Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 29

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 29 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Borgar veisla Terra Nova Tallinn 19.990 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 29. okt. – 2. nóv. Netverð á mann. Vilnius 19.990 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 8.-11. okt.. Netverð á mann. Sofia 61.856 kr. 5 nátta ferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Hotel Sveta Sofia í 5 nætur. Flug, skattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. í haust E N N E M M / S IA • N M 22 44 4 R agnheiður veiðir sig niður Neðri-Eyra- hyl í Svalbarðsá. Hún er með litla rauða Frances keilutúbu undir. Hún kastar af ör- yggi og leggur fluguna við bakkann fjær, nær góðu rennsli og strippar hægt. Eftir nokkur köst til viðbótar skiptir hún um flugu. „Ég er búin að missa trúna á þessa. Ég fékk tvær tökur á Francesinn í gær,“ segir hún, „en missti að vísu annan fiskinn. Nú finnst mér allt í einu að ég þurfi að skipta.“ Hún setur litla Hairy Mary undir. „Það komu tveir laxar á þessa í gær,“ segir hún og fikrar sig niður eftir hylnum, kemb- ir veiðistaðinn vel. „Þetta er töku- staðurinn!“ hvíslar hún þá og nær fullkomnu kasti. Flugan syndir fal- lega þvert yfir hylinn en enginn lax lætur á sér kræla. „Jæja, þá er ég líka búin að missa trúna á þessa,“ segir hún, skiptir aftur yfir í Frances og veiðir sig áfram niður breiðuna. Myndavél fælir laxinn lítið Þegar ég hitti Ragnheiði er hún í Þistilfirðinum og nýbúin að ljúka tökum á nýrri veiðimynd sem skartar Gunnari Helgasyni leikara og gefin verður út fyrir næstu jól. Myndin á sennilega eftir að heita því einfalda nafni Laxinn. „Við er- um þegar komin með 70 spólur í sumar, 2800 mínútur af efni. Það er svakaleg vinna að fara í gengum þetta allt, klippa það niður og raða saman.“ Það hafði gengið á ýmsu þennan síðasta sólarhring. Náðst höfðu myndir af laxi taka túbuflugu undir yfirborðinu. Ragnheiður hafði auk þess náð einum laxi sjálf, misst annan og endað á að hrasa og brjóta stöngina sína. Enn einn venjulegur vinnudagur. Spurð um tilurð þessa verkefnis segir Ragnheiður samstarf þeirra Gunnars hafa hafist árið 1993, við framleiðslu á Stundinni okkar, þeg- ar hann og Felix Bergsson sáu um þáttinn. „Við höfum oft unnið sam- an eftir það en það var síðan fyrir tveimur árum að hann kom til mín og Einars, mannsins míns, með þá hugmynd að framleiða veiðimynd. Hann var kominn með brennandi veiðidellu, sem ég hafði haft mjög lengi. Mér fannst hugmyndin frá- bær. Einar fann á netinu eins manns krana til notkunar við myndatökur undir vatni. Þá gátum við staðið á þurru og rennt myndavélinni á langri bómu yfir og ofan í hyljina. Við skelltum okkur til Englands og hittum manninn sem hannaði þetta og framleiðir. Úr því varð að við keyptum græjuna. Myndin sem við gáfum út í fyrra þótti vel heppnuð og seldist vel. Hún var einnig gefin út á ensku og fékk fína dóma í erlendum veiði- blöðum.“ Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar og margur laxinn gengið í árnar. Með aukinni æfingu og þekkingu á hvernig best sé að nálgast laxinn í ánni hefur þeim tekist að ná ótrúlegum myndum sem Einar sýnir mér á fartölvunni. „Það kom okkur á óvart hvað þessi myndavél fælir fiskinn lítið. Við getum myndað ótrúlega nálægt laxinum og nú í sumar erum við nokkrum sinnum búin að ná mynd- um af löxum að taka fluguna.“ Þessi efi er svo erfiður En hefur allt þetta eftirlit með löxum ofan í ánum dýpkað skilning Ragnheiðar á laxveiðinni. „Það er svo fyndið að þetta er ennþá alveg jafn-óskiljanlegt. Þannig hefur maður oft heyrt að ekki borgi sig að þrákasta á hyl. Við höfum aðra sögu að segja: laxinn tekur að lok- um. Ef við finnum laxa með mynda- vélinni þá er allt reynt, skipt um flugur endalaust, kasthorninu breytt, dregið hratt og hægt. Hann tekur að lokum! Auðvitað skiptir máli hvernig flugan kemur fyrir fiskinn. Tíu sentímetrar ofar eða neðar skipta máli,“ segir Ragnheið- ur. „Þetta er svo hræðilegt við veiðimennskuna.“ Hún grettir sig. „Maður stendur kannski ein við hyl og veit ekkert hvað maður á að gera. Hvar liggur laxinn? Vill hann stórar flugur eða litlar, á að strippa eða láta reka? Það er þessi efi sem er svo erfiður, þú veist ekki hvað þú átt að gera til að fá fiskinn til að taka og átt aldrei eftir að vita það! Á sama tíma er þetta sjarminn við veiðimennskuna. Ég er mikil keppnimanneskja og ef sú staða kemur upp að allir eru að fá fisk nema ég þá verð ég pirruð út í sjálfa mig og efinn getur magnast. Hann er svo ríkur í manni.“ Ég sé á svip hennar að henni er full al- vara. „Annars hefur þetta aðallega breytt því að ég þrákasta kannski meira en áður. Eyði lengri tíma á þeim stöðum sem ég veit af laxi. Svo vildi ég alltaf geta kíkt undir yfirborðið þegar ég er að veiða. Ef maður veit nákvæmlega hvar laxinn liggur þá er þetta allt svo miklu auðveldara,“ segir hún og hlær. Þetta er búið að vera mikið ferða- og veiðimyndasumar hjá þeim hjónum. „Við erum búin að mynda í Laxá í Kjós, Grímsá, Breiðdalsá, Sval- barðsá, Laxá í Nesjum, Vesturdalsá og Tungná. Okkur hefur alls staðar verið vel tekið og allir vilja hjálpa til. Fólki finnst þetta áhugavert. Flestir hafa séð eldri diskinn og vilja ólmir vera með í þeim nýja.“ Aðspurð hvort hún hafi sjálf fengið að veiða í öllum þessum ám segir hún hlæjandi að þetta hafi verið gríðarlega erfitt fyrir sig. „Gunnar hefur veitt allan tímann og það er erfitt að horfa á annað fólk veiða til lengdar. Það er voða gam- an í byrjun, maður er að spá og spekúlera en þegar maður getur ekkert kastað sjálfur missir maður áhugann. Að vísu fengum við hjónin bæði laxa í Breiðdalsá og ég náði fiski hér í Svalbarðsá í gær,“ segir hún brosandi. Þegar ég spyr hvort Gunnar Helgason sé góður veiðimaður er hún snögg til svars. „Hann er sví- virðilega góður. Honum hefur farið svo fram síðan við byrjuðum í fyrra. Þá var hann svo lélegur! Núna erum við stundum í vandræð- um því hann er orðinn ansi snjall, oft betri en þeir sem hann er að veiða með.“ Er frekar spennt týpa Þrátt fyrir allar þessar veiðilausu laxvinnuferðir hefur Ragnheiður líka veitt myndavélalaus í sumar. „Ég fór í Norðurá með pæjunum mínum,“ segir hún dreymin á svip og vísar til vinkvenna sinna þriggja sem voru með henni í skemmti- nefnd SVFR á sínum tíma. „Svo skrapp ég í Ytri-Rangá og við erum að fara í hjónaholl í Fnjóská. Auk þess fór stórfjölskyldan á silunga- svæðið í Vatnsdalsá. Við erum öll systkinin á kafi í veiði, nema ein systir mín, en maðurinn hennar veiðir mikið. Pabbi var veiðimaður en hætti þegar laxinn leit í augun á honum. Hann varð fyrir einhverri hugljómun og gat ekki hugsað sér að drepa lax eftir það.“ Norðvestanáttin er orðin alger- lega máttlaus og gárar ekki lengur vatnsborðið. Lágir þokubakkar hylja fjallsbúka en rætur og toppar skarta sínu fegursta. Ég spyr Ragnheiði hvernig hún kunni við veiðisvæðið. „Svalbarðsáin er æðisleg. Hún minnir stundum á efsta svæði Stóru-Laxár í Hreppum. Hún er kröfuhörð, mikið labb upp gljúfrin. Laxinn er líka ótrúlega sterkur hérna, hann er fjörugur og glaður.“ Ragnheiður veiðir bara á flugu og reynir helst að nota ekki stórar flugur. „Mér finnst það leiðinlegt,“ segir hún. „Mér finnast litlar krútt- legar flugur æðislegar og leiðist að þurfa að setja á stórar túbur eins og Snælduna. Ég er búin að sjá hvernig laxinn hörfar undan þess- um stóru túbum. Eins með Sunray shadow, þú færð rosalega flottar tökur á hana en kannski ekki fé- laginn á eftir þér. Laxinn æðir í túbuna en hylurinn er í sjokki á eft- ir. Ég hef margoft séð þetta.“ Hvaða fluga skyldi þá vera í uppáhaldi? Ragnheiður þarf engan umhugs- unarfrest. „Undertaker!“ segir hún ákveðin. „Frændi minn, Gunnar Maack, var mikill veiðimaður en dó ungur; fertugur. Þetta var uppá- haldsflugan hans. Þó að ég trúi ekki á yfirnáttúrlega hluti þá var skrýtið þar sem ég sat eitt sumarið við brúna á Vatnsdalsá og var að spekúlera hvað ég ætti að setja undir þá heyrist mér hvíslað dimmri röddu „Undertaker“. Ég setti hana undir og tók þrjá laxa í beit, þar af einn tólf punda á þessa elsku flugu,“ segir hún brosandi. „Síðan hef ég sett hana á margoft, ég set hana á í hverjum veiðitúr, og ekkert gerist. Ég þarf að fara að tengja mig þarna upp aftur.“ Hún hlær. „Ég vil veiða fínlega, vera partur af náttúrunni. Ég er frekar spennt týpa, þarf dálítinn tíma til að tengja mig í byrjun veiðitúrs. Þræði kannski stöngina vitlaust og set hjólið öfugt á. Ég næ ekki að tengj- ast þessu á fyrstu klukkutímunum. Ég þarf góðan tíma. Helst vildi ég veiða alein. Labbandi ein meðfram ánni.“ STANGVEIÐI |VEITT MEÐ RAGNHEIÐI THORSTEINSSON Í SVALBARÐSÁ Morgunblaðið/Golli „Laxinn tekur að lokum.“ Ragnheiður Thorsteinsson veiðir í Svalbarðsá í Þistilfirði. Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Ég vil veiða fínlega Ragnheiður Thorsteinsson er fram- leiðandi sjónvarpsefnis hjá Skjá einum. Hún rekur auk þess, ásamt eiginmanni sínum Einari Rafnssyni, fyrirtækið Tök- ur ehf sem framleiddi DVD diskinn „Af hverju tekur laxinn“ á síðasta ári. Ein- ar er kvikmyndatökumaður og klipp- ari. Þau hjón hafa ferðast um landið í sumar með Gunnari Helgasyni leikara og veiðisjúklingi, við gerð nýrrar myndar sem koma á út fyrir næstu jól. „Taktu það fram að mig dreymi um að verða „gæd“,“ segir Ragnheiður glottandi. „Ég yrði ótrúlega fínn leið- sögumaður. Ef einvern vantar slíkan næsta sumar þá er bara að hafa sam- band. Ég er alveg búin að fá nóg af að fylgjast með Gunna Helga veiða. Kom- ið að því að fylgjast með einhverjum öðrum.“ Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Thorsteinsson. Dreymir um að verða leiðsögumaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.