Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ H átíðin í ár er nú haldin í þriðja sinn og hefur vaxið gríðarlega að umfangi og orðspori á þess- um stutta tíma og í haust verða yfir 70 kvikmyndir sýndar á þeim ell- efu dögum sem hátíðin stendur auk fjölda annarra forvitnilegra viðburða sem haldnir verða í tengslum við kvikmyndasýningarnar og gesti hennar. Auk Hrannar starfa við undirbún- ing kvikmyndahátíðarinnar um sjö manns enda þarf að sinna mörgu samtímis svo allt gangi upp þessa ell- efu daga sem hátíðin stendur yfir. „Eitt mikilvægasta verkefnið okkar gagnvart almenningi er að koma því skýrt til skila hvenær hátíðin stendur því í flestum tilvikum gefst fólki ekki annað tækifæri til að sjá þær myndir sem í boði eru. Þetta eru ekki myndir sem fara alla jafna í almenna dreif- ingu í kvikmyndahúsunum né koma út á myndbandaleigum hér. Okkar ábending til áhugafólks um kvik- myndir er að merkja strax við á daga- talinu sínu og taka frá dagana 28. september til 8. október svo veislan fari ekki framhjá þeim.“ Landsmenn áhugasamir Hrönn segir sinn áhuga á ólíkum gerðum kvikmynda meðal annars hafa kviknað er hún bjó á Spáni þar sem hún sótti þarlend kvikmyndahús. „Ég fékk ásamt vinkonu minni þá hugmynd að kynna spænska kvik- myndamenningu fyrir Íslendingum. Það varð úr að árið 2002 héldum við spænska kvikmyndahátíð hérlendis og eftir það var ekki aftur snúið. Ég fann að áhugi landsmanna á fjöl- breytilegri kvikmyndagerð var mikill. Ég, ásamt öðru áhuga- og fagfólki í kvikmyndageiranum, stóð að fyrstu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni árið 2004 og undirtektirnar lofuðu strax góðu. Ári síðar hafði okkur vaxið fisk- ur um hrygg en þá fengum við hátt í 15.000 gesti í bíó. Það er ákaflega mikilvægt fyrir menningarlífið að hér starfi kvikmyndahátíð sem þessi og skiptir einnig miklu varðandi ímynd borgarinnar á alþjóðavísu.“ Hrönn hefur nýlega lokið MBA gráðu í stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík en hún hefur einnig BA- próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands. „Menntun mín hefur nýst mér einkar vel við stjórnun kvikmyndahá- tíðarinnar en lokaverkefni mitt í MBA náminu fjallaði einmitt um stefnumótun fyrir Alþjóðlegu kvik- myndahátíðina í Reykjavík. Stjórn- málafræðin er einnig góður grunnur því kvikmyndir geta auðvitað verið mjög sterkt pólitískt afl.“ Hver sem galdurinn er virðist Hrönn takast einkar vel upp með há- tíðirnar ef marka má aðsókn og áhuga almennings og fagfólks, hérlendis og erlendis en búist er við á annað hundrað erlendra gesta á hátíðina. Framsæknar myndir Myndir hátíðarinnar eru fjölmarg- ar og ólíkar. Hrönn segir að þær eigi það þó sameiginlegt að vera allar nýj- ar enda leggi aðstandendur hátíðar- innar mikla áherslu á að myndirnar séu framsæknar og áhugaverðar. „Við skiptum myndunum niður í flokka en þar má til að mynda nefna Norðurlönd, Miðnæturmyndir og Mannréttindi en í tengslum við það síðastnefnda verða veitt sérstök mannréttindaverðlaun til eins leik- stjóra. Í samvinnu við Amnesty Inter- national á Íslandi verður haldið mál- þing um mannréttindi í tilefni af komu fyrrverandi fanga í Guant- anamo búðunum en þeir verða sér- stakir gestir hátíðar og munu kynna nýja mynd Michaels Winterbottoms, Leiðin til Guantanamo.“ Þá segir Hrönn þó nokkrar myndir frá Dan- mörku verða sýndar, en danskur kvikmyndaiðnaður er einmitt í mikl- um blóma um þessar mundir. „Við reynum að sýna alla flóruna og höfða til sem flestra. Það er ekki þannig að Hollywood myndirnar höfði til fjöldans en aðrar myndir höfði aðeins til fárra. Það er misskilningur ef ein- hver telur að kvikmyndahátíðir séu fyrir aðra en allan almenning. Á hátíðinni hjá okkur eru allskyns myndir, gamanmyndir, fjölskyldu- myndir, hryllingsmyndir, heimilda- myndir, og spennumyndir. Við ef- umst ekki um að flestum takist að finna eitthvað við sitt hæfi enda eru á dagskránni í ár á áttunda tug mynda frá um 30 löndum. Við skerum okkur úr öðrum hátíðum með mjög ferskri dagskrá og myndum sem eru ekki á hverju strái.“ Hrönn segir einnig að metnaður aðstandenda hátíðarinnar liggi fyrst og fremst í gífurlega vand- aðri dagskrá. Spennandi óvissa Hrönn segir að í sjálfu sér sé lítill munur á því að sjá kvikmynd á kvik- myndahátíð og í venjulegri bíóferð. „Í báðum tilfellum ertu í rauninni bara að fara í bíó. Það er ekki fyrr en mað- ur er sestur niður í kvikmyndasalnum og myndin byrjar sem þú upplifir í hverju munurinn er fólginn. Við leggjum líka áherslu á að bjóða til landsins viðkomandi leikstjórum sem þá svara spurningum áhorfenda úr sal að sýningu lokinni. Oft veist þú ekki nákvæmlega hvað þú ert að fara að sjá ólíkt því þegar við sjáum dæmi- gerða Hollywood mynd þar sem við getum oft séð endann fyrir í upphafi myndarinnar. Á kvikmyndahátíðinni eru myndir fyrir fólk sem vill láta koma sér á óvart og virkja hug- myndaflugið. Við eyðum miklum tíma í að velja myndir á hátíðina og höfum fengið til liðs við okkur gríska dag- skrárstjórann Dimitri Eipides sem er mjög fær í sínu fagi. Auk hans er nú að störfum dagskrárnefnd en hana skipa Baltasar Kormákur, Dagur Kári Pétursson, Sigurjón Sighvats- son, Björn Ægir Norðfjörð, Ottó Geir Borg og Heiða Jóhannsdóttir. Við veljum myndir sem skilja eitthvað eftir sig ef svo má segja og vekja fólk til umhugsunar.“ Hrönn segir Dimitri Eipides hafa sérþekkingu á að velja myndir eftir nýja og upprennandi leikstjóra sem oft hafa ekki náð nægi- lega mikilli kynningu hérlendis. Þannig eru tveir flokkar tileinkaðir þessu markmiði hátíðarinnar og eru þeir alfarið í umsjón Dimitri Eipides, Vitranir, myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd og Þrisvar þrír, þrjár myndir eftir þrjá leikstjóra sem eru Íslendingum lítt kunnir. Almenningur virkjaður Samhliða kvikmyndahátíðinni verður hugmyndaflug og sköpunar- gleði almennings einnig virkjuð enn frekar. Í þeim tilgangi verður skipu- lögð heimildamyndakeppni sem allir geta tekið þátt í. „Upptökuvélar eru á flestum heimilum og fólk er mjög áhugasamt um að mynda fjölskyldur sínar. Því kom fram sú hugmynd að efna til samkeppni um bestu heim- ildamyndina en yfirskriftin er einmitt „fjölskyldan mín“. Þar með gefst al- menningi kostur á að spreyta sig á kvikmyndagerð og fá um leið ókeypis kennslu í hvernig á að vinna og klippa mynd. Við höfum skipað dómnefnd fyrir keppnina og verðlaunamyndirn- ar verða sýndar á lokadegi hátíðar- innar sem einmitt er tileinkaður fjöl- skyldunni.“ Lyftistöng fyrir fagfólkið Hátíðin er ekki aðeins sniðin að þörfum almennings heldur er á ýms- an hátt einnig höfðað til innlends kvikmyndagerðarfólks. „Fagfólkið fær tækifæri til að sjá það nýjasta sem er að gerast í faginu og það er auðvitað bráðnauðsynlegt. Einnig koma hingað til lands erlendir leik- stjórar og hátíðin mun því skapa vett- vang fyrir innlent fólk til að sýna sig og sjá aðra. Innlendir og erlendir leikstjórar munu læra hver af öðrum. Við leggjum mikið uppúr liprum sam- skiptum á milli allra og til þess að auð- velda það höfum við skipulagt fjöl- marga atburði í kringum hátíðina. Til að mynda verður haldið í Bláa lóninu málþing fyrir stjórnendur erlendra sjónvarpsstöðva í Evrópu og N-Am- eríku. Sá viðburður nefnist Blue Horizons og er unninn í samstarfi við European Documentary Network í Danmörku. Þessir stjórnendur munu síðan hitta fulltrúa innlendra fram- leiðslufyrirtækja þar sem þeim gefst kostur á að kynna sig og sín fyrirtæki. Við erum með þessu að færa þjónustu heim sem Íslendingar hafa þurft að sækja að mestu leyti til útlanda hing- að til.“ Hrönn segir hátíðina því mik- ilvæga fyrir tengslamyndun íslensks kvikmyndaiðnaðar. Meira en bíó Fyrir utan tugi kvikmynda og mál- þing af ýmsu tagi verður einnig fleira um að vera. Þar ber einna hæst myrkvun borgarinnar á opnunar- kvöldi hátíðarinnar. „Ljósmengunin í Reykjavík er svo gríðarleg að við borgarbúarnir förum á mis við blik þúsunda stjarna og dans norðurljós- anna. Þess vegna fannst okkur við hæfi að hefja kvikmyndahátíðina með því að sýna Reykvíkingum þessa stór- kostlegu kvikmynd á stærsta kvik- myndatjaldi sem til er – himninum sjálfum. „Myrkvunin verður í nánu samstarfi við borgaryfirvöld og Höf- uðborgarstofu. Andri Snær Magna- son hefur áður kynnt svipaða hug- mynd og verður talsmaður myrkvun- arinnar í aðdraganda hans, en góð kynning er nauðsynleg til að koma í veg fyrir óhöpp á meðan ljósin eru slökkt. Slökkt verður á öllum ljósa- staurum borgarinnar og einstakling- ar og fyrirtæki verða hvött til þess að taka þátt og slökkva ljós hjá sér.“ Aðstandendur hátíðarinnar í sam- starfi við Háskóla Íslands standa að námskeiði um kvikmyndahátíðir fyrir nemendur í kvikmyndafræðum. Námskeiðið er bæði verklegt og bók- legt en nemendurnir munu taka þátt í framkvæmd hátíðarinnar auk þess að lesa fræðigreinar um sérstöðu kvik- myndahátíða. Þá mun almenningi gefast kostur á að sitja stutt nám- skeið þar sem fjallað er um kvik- myndalestur. Farið er með kvik- myndafræðingnum Birni Ægi Norðfjörð á nokkrar kvikmyndir og rætt um þær á kaffihúsi á eftir. Daft Punk til landsins Að auki má nefna komu Thomas Bangalter til landsins. Þótt nafnið Kvikmyndaveisla í ellefu Áhugafólk um kvikmyndir mun eflaust finna fjölmargt spennandi og forvitnilegt á Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík sem haldin verður dagana 28. sept- ember–8. október að sögn Hrannar Marinósdóttur, framkvæmdastjóra hátíð- arinnar. Hrönn sagði Auði Magndísi Leiknisdóttur frá kvikmyndaveislunni. ’Á kvikmyndahátíð-inni eru myndir fyrir fólk sem vill láta koma sér á óvart og virkja hugmynd- arflugið. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.