Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 25 Jazzballett – Almenn braut Eigum nokkur pláss laus fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. Innritun stendur yfir í síma 5813730. Einnig er hægt að nálgast umsóknir og frekari upplýsingar á vefnum www.jsb.is Nemendur athugið! Kennsla hefst 6. september samkvæmt stundarskrá. Stundaskrá verður birt á www.jsb.is 21.ágúst. D an sl is ta rs kó li JS B Kennslustaðir: l Danslistarskólinn í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. l Danslistarskólinn í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Danslist Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 22 3 0 3 Barcelona í allt haust frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. og 13. nóv. Netverð á mann. Prag í okt. og nóv. frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. nóv. Netverð á mann. Búdapest allan október frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 10. okt. Netverð á mann. Róm 17. nóv. frá 64.300 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Archimede í 4 nætur. Netverð á mann. Kraká í okt. og nóv. frá 37.930 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Eljot í 3 nætur 23. okt. með 8.000 kr. afslætti. Netverð á mann. Ljubljana frá 19.900 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Tveir fyrir einn tilboð, út 30. okt., 7. eða 14. nóv. og heim 3., 10. eða 17. nóv. Netverð á mann. veisla í beinu flugi í haust Borgar ástæða örvæntingar þeirra. Hús- mæðrunum þykir vænt um götuna sem þær búa við. Konurnar sem hafa verið skotspónn ádeilunnar á út- hverfin hafa yfirleitt verið einsleitar persónur og valdalaus fórnarlömb. Staða Lynette Scavo er sérstök, eins og leikkonan Felicity Huffman sem leikur Lynette útskýrir svo: „Þú mátt kvarta yfir vinnunni og eigin- manninum og vinum. En Guð forði þér frá því að kvarta yfir börnunum þínum.“ Lynette nýtur þess í fyrstu þáttaröðinni sem í dag eru talin for- réttindi, að vera heimavinnandi og einbeita sér að uppeldi barna sinna. Hún veit að hún á að vera ánægð með hlutverk sitt en hún er það ekki og fær samviskubit yfir því. Þær Bree, Susan, Lynette og Gabrielle eru allar í sínum sporum vegna eigin ákvarðana. Þær eru ekki valdalausir leiksoppar heldur konur sem hafa val í lífinu og hafa tekið ákvarðanir sem þær þurfa að lifa með. Spjallað yfir pókerspili Það virðist einum of einfalt að segja: því fleiri konur, þeim mun meira jafnrétti í sjónvarpi. Ætti kannski að koma á kynjakvóta innan framleiðslufyrirtækja vestanhafs? Í því fælist ákveðin ritskoðun og það samræmdist ekki hugmyndum okk- ar um frelsið til sköpunar. Það er þó ekki alvitlaust að halda því fram að einungis með því að auka hlut kvenna í sjónvarpi myndi ósamræm- ið milli miðilsins og veruleikans ekki vera eins hrópandi og það er í dag, með þeirri forsendu að persónurnar væru ekki þeim mun verri sem fyr- irmyndir. Þar sem Aðþrengdar eig- inkonur fjalla um fjórar konur og vinskap þeirra hljóta öll svokölluð ytri skilyrði þáttanna að eiga sinn hlut í að vega á móti misræminu. Viðfangsefni þáttanna eru konur og samskipti þeirra við hver aðra og þá sem þeim standa nærri. Í samtölum þeirra er þar að auki beinlínis um- ræða um málefni kvenna og kynja- misrétti. Dæmi um þetta er atriði úr fimmta þætti fyrstu seríu þegar vin- konurnar spjalla yfir pókerspili: Susan: Þetta var eins og í skátunum. Stelpur brosa til þín en hlæja svo því þú ert ekki byrjuð að raka fótlegg- ina. Lynette: Strákar myndu aldrei láta svona. Þeir meðhöndla þessi mál betur. Þeir berjast og uppi stendur sigur- vegari. Frumstætt en réttlátt. Susan: Og heiðarlegra. Gabrielle: Er þetta ekki kynjamisrétti? Svona alhæfingar? Lynette: Þetta eru vísindi. Vísindamenn hafa rannsakað þetta. Gabrielle: Hver er ég að efa orð vísinda- manna? Vinkonurnar velta hér fyrir sér viðteknum hugmyndum um kven- lega hegðun. Marc Cherry, höfundur þáttanna, segist hafa viljað lýsa vin- skap kvenna. Það er athyglisvert að lýsingar á stöðu kvenna og þessar samræður þeirra á milli eru skrif- aðar af hvítum miðaldra karlmanni, sem er hluti af þeim hóp sem lengst af hefur verið við völd í sjónvarpsiðn- aðinum. Hann hefur áður skrifað um konur fyrir sjónvarp og hefur reynd- ar einbeitt sér frekar að þeim heldur en karlmönnum sem sögupersónum. Hann hóf ferilinn sem sjónvarpsrit- höfundur með því að skrifa fyrir Gol- den Girls, eða Klassapíur, og fékk sinn eigin þátt framleiddan, The 5 Mrs. Buchanans. Fyrri þættirnir ættu að vera mörgum íslenskum áhorfendum kunnir því þeir voru sýndir hér við nokkrar vinsældir á Stöð 2 fyrir mörgum árum. Við- fangsefni beggja þátta var vinskapur kvenna. Cherry tilheyrir sjálfur minnihlutahópi sem samkynhneigð- ur karlmaður, og það er reyndar helsta útskýringin á nálgun hans á vinskap kvenna að hans mati. Hann segist líta öðruvísi á konur og hlusta á þær. Af því að hann tali við þær um heima og geima heyri hann ýmislegt sem gagnkynhneigðir karlmenn myndu aldrei heyra, því hann sé ekki með neitt ráðabrugg og það sé ekk- ert í gangi. Hann sé einfaldlega vin- ur kvenna og heillaður af samskipt- um þeirra. Fertugsaldurinn er hinn nýi þrítugsaldur Verðum við bættari af því að hafa fleiri konur í sjónvarpi ef þær eru all- ar andlitsfríðar, mjóar og fulltrúar eins kynþáttar? Er það ekki bara verra? Þetta eru góðar og gildar spurningar enda hefur mikið verið deilt á staðalímyndir kvenna í sjón- varpi að undanförnu. Í bók sem gefin var út sem fylgibók þáttanna Að- þrengdar eiginkonur er að finna fróðleik um þá, viðtöl við fólkið á bak við framleiðsluna og ótal myndir af leikkonunum. Flestar myndirnar hafa verið lagfærðar í tölvu til að afmá merki aldurs þeirra. Aðalleik- konur þáttanna eru allar yfir fertugu fyrir utan Evu Longoria sem leikur Gabrielle Solis. Eins og kom fram hér á undan þá eru konur aðeins áberandi í sjónvarpi ef þær eru yngri en 34 ára. Leikkonurnar brjóta því niður þennan aldursmúr, en að sama skapi þarf að lagfæra myndir af þeim svo að þær líti ekki út fyrir að vera deginum eldri en þrítugar. Mikið af þeirri athygli og umræðu sem þætt- irnir hafa fengið snýr að útliti leik- kvennanna. Slúðurpressan veltir endalaust fyrir sér holdafari þeirra og það var fréttamatur þegar Eva Longoria gerði samning við snyrti- vöruframleiðanda. Persónur og leik- endur eru því bæði þátttakendur í því að skapa fyrirmyndir kvenna úti um allan heim sem og fórnarlömb venju sem gerir enn ráð fyrir því að konur eigi að vera „augnakonfekt“ samkvæmt mjög stöðluðum ímynd- um. Ef til vill má setja fram rök fyrir því að sjónvarpið sé undanskilið kröfu raunsæis eða þess veruleika sem við lifum í. Mótrökin eru sú að túlkun á konum og öðrum hópum er í það miklu misræmi við raunveruleik- ann að fyrirmyndirnar á skjánum geta orðið beinlínis skaðlegar. Fyrirsögnin hér að ofan vísar í staðhæfinguna „the forties are the new thirties“, fertugsaldurinn er hinn nýi þrítugsaldur, sem er nýtt slagorð sem heyrst hefur í orðræð- unni að undanförnu. Samkvæmt því eru konur lengur „ungar og frjáls- ar.“ Það er þó hægt að velta því fyrir sér hvort í raun sé verið að gefa kon- um meira frelsi til að vera þær sjálf- ar, eða hvort verið sé að gera til þeirra enn strangari kröfur. Ef til vill eiga þær líka enn að líta út fyrir að vera þrítugar þegar þær eru orðnar fertugar. Það er án efa mik- ilvægt að horfa gagnrýnum augum á þær fyrirmyndir sem okkur birtast í fjölmiðlum, sérstaklega ef þær eru vinsælir hlutar af menningu okkar. Það er í þeirri menningu sem oft er stimpluð sem „lág“; grínþáttunum, slúðurpressunni, kvennatímaritun- um og fleiru, sem okkur er boðið upp á ráðandi skilgreiningar samtíma- menningarinnar á hlutverkum kynjanna. narlömb Höfundur er með MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá HÍ. Greinin er hluti af lokaverkefni hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.