Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 23
Markáætlun um erfðafræði í
þágu heilbrigðis og örtækni
Undirbúningsstyrkir 1. september 2006
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Rannsóknamiðstöð Íslands - RANNÍS auglýsir eftir
umsóknum um undirbúningsstyrki í markáætlun um
rannsóknir á sviði erfðafræði í þágu heilbrigðis og á sviði
örtækni.
Markáætlunin um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni var samþykkt á fundi
Vísinda- og tækniráðs 17. desember 2004. Markáætlunin er skipulögð í tveimur lotum
og nær fyrri lotan til tveggja fyrstu áranna. Seinni lotan nær til þriggja síðustu áranna
og er gert ráð fyrir einum umsóknarfresti í upphafi þess tímabils, í mars 2007. Á fyrstu
tveimur árum áætlunarinnar, sem hófst í lok ársins 2005, hefur verið varið um 190
m.kr. í rannsóknastyrki. Til næstu þriggja ára þar á eftir verða tryggðir nauðsynlegir
fjármunir til áætlunarinnar, en hún mun standa yfir í 5 ár. Í seinni lotu áætlunarinnar
(2007-2009) verða veittir styrkir til þriggja ára verkefna og hver styrkur verður á bilinu
5 til 10 milljónir króna á ári.
Tilgangur markáætlunarinnar er að efla þverfaglegt samstarf hér á landi og auka styrk
okkar á ofantöldum sviðum á alþjóðavísu. Reynt verður að hámarka nýtingu
tækjabúnaðar og aðferðafræði sem fyrir er í landinu á þessum sviðum og styrkja
rannsóknir og rannsóknahópa sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Lögð
er áhersla á grunnrannsóknir sem og hagnýt verkefni í nánu samstarfi fyrirtækja,
rannsóknastofnana og háskóla til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.
RANNÍS auglýsir nú eftir umsóknum um sérstaka undirbúningsstyrki sem ætlaðir eru til
undirbúnings verkefna í seinni lotu áætlunarinnar. Umsóknarfrestur undirbúnings-
styrkja er opinn frá og með 1. september 2006 og verða umsóknir afgreiddar
jafnóðum og þær berast. Styrkirnir eru til að undirbúa og kanna forsendur nýrra
verkefna eða undirbúa rannsóknarsamstarf. Styrkirnir eru veittir til undirbúnings
rannsóknarverkefna, þar sem forsenda þess að leggja út í verkefnið er að skýrð séu
betur lykilatriði - rannsóknarspurningar - eða rannsóknaraðferðir. Oft getur verið
nauðsynlegt þegar um stór verkefni er að ræða og þátttakendur margir, að leggja í
umtalsverða vinnu til þess að afmarka og skilgreina framlag hvers þátttakanda í
verkefninu.
Hámarksupphæð undirbúningsstyrkja er 400 þús. kr. Stjórn áætlunarinnar fjallar um
umsóknir að loknu mati RANNÍS og ákveður úthlutun.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar:
Sérstök umsóknareyðublöð eru fyrir undirbúningsstyrki áætlunarinnar og er hægt að
nálgast þau ásamt frekari leiðbeiningum um áætlunina á heimasíðu Rannís:
http://www.rannis.is.
!
"
!
"
! ! #$ %%$
#$ %%$
" &&&
!
"
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eru að glíma
við streitu, kvíða eða fælni og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar eru leiðir
til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði.
Námskeiðið er að hluta til byggt á eigin reynslu
Ásmundar. Hefst 22. ágúst, þri. og fim. kl. 20.
Jógakennaranám, stig 2,
hefst helgina 16.-17. september
ert unglamb lengur, er hann líklega
yngstur þeirra sem komust á blað.
Og niðurstaðan …
Niðurstaðan af tilnefningum
þeirra ljóðaunnenda og bókmennta-
sérfræðinga sem hér voru til kvadd-
ir er sem hér segir:
1.–2. Einar Benediktsson,
6 tilnefningar
1.–2. Steinn Steinarr,
6 tilnefningar
3.–4. Snorri Hjartarson
5 tilnefningar
3.–4. Hannes Pétursson,
5 tilnefningar
5. Stefán Hörður Grímsson
4 tilnefningar
6. Þorsteinn frá Hamri
3 tilnefningar
7.–9. Þórarinn Eldjárn
2 tilnefningar
7.–9. Tómas Guðmundsson
2 tilnefningar
7.–9. Ingibjörg Haraldsdóttir
2 tilnefningar
Hin skáldin, 10 talsins, fengu að-
eins eina tilnefningu hver.
Einar Ben, Steinn og Hannes
Það sem mér kemur mest á óvart
er sterk staða Einars Benediktsson-
ar í nútíðinni, en 66 ár eru liðin frá
láti hans. Ekki er langt síðan
stjarna Einars hafði mjög lækkað
frá því sem áður var; margir töldu
hann tilheyra fortíðinni og að aðdá-
endur hans væru flestir komnir
undir græna torfu. Ugglaust hefur
hin ágæta og skemmtilega ævisaga
Einars eftir Guðjón Friðriksson
vakið nýjan áhuga á skáldinu.
Steinn er líka sigurvegari, jafn
Einari, og vel að því kominn. Um þá
niðurstöðu hefði hann áreiðanlega
getað sagt eitthvað kaldhæðið. Með
fimm tilnefningar er Hannes Pét-
ursson sá eini af efstu fjórum, sem
enn er lifandi og vonandi á hann eft-
ir að yrkja mikið. Að jafna við
Snorra Hjartarson er frábært.
Stefán Hörður Grímsson féll frá á
fyrra ári. Hann er einn í fimmta
sæti og engum kemur það á óvart,
sem á annað borð hefur lesið ljóð
hans, að hann sé framarlega.
Hinsvegar kemur á óvart að skáld
fegurðar og gamansemi, Tómas
Guðmundsson fái aðeins tvær til-
nefningar, og þá ekki síður að Davíð
fái aðeins eina. Sú var tíð að þeir
voru meðal þeirra vinsælustu. Ég
hygg að mörgum bregði í brún að
Guðmundur Böðvarsson skuli ekki
komast á blað, né heldur Jón úr Vör
að ógleymdum Jóni Helgasyni pró-
fessor og Halldóri Laxness, sem er
eitt af mínum uppáhalds ljóðskáld-
um.
En hvar eru svo skáldkonurnar,
aðrar en Ingibjörg Haraldsdóttir,
sem settu svip sinn á öldina? Ef til
vill spurði greinarhöfundurinn of fá-
ar konur; þó er það ekki víst, því
þær sem féllust á að vera með kusu
með einni undantekningu eingöngu
karla.
Ef inni er þröngt …
Millifyrirsögnin er fengin að láni
úr Fákum Einars Benediktssonar;
ein af mörgum úr hans smiðju sem
þykja henta í ræðum og rituðu máli.
Það er hrein ágizkun, en líklega á
Einar Íslandsmet þegar til þess
kemur að leggja mönnum skáldleg-
ar línur í munn, samanber „Vilji er
allt sem þarf “ og „aðgát skal höfð í
nærveru sálar“.
Annað skáld sem nýtur þess heið-
urs að einstakar ljóðlínur þess séu
viðraðar í ræðum er tvímælalaust
Jón Helgason og nægir að minna á
„melgrasskúfinn harða“.
Þegar „inni er þröngt“, hver slag-
viðrisdagurinn rekur annan og ekk-
ert nema vonlaus leiðindi í sjónvarp-
inu, þá er gott að geta leitað í
ljóðasöfnin, sem aðgengileg eru á
bókasöfnum landsins.
Ég lét samantekt þessa greinar-
stúfs verða mér tilefni til að líta bet-
ur á nokkur skáld sem ég þekkti
ekki sem skyldi og þá kom ýmislegt
á óvart.
Þar á meðal var Megas, en ljóð
hans hef ég ekki séð fyrr í einni bók.
Satt að segja hef ég varla skilið eina
einustu setningu þegar hann syngur
þessi ljóð „með sínu nefi“. En mað-
urinn er skáld gott þegar bezt tekst
til, þar sem saman fara bragfimi,
frumleg hugsun, húmor, dálítil eró-
tík, en stundum guðlast. Sjálfum er
mér nokkurnveginn sama um slíkt,
en ég hefði ekki tekið þesskonar
ljóð til birtingar í Lesbókinni hér
fyrr á árum.
Af þessu má sjá að bókmennta-
unnendur dreifa aðdáun sinni svo að
enginn nær að skara langt framúr
eins og mætti ímynda sér að Jó-
hannes Kjarval gerði ef viðlík könn-
un ætti sér stað um myndlistar-
menn og Halldór Laxness í
óbundnum skáldskap.
Hvar er ljóðið statt?
Í framhaldi af þessum hugleið-
ingum má bera upp þá spurningu
hvort ljóðið eigi undir högg að
sækja á þessum popptímum. Því líð-
ur bærilega takk, segja sumir. Þó
læðist að manni sá grunur að ekki
sé allt sem skyldi þegar nýjasta
ljóðabókin frá þekktu og góðu skáldi
selst í 350 eintökum, en sami maður
seldi tífalt fleiri eintök af fyrstu bók
sinni fyrir áratugum. Enn sem fyrr
er það svo að bókaútgefendum þyk-
ir ekki álitlegt að gefa úr ljóðabæk-
ur.
Flest ungt fólk heyrir óendanleg-
an flaum dægurlagatexta og ber að
fagna því að þeir eru nú oftar en áð-
ur á íslenzku. Kóngurinn í popp-
músík, Bubbi Morthens, á heiðurinn
af því að hafa að langmestu leyti
haldið sig við að yrkja texta á ís-
lenzku. Það verður einnig að segja
honum til hróss að síðari tíma textar
hans eru mun betri en þeir eldri og
hann hefur lagt sig eftir réttri
stuðlasetningu, sem hljómar alltaf
betur í söng.
Svo inngróin var stuðlasetningin
áður fyrr að allir sem á annað borð
höfðu brageyra heyrðu það undir
eins ef hún var ekki rétt; það var
eins og falskur tónn í lagi. Ég hygg
að yngri kynslóðin hafi ekki þessa
sömu bragheyrn vegna þess að hún
er vön dægurlagatextum sem ef til
vill eru aðeins með endarími en alls
ekki stuðlasetningu.
Í alvöru ljóðlist gerðist það líka á
öldinni að svokölluð atómljóð náðu
vinsældum og viðurkenningu; órím-
uð ljóð eiga áfram sinn bás í þessu
fjósi, en á öðrum bás er ljóðlist þar
sem reynt er á nýjan leik að huga að
arfinum. Það eru ljóð án endaríms,
en oft bæði stuðluð eða hálfstuðluð.
Þau eru alls ekki ný bóla og má
minna á að Jóhann Jónsson skáld
notar einmitt þesskonar form í
Söknuði, alþekktu ljóði frá þriðja
áratugnum, sem var eiginlega of
langt á undan sinni samtíð, og þenn-
an garð hafa þeir báðir ræktað
Hannes Pétursson og Þorsteinn frá
Hamri.
Ég hygg að form ljóða skipti ekki
höfuðmáli, hvorki stuðlasetning né
annað rím. Það sem máli skiptir er
líklega öllu fremur að hafa eitthvað
að segja og að koma því í skáldlegan
búning.
Tímalaus snilld …
Langt er um liðið frá aldamótum
1900 og ef til vill er varla von að
elztu ljóð aldarinnar eigi mikinn
hljómgrunn. En þess ber að gæta að
fáum árum eftir aldamótin orti Jó-
hann Sigurjónsson fyrsta ljóðið,
sem hægt er að kalla undir frjálsu
formi, eða órímað. Það heitir Sorg
og hefst svo:
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og ljóshafið, yndi næturinnar?
----
Í þessu aldargamla ljóði er engu
líkara en að Jóhann sé að lýsa djöf-
ulskapnum sem nú á sér stað í Líb-
anon, og raunar öllum þeim ósköp-
um sem gengið hafa yfir mannkynið
í heila öld. Þetta fyrsta órímaða ljóð
okkar er tímalaust. Þjóðir heims eru
sífellt að endurtaka yrkisefnið.
Ef til vill er lítið um hugsjónabar-
áttu í kveðskap nútímans, en fyrr á
öldinni var hún sannarlega fyrir
hendi og menn ortu um „bombuna“
og síðar, á tímum kalda stríðsins,
ortu skáldin um þá hættu að mann-
kynið mundi útrýma sjálfu sér.
Á Lesbók Morgunblaðsins kynnt-
ist ég í starfi mínu í 34 ár fjölda
ljóðaunnenda og skálda og fann á
þessum umliðnu áratugum að tals-
verð breyting varð á afstöðu fólks til
skáldskapar. Eldri kynslóðin bar
næstum óttablandna virðingu fyrir
ljóðum þjóðskáldanna og stundum
kom þetta fólk á blaðið með frum-
samin ljóð til að athuga með birt-
ingu og var þá búið að eiga þau í
skúffu í áraraðir. Þetta gátu verið
erfið spor og betra að fara að öllu
með gát.
Yngri kynslóðin hafði þá og hefur
enn mun frjálslyndari afstöðu og
telur alls ekki merkilegt að yrkja
eitt og eitt ljóð. Ég tók eftir því að
ungu skáldin komu með ljóð til birt-
ingar sem höfðu verið ort samdæg-
urs. Sá möguleiki að geta ort órímað
hafði að því er virtist aukið mjög á
ljóðaflóðið og það var afar óvenju-
legt að einhver af yngri kynslóðinni
kæmi með rímað ljóð.
Ég minnist þess frá um 1955,
þegar ég var að byrja að starfa sem
blaðamaður að hafa verið á spjall-
fundi með nokkrum bókmenntalega
þenkjandi mönnum í Næpunni við
Skálholtsstíg, þar sem Menntamála-
ráð var til húsa. Ef ég man rétt var
þónokkur vinstri slagsíða á þessum
hópi. En þá bar einhver þá spurn-
ingu upp hver væru þrjú fremstu
ljóðskáld aldarinnar og gat hún þá
aðeins átt við fyrri helming aldar-
innar.
Það vakti athygli þá að Einar
Benediktsson fékk ekki atkvæði.
Menn fundu honum til foráttu að
hann væri þungur og tyrfinn og sí-
fellt með einhver heilræði. Það var
ekki talið álitlegt í kveðskap þá;
hinsvegar man ég ekki lengur hvaða
skáld var talið bezt, en ég man að
menn nefndu Guðmund Böðvarsson
og Jóhannes úr Kötlum.
Svona er heimurinn breytilegur
og afstaðan til skáldanna einnig. En
eitt hefur breyzt til batnaðar. Við
þurfum ekki lengur að hafa hug-
mynd um pólitíska skoðun ljóð-
skálds til þess að geta metið ljóðin. Í
áratugi á síðustu öld skipti höfuð-
máli hvort skáld var kommi eða
íhald. Það var ömurlegt.
Höfundur er blaðamaður.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050