynjar Guðnason, einn leiðbeinenda hópsins en hann
var sjálfur þátttakandi í fyrsta hópnum fyrir fjórum ár-
um. „Umfjöllunarefnið er það sem krakkarnir hafa
áhuga á,“ segir Brynjar og í blaðinu sem nú er komið út
má til dæmis finna umfjöllun um hljómsveitir í Hafn-
arfirði auk lýsinga á persónum úr sjónvarpsþáttunum
um Simpson fjölskylduna.
Spurður að því hvort unglingar í Hafnarfirði bítist
ekki um laus störf hjá fjölmiðlahópnum í stað þess að
reyta arfa í beðum eins og unglingavinna gengur yf-
irleitt út á segir Brynjar að fjölmiðlahópurinn sé mjög
vinsæll. „Í bænum er líka starfræktur listahópur sem
krakkarnir sækja einnig mikið í. En svo eru alltaf sum-
ir sem vilja ekkert annað en beðin,“ segir Brynjar og
bætir við að tilgangurinn með fjölmiðlahópnum sé að
vekja áhuga krakka á fjölmiðlum og telur hann að það
hafi tekist vel undanfarin ár.
„Auk blaðsins gera krakkarnir sjónvarpsfréttir sem
hægt er að sjá á vefsíðu okkar. Svo hafa þeir skrifað
styttri fréttir á vefsíðuna og í blaðið Víkurfréttir sem
er vikublað sem dreift er í Hafnarfirði,“ segir Brynjar.
Blaðinu Frumraun er dreift í öll hús í Hafnarfirði en
auk þess er hægt að lesa það á vefnum.
Unglingar í Hafnarfirði gefa út blað
Ljósmynd / Brynjar Guðnason
Gígja Jónsdóttir, einn þátttakendanna í fjölmiðlahópn-
um, kemur hér eintaki af blaðinu í hús.
TENGLAR
.......................................................................
fhopur.tomstund.is
ORMSTEITI stendur nú sem hæst á
Fljótsdalshéraði en hátíðin var sett
á föstudag með skrúðgöngu inn á
Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Leið-
indaatvik sem upp kom í vikunni
skyggði þó á gleðina en brotist
hafði verið inn í skemmu í Selskógi
þar sem sjálfur Lagarfljótsormur-
inn var geymdur og skemmdarverk
unnin á honum, en hann leiðir jafn-
an skrúðgönguna á setningardag.
Að sögn Láru Vilbergsdóttur,
skipuleggjanda hátíðarinnar, var
reynt að lagfæra orminn fyrir setn-
ingarhátíðina en ekki náðist að
klára verkið og því var ormurinn
fluttur beint á Vilhjálmsvöll. Auk
þess sem skemmdir voru unnar á
orminum sjálfum voru einnig eyði-
lagðir minni ormar sem síðustu ár
hafa hangið á ljósastaurum í bæn-
um en það voru börn á Egilsstöðum
undir handleiðslu Guðjóns Sigur-
bergssonar sem smíðuðu orminn.
Lára sagði að að öðru leyti gengi
hátíðin vel fyrir sig: „Það gengur
alveg rosalega vel. Veðrið leikur
við okkur og þarf nánast að aflýsa
hátíðinni vegna veðurs,“ sagði Lára
hlæjandi og bætti við: „Þetta er
besta veðrið í sumar, klukkan átta í
morgun voru 12 stig og yfir 20 stig
núna.“
Lára sagði ennfremur að þétt
dagskrá væri yfir hátíðina, sem
væri ekki einungis á Egilsstöðum
heldur einnig um allt héraðið og
stæði hún til 27. ágúst. Mikill
straumur af fólki færi í gegnum
bæinn og hvatti hún alla til að koma
austur og kíkja á Ormsteiti.
Nánari upplýsingar á www.eg-
ilsstadir.is.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Lagarfljótsormurinn tók sig vel út í
fyrra en varð svo fyrir barðinu á
skemmdarverkamönnum í vikunni.
Skemmdar-
verk setja
svartan blett
á annars gott
Ormsteiti